Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 35 STJÓRNARSÁTTMÁLI nýrrar ríkisstjórnar undir forsæti Geirs H. Haarde er um margt áhuga- verður og veit á gott um áherslur stjórnvalda á komandi árum. Það var ánægjulegt að sjá, hve Sjálf- stæðisflokkur og Samfylking komu sér fljótt saman um mik- ilvæg mál og um leið tókst for- ystumönnum flokk- anna að kynna breytingar á Stjórn- arráðinu sem að mínu mati eru löngu tíma- bærar. Að þessum lagabreytingum verð- ur unnið að á kom- andi sumarþingi. Það er þó eitt mál sérstaklega sem ég vil vekja athygli á í stjórnarsáttmálanum, og það er áherslan á umhverfismál. Nátt- úruvernd og nýting náttúrunnar hefur verið bitbein stjórnmálamanna, áhugamanna og hagsmunaaðila um langan tíma og auðvitað verða áherslur manna ólíkar um þennan mikilvæga málaflokk áfram. En það sem skiptir miklu er þessi eindregni vilji stjórnarflokkanna til að leiða helstu ágreiningsmál til lykta og um leið byggja heilsteypta um- hverfisstefnu og náttúruvernd- aráætlun til framtíðar. Engum blandast hugur um mikilvægi umhverfismála í heim- inum. Við Íslendingar erum svo lánsamir að vera lausir við mörg þau erfiðu umhverfismál sem aðr- ir hafa við að glíma sem þurfa t.d. að brenna olíu til rafmagnsfram- leiðslu. Þvert á móti, höfum við verið í fararbroddi í nýtingu end- urnýjanlegra orkugjafa og nú er svo komið að við getum flutt þekkingu okkar út til þeirra sem á henni þurfa að halda. Menntun á sviði tækni- og orkumála er há á Íslandi og við eigum endilega að nýta hana til áframhaldandi at- vinnusköpunar og útrásar á er- lendri grundu. Í stjórnarsáttmálanum eru um- hverfismálin sett í samhengi við beitingu hagrænna hvata og þar tel ég vera komið að atriði sem virkilega verður ögrandi að takast á við. Við vitum, að til þess að breyta við- horfi fólks eða leggja áherslu á skyn- samlegri umgengni við umhverfið er sjálfsagt og eðlilegt að huga að nýtingu skattkerfisins þannig að einstaklingar sjái hag sinn í því að breyta í samræmi við hagsmuni umhverf- isins. Við munum halda áfram að vinna að þessu mikilvæga máli á grunni þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála nýrrar Þingvallastjórnar. Þetta á við um almenningssamgöngur, einka- bifreiðar, endurvinnslu og fleira og fleira. Stjórnarflokkarnir voru ásáttir um að flýta vinnu við rammaáætl- un til ársloka 2009. Engum dylst að það er flókið verkefni og tíma- frekt og þess vegna afar mik- ilvægt að flokkarnir skuli hafa tekið þessa ákvörðun. Með þessu móti getum við tekið afstöðu til þeirra svæða sem við viljum vernda til framtíðar. Þegar er kominn fram vilji til að stækka Vatnajökulsþjóðgarð með vernd- un vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum og ekki verður Langisjór nýttur til virkjanaframkvæmda. Þá er tekin sú skynsamlega ákvörðun að halda rannsóknum áfram á þeim svæðum þar sem rannsókn- arleyfi liggur þegar fyrir, t.d. hér á Norðausturlandi. Sannleikurinn er því sá, að Íslendingar gegna einnig forystuhlutverki í verndun einstakra svæða og í samfélaginu er vilji til að ná sátt um hvað skuli nýta og hvað skuli vernda. Við höfum byggt traustan laga- legan grunn um umhverfismál, t.d. með lögum um mat á umhverfis- áhrifum, umhverfismati skipulags- áætlana og með skipulagslögum þar sem aðkoma almennings í stefnumótun er vel tryggð. Á þeim verður hægt að byggja enn frekar á komandi árum, á grunni þess metnaðar sem forystumenn stjórnarflokkanna hafa til starfa. Það var því vel við hæfi að stjórnarsáttmáli nýrrar rík- isstjórnar hefði að mestu orðið til á Þingvöllum, þeim merka stað, hvort sem litið er til náttúru, sögu eða menningar. Þar höfum við náð þeim áfanga að Þingvellir eru fyrsta svæðið sem tekið hefur ver- ið inn á heimsminjaskrá Menning- armálastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Þingvallastjórn veit á gott. Kveður við nýjan tón Ólöf Nordal skrifar um stjórnarsamstarfið » Það var við hæfi aðstjórnarsáttmálinn hefði að mestu orðið til á Þingvöllum, þeim merka stað, hvort sem litið er til náttúru, sögu eða menningar. Ólöf Nordal Höfundur er alþingismaður. ENN á ný hafa farið fram umræð- ur á síðum Morgunblaðsins um tengsl matvöruverðs og gengis. Kveikjan nú er að samkvæmt mælingum hækkaði matvöruverð um 1,3% milli mán- aðanna apríl og maí, en gengi krónunnar hefur verið að styrkj- ast undanfarna mán- uði eins og kunnugt er. Þetta hefur gefið Morgunblaðinu tilefni til að væna mat- vöruverslunina í land- inu um að vera al- mennt fljóta til að hækka verð þegar gengi krónunnar veik- ist en seina til að lækka þegar gengið styrkist, sbr. leiðara blaðsins sl. laugardag. Ekki verður séð hvað Morgunblaðinu geng- ur til með þessum skrifum, þar sem að allt bendir til að matvöruverslunin sé sú grein verslunar sem er fljótust að laga verðlag að gengisbreyt- ingum. Í sama blaði birtist nefnilega viðtal við Jón Þór Sturluson við- skiptafræðing, sem rannsakað hefur fylgni verðbreytinga og geng- isbreytinga í ýmsum vöruflokkum, m.a. matvöru. Í viðtalinu segir Jón að reynslan sýni að verðlag fylgi sjaldnast gengisþróun með beinum hætti, nema helst í mat og drykk. Hann segir að í þeirri grein séu tengslin nokkuð skýr, en það taki tíma fyrir gengisbreytingu að skila sér inn í verðlag. „Það tekur yfirleitt tvo til fjóra mánuði fyrir geng- isbreytingar að hafa einhver raun- veruleg áhrif,“ segir Jón. Þessi skoðun kem- ur heim og saman við það sem menn í mat- vöruverslun eru al- mennt sammála um og getur varla talist óeðli- lega langur tími. Það tekur alltaf nokkurn tíma að laga verð á vöru að gengisbreytingum, hvort sem er til hækk- unar eða lækkunar. Samkeppni og al- mennt aðhald frá sam- félaginu leiða til þess að fyrirtæki í mat- vöruverslun, ekki síst í innflutningsverslun, fylgjast náið með verð- lagsmálum. Þau hafa sýnt ábyrgð og munu gera það áfram, á því er enginn vafi. Á sama hátt og neytendur nutu góðs af skattkerfisbreytingunum sem komu til framkvæmda 1. mars sl. munu neytendur áfram njóta góðs af því þegar gengi krónunnar styrkist. Hins vegar verður að ætl- ast til þess að opinber umfjöllun um þessi mál sé málefnaleg og laus við ásakanir og upphrópanir. Tengsl matvöru- verðs og gengis Andrés Magnússon skrifar um umræður um tengsl matvöruverðs og gengis Andrés Magnússon »… mununeytendur áfram njóta góðs af því þeg- ar gengi krón- unnar styrkist. Höfundur er framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra stórkaupmanna Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn „Íslenskar trjáplöntur eru aðlagaðar okkar veðráttu.“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður. Í áratugi hafa íslenskir garðyrkjubændur unnið að því að byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. Nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðyrkjubænda. VELDU ÍSLENSKAR TRJÁPLÖNTUR, SÉRMERKTAR ÞÉR. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.