Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 29 hlutaveltur ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 9-16 bað, kl. 9-16.30 smíði/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 10-16 púttvöllurinn. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan að Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30. S. 554 1226. Skrifstofa FEBK að Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. S. 554 3438. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðviku- dögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bridds kl. 13. Kaffitár kl. 13.30. Dags- ferð í Veiðivötn 21. ágúst, laus sæti. Skráning í s. 588 2111. Farþegar sem hafa skráð sig í Kjöl og Kerlingafjöll 25. ágúst vinsamlegast gangið frá greiðslu sem fyrst. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 9 postulínsmálning og ganga. Kl. 11.40 hádegisverður. Kl. 13 handavinna. Kl. 20.30 félagsvist. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar m.a. tréútskurður og fjölbreytt handavinna. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 13 lagt af stað í fræðslu og kynnisferð um borgina. Leiðsögn veitir Magnús Sædal. Kaffi- veitingar í Ráðhúsinu. Allir velkomnir. Uppl. á staðnum og s. 575 7720. Hittingur | Hópur fyrir ungmenni á aldrinum 16-30 ára. Hópurinn er fyrir þá sem eiga fáa vini og vilja bæta úr því. Upplýsingar gefur Ingibjög í síma 694-6281. Heimasíða: www.blog.central.is/hittingur16-30. Netfang: hittingur@gmail.com. Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnar kl. 9. Vist kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Skráning stendur yfir. Tugir möguleika í boði. Skráningu lýkur 29. ágúst. Hjördís Geirs mætir 23. ágúst. Hvernig vilt þú sjá starfið í vetur? S. 568 3132, asdis.skuladott- ir@reykjavik.is. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hand- verks- og bókastofa kl. 13. Kaffiveit- ingar kl. 14.30. Söng- og samveru- stund kl. 15. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-15.30 handa- vinna. Kl. 11-12 leikfimi, Janick (júní- ágúst). Kl. 11.45-12.45 hádegisverður. Kl. 14.30-15.45 kaffiveitingar. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin frá kl. 17-22. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir samkomulagi í síma 858 7282. Kvöldbænir kl. 20. Allir velkomnir. Hlutavelta | Þessar duglegu vin- konur söfnuðu flöskum og gáfu Rauða kross Íslands ágóðan, 4.230 krónur. Þær heita Hallfríður Jón- ína Arnarsdóttir og Jónína Karen Pálsdóttir. Hlutavelta | Margrét Karen Jónsdóttir, Sara Hlín Halldórsdóttir og Eið- ur Otti Halldórsson frá Seltjarnanesi afhentu Rauða kross Íslands ágóðan af tombólu, 23.727 krónur. Rauði kross Ísland þakkar þeim kærlega fyrir. Hlutavelta | Þessar duglegu vin- konur, Rakel Rut Sigurðardóttir og Sólrún Hilda Guðmundsdóttir héldu tombólu í Seljahverfi og söfnuðu 2.503 krónum fyrir Rauða kross íslands. dagbók Í dag er mánudagur 20. ágúst, 232. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lk. 13, 24.) Hjarta.net er upplýsingavefurum allt sem við kemurhjartasjúkdómum. BjörnÓfeigsson er stofnandi og umsjónarmaður vefjarins, en Björn fékk hjartaáfall í ársbyrjun 2003: „Þeg- ar ég kom loks heim af spítalanum vissi ég ósköp lítið um í hvaða stöðu ég væri, og hafði raunar litla hugmynd um hvað hafði í reynd komið fyrir mig,“ útskýrir Björn. „Ég hóf að leita upplýsinga á Netinu, og rak mig þá á að þó finna mætti töluvert af lesefni um hjarta- sjúkdóma var fátt til á íslensku, og það fræðsluefni sem finna mátti á íslensku á dreif hér og þar í stað þess að vera að- gengilegt á einum stað.“ Það var þá sem sú hugmynd kviknaði hjá Birni að búa til íslenskan upplýs- ingabrunn um hjartasjúkdóma: „Hjart- a.net fór fyrst í loftið í mars 2005. Hægt og bítandi hefur aðsókn í síðuna aukist og fær Hjarta.net nú tæplega 10.000 heimsóknir á mánuði,“ segir hann. Á síðunni má finna upplýsingar um ýmsar hliðar hjartaveikinda: „Leitast er við að hafa efnið aðgengilegt og auð- skilið. M.a. eru upplýsingar um áhættu- þætti, hjartaaðgerðir, líffæragjafir, endurhæfingu, og réttindi sjúklinga,“ útskýrir Björn. „Hjarta.net leitast einn- ig við að upplýsa aðstandendur hjarta- sjúklinga, og má m.a. finna á vefnum reynslusögur aðstandenda sem fylgt hafa ástvini gegnum hjartveikindi.“ Hjartabilun fær einnig sérstaka um- fjöllun: „Margir gera sér ekki grein fyr- ir hversu alvarleg hjartabilun er, en lífslíkur hjá fólki með alvarlega hjarta- bilun eru oft verri en hjá t.d. krabba- meins- eða HIV-sjúklingi, og hjartabil- un hendir ekki aðeins aldraða, heldur einnig ungt fólk.“ Með vefnum vill Björn líka minna á þá ógn sem hjartasjúkdómar eru: „Hjartasjúkdómar eru ekki áberandi í umræðunni, miðað við marga aðra sjúk- dóma. Þó deyja um 650 manns úr hjartaáföllum á Íslandi ár hvert, og hjarta og æðasjúkdómar eru algeng- asta dánarorsökin í Evrópu,“ segir Björn. „Áríðandi er að almenningur sé meðvitaður um hættuna, og geri sér rétta grein fyrir þeim áhrifum sem áhættuþættir og fyrirbyggjandi þættir í mataræði, lífsstíl, og heilsufarssögu geta haft á lífslíkur og lífsgæði.“ Heilsa | Hjarta.net er aðgengilegur upplýsingavefur um hjartasjúkdóma Vegvísir um hjartað  Björn Ófeigsson fæddist árið 1966 og ólst upp á Hvanneyri. Hann starfaði á árunum 1990 til 2000 við sölu og markaðs- mál hjá Brunnum hf. þar sem hann var stjórnar- meðlimur. Árin 2000-2003 var Björn tryggingamiðlari hjá Ísvá en frá 2003 hefur hann ekki verið frá vinnu vegna hjartaveikinda en einkum unnið að gerð og umsjón Hjarta.net eins og heilsa hefur leyft. Unnusta Björns er Mjöll Jónsdóttir og eiga þau tvo syni. Félagsstarf Gallerí Fold | Í neðri hliðarsal er sýning á verkum eftir Harald Bilson. Þetta er önnur sýning Bilsons á þessu ári en sýningu hans í Albermarle-galleríinu í London er nýlokið. Verkin á þessari sýningu eru máluð á þessu ári. Sýningin stendur til 2. september. ÞRJÁTÍU ár eru síðan bandaríski söngvarinn Elvis Presley dó og þess hefur verið minnst víða um heim undan- farna vikuna. Þessir ungu herra- menn tóku þátt í Elvis-eftirhermu- keppni í Manila á Filippseyjum í gær. Ekki fylgdi sögunni hver þeirra stóð uppi sem sigurvegari en ljóst er að þeir höfðu allir eitthvað til brunns að bera. Ungir Elvisar dansa Reuters MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Hægt er að hringja í síma 569- 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.