Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jón Gauti Jóns-son, landfræð-
ingur og fram-
haldsskólakennari,
fæddist á Akureyri
17. júlí 1952. Hann
andaðist á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans 22. maí
síðastliðinn. Hann
er sonur hjónanna
Jóns Sigurgeirs-
sonar, f. 1909, d.
2000, frá Helluvaði
í Mývatnssveit og
Ragnhildar Jóns-
dóttur, f. 1926, frá Gautlöndum í
sömu sveit. Systkini Jóns Gauta
eru: 1) Geirfinnur jarðeðlisfræð-
ingur, f. 1955, kona hans er Hlíf
Sigurjónsdóttir fiðluleikari, f.
1954, synir þeirra eru Jón, f. 1991
og Böðvar Ingi, f. 1995. 2) Sólveig
Anna, píanókennari, f. 1959, mað-
ur hennar er Edward Freder-
iksen tónlistarmaður. 3) Herdís
Anna víóluleikari, f. 1962, maður
hennar er Steef van Oosterhout
slagverksleikari, f. 1961, synir
þeirra eru Jakob, f. 1997 og Tóm-
as, f. 2000.
Eftirlifandi kona Jóns Gauta er
Helga Pálína Brynjólfsdóttir
textílhönnuður og deildarfulltrúi
í Listaháskóla Íslands, f. 1953.
Foreldrar hennar voru hjónin
Brynjólfur Sveinsson, f. 1914, d.
1981 og Sigurbjörg Helgadóttir,
f. 1919, d. 2005, í Ólafsfirði. Fyrri
sambýliskona Jóns Gauta er Lilja
Ásgeirsdóttir, f. 1954, synir
þeirra eru Jón Ásgeir, f. 1983 og
Guðmundur Karl, f. 1986. Fyrir
átti Jón Gauti soninn Eirík Gauta,
rafeindafræðing, f. 1975. Móðir
hans er Jenný K. Steinþórsdóttir,
f. 1956.
Jón Gauti ólst upp á Akureyri
og varð stúdent frá MA 1972.
1994-1995, fulltrúi og varafulltrúi
í Ferðamálaráði Íslands 1981-
1995, fulltrúi í Náttúruvernd-
arráði 1993-1997 og í viðurkenn-
ingarráði Hagþenkis 1993-1997.
Frá 1985 hefur Jón Gauti unnið
að ýmiss konar þáttagerð bæði
fyrir sjónvarp og útvarp. Hann
vann m.a. þrjá þætti um Ódáða-
hraun fyrir sjónvarp (1995) og
um 30 þætti fyrir útvarp á ár-
unum 1985-2002, einkum um sögu
og jarðfræði. Þá gegndi hann á
árunum 1988-1990 starfi frétta-
ritara RÚV á Sauðárkróki og var
ritstjóri Feykis, fréttablaðs á
Sauðárkróki 1986-1987. Árið
1981 gaf Náttúruverndarráð út
Lesörk um Ódáðahraunsveg hinn
forna eftir Jón Gauta sem fjallar
um könnun og leit að gömlum
leiðum í Ódáðahrauni. Síðustu 10
árin vann Jón Gauti að gerð ým-
iss konar bæklinga fyrir ferða-
þjónustu. Hann skrifaði m.a.
grunntextann í bæklinginn; Á
ferð um Ísland og einnig texta í
bæklinga um söguslóðir á Hólum
og Þingvöllum. Á árunum 2001 til
2004 komu út þrjár kennslubæk-
ur í jarðfræði sem Jón Gauti og
Jóhann Ísak Pétursson jarðfræð-
ingur unnu að sameiginlega,
Svell er á gnípu, eldur geisar
undir, Jarðargæði og Almenn
jarðfræði sem Iðnú gaf út. Enn-
fremur vann hann námsefni í lífs-
leikni í samstarfi við Sjöfn Guð-
mundsdóttur kennara í MS og
verkefni um umhverfisfræði. Jón
Gauti er höfundur texta Árbókar
Ferðafélags Íslands 2006; Mý-
vatnssveit, með kostum og kynj-
um.
Útför Jóns Gauta fer fram frá
Neskirkju við Hagatorg í Reykja-
vík í dag og hefst athöfnin klukk-
an 11.
Jarðsett verður í Skútustaða-
kirkjugarði í Mývatnssveit á
morgun, laugardaginn 2. júní,
eftir kveðjustund í Skútustaða-
kirkju sem hefst klukkan 15.
Hann útskrifaðist
sem búfræðingur frá
Bændaskólanum á
Hvanneyri vorið
1974. Jón Gauti hóf
nám í landafræði við
HÍ haustið 1974. Með
námi starfaði hann
hjá þáverandi Nátt-
úruverndarráði,
fyrst sem land-
vörður í
Herðubreiðarlindum
og síðan á skrifstofu
ráðsins. Árið 1981
var Jón Gauti ráðinn
framkvæmdastjóri
Náttúruverndarráðs og gegndi
hann því starfi í 4 ár. Hann flutti
til Sauðárkróks og kenndi við
Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á árunum 1985-1990. Jafn-
framt stofnaði hann ásamt nokkr-
um öðrum aðilum Áningu-
ferðaþjónustu og veitti henni for-
stöðu fyrstu árin. Árið 1990
gerðist hann atvinnu- og ferða-
málafulltrúi hjá Akureyrarbæ og
gegndi því starfi til ársins 1995.
Þá réðst hann að Hótel Flúðum í
Hrunamannahreppi og stýrði þar
hótelrekstrinum í rúmt ár en
fluttist þá til Reykjavíkur þar
sem hann bjó síðan. Í fyrstu starf-
aði hann sjálfstætt m.a. við
bæklingagerð í ferðaþjónustu og
mat á umhverfisáhrifum. Vet-
urinn 1999-2000 kenndi hann við
Fjölbrautaskóla Suðurlands á
Selfossi en veturinn eftir hóf
hann kennslu við Menntaskólann
við Sund og starfaði þar til
dauðadags. Jón Gauti gegndi auk
þess ýmsum trúnaðarstörfum,
einkum í þágu náttúruverndar og
ferðamála. Hann var formaður
Ferðamálafélags Eyjafjarðar
1992-1995, formaður Ferðamála-
samtaka Norðurlands eystra
Guði sé lof fyrir allar minningarn-
ar um elsku Gauta bróður. Það róar
hugann og sefar söknuðinn að skrifa:
Ég er 8 ára og veit ýmislegt um Che
Guevara, Gvend á eyrinni og enska
fótboltann, finn alltaf erindi til að
kíkja við hjá Gauta sem er 18 og
nennir enn að hafa mig hangandi inni
í herberginu sínu. Sendir mig svo af
stað niðrí kjallara að stela brúntertu.
Ég nýt þess að vera litla systir og
endasendast út um allt hús fyrir
hann, það er mikið fjör á Spítalaveg-
inum. Gauti býður mér á dansnám-
skeið. Hann er laus og liðugur og
langar að læra jive. Ég þigg boðið,
nýútskrifuð úr MA og til í allt. Finnst
líka töff að mæta með stóra bróður
upp á arminn. Við erum langflottust.
Dönsum jive síðast í fimmtugsaf-
mæli Helgu og spöruðum ekki snún-
ingana. Besti dansherra sem ég hef
átt. Krepputunga með Gauta, Eiríki
Gauta og Sollu. Gauti að rannsaka
brúarstæðið sem pabbi valdi yfir
Kreppu. Eiríkur hrasar og skrá-
mast, Gauti kippir honum á bak og
við röltum áfram. Endalausar ferðir
upp um fjöll og firnindi. Ég hlýt að
hafa verið frábær ferðafélagi því
hann bað mig oft að snarast með sér
að skoða gil og gljúfur, fyrir Nátt-
úruverndarráð, grein í Feyki, alltaf
var hann að skrásetja og skoða, ég
hljóp eins og hundur með honum og
blaðraði út í eitt. Grettisgatan. Gauti
og Lilja búa þar. Solla flytur inn með
flygil sem hún æfir sig á stundunum
saman, ég geri bara eins og flyt inn
með fiðluna. Geiffi var í Ameríku
annars hefði hann flutt inn með loft-
pressu! Þetta var góð sambúð, lífleg,
skemmtileg og frjósöm því um sum-
arið fæddist Jón Ásgeir og þá var
orðið þröngt um flygilinn og fiðluna.
Við systur fluttum loksins að heim-
an! Ég skildi það seinna hvað Gauti
var mikill fyrirmyndarheimilisfaðir.
Framkvæmdastjórinn var varla
kominn heim þegar hann greip
þvottakörfuna, safnaði í hana óhrein-
um fötum af okkur kvenþjóðinni og
henti í tvær vélar fyrir kvöldmat.
Ryksugaði og tróð svo í eina pípu.
Sauðárkrókur að vorlagi. Gauti
ásamt samferðafólki er að opna hótel
Áningu. Ég leik á fiðluna, allt í einu
er ég komin út í Drangey að spila í
miðnætursólinni, hugmyndaflug
Gauta er með ólíkindum, hvað hann
fær mann til að gera. Gauti hefur
lokið við að skrifa enn eina söguslóð-
ina, nú á sjálfum Þingvöllum, biður
okkur systkinin um að prufukeyra
leiðina. Í sumaryl örkum við með
honum um Vellina. Hverjum steini
er gefið mál og hver þúfa lifnar við.
Gauti hefur ótrúlegt lag á að opna
fyrir manni löngu liðna tíma. Það er
gott að vera með Gauta, Geiffa og
Sollu, finn fyrir trausti og öryggi
með þeim. Viku síðar giftum við
Steef okkur á Þingvöllum, öllum að
óvörum. Óteljandi stundir með Jóni
Ásgeiri og Guðmundi Karli, kútvelt-
ast með þeim á stofugólfinu eða úti í
náttúrunni. Þeir eru nú vaxnir hon-
um yfir höfuð, Gauti til staðar fyrir
þá í einu og öllu og er umfram allt
góður vinur þeirra. Mývetnsku
sumrin. Gauti og Helga, eins og Ey-
vindur og Halla og þau geisla. Sól-
brún og sæl búa þau í heiðinni, eða
þar sem Bláma er lagt. Gauti að
skrásetja, talar við Ingólf á Hellu-
vaði þeir spekúlera og benda út á
vatn, upp í heiði. Gauti talar við
Böðvar frænda og raddirnar eru svo
líkar að maður veit ekki hvor er hvor.
Helga hringar sig yfir fjallagrasa-
breiðu og tínir í léreftspoka. Ég veit
að nú er Gauti kominn upp á fjöll, ég
sé hann fyrir mér standa uppi á tign-
arlegum tindi. Hann og pabbi eru lík-
legast teknir til við að kanna, skrá-
setja og mynda náttúruna í Paradís.
Takk fyrir allt, elsku bróðir.
Herdís Anna.
Undanfarin ár hef ég haldið jól
með Helgu og Gauta ásamt börnum
mínum. Þar hafði hver sitt hlutverk í
matargerðinni og þó við systur þykj-
umst flestum betri í matargerð sá
Gauti alltaf um að brúna kartöflurn-
ar. Þar kemst enginn með tærnar
þar sem hann hafði hælana og verður
hans ætíð minnst við þær aðstæður,
hér eftir sem hingað til.
Helga Pálína systir mín hefur nú
misst mann sinn langt um aldur
fram. Þau voru samheldin hjón og
nýttust kraftar þeirra og hæfileikar
sameiginlega á marga vísu. Gauti
skrifaði nokkrar fræðibækur og naut
þar liðsinnis Helgu sem sá um um-
brot og hannaði bókakápur auk þess
að prófarkalesa og benda á ýmislegt
sem betur mætti fara.
Árið 1994 keypti Helga helming í
örlitlum sumarbústað, „kofanum“ í
landi Þóroddsstaða í Ólafsfirði, af
frænku okkar Margréti Jónsdóttur.
Þær frænkur nutu aðstoðar og hand-
lagni Gauta við lagfæringar og við-
gerðir og þar minnir nú margt á
handbragð hans.
Líkt og svanaparið á Þóroddssta-
ðatjörn mættu Helga og Gauti þar ár
hvert og nutu nálægðar við vatnið,
tjörnina, berjamóana, hjal lækjar-
sprænunnar og söng fuglanna í
lynggróinni fjallshlíðinni. Útsýnið
frá kofanum er yndislegt; áin, vatnið,
Múlinn, hafið, Ólafsfjarðarbær og öll
fjöllin í kring. Kofinn varð fastur
punktur í tilveru þeirra og þangað
sótti Helga styrk og kraft.
Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir
og studdi Helga mann sinn af mikilli
alúð og hlýju og gerði honum þannig
kleift að vera heima í stað þess að
þurfa að liggja langtímum saman á
sjúkrahúsi.
Ég vil með þessum orðum kveðja
mág minn Gauta með virðingu, votta
móður hans, systur minni, sonum
hans, systkinum hans og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð.
Ragnheiður Brynjólfsdóttir.
Við vorum oftast þrír saman
frændurnir í sveitinni hjá Böðvari og
Hildi og afa okkar Jóni Gauta á
Gautlöndum í Mývatnssveit – við
Gauti alveg jafnaldrar en Ásgeir,
sonur þeirra hjóna, aðeins yngri.
Mæður okkar Gauta voru systur, og
Böðvar bóndi þeirra bróðir. Við
Gauti komum venjulega í Gautlönd
um sauðburðinn, hann frá Akureyri
og ég frá Ísafirði, og fórum ekki heim
aftur fyrr en að lokinni sláturtíð.
Þannig var það hvert sumar fram yf-
ir unglingsár. Þetta voru dásamlega
skemmtileg sumur, og ekki get ég
ímyndað mér að krakkar í sveit hafi
fengið betra atlæti en við frændur
fengum á Gautlöndum. Auðvitað
þurftum við að vinna mikið, en alltaf
var samt tími til leikja og uppátækja
svo varla kom leiðinleg stund. Oft
voru svo margir krakkar á bæjunum
að við gátum skipað í lið og farið í
boltaleiki, við veiddum silung og allt
það kvikt sem fannst í pollum og
tjörnum, stífluðum lækina og gerð-
um áveitur, þeystum á hestum um
heiðar og fell í leit fjársjóðum og nýj-
um löndum, og við glímdum við úti-
legumenn og drauga sem einkum
létu á sér bera þegar nær dró að
hausti. Á rigningardögum tókum við
upp spilastokkana, spiluðum „lom-
ber“ og „þjóf,“ eða við buðum hinu
heimilisfólkinu á leiknar framhalds-
seríur, sem við í dag myndum sjálf-
sagt skilgreina sem sjálfsprottna
leiktjáningu í formi melódrama-
tískra sápuópera. Yfirleitt þurfti
bara eina æfingu fyrir hvern þátt,
allir höfðu eitthvað merkilegt að
segja, og leikstjóri var óþarfur.
Á þessum tíma þegar ferðir um
hálendið þóttu helst við hæfi hug-
djarfra hreystimanna fóru þau
Ragnhildur og Jón, foreldrar Gauta,
þvers og kruss um öræfin á rússaj-
eppanum góða með krakkahópinn í
aftursætunum og farangri troðið á
milli. Þetta voru sannkallaðar fjalla-
ferðir, yfir hraun og sanda, freðmýr-
ar og rofabörð, upp hálsa og niður
fjöll, og oft án fyrirfram forskriftar í
formi vega eða slóða um hvert leiðin
ætti að liggja. Jón hafði farið þetta
allt áður, kannski bara gangandi eða
á hjóli, og því var eins og hann þekkti
þarna hvern stein og hvern mel.
Fengum síðan næturskjól í kofum
gangnamanna og sofnuðum við sög-
ur af útilegumönnum og fjalla-bens-
um. Við leiðarlok var eins og allt
hefði farið á hvolf, austur var orðið
vestur og vestur orðið austur, fjöllin
lengst í fjarska kinkuðu til manns
kolli eins og kunningjum sæmir, og
við höfðum séð að fljótin stóru áttu
sér upphaf við jökulsporð. Þannig
varð til hjá okkur svipur af landinu,
öræfunum og heiðríkju jökla og
sanda, og sagan um þjóðina magn-
aðist af dulúð og ógnvænlegri
spennu.
Gauti var alltaf í fararbroddi.
Kannski ekki foringi en oft fetinu á
undan okkur hinum. Þegar til vand-
ræða kom var hann öruggur og fum-
laus. Hann hreykti sér þó aldrei og
það var frekar að hann drægi úr sín-
um afrekum en að hann yki við.
Snöggur í hreyfingum, kappsamur,
og sjálfvalinn sem fremsti sóknar-
maður í fótbolta. Alltaf skoraði hann
flottustu mörkin. – Sveitin og öræfin
tóku hug hans alla tíð og þar vill
hann nú eiga sinn hinsta stað. Ég
sakna vinar og frænda. Takk fyrir
samfylgdina, góði félagi.
Hjálmar H. Ragnarsson
Jón Gauti hafði afar sterkar
taugar til Mývatnssveitar enda
frændgarður hans þar og fjöldi vina
og kunningja. Ég kynntist honum
um aldamótin þegar ýtt var úr vör
tilraun með Mývatnssafn, þá var
hann hjálplegur og hvetjandi. Eftir
það áttum við af og til í bréfaskiptum
eftir því sem efni stóðu til hverju
sinni. Það var einkar gefandi fyrir
mig að ræða við Jón Gauta um mý-
vetnsk málefni, hvaðeina sem að
þeim laut. Hann var afar fróður um
sveitina, enda þeirra manna sem
mjög vel þekktu til mannlífs og sögu
hennar. Jón Gauti ræktaði vel með
sér þann arf.
Það var happ fyrir Ferðafélag Ís-
lands að Jón Gauti var fengin til að
skrifa árbókina 2006 um Mývatns-
sveit. Erfitt verkefni tókst honum að
leysa þannig að til mikils sóma er
fyrir hann og aðra sem að því verki
komu með honum. Í árbókinni tekst
Jóni Gauta frábærlega vel að flétta
saman sögu mannlífs og náttúru
sveitarinnar. Bókin er skemmtileg
aflestrar og jafnframt mjög fræð-
andi, jafnt fyrir staðkunnuga og þá
sem ókunnugir eru hér um slóðir.
Við höfðum ekki verið í sambandi
síðan bókin kom út og ég ekki með-
vitaður um vaxandi heilsuleysi hans,
en ætlun mín var sú, að þakka honum
verkið þegar fundum okkar bæri
næst saman. Það verður ekki héðan
af og þykir mér það miður. Mývetn-
ingar mega muna Jón Gauta Jónsson
og einstakt framlag hans til sögu
sveitarinnar. Hvíli hann í friði.
Samúðarkveðjur til fjölskyldunn-
ar frá okkur hjónum.
Birkir Fanndal.
„Sjáumst aftur á fjöllum“ var
kveðjan sem Jón Gauti Jónsson land-
fræðingur sendi okkur þegar hann
greindi frá veikindum sínum í janúar
sl. Hann kenndi okkur jarðfræði í
Leiðsöguskóla Íslands fyrri hluta
vetrar 2006-7 af smitandi áhuga og
óbilandi þolinmæði. Hann vakti hina
steingerðu náttúru landsins til lífs,
lét grjótið tala og fjöllin segja sögu
alda og árþúsunda. Fyrir tilverknað
hans er myndin af náttúru Íslands
skýr og saga hennar lifandi í huga
okkar. Þannig hittum við Jón Gauta
fyrir á fjöllum og minnumst hans
með þakklæti.
Við sendum fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Nemendur Leiðsöguskóla
Íslands 2006-7.
Jón Gauti Jónsson er dáinn og ég
stend mig að því að hafa verið viss
um að hann ætti eftir að lifa okkur öll
með sinni ísmeygilegu þrjósku.
Gauti fór aldrei offari, þá sjaldan það
gerðist kunni það ekki góðri lukku að
stýra, betra að halda bara áfram ef
verkefnið var þess virði. Gauti var
einn af þeim sem hélt stöðugt áfram,
leitaði leiða með sínum hætti, snudd-
aðist áfram með hægð um leið og
hann var forkur til vinnu. Hann var
alltaf að vinna af mikilli alvöru að því
sem fangaði áhuga hans. Reyndar
hafði hann alls ekki áhuga á krabba-
meininu en tókst síðan líka á við það
óvelkomna verkefni, því varð að
koma frá svo hægt væri að sinna
öðru. Það fór ekki frá og að endingu
tókst hann, með sama hætti skipu-
lega og markvisst á við það verkefni
að komast ekki hjá því að deyja fyrir
aldur fram.
Ég þekkti Gauta ekki mikið. Hver
þekkti Jón Gauta? Kannski bara fjöl-
skylda hans. Ég kynntist honum
þegar hann og Helga Pálína vinkona
mín tóku saman fyrir fimmtán árum
eða svo. Mér leist ekki illa á þennan
alvörugefna pípureykingamann.
Einkum leist mér vel á hvað Helga
Pálína var ánægð með að hafa fundið
hann aftur. Hún hafði verið samtíða
honum í MA á sínum tíma. Það vissi
ég ekkert um. Síðar þegar þau tóku
alvarlega að rugla saman reytum var
ég stundum reið út í Gauta, fannst
hann ekki nógu góður við Helgu
mína. En hún var sátt, meira en sátt
við hann og hans stóru fjölskyldu,
foreldra hans, systkini og synina.
Gauti og Helga gerðu líka svo margt
saman, bökuðu brauð og brugguðu
vín úr Ólafsfjarðarkrækiberjum,
buðu til veislna með lambakjöti og
silung úr Mývatnssveitinni. Þau
gengu um byggðir og óbyggðir, eink-
um í Mývatnssveit og í Ódáðahrauni,
lifðu og hrærðust í bláa jeppanum
svo vikum skipti, sumar eftir sumar
hvort að huga að sínu sem þau síðan
hjálpuðust að við að gera eitthvað úr:
fræðirit og textílverk, vín og te, saft,
sultur og villiblómakransa. Og þegar
nóg var unnið brugðu þau sér á
gömlu dansana. Þau áttu svo sann-
arlega sitt karma sem ekki var allra
að skilja og til hvers líka! Ég minnist
líka samtala okkar Gauta um mína
framtíð, ég varð undrandi: Hvað er
hann að hugsa um mig? Jú, það und-
arlega var að þessi lokaði maður sem
ekki var reiðubúinn að gefa hverjum
sem var eitthvað af sjálfum sér hafði
óstjórnlegan áhuga á því að annað
fólk fyndi sína braut. Hann hafði
fundið sína í því að skrifa um náttúru
Íslands og miðla vitneskju um hana
til annarra í formi kennslubóka og
upplýsingarita sem og útvarps- og
sjónvarpsþátta að ógleymdri kennsl-
unni. Þrárri en – þið vitið hvað – fet-
aði hann þá braut sem hentaði hon-
um nefnilega að vera fræðari, skoða,
Jón Gauti Jónsson
Samúðar og
útfaraskreytingar
Bæjarhrauni 2 • sími 565 0300
Hafnarfirði