Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 23
FRÉTTIR
B
ifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur
hélt 28. Alþjóðarall sitt um helgina
en Alþjóðarallið er stærsta og
lengsta rallíkeppni sem haldin er
hérlendis. Að þessu sinni voru
eknar 25 sérleiðir í rallinu og nam vegalengd
þeirra samtals 333,3 km en áhafnir keppnisbíl-
anna þurftu að aka vel yfir þúsund kílómetra á
þremur dögum. Þessi mikli akstur á erfiðum
vegaslóðum reyndi mjög á keppendur og öku-
tæki enda fór það svo að einungis þrettán
áhöfnum af tuttugu og sex tókst að ljúka
keppninni.
Til skiptis í forystu
Gífurleg spenna einkenndi rallið frá fyrstu
ræsingu til loka seinustu sérleiðar. Sigurður
Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson ræstu
fyrstir þar sem þeir leiddu Íslandsmeist-
aramótið eftir Skagafjarðarrallið en Daníel og
Ásta Sigurðarbörn mættu ákveðin til leiks og
tóku forystuna strax á fyrstu sérleið, Djúpa-
vatnsleiðinni. En lánið lék ekki við systkinin því
þau óku út af á síðustu leið fyrsta dags, í Gufu-
nesi og töpuðu forystunni og féllu niður í þriðja
sætið.
Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson
ræstu fyrstir inn á Lyngdalsheiðina að morgni
föstudagsins enda í forystu eftir fyrsta daginn.
Þegar 2. áfanga keppninnar lauk um hádegið,
eftir æðisgengna keppni á mörgum sérleiðum
umhverfis Heklu, voru Sigurður Bragi og Ísak
aftur komnir með forystuna en þeim tókst að
halda þeirri forystu á 3. áfanga sem einnig var
ekinn umhverfis Heklu.
Tvöfaldir meistarar
Sigurður Bragi og Ísak ræstu því fyrstir inn
á Tröllháls en á Uxahrygg urðu þeir fyrir því
óláni að olíuslanga í Mitsubishi Lancer bíl
þeirra gaf sig svo að þeir urðu að hætta keppni. Jón Bjarni og Borgar tóku þá forystuna en Daníel
og Ásta voru, þegar hér var komið sögu, búin að saxa verulega á forskotið sem hinir fengu eftir út-
afkeyrslu systkinanna á fimmtudeginum. Spennan var mikil á síðustu leiðunum en það var ekki
fyrr en á lokaleiðinni, Djúpavatnsleið, sem úrslitin réðust en þar tókst Daníel og Ástu að komst
fram fyrir Jón Bjarna og Borgar. Sigurinn var mikilvægur fyrir Daníel og Ástu því með honum
tryggðu þau sér Íslandsmeistaratitilinn í ralli 2007 og hafa 10,5 stiga forystu á Jón Bjarna og Borg-
ar.
Pétur S. Pétursson og Heimis S. Jónsson gátu einnig brosað breitt eftir Alþjóðarallið en þeir
sigruðu bæði í 2000 flokki og Max1 flokki og gulltryggðu með því Íslandsmeistaratitlana í báðum
þessum flokkum. Þeir óku vel í keppninni en slógu aðeins af á síðustu leiðunum þegar ljóst var að
þeir voru komnir með afgerandi forystu.
Í jeppaflokki sigruðu Hilmar B. Þráinsson og Vignir R. Vignisson á Grand Cherokee. Hilmar og
Vignir stóðu sig mjög vel í rallinu og höfðu mikla yfirburði í Jeppaflokknum en auk þess að sigra
þar tókst þeim að ná 4. sæti í opnum flokki og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í jeppaflokki sam-
kvæmt reglum LÍA.
# Áhöfn Flokkun Bifreið Samtals
1 Daníel / Ásta N MMC Lancer Evo 6 3:24:59
2 Jón Bjarni / Borgar N Subaru Impreza 3:25:10
13 Fylkir / Elvar N Subaru Impreza 3:46:30
12 Hilmar / Vignir J12 Grand Cherokee 3:46:45
9 Pétur / Heimir Max1 Toyota Corolla 3:57:50
5 Sigurður Óli / Elsa N Toyota Celica GT4 3:58:16
10 Þórður / Magnús Max1 Toyota Corolla 4:06:55
16 Guðmundur / Ingimar J12 MMC Pajero Dakar 4:18:32
27 Henning/Rúnar Max1 Toyota Corolla 4:23:17
14 Guðmundur / Hörður J12 Tomcat RS 100 4:53:17
36 Björn / Þórey Max1 Toyota Corolla 4:56:49
30 Gunnar / Jóhann Max1 Suzuki Swift Gti-R 4:59:23
26 Dali / Óskar Max1 Trabant 601 5:52:29
28. Alþjóðarallið fór fram um helgina
Hörkuspennandi keppni
Ljósmynd/JAK
Á Gufunesleið Hilmar B. Þráinsson og Vignir R. Vignisson á Grand Cherokee sigruðu í
jeppaflokki en hér aka þeir Gufunesleið.
Í forystu Daníel og Ásta gáfu tóninn strax á fyrstu sérleiðinni um Djúpavatn.
Meistararnir Daníel og Ásta Sigurðarbörn fagna sigri í Alþjóðarallinu og Íslandsmeistaratitlinum ásamt aðstoðarmönnum sínum.
Ekið greitt Pétur S. Pétursson og Heimir S. Jónsson nutu sín vel í Alþjóðarallinu þar sem þeir
sigruðu í 2000 flokki og Max1 flokki og tryggðu sér jafnframt Íslandsmeistaratitlana í báðum
þessum flokkum. Hér aka þeir suður Skógshraun og fara greitt.