Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Laugavegi 47, sími 552 9122. i , í i . Laugavegi 47, sími 551 7575. i , í i . 25% afsláttur af sumarblússum, og hálferma skyrtum í dag og Langan laugardagí l Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is STILLA, félag í eigu Guðmundar Kristjánssonar og Hjálmars Krist- jánssonar, hefur gert svonefnt sam- keppnistilboð í allt hlutafé Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum, VSV. Hljóðar tilboð Stillu upp á 8,50 krónur á hlut, sem er 85% hærra en yfirtökutilboð sem kom fram í byrjun maí frá félaginu Eyjamönnum ehf. Stilla og tengd félög eiga fyrir sam- tals 25,79% hlut í Vinnslustöðinni. Samkvæmt tilboðinu er fyrirtækið metið á um 13 milljarða króna og til- boð Stillu andvirði tæpra 10 milljarða. Vegna yfirtökuskyldu gerði meiri- hluti heimamanna í hluthafahópi VSV öðrum hluthöfum yfirtökutilboð fyrir um mánuði síðan, sem hljóðaði upp á 4,60 krónur á hlut, sem var svipað gengi og hafði verið á markaði. Sam- kvæmt því tilboði er VSV metið á sjö milljarða. Síðan þá hafa bréfin í kaup- höllinni hins vegar hækkað og síðasta gengi stóð í 8,30. Öllum frjálst að kaupa og selja Eiga heimamenn hátt í 70% hlut í Vinnslustöðinni. Helstu eigendur í fé- laginu Eyjamenn ehf. eru Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri VSV, og Haraldur Gíslason, sem sér um mjölsölu fyrir útgerðina. Sigurgeir Brynjar segir í samtali við Morgunblaðið um tilboð Stillu að öllum fyrirtækjum sé frjálst að kaupa og selja bréf á markaði. Hann telji hins vegar ólíklegt að sá hópur sem hann standi fyrir muni taka boði Stillu og selja sín bréf. Í tilkynningu til kauphallar kemur fram það mat Stillu að tilboð þess endurspegli sanngjarnt raunvirði Vinnslustöðvarinnar, þegar tekið sé tillit til afkomu og eigna, sem og verð- lagningu sambærilegra félaga í ís- lenskum sjávarútvegi á síðustu miss- erum. Telja Guðmundur og félagar hjá Stillu að tilboð Eyjamanna ehf. sé of lágt og fjarri því að endurspegla sanngjarnt mat á virði félagsins. Varðandi það mat Stillu að tilboð Eyjamanna ehf. sé of lágt bendir Sig- urgeir á að greiningardeildir bank- anna hafi talið sanngjarnt verð á Vinnslustöðinni vera á bilinu 4,5 til 5, miðað við áframhaldandi sjóðstreymi í félaginu. Ekki sé hægt að miða ein- göngu við hátt kvótaverð. „Menn geta ekki bæði átt kökuna og étið hana,“ sagði Sigurgeir Brynjar. VSV verði áfram í kauphöllinni Er Stilla ósammála fyrirætlunum Eyjamanna að afskrá Vinnslustöðina úr kauphöllinni og hyggur á áfram- haldandi skráningu, sé þess kostur. Í því skyni hyggst Stilla í kjölfar yf- irtökunnar selja stóran hluta hluta- bréfa í félaginu til ýmissa aðila sem hafa áhuga á rekstri öflugs sjávarút- vegsfyrirtækis í Vestmannaeyjum sem skráð sé í kauphöll. Telur Stilla að virk verðmyndun á markaði þjóni best hagsmunum félagsins og hlut- hafa þess og tryggi áframhaldandi rekstur og uppbyggingu félagsins. Takist það ekki muni félagið vera á samstæðugrundvelli talsvert skuld- sett að yfirtökunni lokinni þar sem Stilla hafi í hyggju að fjármagna um- talsverðan hluta kaupverðsins með lánsfé. Sigurgeir Brynjar segir það eiga eftir að koma í ljós hvort félagið verði afskráð af markaði. Reynsla síðustu ára sýni að lítill áhugi hafi verið á sjávarútvegsfyrirtækjum í kauphöll- inni og viðskipti verið lítil, um leið og eignarhald á fyrirtækjunum hafi ver- ið þröngt. Stilla gerir 85% hærra tilboð í Vinnslustöðina Eyjamenn ehf. telja ólíklegt að tilboðinu verði tekið * ( ( & - .          !      /  0  (&             !"#$%&%'  ( %)   *  +* '  , &  ! & -  ! &   & . $ $ &  "! /*, &  "! ,01 $"&  "!  " " " " " " " " !"  "  " !" !" !" !" ● ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöllinni, OMX á Íslandi, hækkaði um 0,1% í gær og er lokagildi hennar 8.168 stig. Mest hækkun varð á hlutabréf- um Atlantic Petroleum, 5,2%. Þá hækkuðu hlutabréf Glitnis banka og Alfesca í gær um 1,6% í hvoru félagi. Þrátt fyrir að Úrvalsvísitalan hafi hækkað í gær þá lækkuð nokkur fé- lög. Þannig lækkuðu bréf Teymis um 2,8%, Actavis um 1,3%, Flögu um 0,9% og Icelandair um 0,7%. Lítils háttar hækkun í Kauphöllinni ● BAUGUR Group hefur aukið hlut sinn í danska fasteignafélaginu Nordicom og ræður nú yfir 25% hlut í félaginu. Tilkynnt var fyrir viku, að Baugur hefði gert samkomulag við Ole Vagner um kauprétt á 11,2% hlut hans í Nordicom en fyrir átti Baugur 11%. Í gær var svo greint frá því að Baugur hefði aukið hlut sinn. Haft er eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni, sem hefur stýrt útrás baugs í Danmörku, í danska blaðinu Børsen, að frekari kaup Baugs á hlutum í Nordicom séu ekki útilokuð. Baugur með fjórðung í Nordicom ● VÖRUSKIPTI við útlönd voru nei- kvæð um 11,3 milljarða króna í apr- íl, samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands. Í sama mánuði í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 10,2 milljarða. Halli á vöruskiptum við útlönd fyrstu fjóra mánuði ársins 2007 nam 20,0 milljörðum króna, sem er tölu- verð minnkun frá sama tímabili á síð- asta ári, en þá voru vöruskiptin óhag- stæð um 46,6 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 26,6 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. Mest munar um að verðmæti vöruútflutnings jókst um 30% milli ára. Verulega dregur úr vöruskiptahalla BAUGUR Group er þriðja stærsta smásölufyrirtækið á Norðurlöndum. Í fyrsta sæti er IKEA og þar á eftir kemur fyrirtækið ICA, sem er með um 2.300 smásöluverslanir í Svíþjóð, Noregi og Eystrasaltslöndunum. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á vegum Rannsóknarseturs verslun- arinnar í Svíþjóð, Handelns Utredn- ingsinstitut, á umsvifum smásölu- verslunar á Norðurlöndum. Auk Baugs kemst eitt íslenskt fé- lag á lista yfir 100 stærstu smásölu- fyrirtækin á Norðurlöndum, en það er Norvik, félag Jóns Helga Guð- mundssonar í Byko. Norvik er í 74. sæti á listanum yfir 100 stærstu fyr- irtækin. Svo skemmtilega vill til að ís- lensku fyrirtækin tvö á listanum yfir 100 stærstu smásölufyrirtækin á Norðurlöndunum, þ.e. Baugur og Norvik, eru þau fyrirtæki sem uxu mest á síðastliðnum 5 árum, sam- kvæmt rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar í Svíþjóð. Samanlögð árleg velta 100 stærstu fyrirtækjanna í smásölu á Norður- löndunum er um 163 milljarðar doll- ara. Það svarar til liðlega 10 þúsund milljarða íslenskra króna. Samtals eru 36 sænsk fyrirtæki á listanum yfir 100 stærstu fyrirtækin í smásölu á Norðurlöndunum, 31 eru frá Noregi, 16 fyrirtæki eru dönsk, 15 finnsk og tvö íslensk. Baugur þriðja stærst í smásölu 234 234       5 5 234 &64      5 5 78- + ! 9      5 5 :; 7<4      5 5 234'=> 234(?@       5 5 1  23& 4 5- # 23&(#678#$ "'- . )* + ,  , -+ AB> <C $&  <C <  CD DE: <   &  6  $* &  : &  &  F  %, G "H ! '  I "F  !F H ! 3 3 C:     6  (:( %F%  .  * / 0 - ,  : " &  C !  &   ! " C !C&  +0  234<6 ; ; "" "  *   * 1  2 3  (  G "  !$ )  - (- / 4  6& !   5 3 6-                                                                           !  $ ! "  ;F ! "J '    K%A=B%@>? =@A%@>>%L@A K=%M@=%K@> ?%NKA%@?K AM%KAL%K?@ =?%=AA%LN= =%=B@%?@>%LK= ?%=>K%>M>%M@> A%BNB%=BK NNA%ANB%K?@ ?A>%>BL%KB@ K@%AN=%MBN KKL%=K@ BAN%NL>%MNK K?%L=B%MN? K?=%?N?%>MB =%LLK%N?@ K?K%=NB%ABB N%?=K%?@> NN%@@@ L?%LA?%@MK M=?%?AK    AON@ NAOA@ >O=A =AL@O@@ NO@N L@OM@ KMO>@ KNOK> ?KO>> ==@?O@@ ALOA> N?ON@ =BO>@ K=OA> =@MO>@ AAOB> KO@B KNOK@ BOBN =LOB@ >O@M AMO=@ ==O=@ AONK N?O>@ >OK@ =?=@O@@ NO=@ L=O?@ KMOB@ KNOA> ?KOL> ==@NO@@ ALO?@ N>OK@ =BON@ K=O?@ ==@O>@ AAON@ KO@N KNO?@ BOLB =MOL@ >O=> AMO?@ NOA@ =KO>@ LO@@      <; %P< "   :*! $ A =A M ?? =? N AN =@B =@ BN AA M = ==M => A? ? =A K = KN A    7 "  " $%$  A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L ?%=%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A@%>%K@@L K%A%K@@L =N%>%K@@L K>%>%K@@L ÖSSUR Skarp- héðinsson iðnað- arráðhera sagði í ávarpi sínu á árs- fundi Byggða- stofnunar í gær að í ljósi stöðunn- ar t.d. á Flateyri og Vestfjörðum þá yrði ríkið að hafa tæki til að grípa inn í þar sem bráður vandi steðjaði að byggð- arlögum sem byggju við mjög ein- hæft atvinnulíf. Ennfremur sagði Össur að hvað Byggðastofnun sjálfa snerti þyrfti að fást við þá grundvallarspurningu hvort ríkið ætti að reka niðurgreidda lánastarfsemi í samkeppni við al- menna viðskiptabankastarfsemi. Í víðara samhengi væri spurt hvort ríkið ætti að styrkja atvinnulíf á landsbyggðinni með sértækri fjár- málafyrirgreiðslu. Ekkert einhlítt svar væri við þeirri spurningu en þær hremmingar sem atvinnulíf á Vestfjörðum hefði gengið í gegnum væru lýsandi dæmi um þau pólitísku álitaefni sem um væri að ræða. Hann sagði það líka freistandi að hugsa sér að Byggðastofnun kæmi í mun ríkari mæli að málum sem vörð- uðu menntun og uppbyggingu menn- ingarlífs. Össur tilkynnti á fundinum nýja stjórn Byggðastofnunar en hana skipa Örlygur Hnefill Jónsson, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Einar Oddur Kristjánsson, Guðjón Guð- mundsson, Drífa Hjartardóttir, Her- dís Sæmundardóttir og Bjarni Jóns- son. Úr stjórn fara Arnbjörg Sveinsdóttir, Gunnlaugur Stefáns- son og Þorvaldur T. Jónsson. Ríkið hafi tæki til að grípa inn í Össur Skarphéðinsson ● Landsbankinn hefur ákveðið að opna útibú í Finn- landi. Er ráðgert að það taki til starfa 1. ágúst nk. Í tilkynnningu segir að útibúið muni í upphafi leggja áherslu á verðbréfatengda starfsemi. Útibúið mun bjóða finnskum fjár- festum upp á evrópsk hlutabréf og hafa milligöngu um sölu á finnskum verðbréfum til fjárfesta í Finnlandi og annars staðar í Evrópu. Pertti Ijäs hefur verið ráðinn forstöðumaður úti- búsins, en hann starfaði áður hjá fjármálafyrirtækinu FIM. Átta aðrir fyrrverandi starfsmenn FIM hafa einnig verið ráðnir til bankans. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að stofnun úti- bús í Finnlandi marki ákveðin tíma- mót í útrás Landsbankans. Hingað til hafi bankinn fyrst og fremst lagt áherslu á meginland Evrópu og Bret- land. Landsbankinn stofnar útibú í Finnlandi Sigurjón Þ. Árnason ÞETTA HELST ... ● Í Innherja í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins í gær var fjallað um sölu FL Group á eignarhlut sínum í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen, sem tilkynnt var um í fyrradag. Við útreikning á tapi FL Group vegna fjárfestingarinnar gleymdist að taka tillit til arð- greiðslna félagsins frá B&O. Sam- kvæmt upplýsingum frá FL Group námu þær hátt í 300 milljónum króna. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Arðgreiðslur hátt í 300 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.