Morgunblaðið - 01.06.2007, Page 32

Morgunblaðið - 01.06.2007, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. RÓLEGAR UMRÆÐUR Það var fátt nýrra tíðinda ístefnuræðu Geirs H. Haardeforsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Ræðan byggðist að lang- mestu leyti á stjórnarsáttmála nýrr- ar ríkisstjórnar. Sjálfsagt verður að bíða haustsins til þess að fá ein- hverjar áþreifanlegar upplýsingar um áform hinnar nýju ríkisstjórnar. Tvennt vakti mesta athygli í þess- um umræðum. Annars vegar er ljóst að nýr hópur öflugra kvenna er kominn inn á Alþingi. Ólöf Nordal vakti athygli frá Sjálfstæðisflokki. Þar er efnilegur stjórnmálamaður á ferð. Þær Katrín Jakobsdóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir vöktu athygli frá Vinstri grænum. Báðar eiga augljóslega eftir að láta að sér kveða á vettvangi stjórnmálanna á næstu árum. Hins vegar vakti varnarræða Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, athygli. Hvers vegna skyldi formaður Vinstri grænna, sem segist með réttu hafa unnið mestan sigur í nýafstöðum þingkosningum, nota nær allan tíma sinn í fyrstu umræðum á Alþingi að kosningum loknum til þess að verja hendur sínar? Það er augljóst. Varnarræðu Steingríms J. Sigfús- sonar var ekki beint að þeim lands- mönnum, sem hlýddu á þessar um- ræður. Varnarræðan var innanhússplagg. Formaðurinn beindi máli sínu til flokksmanna sinna og helztu trúnaðarmanna. Hann var að verja sjálfan sig gagn- vart þeim. Hvers vegna? Vegna þess að gagnrýnin á Stein- grím J. Sigfússon vex dag frá degi meðal Vinstri grænna vegna þess hvernig formaðurinn klúðraði kosn- ingasigrinum í kjölfar kosninganna. Þetta veit Steingrímur og þess vegna snerist ræða hans um að verja hann sjálfan fyrir gagnrýni úr röð- um eigin flokksmanna. Þetta er ekki góð byrjun fyrir formann Vinstri grænna á nýju kjörtímabili. Senni- lega fær hann ekki tækifæri til að leiða flokk sinn í öðrum þingkosn- ingum. Þessar umræður voru frumraun Guðna Ágústssonar, sem nýs leið- toga Framsóknarflokksins. Hann er ekki búinn að fóta sig á nýrri stjórn- arandstöðupólitík fyrir Framsókn- arflokkinn. Taldi mikla efnahagsvá fyrir dyrum. Hefur hún orðið til á þeim stutta tíma, sem liðinn er frá kosningum? Ekki talaði Guðni um slíkar hættur fyrir kosningar. Það er frumskilyrði, að stjórnmálaleið- togar séu sæmilega samkvæmir sjálfum sér. Þessar umræður gáfu enga vís- bendingu um það sem framundan er, hvorki í samstarfi stjórnarflokkanna né í samskiptum milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þó getur varla verið að þeim Geir H. Haarde og Birni Bjarnasyni hafi líkað tónninn í hinum nýja utanríkisráðherra í um- fjöllun hennar um Íraksstríðið. Þar fór ráðherrann út fyrir stjórnarsátt- málann og á áreiðanlega eftir að gera það aftur. En tæplega hafa menn búizt við öðru – eða hvað? SJÓVÁ BÝÐUR UPP Á ATHYGLISVERÐAN VALKOST FYRIR GRENSÁSDEILD Eftir að tryggingafélagið Sjóváhefur lagt til við heilbrigðisyfir- völd að félagið reisi nýja álmu við Grensásdeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, virðist geta verið í augsýn lausn á húsnæðisvanda deildarinnar, sem hingað til hefur verið talið að yrði ekki leystur fyrr en eftir 10 til 15 ár. Samkvæmt því sem kom fram í for- síðufrétt Morgunblaðsins í gær, voru það Hollvinir Grensásdeildar sem hvöttu forsvarsmenn Sjóvár til að láta til sín taka með þessum hætti. Hér er til skoðunar mjög athyglis- verður valkostur, til þess að auka þjónustu við þá sem þurfa að sækja endurhæfingu á Grensásdeild, m.a. í kjölfar alvarlegra slysa og erfiðra sjúkdóma. Fram kom hjá Gunnari Finnssyni, formanni Hollvina Grensásdeildar, að langt sé síðan deildin sprengdi núver- andi húsnæði utan af sér. Íslendingum hafi fjölgað um 40% frá stofnun deild- arinnar árið 1973 og þeim sem þurfi á líkamlegri endurhæfingu að halda hafi hlutfallslega fjölgað enn meira þar sem þjóðin verði sífellt eldri og ekki síður vegna þess að nú bjargist fleiri úr alvarlegum slysum en áður. Erindi Sjóvár bíður nú afgreiðslu í heilbrigðisráðuneytinu. Hér á landi yrði svona framkvæmd nýnæmi, þar sem Sjóvá býðst til þess að hafa forystu um fjármögnun fram- kvæmdarinnar, auk þess sem félagið býðst einnig til þess að styrkja verk- efnið um nokkra tugi milljóna króna, en áætlað er að framkvæmdin muni kosta um hálfan milljarð króna. Áætl- anir félagsins gera ráð fyrir að við- byggingin verði komin í gagnið árið 2009, verði tilboðinu tekið. Augljóslega er það bæði í þágu tryggingafélaga og viðskiptavina þeirra, sem verða fyrir líkamlegu tjóni í slysum og af öðrum orsökum, að aðstaða til endurhæfingar sé bætt, þjónusta aukin og þar með afköst Grensásdeildar. Fjárhagslega hlýtur það að vera tryggingafélögum mikið hagsmunamál og keppikefli, að tryggja að endurhæfing tjónaþola gangi sem best og skili þannig tjón- þolum aftur út til þátttöku í samfélag- inu sem fyrst. Sömuleiðis er það augljóst mál, að það hlýtur að vera þeim einstakling- um sem þurfa á endurhæfingu að halda hjá Grensásdeild til hagsbóta, að þurfa ekki að bíða lengi eftir að fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda og þar skipta ekki minnstu máli þætt- ir sem ekki er hægt að meta til bein- harðra peninga; sálfræðilegi og fé- lagslegi þátturinn. Í fljótu bragði séð, virðist þetta til- boð Sjóvár vera í allra þágu, trygg- ingafélaganna, tjónaþolanna og sam- félagsins alls. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ G eir H. Haarde forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á fundi Al- þingis í gærkvöldi. Ræðan fer í heild hér á eftir. Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru Morgunblaðs- ins: „Herra forseti. Alþingi kemur nú saman í fyrsta sinn eftir nýafstaðnar kosningar. Ég vil þakka öllum þingmönnum fyrir drengilega og málefnalega kosningabaráttu. Jafnframt vil ég óska nýkjörnum þingmönn- um til hamingju með kjörið og bjóða þá vel- komna til starfa. Sjaldan hafa jafnmargir nýir þingmenn tekið sæti á Alþingi og nú. Þetta sýn- ir að Alþingi er eftirsóknarverður vinnustaður og að þau störf sem hér eru unnin í þágu lands og þjóðar eru mikils metin, þvert á það sem stundum er haldið fram. Það er fagnaðarefni. Fyrir réttri viku tók ný ríkisstjórn við völd- um, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingarinnar. Úrslit kosninga báru með sér að slík ríkisstjórn væri öflugasti kosturinn í stöð- unni. Framsóknarflokkurinn fer nú úr rík- isstjórn eftir 12 ára árangursríka stjórnarsetu. Ég vil við þetta tækifæri þakka fyrrverandi samstarfsmönnum mínum í Framsókn- arflokknum fyrir ánægjulegt samstarf á um- liðnum árum. Hin nýja ríkisstjórn byggist á samstarfi tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins. Þessir flokkar hafa einsett sér að mynda frjáls- lynda umbótastjórn um kraftmikið efnahagslíf, öfluga velferðarþjónustu, bættan hag heim- ilanna og aukna samkeppnishæfni atvinnulífs- ins. Með þessi meginmarkmið að leiðarljósi stefnir hin nýja ríkisstjórn á vit nýrra tíma á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið á undanförnum árum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að raunveru- legt jafnrétti verði leiðarljós í allri stefnumótun hennar sem skapi öllum landsmönnum jöfn tækifæri. Árangur og hagsæld undanfarinna ára gefur tækifæri til enn frekari framfara og Ísland á að sjálfsögðu að vera áfram í far- arbroddi þeirra þjóða sem búa við best lífskjör. Málefni yngstu og elstu kynslóðanna fá forgang og ríkisstjórnin mun leggja áherslu á að bæta kjör þeirra hópa sem standa höllustum fæti. Hún mun vinna að víðtækri sátt í samfélag- inu um aðgerðir á sviði efnahags- og félags- mála, um náttúruvernd og auðlindanýtingu og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Rík- isstjórnin mun leitast við að eiga gott samstarf við alla flokka á Alþingi og standa vörð um sjálfstæði og heiður Alþingis sem og eftirlits- hlutverk þess. Brýnt að tryggja stöðugleika í efnahags- lífinu í þágu heimila og atvinnulífs Kraftmikið efnahagslíf er forsenda þess að hægt sé að halda áfram uppbyggingu í mennta- málum, samgöngumálum og heilbrigðis- og fé- lagsmálum. Eitt brýnasta verkefni nýrrar rík- isstjórnar er að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu í þágu heimila og atvinnulífs. Markmið hagstjórnarinnar er að tryggja lága verðbólgu, lágt vaxtastig, betra jafnvægi í utan- ríkisviðskiptum, jafnan og öflugan hagvöxt og áframhaldandi trausta stöðu ríkissjóðs. Stór- framkvæmdir, skattkerfisbreytingar og aðrar hagstjórnaraðgerðir verða tímasettar í ljósi þessara markmiða. Jafnframt viljum við tryggja að íslensk fyrirtæki búi við bestu sam- keppnis- og rekstrarskilyrði sem völ er á. Mik- ilvægt er að rekstrarumhverfi íslenskra fyr- irtækja tryggi vöxt þeirra og laði að starfsemi erlendis frá. Við leggjum áherslu á víðtækt samráð við helstu hagsmunaaðila á sviði efna- hagsmála og höfum í því skyni ákveðið að setja á laggirnar samráðsvettvang ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga um aðgerðir og langtímamarkmið á sviði efnahags-, atvinnu- og félagsmála. Íslensk fyrirtæki eru í harðnandi samkeppni við erlend fyrirtæki, bæði heima og heiman, og á næstu árum mun hugvit og tækni- og verk- þekking ráða úrslitum um velgengni þeirra. Ríkisstjórnin vill skapa kjörskilyrði fyrir áfram- haldandi vöxt, útflutning og útrás íslenskra fyr- irtækja, m.a. með aðgerðum til að efla hátækni- iðnað og starfsumhverfi sprotafyrirtækja. Samstarf atvinnulífsins og íslensku háskól- anna er lykill að bættum árangri og nýsköpun í atvinnurekstri. Ríkisstjórnin mun styðja við menningu og listir sem á undanförnum árum hefur fært Ísland í sviðsljósið á alþjóðavett- vangi og orðið vaxandi uppspretta útflutnings- tekna. Í þeim miklu breytingum sem orðið hafa á ís- lensku atvinnulífi á undanförnum árum hefur vægi ýmiss konar alþjóðlegrar þjónustu- starfsemi aukist, þar á meðal fjármálaþjónustu. Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðs- svæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi. Við munum leggja áherslu á að efla Fjármálaeftirlitið til þess að íslenski fjármálamarkaðurinn njóti fyllsta trausts. Ennfremur teljum við tímabært að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í út- rás orkufyrirtækja. Mikilvægt er að heilbrigð samkeppni og eðlileg verðmyndun þrífist á öll- um sviðum atvinnulífsins og að neytendur njóti góðs af þeirri samkeppni. Það kallar á öflugt samkeppniseftirlit sem við viljum beita okkur fyrir. Ríkisstjórnin leggur áherslu á mikilvægi öflugs landbúnaðar og hágæðaframleiðslu á matvælum í landinu. Við munum vinna að end- urskoðun landbúnaðarkerfisins með það fyrir augum að auka frelsi, bæta stöðu bænda og lækka verð til neytenda. Sömuleiðis er mik- ilvægt að tryggja stöðugleika í sjávarútvegi. Í því skyni verður gerð sérstök athugun á reynsl- unni af aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða. Markvissar aðgerðir í þágu barna Ríkisstjórnin stefnir ótrauð að frekari lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar. Jafn- framt munum við vinna að endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Samhliða þessu viljum við leita leiða til að lækka frekar skatta á íslensk fyrirtæki og tryggja að þau búi við stöðugt og örvandi skattaumhverfi. Þá stefnir ríkisstjórnin að því að umhverfisþættir fái aukið vægi í skattastefnunni auk þess sem kerfi óbeinna skatta, s.s. vörugjalda og virð- isaukaskatts, verður endurskoðað. Sömuleiðis höfum við einsett okkur að afnema stimpilgjald í fasteignaviðskiptum á kjörtímabilinu þegar aðstæður á fasteignamarkaði leyfa. Rík- isstjórnin hefur markað þá stefnu að einfalda og nútímavæða stjórnsýsluna. Áhersla verður lögð á aukna notkun á upplýsingatækni til að bæta opinbera þjónustu, auka skilvirkni og ein- falda samskipti milli almennings og stjórnvalda. Breytt verkaskipting ráðuneyta sem kynnt hef- ur verið er liður í þessari stefnumörkun. Jafn- framt hefur ríkisstjórnin ákveðið að ráðherrum, alþingismönnum og stjórnsýslu ríkisins verði settar siðareglur. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að ýtrasta að- halds sé gætt í rekstri hins opinbera þannig að fjármunir skattgreiðenda séu nýttir sem best. Ráðdeild og varfærni í fjármálum hins opinbera er höfuðnauðsyn og áríðandi að hlutur op- inberrar starfsemi af þjóðarframleiðslunni vaxi ekki umfram það sem nú er. Við stefnum að því að gera rammafjárlög sem taki til fjögurra ára í senn og þróa þannig áfram vinnulag undanfar- inna ára. Þar verði sett fram meginstefna í hag- stjórn og viðmið um tekjuöflun og útgjöld rík- issjóðs. Jafnframt verði þjónustuverkefnum og fram- kvæmdum ríkisins forgangsraðað. Loks vil ég nefna að ríkisstjórnin stefnir að því að tekju- og verkaskipting ríkis og sveitar- félaga verði endurskoðuð með það að markmiði að efla sveitarstjórnarstigið. Þannig verði t.d. ábyrgð á lögbundinni þjónustu við aldraða og fatlaða færð frá ríki til sveitarfélaga. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnarinnar snýr að markvissum aðgerðum í þágu barna og barnafjölskyldna á Íslandi. Ríkisstjórnin hefur í því skyni ákveðið að móta og leggja fyrir Al- þingi heildstæða aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna sem byggist meðal annars á rétti þeirra samkvæmt Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Dæmi um aðgerðir í slíkri áætlun eru bætt tannvernd barna með gjaldfrjálsu eftirliti, for- varnaraðgerðum og auknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna. Þá verða barnabætur hækkaðar til þeirra sem hafa lágar tekjur. k b h v t s e g i v S s á s e b s i t u ú m h i v t s a í a e f f t Raunverule leiðarljós í S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.