Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is BOÐAÐ hefur verið til aukaaðalfundar í Lífeyrissjóði verkfræðinga 3. september næst- komandi, þar sem gengið verður til atkvæða um hvort ný grein í samþykktum sjóðsins, sem sam- þykkt var á aðalfundi hans í mars í vetur, skuli felld úr gildi, en greinin felur í sér aukinn rétt eldri sjóðfélaga frá því sem var áður en greinin var samþykkt. Í kjölfarið var talsverð óánægja meðal hluta sjóðfélaga með þá niðurstöðu og var boðað til aukaaðalfundar 22. maí síðastliðinn, þar sem þetta efni var til umræðu. Fundurinn var mjög fjölmennur og lauk með því að samþykkt var með 60% atkvæða tillaga þar sem því var beint til stjórnar sjóðsins að fella ofangreinda breyt- ingu úr gildi. Samkvæmt upplýsingum á heima- síðu sjóðsins felur greinin í sér tilfærslu fjár- muna til eldri sjóðfélaga sem nemur 300 milljónum króna. Forsaga málsins er sú að lengi hafa verið uppi deilur innan Lífeyrissjóðs verkfræðinga milli eldri og yngri sjóðfélaga um túlkun á efni reglu- gerðar sjóðsins. Fór það svo að eldri sjóðfélagar höfðuðu mál fyrir dómstólum þar sem þeir höfðu sigur. Sett fram til að setja niður deilur Þegar tillaga að breytingu á reglugerð sjóðs- ins var kynnt á aðalfundinum í vetur var lögð áhersla á hún væri lögð fram til að setja niður langvinnar deilur innan sjóðsins en væri ekki viðurkenning á kröfum eldri sjóðfélaga. Greinin felur í sér hækkun viðmiðs fyrir uppbót á grunn- lífeyri úr 80% í 90% af verðtryggðum rétti hjá þeim sem ekki höfðu náð því marki í árslok 2000. Tillagan fól í sér tilfærslu á 1,2% af eignum sjóðsins og fram kom að fyrir aldurshópinn 27 til 30 ára séu áhrifin óveruleg en að mánaðarlegur ellilífeyrir þeirra sem eru 40-50 ára muni lækka um 0,7%. Lífeyrir þeirra sem eru 70-80 ára mun hins vegar hækka. Samkvæmt tryggingafræðilegu mati námu eignir sjóðsins umfram áunnin réttindi 1.365 milljónum króna um síðustu áramót. Samþykktir sjóðsins kveða á um að eignum umfram áunnin réttindi beri að ráðstafa til að auka réttindi sjóð- félaga og var rúmum fimmtungi eða um 300 milljónum ráðstafað til að auka réttindi eldri sjóðfélaga með því að hækka uppbótina úr 80% í 90% eins og fyrr greindi, en um 1.065 mkr. yrði varið til að auka réttindi allra sjóðfélaga. Atkvæði greidd um aukin réttindi eldri sjóðfélaga Boðað hefur verið til aukaaðalfundar í Lífeyrissjóði verkfræðinga í byrjun sept. TVEIR þýskir ferðamenn, maður og kona, komust í hann krappan á hálendi Íslands að kvöldi laugar- dagsins þegar bifreið þeirra festist í sandbleytu í Tungnaá sunnan við skálann í Jökulheimum. Björgunar- sveitirnar á Hellu og í Vík í Mýrdal fóru til aðstoðar og þyrla Land- helgisgæslunnar, TF-GNÁ, hífði konuna upp úr bílnum í ánni og flutti hana í skálann í Jökulheim- um. Þeim varð hvorugu meint af volkinu. Tvo vöð eru á Tungnaá á þessum slóðum samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Annað dýpra en með hörðum og góðum botni og hitt grynnra, en varasamara vegna sandbleytu. Parið fór yfir grynnra vaðið og festi bílinn í sandbleytu. Þegar þau reyndu að losa hann, en þarna er um öflugan torfærubíl af Unimog-gerð að ræða, vildi ekki betur til en svo að drif í honum brotnaði. Maðurinn tók þá til ráðs að synda yfir ána og ganga í átt að skálanum í Jökulheimum. Eftir að hafa gengið í 3-4 klukkustundir rakst hann á ferðamenn sem köll- uðu eftir hjálp. Ekki þótti þorandi annað en kalla eftir aðstoð þyrlu þar sem skammt var til myrkurs. Sigmaður sótti konuna í bílinn og var flogið með hana í skálann í Jökulheimum þangað sem maður- inn var þá þegar kominn. Í góðu yfirlæti í Hólaskjóli Björgunarsveitin á Hellu flutti fólkið síðan í skálann í Hólaskjóli þar sem það var í góðu yfirlæti í gær. Björgunarsveitin í Vík í Mýr- dal fór hins vegar upp að Tungnaá til þess að bjarga bifreiðinni á þurrt. Hún var mjög vel skorðuð í ánni og engin hætta á að hún flyti upp, enda ekki mikið vatn í ánni. Þurfti öflug tæki til þess að draga bifreiðina upp úr ánni og tókst það milli tvö og þrjú í fyrrinótt. Seinnipartinn í gær var síðan ráðgert að halda aftur upp að Tungnaá og freista þess að gera við drifið í bílnum þannig að hann yrði ökufær eða hægt að flytja hann til byggða. Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði þýskri konu úr torfærubifreið sem föst var í Tungnaá vestan Vatnajökuls með brotið drif en maður konunnar synti yfir ána til að ná í hjálp Bjargað úr bifreið í Tungnaá Ljósmynd/Landhelgisgæslan Var sótt Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Gná, hífði konuna upp úr bílnum.                              !   "#$     %    LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu lýsti í gær eftir tveimur ungum þýskum ferðamönnum, sem ekki hefur spurst til síðan 29. júlí síðast- liðinn er þeir voru á tjaldstæðinu í Laugardal. Þeir hugðust ferðast um Ísland og meðal annars leggja stund á ísklifur og fjallgöngur í nágrenni Skaftafells og Vatnajökuls og áttu bókað far heim 17. ágúst. Mennirnir heita Matthias Hinz, 29 ára og Thomas Grundt, 24 ára. Matthias er 174 sentimetrar á hæð, fremur grannvaxinn með skollitað hár og grá augu. Thomas er 185 sentimetrar á hæð, grannvaxinn með ljóst hár og notar gleraugu. Þeir sem geta veitt einhverjar upplýsingar um ferðir mannanna eru beðnir um að hafa samband við lög- regluna í síma 444-1000. Lýst eftir Þjóðverjum Matthias Hinz Ætluðu að stunda ís- klifur og fjallgöngur Thomas Grundt KONA lenti í grjóthruni í Víti við Öskju skömmu eftir hádegi í gær. Hún var flutt með þyrlu Landhelg- isgæslunnar til Egilsstaða og þaðan með sjúkraflugi til Akureyrar, þar sem hún var til rannsóknar meðal annars vegna innvortis meiðsla. Lögreglunni á Húsavík barst til- kynning um slysið um miðjan dag í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, þurfti að lenda norðan við gíginn vegna hættu á frekara hruni. Björgunarsveitarmenn sem voru í nágrenninu í einkaerindum voru fyrstir á staðinn og hlúðu að konunni ásamt hollenskum lækni þar til þyrl- an kom. Slysið varð í miklum bratta og lausamöl, sem gerir flutninga erf- iða. Lenti í grjóthruni ♦♦♦BRJÓSTMYND var á laugardag af-hjúpuð í Kringlunni af Pálma Jóns- syni kaupmanni og var það dóttir hans, Ingibjörg Pálmadóttir, sem af- hjúpaði myndina ásamt Lilju, systur sinni. Pálmi var frumkvöðull að byggingu Kringlunnar og brjóst- myndina gefur Ingibjörg Kringlunni í minningu föður síns. Upphaf verslunarreksturs Pálma má rekja til þess er hann stofnaði póstverslunina Hagkaup árið 1959 í litlu fjósi við Miklatorg. Í september árið 1970 tók Pálmi á leigu vöruskemmu í Skeifunni 15 og opnaði þar fyrsta stórmarkað lands- ins þar sem aðaláherslan var lögð á ódýrar vörur. Pálmi tók fyrstu skóflustungu að byggingu verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar árið 1984. Tæpum þremur árum síðar, hinn 13. ágúst 1987, var fyrstu gestum Kringl- unnar hleypt þar inn. Listakonan Ragnhildur Stefáns- dóttir vann brjóstmyndina og Pétur Björnsson steypti hana í brons. Brjóstmynd af Pálma Jóns- syni afhjúpuð Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kringlan Dætur Pálma Jónssonar afhjúpuðu brjóstmynd af föður sínum. Ingibjörg og Lilja Pálmadætur ásamt sonum sínum Stormi Jóni og Pálma Kormáki við athöfnina í Kringlunni á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.