Morgunblaðið - 01.06.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 01.06.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 17 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Laugavegi 47, sími 552 9122. i , í i . Laugavegi 47, sími 551 7575. i , í i . 25% afsláttur af sumarblússum, og hálferma skyrtum í dag og Langan laugardagí l Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is STILLA, félag í eigu Guðmundar Kristjánssonar og Hjálmars Krist- jánssonar, hefur gert svonefnt sam- keppnistilboð í allt hlutafé Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum, VSV. Hljóðar tilboð Stillu upp á 8,50 krónur á hlut, sem er 85% hærra en yfirtökutilboð sem kom fram í byrjun maí frá félaginu Eyjamönnum ehf. Stilla og tengd félög eiga fyrir sam- tals 25,79% hlut í Vinnslustöðinni. Samkvæmt tilboðinu er fyrirtækið metið á um 13 milljarða króna og til- boð Stillu andvirði tæpra 10 milljarða. Vegna yfirtökuskyldu gerði meiri- hluti heimamanna í hluthafahópi VSV öðrum hluthöfum yfirtökutilboð fyrir um mánuði síðan, sem hljóðaði upp á 4,60 krónur á hlut, sem var svipað gengi og hafði verið á markaði. Sam- kvæmt því tilboði er VSV metið á sjö milljarða. Síðan þá hafa bréfin í kaup- höllinni hins vegar hækkað og síðasta gengi stóð í 8,30. Öllum frjálst að kaupa og selja Eiga heimamenn hátt í 70% hlut í Vinnslustöðinni. Helstu eigendur í fé- laginu Eyjamenn ehf. eru Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri VSV, og Haraldur Gíslason, sem sér um mjölsölu fyrir útgerðina. Sigurgeir Brynjar segir í samtali við Morgunblaðið um tilboð Stillu að öllum fyrirtækjum sé frjálst að kaupa og selja bréf á markaði. Hann telji hins vegar ólíklegt að sá hópur sem hann standi fyrir muni taka boði Stillu og selja sín bréf. Í tilkynningu til kauphallar kemur fram það mat Stillu að tilboð þess endurspegli sanngjarnt raunvirði Vinnslustöðvarinnar, þegar tekið sé tillit til afkomu og eigna, sem og verð- lagningu sambærilegra félaga í ís- lenskum sjávarútvegi á síðustu miss- erum. Telja Guðmundur og félagar hjá Stillu að tilboð Eyjamanna ehf. sé of lágt og fjarri því að endurspegla sanngjarnt mat á virði félagsins. Varðandi það mat Stillu að tilboð Eyjamanna ehf. sé of lágt bendir Sig- urgeir á að greiningardeildir bank- anna hafi talið sanngjarnt verð á Vinnslustöðinni vera á bilinu 4,5 til 5, miðað við áframhaldandi sjóðstreymi í félaginu. Ekki sé hægt að miða ein- göngu við hátt kvótaverð. „Menn geta ekki bæði átt kökuna og étið hana,“ sagði Sigurgeir Brynjar. VSV verði áfram í kauphöllinni Er Stilla ósammála fyrirætlunum Eyjamanna að afskrá Vinnslustöðina úr kauphöllinni og hyggur á áfram- haldandi skráningu, sé þess kostur. Í því skyni hyggst Stilla í kjölfar yf- irtökunnar selja stóran hluta hluta- bréfa í félaginu til ýmissa aðila sem hafa áhuga á rekstri öflugs sjávarút- vegsfyrirtækis í Vestmannaeyjum sem skráð sé í kauphöll. Telur Stilla að virk verðmyndun á markaði þjóni best hagsmunum félagsins og hlut- hafa þess og tryggi áframhaldandi rekstur og uppbyggingu félagsins. Takist það ekki muni félagið vera á samstæðugrundvelli talsvert skuld- sett að yfirtökunni lokinni þar sem Stilla hafi í hyggju að fjármagna um- talsverðan hluta kaupverðsins með lánsfé. Sigurgeir Brynjar segir það eiga eftir að koma í ljós hvort félagið verði afskráð af markaði. Reynsla síðustu ára sýni að lítill áhugi hafi verið á sjávarútvegsfyrirtækjum í kauphöll- inni og viðskipti verið lítil, um leið og eignarhald á fyrirtækjunum hafi ver- ið þröngt. Stilla gerir 85% hærra tilboð í Vinnslustöðina Eyjamenn ehf. telja ólíklegt að tilboðinu verði tekið * ( ( & - .          !      /  0  (&             !"#$%&%'  ( %)   *  +* '  , &  ! & -  ! &   & . $ $ &  "! /*, &  "! ,01 $"&  "!  " " " " " " " " !"  "  " !" !" !" !" ● ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöllinni, OMX á Íslandi, hækkaði um 0,1% í gær og er lokagildi hennar 8.168 stig. Mest hækkun varð á hlutabréf- um Atlantic Petroleum, 5,2%. Þá hækkuðu hlutabréf Glitnis banka og Alfesca í gær um 1,6% í hvoru félagi. Þrátt fyrir að Úrvalsvísitalan hafi hækkað í gær þá lækkuð nokkur fé- lög. Þannig lækkuðu bréf Teymis um 2,8%, Actavis um 1,3%, Flögu um 0,9% og Icelandair um 0,7%. Lítils háttar hækkun í Kauphöllinni ● BAUGUR Group hefur aukið hlut sinn í danska fasteignafélaginu Nordicom og ræður nú yfir 25% hlut í félaginu. Tilkynnt var fyrir viku, að Baugur hefði gert samkomulag við Ole Vagner um kauprétt á 11,2% hlut hans í Nordicom en fyrir átti Baugur 11%. Í gær var svo greint frá því að Baugur hefði aukið hlut sinn. Haft er eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni, sem hefur stýrt útrás baugs í Danmörku, í danska blaðinu Børsen, að frekari kaup Baugs á hlutum í Nordicom séu ekki útilokuð. Baugur með fjórðung í Nordicom ● VÖRUSKIPTI við útlönd voru nei- kvæð um 11,3 milljarða króna í apr- íl, samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands. Í sama mánuði í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 10,2 milljarða. Halli á vöruskiptum við útlönd fyrstu fjóra mánuði ársins 2007 nam 20,0 milljörðum króna, sem er tölu- verð minnkun frá sama tímabili á síð- asta ári, en þá voru vöruskiptin óhag- stæð um 46,6 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 26,6 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. Mest munar um að verðmæti vöruútflutnings jókst um 30% milli ára. Verulega dregur úr vöruskiptahalla BAUGUR Group er þriðja stærsta smásölufyrirtækið á Norðurlöndum. Í fyrsta sæti er IKEA og þar á eftir kemur fyrirtækið ICA, sem er með um 2.300 smásöluverslanir í Svíþjóð, Noregi og Eystrasaltslöndunum. Þetta eru niðurstöður rannsóknar á vegum Rannsóknarseturs verslun- arinnar í Svíþjóð, Handelns Utredn- ingsinstitut, á umsvifum smásölu- verslunar á Norðurlöndum. Auk Baugs kemst eitt íslenskt fé- lag á lista yfir 100 stærstu smásölu- fyrirtækin á Norðurlöndum, en það er Norvik, félag Jóns Helga Guð- mundssonar í Byko. Norvik er í 74. sæti á listanum yfir 100 stærstu fyr- irtækin. Svo skemmtilega vill til að ís- lensku fyrirtækin tvö á listanum yfir 100 stærstu smásölufyrirtækin á Norðurlöndunum, þ.e. Baugur og Norvik, eru þau fyrirtæki sem uxu mest á síðastliðnum 5 árum, sam- kvæmt rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar í Svíþjóð. Samanlögð árleg velta 100 stærstu fyrirtækjanna í smásölu á Norður- löndunum er um 163 milljarðar doll- ara. Það svarar til liðlega 10 þúsund milljarða íslenskra króna. Samtals eru 36 sænsk fyrirtæki á listanum yfir 100 stærstu fyrirtækin í smásölu á Norðurlöndunum, 31 eru frá Noregi, 16 fyrirtæki eru dönsk, 15 finnsk og tvö íslensk. Baugur þriðja stærst í smásölu 234 234       5 5 234 &64      5 5 78- + ! 9      5 5 :; 7<4      5 5 234'=> 234(?@       5 5 1  23& 4 5- # 23&(#678#$ "'- . )* + ,  , -+ AB> <C $&  <C <  CD DE: <   &  6  $* &  : &  &  F  %, G "H ! '  I "F  !F H ! 3 3 C:     6  (:( %F%  .  * / 0 - ,  : " &  C !  &   ! " C !C&  +0  234<6 ; ; "" "  *   * 1  2 3  (  G "  !$ )  - (- / 4  6& !   5 3 6-                                                                           !  $ ! "  ;F ! "J '    K%A=B%@>? =@A%@>>%L@A K=%M@=%K@> ?%NKA%@?K AM%KAL%K?@ =?%=AA%LN= =%=B@%?@>%LK= ?%=>K%>M>%M@> A%BNB%=BK NNA%ANB%K?@ ?A>%>BL%KB@ K@%AN=%MBN KKL%=K@ BAN%NL>%MNK K?%L=B%MN? K?=%?N?%>MB =%LLK%N?@ K?K%=NB%ABB N%?=K%?@> NN%@@@ L?%LA?%@MK M=?%?AK    AON@ NAOA@ >O=A =AL@O@@ NO@N L@OM@ KMO>@ KNOK> ?KO>> ==@?O@@ ALOA> N?ON@ =BO>@ K=OA> =@MO>@ AAOB> KO@B KNOK@ BOBN =LOB@ >O@M AMO=@ ==O=@ AONK N?O>@ >OK@ =?=@O@@ NO=@ L=O?@ KMOB@ KNOA> ?KOL> ==@NO@@ ALO?@ N>OK@ =BON@ K=O?@ ==@O>@ AAON@ KO@N KNO?@ BOLB =MOL@ >O=> AMO?@ NOA@ =KO>@ LO@@      <; %P< "   :*! $ A =A M ?? =? N AN =@B =@ BN AA M = ==M => A? ? =A K = KN A    7 "  " $%$  A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L ?%=%K@@L A=%>%K@@L A=%>%K@@L A@%>%K@@L K%A%K@@L =N%>%K@@L K>%>%K@@L ÖSSUR Skarp- héðinsson iðnað- arráðhera sagði í ávarpi sínu á árs- fundi Byggða- stofnunar í gær að í ljósi stöðunn- ar t.d. á Flateyri og Vestfjörðum þá yrði ríkið að hafa tæki til að grípa inn í þar sem bráður vandi steðjaði að byggð- arlögum sem byggju við mjög ein- hæft atvinnulíf. Ennfremur sagði Össur að hvað Byggðastofnun sjálfa snerti þyrfti að fást við þá grundvallarspurningu hvort ríkið ætti að reka niðurgreidda lánastarfsemi í samkeppni við al- menna viðskiptabankastarfsemi. Í víðara samhengi væri spurt hvort ríkið ætti að styrkja atvinnulíf á landsbyggðinni með sértækri fjár- málafyrirgreiðslu. Ekkert einhlítt svar væri við þeirri spurningu en þær hremmingar sem atvinnulíf á Vestfjörðum hefði gengið í gegnum væru lýsandi dæmi um þau pólitísku álitaefni sem um væri að ræða. Hann sagði það líka freistandi að hugsa sér að Byggðastofnun kæmi í mun ríkari mæli að málum sem vörð- uðu menntun og uppbyggingu menn- ingarlífs. Össur tilkynnti á fundinum nýja stjórn Byggðastofnunar en hana skipa Örlygur Hnefill Jónsson, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Einar Oddur Kristjánsson, Guðjón Guð- mundsson, Drífa Hjartardóttir, Her- dís Sæmundardóttir og Bjarni Jóns- son. Úr stjórn fara Arnbjörg Sveinsdóttir, Gunnlaugur Stefáns- son og Þorvaldur T. Jónsson. Ríkið hafi tæki til að grípa inn í Össur Skarphéðinsson ● Landsbankinn hefur ákveðið að opna útibú í Finn- landi. Er ráðgert að það taki til starfa 1. ágúst nk. Í tilkynnningu segir að útibúið muni í upphafi leggja áherslu á verðbréfatengda starfsemi. Útibúið mun bjóða finnskum fjár- festum upp á evrópsk hlutabréf og hafa milligöngu um sölu á finnskum verðbréfum til fjárfesta í Finnlandi og annars staðar í Evrópu. Pertti Ijäs hefur verið ráðinn forstöðumaður úti- búsins, en hann starfaði áður hjá fjármálafyrirtækinu FIM. Átta aðrir fyrrverandi starfsmenn FIM hafa einnig verið ráðnir til bankans. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að stofnun úti- bús í Finnlandi marki ákveðin tíma- mót í útrás Landsbankans. Hingað til hafi bankinn fyrst og fremst lagt áherslu á meginland Evrópu og Bret- land. Landsbankinn stofnar útibú í Finnlandi Sigurjón Þ. Árnason ÞETTA HELST ... ● Í Innherja í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins í gær var fjallað um sölu FL Group á eignarhlut sínum í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen, sem tilkynnt var um í fyrradag. Við útreikning á tapi FL Group vegna fjárfestingarinnar gleymdist að taka tillit til arð- greiðslna félagsins frá B&O. Sam- kvæmt upplýsingum frá FL Group námu þær hátt í 300 milljónum króna. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Arðgreiðslur hátt í 300 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.