Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lagadeild Umsóknarfrestur er til 5. júní. www.lagadeild.hi.is. Skrásetningargjald allt skólaárið aðeins kr. 45.000.- Laganám í Háskóla Íslands: Reynsla, metnaður og gæði BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur sett þróun skipulags byggðar í Ör- firisey í forgang og segir Björn Ingi Hrafnsson, formaður starfshóps um framtíðarnotkun og skipulag í eynni, að vænta megi þess að fram- kvæmdir hefjist á svæðinu þegar á kjörtímabili núverandi borgarmeiri- hluta, gangi áætlanir eftir. Standa vonir til að umrædd byggð styrki miðborgina, líkt og uppbygging á Mýrargötusvæðinu og í tengslum við tónlistarhúsið og hús sunnan við það að Lækjartorgi. Reykjavíkurborg og Faxaflóa- hafnir sf. kynntu hugmyndir um uppbyggingu í Örfirisey í gær. Ger- ir tillaga eitt ráð fyrir 15 hektara landfyllingu, tillaga þrjú fyrir 68 hektara fyllingu og tillaga fimm 156 hekturum. Að sögn Björns Inga er ljóst að framkvæmt verði fyrir tugi millj- arða í Örfirisey, ef af verður, en áætla má að verði tillaga fimm fyrir valinu verði hægt að koma fyrir 10.000-15.000 manna íbúabyggð á svæðinu, auk margs konar atvinnu- starfsemi. Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- maður skipulagsráðs Reykjavíkur, var á meðal ræðumanna í gær og sagðist hún binda vonir við að fast- eignir á svæðinu yrðu komnar í sölu fyrir árslok 2017. Á svæðinu gæfist einstakt tækifæri í skipulagsmálum og markmiðið væri að tryggja fjöl- breytta íbúðabyggð í Örfirisey sem gæti, ásamt byggð í Vatnsmýrinni, Geldinganesi, Úlfarsárdal og Reyn- isvatnsási, orðið eitt helsta framtíð- arbyggingarsvæðið í borgarlandinu. Hún sagði gæði, fjölbreytni og umhverfi lykilhugtök við uppbygg- ingu byggðar á landfyllingunni og að til greina kæmi að velja hóp arki- tekta til að sjá um hönnunina. Byggt yrði þétt í anda miðborgar- innar en „hæð húsa að jafnaði hóf- leg“. Þörf á ítarlegu umhverfismati Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, hélt einnig framsögu þar sem hann gerði framtíðarmöguleika á uppbyggingu íbúðahverfa í borginni að umtals- efni. Með byggð í Örfirisey og í Vatns- mýrinni væri hægt að byggja 5.000 íbúðir og skapa jafnmörg störf á hvorum stað fyrir sig. Þessi byggð myndi ekki aðeins auka íbúaþétt- leika, hún myndi einnig verða þjóð- hagslega hagkvæm. Máli sínu til stuðnings benti Dagur á að áætlað væri að byggð í Vatnsmýrinni myndi spara þjóðarbúinu sem næmi 2,2 milljörðum króna á ári miðað við sambærilega byggð á Geldinganesi. Því væri spáð að árið 2030 yrði íbúafjöldi í borginni frá 133.000 til 147.000 manns og þörf fyrir 14.200 til 20.700 nýjar íbúðir í borgarland- inu. Einkar brýnt væri að þetta fólk byggi sem næst miðborginni, ef reistar yrðu 5.000 íbúðir í Vatns- mýri og/eða Örfirisey fyrir 2030 þyrfti ekki að gera ráð fyrir upp- byggingu í ytri úthverfum, s.s. í Álfsnesi og á Kjalarnesi, en að byggt yrði í Úlfarsárdal og á Geld- inganesi. Þrátt fyrir að þannig væri ákjós- anlegt að reisa íbúðir í Örfirisey taldi Dagur mjög mikilvægt að fram færi ítarlegt umhverfismat og að til- raun yrði gerð til að meta áhrif hækkandi sjávarborðs vegna hlýn- unar lofthjúpsins á svæði fyrirhug- aðra landfyllinga við Örfirisey. Full blöndun byggðar óraunsæ Auk Hönnu Birnu og Dags tók hollenski arkitektinn Sjoerd Soe- ters, sem hefur komið að hönnun uppfyllinga í Amsterdam, til máls. Mælti hann með því í samtali við Morgunblaðið að byggðin í Örfirisey tæki mið af andblæ Reykjavíkur. Háreist byggð til norðurs kynni að vera heppileg á eynni til að skapa skjól fyrir lágreistari byggð þar. Jafnframt taldi Soeters augljóst að þétta þyrfti byggð í miðborginni í því skyni að efla mannlíf á svæðinu, hann væri andvígur verslunarmið- stöðvum en hlynntur því að minnka mannlaus og víð útirými. Þá þyrfti að skoða hvort mætti byggja á milli bygginga sem mjög rúmt væri um. Daninn Karl-Gustav Jensen, framkvæmdastjóri Port of Copen- hagen Ltd., varaði við því að blanda saman hávaðasamri atvinnustarf- semi og íbúðabyggð í Örfirisey. Reynslan í Danmörku sýndi fram á að það gengi ekki upp og að kvart- anir íbúa gætu leitt til þess að fyr- irtæki þyrftu að flytja starfsemina. Íbúabyggð í Örfirisey í forgang Morgunblaðið/Golli Hafnarsvæðið Hér sést hversu mikið pláss olíubirgðastöðin tekur í Örfirisey. Myndin t.h. er dæmi um hvernig byggt hefur verið á hafnarsvæðum erlendis. Reykjavíkurborg hefur uppi hugmyndir um upp- byggingu 10-15 þúsund manna byggðar í Örfir- isey. Baldur Arnarson sat fjölsótta ráðstefnu um skipulag í eynni og á tengdum landfyllingum. FRAMKVÆMDIR í Örfirisey munu kosta tugi milljarða króna, ef af verður, að því er Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, áætlar. Ráðgert er að uppbygging tónlistarhúss og nokkurra stórra bygginga sunnan megin við það kosti á bilinu 60 til 70 milljarða króna og má því gera ráð fyrir að heildar- uppbygging þessara tveggja verkefna muni kosta yfir hundrað milljarða á næsta áratug, gangi áætlanir eftir. Meðal bygginganna sunnan tónlistarhússins verður svokölluð „The World Trade Center Reykjavík“- bygging, sem þýða má sem „Heimsviðskiptamiðstöðin í Reykjavík“. Verður hún 16.000 fermetrar og tekur miðrýmið mið af jöklum og ís í hönnun. Alls nemur kostnaður við tónlistarhúsið um 15 millj- örðum króna á núvirði og verður heildarbygging- armagn á svæðinu 100.000 fermetrar ofanjarðar en 90.000 fermetrar neðanjarðar. Eru uppi hugmyndir um að reisa kvikmyndahús neðanjarðar. Stefán Þórarinsson, formaður verkefnisstjórnar Por- tus hf., sem stýrir uppbyggingu tónlistarhúss, kynnti Heimsviðskiptamiðstöðina á ráðstefnunni í gær. Þar vék hann einnig að svokölluðu „W-Hótel Reykjavík“, sem yrði eina fimm stjörnu lúxushótel landsins, í eigu Starwood-hótelkeðjunnar. Fjöldi herbergja yrði um 400 og stærð byggingarinnar 28.000 fermetrar. Miðað er við að hótelið verði opnað á vormánuðum 2010. Stefán segir bjarta tíma framundan í athafnalífi á svæðinu. Þegar við bætist höfuðstöðvar Landsbankans og D-reitur, austan Ingólfsgarðs, megi ráðgera að um 20.000 ársverk og 1.800 ný störf skapist, ásamt um 4,6 milljarða gjaldeyristekjum. Efnahagsáhrif verði á við tvö álver Fjarðaáls við Reyðarfjörð. Íshellir Miðrými Heimviðskiptamiðstöðvarinnar. Lúxus Fimm stjörnu herbergi á „W-Hótel“ við höfnina. Framkvæmt fyrir vel á annað hundrað milljarða við höfnina á næsta áratug? SIGURÐUR Gunnsteinsson fékk í vikunni afhent skjal frá heilbrigðisráðuneytinu sem staðfestir að hann er lög- giltur áfengis- og vímuefnaráðgjafi og varð hann þar með fyrstur til að hljóta slíka löggildingu. Innan tíðar mun heilbrigðisráðuneytið væntanlega staðfesta löggildingu 15 annarra ráðgjafa. Samkvæmt reglugerð sem sett var í lok síðasta árs mega eingöngu þeir sem hafa fengið til þess leyfi hjá heil- brigðisráðuneytinu kalla sig áfengis- og vímuefnaráð- gjafa. Til þess að geta hlotið slíkt leyfi þurfa þeir að lág- marki að hafa unnið í þrjú ár við áfengis- og vímuefnaráðgjöf á heilbrigðisstofnun, hafa fengið fræðslu sem nemur 300 klukkustundum og hafa fengið handleiðslu af þar til bærum heilbrigðisstarfsmanni í hópstarfi í alls 225 klukkustundir. Þar að auki þarf við- komandi að standast próf í faginu. Sigurður hefur unnið sem áfengisráðgjafi hjá SÁÁ frá árinu 1978 og á þeim tíma sótt fjölmörg námskeið, m.a. lokið bandarísku prófi sem áfengisráðgjafi sem veitti honum rétt til að starfa sem slíkur þar í landi. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann að SÁÁ hefði allt frá stofn- un lagt mikla áherslu á menntun áfengisráðgjafa og lengi starfrækt ráðgjafaskóla en Sigurður er raunar náms- stjóri hans. Ekkert formlegt próf eða löggilding hefði hins vegar verið fyrir hendi hér á landi og því hefði í raun hver sem er getað kallað sig áfengisráðgjafa, jafnvel þótt hann hefði litla eða enga þekkingu á faginu. Sigurður sagði að löggildingin væri bæði góð fyrir sjúklingana sem nú hefðu tryggingu fyrir fagþekkingu ráðgjafanna og sömuleiðis efldi þetta kunnáttu, metnað og sjálfsmynd ráðgjafanna sjálfra. „Þótt við séum að vinna í fjölþættu teymi með hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, læknum, félagsráðgjöfum og sálfræðingum þá erum við langmest með sjúklinginn og vinnum í lang- mestri nálægð við hann þannig að þetta er mjög mikið lykilstarf,“ sagði Sigurður Gunnsteinsson. „Þetta er mjög mikið lykilstarf“ Reyndur Sigurður Gunnsteinsson hefur verið áfeng- isráðgjafi frá 1978 en varð löggiltur í fyrradag. Morgunblaðið/ÞÖK Í HNOTSKURN »Borgarráð samþykkti síðastasumar að stofna tvo starfs- hópa um Örfirisey. »Sá fyrri var stofnaður 20. júlísem verkefnisstjórn, er falið var að gera áhættugreiningu og kostnaðarmat fyrir nýja stað- setningu olíubirgðastöðvar og möguleika á flutningi hennar úr eynni. »17. ágúst 2006 var starfshópifalið að kanna núverandi land og starfsemi og möguleika á landfyllingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.