Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 19 Tessera Holding ehf., kt. 410607-1310, sem er hluthafi í Mosaic Fashions hf., kt. 550405-0320, og stjórn Mosaic Fashions hf. hafa ákveðið að aðrir hluthafar í Mosaic Fashions hf. en samstarfsaðilar um yfirtöku- tilboð í Mosaic Fashions hf. skuli sæta innlausn Tessera Holding ehf. á hlutum sínum, sbr. 1. mgr. 47. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfavið- skipti. Tessera Holding ehf. og samstarfsaðilar um yfirtökutilboð í Mosaic Fashions hf. eiga meira en 90% hlutafjár í Mosaic Fashions hf. og ráða yfir samsvarandi atkvæðamagni. Innlausnin tekur til annarra hluthafa en Tessera Hold- ing ehf. og samstarfsaðila sem skráðir eru í hlutaskrá Mosaic Fashions hf. í lok dags þann 17. ágúst sl. Þeim hluthöfum hefur verið send þessi tilkynning auk þess sem hún er birt í dag- blöðum í samræmi við 47. gr. laga nr. 33/2003. Hluthafar í Mosaic Fashions hf., sem eiga hluti sem innlausn tekur til, eru hvattir til að framselja Tessera Holding ehf. hluti sína í félaginu innan 4 vikna frá dagsetningu þessarar tilkynningar. Innlausnarverð er 17,5 kr. fyrir hvern hlut. Það er sama verð sem Tessera Holding ehf. bauð í yfirtökutilboði sem hófst þann 9. júlí sl. og er hæsta verð sem Tessera Holding ehf. og samstarfsaðilar hafa greitt fyrir hluti í Mosaic Fashions hf. á síðustu 6 mánuðum áður en yfirtökutilboðið var lagt fram. Til að framselja Tessera Holding ehf. hluti sína í Mosaic Fashions hf. þurfa hluthafar að fylla út eyðublað um framsal á eignarrétti hluta sem hefur verið sent þeim ásamt þessari tilkynn- ingu. Útfyllt framsalseyðublað verður að berast Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf., Borg- artúni 19, 105 Reykjavík, ásamt upplýsingum um bankareikning sem leggja skal andvirði hinna innleystu hluta inn á, fyrir kl. 16:00 mánudaginn 17. september 2007. Andvirði hluta sem innlausnin tekur til verður greitt að loknum framangreindum fresti. Nánari upplýs- ingar veita ráðgjafar bankans í síma 444-7000. Andvirði framseldra hluta samkvæmt ofan- greindu verður lagt inn á þann bankareikning sem hluthafi tiltekur í framsali nema hann óski eftir því að andvirðinu verði ráðstafað með öðrum hætti. Andvirði hluta sem ekki verða framseldir Tessera Holding ehf. innan 4 vikna frá dagsetn- ingu þessarar tilkynningar verður greitt inn á geymslureikning á nafni rétthafa, sbr. 2. mgr. 47. gr. laga nr. 33/2003. Frá þeim tíma telst Tessera Holding ehf. réttur eigandi hinna geymslugreiddu hluta. Reykjavík, 20. ágúst 2007 Fyrir hönd Tessera Holding ehf. og stjórnar Mosaic Fashions hf. Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf. Innlausn á hlutum í Mosaic Fashions hf. KB_MosaicF_3x26.indd 1 8/17/07 3:39:48 PM aukinn yfirdrátt í bönkunum, tekið út á krítarkortið og er komið með svo mikið af auka skuldum. Þá er komin upp sú staða að fólkið ræður ekki við að borga ,“ segir Elna sem telur að lán sem þessi virki eyðslu- hvetjandi. „Eldri kynslóðin er alin upp við það að þurfa að eiga eitthvað og þess vegna er kannski ekki svo gott að höfða til þessa eldri aldurshóps. Það er hins vegar spurning þegar unga fólkið núna verður komið á þennan aldur hvort það verði ekki auðveldara þá, af því það hugsar öðruvísi. Viðhorfið hjá ungu fólki í dag er ekki endilega það að það þurfi að eiga eitthvað. Það vill geta veitt sér alla hluti og því er alveg sama þó það sé allt á lánum. Það er líka allt í lagi en fólkið sem kemur hingað til mín getur ekki lengur borgað af allri veislunni.“ Svipaðar lausnir í boði Í samtali við starfsmenn bank- anna kemur fram hjá stóru bönk- unum að neyslulán, með endur- fjármögnun í fasteign, tíðkist á Íslandi en hafi ekki verið markaðs- sett á þennan máta sem gert er í Danmörku. Friðrik Halldórsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs hjá Kaupþingi, segir Kaupþing bjóða sams konar lán og boðið er upp á í Danmörku. „Þegar við fór- um af stað með íbúðalánin á sínum tíma þá vorum við að benda fólki á að nú væri tækifæri til að endur- fjármagna, fá hagstæðari lán og fjármögnun á einum stað og horfa á veðsetningu út frá verðgildi. Við er- um því í sjálfu sér að bjóða sömu lausnir út frá þessu,“ segir Friðrik en tekur jafnframt fram að Kaup- þing hafi ekki farið út í það að reyna að höfða beint til þessa hóps. „Efnahagsumhverfið á Íslandi hefur ekki kallað á það og þörfin því ekki til staðar eins og er en sá tími getur komið“. Haukur Agnarsson, deildarstjóri fasteignaþjónustu hjá Landsbank- anum, segir „friværdi“ lán í Dan- mörku ekki beint endurfjármögn- unarlán. „Þú ert í raun að fá neyslulán með veði í fasteigninni og þá skiptir bankann í raun litlu máli hvað þú gerir við lánið því það er í rauninni tryggt. Það er verið að markaðssetja þessi lán fyrir fólk sem er komið yfir miðjan aldur, kannski frá fimmtugu eða sextugu og þá fólk sem hefur veðrými í eigninni sinni en „friværdi“ þýðir í rauninni bara nettó eign.“ Almenni lífeyrissjóðurinn, hjá Glitni, býður hins vegar lán sem komast nálægt því að vera í anda dönsku lánanna. Brynja Kjærne- sted, ráðgjafi á lífeyrissviði, segir Almenna lífeyrissjóðinn hafa farið af stað með lán sem höfða til þessa hóps fyrir um tveimur árum. „Við vorum að hugsa um þá sem eru að nálgast eftirlaunaaldur eða eru komnir á eftirlaunaaldur, oft fólk í stórum eignum og með mikið fé bundið í fasteignum. Við vildum finna leið til að geta aukið tekjur hjá fólki án þess að það þurfi að selja. Þessi lífeyrislán virka þannig að þú ákveður einhverja fjárhæð, t.d. hundrað þúsund á mánuði, þú greiðir svo vexti af þeirri fjárhæð sem safnast upp, semsagt bara af því sem þú ert búin að taka út. Samningurinn er að hámarki til 10 ára hjá okkur og í lok lánstímans er hægt að framlengja aftur, breyta í venjulegt húsnæðislán eða borga lánið upp. Vextirnir eru þeir sömu og á húsnæðislánum og verð- tryggðir.“ Með þessu móti er t.d. hægt að auka ráðstöfunarfé mán- aðarlega án þess að skerða greiðslur frá tryggingastofnun sem er það sem margir eru að leita að. Þannig geta draumar ævikvöldsins orðið að veruleika fyrr en margur heldur. ingvarorn@mbl.is hvert svipað ræktunarnafn á Ítalíu svo ég fékk höfnun. Ég gat hins veg- ar ekki losnað við þessa hugmynd svo ég bætti bara Tinda við og var með því að vísa til tindanna í Tíbet.“ Hún segir yfirleitt miklar vanga- veltur liggja að baki ræktunarnöfn- unum. „Þetta kemur til með að standa alla tíð því löngu eftir að ég er dauð verða einhverjir hundar sem heita Tíbráar Tinda í ættbókum. Það er því eins gott að vanda valið.“ Labrador Hin sex mánaða gamla Tíbráar Tinda töfrandi Lóla. ben@mbl.is sé betra í útlöndum. Í útlöndum eru bæði hærri laun og lægri skattar, en jafn- framt meiri sam- félagsþjónusta en þekkist hér á landi. Í útlöndum velta fersk- ar matvörur úr hillum kaupmannanna, og helst má ætla að blessaðir mennirnir séu tilbúnir að borga viðskiptavinum sínum fyrir að þiggja góð- metið. Í útlöndum er aldrei gert hlé í bíó, í útlöndum eru tæpast sýndar auglýsingar í sjónvarpi og í útlöndum blómstrar ríkulegra menningarlíf en nokkur gæti ímyndað sér. Í útlöndum er bæði almennilegt almennings- samgöngukerfi og ódýrt bensín, þó svo að þegnanir þurfi raunar eig- inlega aldrei að nýta sér það, því veðrið er alltaf svo skínandi gott í útlöndum að allir ganga hvert sem þeir þurfa að fara. Í gegnum lysti- garða þétt setna af lúðrasveitum og götulistamönnum, ef marka má æv- intýralegustu sögurnar. Í kjölfar slíkra lofræðna kemur iðulega fram að það sé nú aldeilis munur að búa í útlöndum, miðað við það að hokra hérna á eyðieyjunni á heimsenda, þar sem er ekki einu sinni Hennes & Mauritz verslun, hvað þá meira! Þið megið því trúa að þegar Vík- verji flutti til meginlandsins í fyrsta sinn var hann heldur en ekki spenntur. Nú myndi hann fyrst fá að kynnast lífinu! Og Víkverji naut þess vissulega að spóka sig í stór- borgum Evrópu, mikil ósköp. Og bókabúðirnar voru stórar og leik- húsin voru mörg, og sei sei, já. En engu að síður lifði eyjan bláa í huga hans og togaði hann heim. Treglega hlýddi hann kallinu, en honum al- gjörlega að óvörum fann hann allt það sem hann hafði talið að væri bara í útlöndum – hámenningu og framandi veitingastaði, svo dæmi séu tekin, í miklum blóma í Reykja- vík. Allt nema kannski Hennes og Mauritz. Víkverji er aldreiþessu vant sæll og glaður þegar hann stingur niður fjöð- urstaf sínum á sunnu- dagskvöldi í ágúst. Í maganum hvíla steikt hrísgrjón frá einum af hinum fjölmörgu taí- lensku veitingastöð- um í Reykjavík og hið andlega kviðarhol er líka notalega fullt af allri þeirri dýrð sem í boði var á Menning- arnótt. Snæfellsjökull brosir við honum í gegnum sólarlagið og þó að Víkverja hafi endrum og sinnum orðið það á að færa það í orð að eitt eða annað í samfélaginu mætti betur fara, þá finnst honum lífið bara dágott í dag. Það sem Víkverji ætlar hins veg- ar að furða sig á í tilskrifi dagsins til lesenda Morgunblaðsins, er að aðrir eru ekki jafnsáttir. Víkverji er nefnilega orðinn lang- þreyttur á því stöðuga jarmi að allt       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.