Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 225. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is NAFNGIFTIR AF HVERJU Í ÓSKÖPUNUM HEITIR HUNDURINN TOYWAY AMA-RY-LIX? >> 18 GAF SJÁLFUM SÉR AFREK Í AFMÆLISGJÖF 50 FJALLVEGIR FRAMUNDAN >> 16 FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ÞRÓUN hlutabréfaverðs á mörk- uðum heimsins í síðustu viku er best lýst með orðinu rússíbanareið. Vísi- tölur gengu ýmist upp eða niður og náði titringurinn hámarki á fimmtu- dag þegar flestallar vísitölur heims- ins lækkuðu um 3-4% á einum degi. Daginn eftir var síðan allt annað upp á teningnum þegar flestar, ef ekki allar, vísitölur hækkuðu umtalsvert í kjölfar ákvörðunar Ben Bernanke og félaga hans í bankastjórn banda- ríska seðlabankans þess efnis að lækka daglánavexti bankans og gefa í skyn að stýrivaxtalækkun gæti ver- ið framundan. Nú er spurningin hvort rússíbanareiðin haldi áfram eða hvort aðgerðir seðlabankans vestra skili tilætluðum árangri, þ.e. að róa þá sem óttast hafa þurrð á lánsfjármörkuðum. Meira flökt framundan? Eitt af því sem einkennt hefur ólgutímabil undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum er hversu erfitt hefur verið að spá fyrir um þróun næstu daga. Og hið sama gildir nú. Það er nær ómögulegt að segja til um hvað mun gerast á næstu dög- um. Financial Times greinir frá því á vef sínum að evrópskir seðlabankar séu reiðubúnir til þess að taka við keflinu af þeim bandaríska og grípa til svipaðra aðgerða gerist þess þörf. Þó virðist ekki ljóst hvort þeir muni breyta vöxtum eða hvort þeir muni halda áfram að dæla fé inn á mark- aði til þess að bæta aðgang að lánsfé. Og munu nokkrar aðgerðir duga til þess að róa markaðina endanlega? Ekki virðast margir þeirrar skoð- unar. Sérfræðingar sem erlendir fjölmiðlar hafa rætt við segja að- gerðir seðlabankanna skammgóðan vermi, meira flökt sé framundan á mörkuðum. Og ef marka má FT virðast stjórnendur seðlabanka Bandaríkjanna sömu skoðunar. Reuters Á uppleið? Mikil ólga hefur verið á fjármálamörkuðum undanfarið. Rússí- banareið Erfitt er að segja til um þróun næstu daga TÍMARITIÐ Reader’s Digest í Þýskalandi hefur sótt um leyfi til frekari út- gáfu á Napóleonsskjölum Arnaldar Indriðasonar. Blaðið gaf bókina út í bóka- klúbbi sínum en vinsældirnar urðu slíkar að áætlað er að gefa hana út í 400 þúsund eintökum til viðbótar í janúar á næsta ári. Napóle- onsskjölin hafa fram að þessu selst í um hálfri milljón ein- taka í Þýskalandi og með væntanlegri útgáfu fer eintaka- fjöldi bókarinnar þar í landi því að nálgast milljón. Þess má einnig geta að saga Arnaldar, Vetrarborgin, kom einnig út í Þýskalandi fyrir um tveimur mánuðum þar sem fyrsta upplag seldist nær strax upp og bókin var í 13. sæti þýska metsölulistans. Grafarþögn Arnaldar var jafnframt í efsta sæti lista yf- ir mest seldu glæpasögur í Frakklandi fyrr í mánuðinum en bókin var nýverið verðlaunuð þar í landi sem besta glæpasaga síðasta árs. Napóleonsskjölin vinsæl í Þýskalandi Arnaldur Indriðason FELLIBYLURINN Dean skall á Jamaíku í gærkvöldi eftir að hafa orðið að minnsta kosti fimm að bana á eyjum í Karíbahafinu síðustu daga. Skömmu eftir að óveðrið bar að landi var lokað fyrir rafmagn af öryggis- ástæðum og vatnselgur æddi um götur eyjunnar, en óttast er að ekki hafi allir íbúar hlýtt viðvörunum. Talið er að bylurinn muni ná fimmta og síðasta flokkunarstigi fellibylja í dag, mánudag, en fellibyl- urinn Katrín, sem skildi New Or- leans eftir í rústum fyrir tveimur ár- um, var af þeirri stærðargráðu. Bylurinn mun líklega ná að Yucat- an-skaga í Mexíkó í kvöld en þar hafa yfirvöld unnið að því hörðum höndum að koma fólki í skjól, og t.d. voru olíuborpallar landsins rýmdir í gær. Yfirvöld í Texas hafa einnig haft mikinn viðbúnað og eru íbúar þess albúnir að forða sér, breyti byl- urinn um stefnu. | 14 Dean magnast AP Fárviðri Kona berst við fellibylinn Dean þegar hún forðar sér frá húsi sínu á Haítí í gær með hafurtask sitt í fanginu. Tveir menn biðu bana þegar Dean fór yfir Haítí í gær og var hann þá enn í vexti. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is UNGRI konu frá Venesúela var á síðasta ári smyglað hingað til lands í fragtflugvél frá New York til Keflavíkur af þáverandi unnusta sínum sem er flugstjóri hjá íslensku flugfélagi. Nokkru síðar lauk sam- bandi þeirra þegar hann réðst á hana með barsmíðum. Konan hefur kært manninn fyrir líkamsárás og segist einnig íhuga að kæra hann fyrir smyglið á sér til landsins. Hjá landamæraeftirliti lögregl- unnar á Suðurnesjum fengust þær upplýsingar að þegar einstaklingur kemur sem farþegi með fragtflug- vél sé það á ábyrgð flugstjóra að koma viðkomandi í landamæraeft- irlitið, sé um erlendan ríkisborgara að ræða sem eigi uppruna sinn frá ríki utan Schengen. „Ég þekki reglurnar og veit að íbúar frá Venesúela geta ferðast til Schengen-svæðisins án vegabréfs- áritunar og mega dvelja með lög- legum hætti í viðkomandi landi sem ferðamenn í þrjá mánuði. Þegar við komum til Keflavíkur lagði ég því áherslu á að ég vildi fara í gegnum vegabréfaskoðunina til þess að verða skráð með lögmætum hætti inn í landið. Hann tjáði mér að það væri óþarfi og ég treysti því að hann þekkti reglurnar hérlendis betur en ég,“ segir konan sem í framhaldinu fylgdi manni sínum í gegnum starfsmannaútgang. Konan hefur sótt um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun og er mál hennar nú til skoðunar þar. Eftir því sem næst verður komist hefur sambærilegt tilfelli ekki kom- ið inn á borð hjá íslenskum yfirvöld- um.  Gerði allt | miðopna Kom ólöglega inn í landið með íslenskri fragtflugvél Í HNOTSKURN »Í lögum nr. 96/2002 erkveðið á um að öllum beri við komuna til landsins þegar í stað að gefa sig fram við vega- bréfaeftirlit eða lögreglu- yfirvald, nema um för yfir innri landamæri Schengen- svæðisins sé að ræða. » Í 57. gr. sömu laga segir aðþað varði sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef maður af ásetningi eða gá- leysi brjóti gegn lögunum.  Fór ekki í gegnum landamæraeftirlit heldur út um starfsmannaútgang

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.