Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ É g kem alls staðar að lokuðum dyrum. Mér er tjáð að staða mín sé svo flókin að það sé ekkert hægt að gera fyrir mig. Ég skil ekki af hverju þetta þarf að vera svona.“ Þetta seg- ir hálffertug kona frá Venesúela sem smyglað var hingað til lands í fraktflugvél seint á síðasta ári af þá- verandi íslenskum unnusta sínum sem er flugstjóri hjá íslensku flug- félagi. Konan féllst á að segja Morg- unblaðinu sögu sína, en óskaði nafn- leyndar og því skulum við í þessu viðtali nefna hana Söru. „Við kynntumst á upphafsmán- uðum ársins 2006 þar sem við vorum að fljúga saman,“ segir Sara sem á þeim tíma vann sem flugfreyja hjá flugfélagi í heimalandi sínu. Segir hún flugstjórann ávallt hafa komið afar vel fyrir og fljótlega hafi þau tekið upp ástarsamband. Segir hún hann hafa hvatt sig til þess að segja upp starfi sínu hjá venesúelska flug- félaginu og ráða sig í staðinn hjá sama flugfyrirtæki og hann þar sem þar byðust henni betri starfskjör, sem hún og gerði. „Ég var ástfangin og fannst ég hafa himin höndum tekið,“ segir Sara og tekur fram að þegar þau hafi ekki verið að fljúga saman vegna vinnunnar hafi hann flogið út til Venesúela og heimsótt hana mjög reglulega. „Þegar í maímánuði sama ár stakk hann upp á því að ég kæmi með honum til Íslands með það að markmiði að setjast þar að í því skyni að stofna saman heimili. Mér fannst hlutirnir ganga fremur hratt og tjáði honum að ég vildi bíða að- eins og láta reyna meira á sam- bandið,“ segir Sara, en bætir síðan við: „Hver verður ekki upp með sér þegar maður hittir mann sem flýgur reglulega heimshorna á milli til þess að geta verið með manni? Hann sagðist geta boðið mér betra líf á Ís- landi og ég sá það í hyllingum,“ seg- ir Sara og tekur fram að lífsskilyrðin í heimalandi hennar séu afar kröpp, atvinnuleysi gríðarlega mikið og sömuleiðis glæpatíðnin. Hélt hún væri komin inn í kerfið Nokkrum mánuðum seinna, eða í september, féllst Sara á að fylgja ástinni til Íslands. „Ég sagði því upp vinnunni minni, seldi allar eigur mínar og brenndi þannig allar brýr að baki mér í heimalandi mínu og á því ekki að neinu að hverfa. Hann hafði keypt handa mér flugmiða og ég flaug frá Caracas til New York þar sem hann tók á móti mér,“ segir Sara og sýnir blaðamanni máli sínu til stuðnings annars vegar stimplana í passa sínum og flugmiðann frá New York til Keflavíkur. Sá flug- miði hefur hins vegar aldrei verið notaður og útskýrir Sara að ástæð- an sé sú að þegar til New York var komið hafi maðurinn lagt til að hún sæti í flugstjórnarklefanum á frakt- flugvél sem hann var vinnu sinnar vegna að fljúga frá New York til Keflavíkur. „Ég féllst á það enda vön að fljúga með þeim hætti innanlands í Vene- súela vegna starfs míns sem flug- freyja,“ segir Sara og tekur fram að auk hennar og flugstjórans hafi ver- ið þrjár aðrar manneskjur í flug- stjórnarklefanum á leiðinni til Ís- lands, þ.e. flugmaður og tveir farþegar. Aðspurð segist Sara ekki vita hvort flugstjórinn hafi skráð hana á farþegalista vélarinnar eða gefið réttar upplýsingar um far- þegafjölda til flugturnsins e reglur kveða á um. „Ég þekki reglurnar og v íbúar frá Venesúela geta fe Schengen-svæðisins án veg áritunar og mega dvelja me um hætti í viðkomandi land ferðamaður í þrjá mánuði. Þ komum til Keflavíkur lagði áherslu á að ég vildi fara í g vegabréfsskoðunina til þess verða skráð með lögmætum inn í landið. Hann tjáði mér væri óþarfi og ég treysti þv þekkti reglurnar hérlendis ég,“ segir Sara sem í framh fylgdi manni sínum og öðru armeðlimum í gegnum star mannaútgang með allan þe angur. Að sögn Söru fór maðuri hana daginn eftir á Hagstof lands þar sem hann sótti um lenska kennitölu fyrir hana með hélt ég að ég væri kom kerfið,“ segir Sara. Aðspur hún manninn sinn ekki hafa dvalar- eða makaleyfi til ha enda hafi þau snemma farið hjónaband og hann tjáð hen með væri málið klappað og „Gerði allt til að Ungri konu frá Venesúela í Suður-Ameríku var á síðasta ári smyglað hingað til lands í frakt- flugvél af þáverandi íslenskum unnusta sínum sem er flugstjóri. Sambandi þeirra lauk nokkr- um mánuðum seinna þegar hann réðst á hana með barsmíðum. Í samtali við Silju Björk Huldudóttur segist konan vonast til þess að geta dvalist áfram hérlendis, enda hafi hún ekki að neinu að hverfa í heimalandi sínu. Kærður Sara kærði líkam FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Við skoðun þessa máls væri hægt aðhorfa á þetta sem mansal,“ segir PaolaCardenas, verkefnisstjóri hjá Rauðakrossi Íslands, og vísar þar til að- stæðna Söru. Að sögn Paolu var Söru leiðbeint af vinafólki að leita til Rauða kross Íslands fyrir nokkrum vikum og síðan hefur mál hennar verið inni á borði hjá RKÍ. „Við erum að skoða þessi mál hér á landi og það er ýmislegt sem bendir til þess að þetta mál sé ekki einsdæmi,“ segir Paola. Að hennar mati vantar tilfinnanlega hér á landi einhvers konar úrræði eða þjónustu fyrir konur sem lenda í sömu sporum og Sara, þ.e. fyrir konur sem hvergi eru skráðar og standa þar með utan við félagslega kerfið og eiga því ekki rétt á neinum félagslegum úrræðum. Vísar Paola þar til þess að tryggja þurfi konum í þess- um sporum húsaskjól, mat, sálfræði- og lög- fræðiaðstoð. Segir hún Íslendinga geta lært af nágrannaþjóðum varðandi þessi mál, því víða er- lendis vinni þeir aðilar sem að svona málum koma mun nánar saman undir þessum kring- umstæðum. Í tengslum við mál Söru vaknar eðlilega sú spurning hversu auðvelt sé að koma manneskju ólöglega til Íslands með sama hætti og gert var í tilfelli Söru, þegar henni var smyglað með fragt- flugvél til landsins. Hjá landamæraeftirliti lög- reglunnar á Suðurnesjum fengust þær upplýs- ingar að áhafnir flugvéla sem fljúga til landa utan Schengen-svæðisins þurfi við komuna til landsins að framvísa áhafnarskírteini sínu og hafa vegabréf sín meðferðis og vera tilbúin að framvísa þeim sé þess óskað, en aðeins er tekið tilviljunarbundið úrtak til skoðunar. Eftirlitið á ábyrgð flugstjóra Eftir því sem blaðamaður kemst næst þá þarf einstaklingur sem ferðast sem farþegi með áhöfn fragtflugvélar frá Íslandi að hafa brottfar- arspjald, sem gefið er út af viðkomandi flug- félagi, sem sýna þarf við vopnaleit til að komast inn í flugstöðina, auk þess sem einstaklingurinn þarf að vera skráður í farþegaskrá viðkomandi flugfars. Í þeim tilvikum sem einstaklingur kem- ur sem farþegi með fragtflugvél frá ríki utan Schengen-svæðis þá sé það á ábyrgð flugstjóra að koma viðkomandi í landamæraeftirlit, sé um erlendan ríkisborgara að ræða sem eigi uppruna sinn frá ríki utan Schengen. Samkvæmt upplýs- ingum blaðamanns kannar landamæraeftirlitið ekki farþegalista íslenskra fragtflugvéla ef far- þegar eru í fylgd flugstjóra og ekki er farið fram á k i b u s s m u f i Smyglað til lands- ins í fragtflugvél Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ORÐ Í TÍMA TÖLUÐ Erlendur Magnússon banka-maður skrifaði grein hér íMorgunblaðið í gær, sem eru orð í tíma töluð um kjör fólks í umönn- unarstörfum. Í grein sinni segir Erlendur Magn- ússon: „Það verður að bæta launakjör fólks, sem vinnur umönnunarstörf til þess að laða fólk til þessara starfa. Jafnvel fólk með verulegan áhuga á slíkum störfum fer annað í dag vegna þeirra launakjara, sem eru í boði. Jafnframt þarf að leysa ramma kjara- samninga svo hægt verði að umbuna starfsmönnum eftir hæfni og álagi eins og formaður leikskólaráðs Reykjavíkur hefur lagt til.“ Þetta er rétt. Hvernig í ósköpunum getum við búizt við að fólk fáist til þessara starfa ef launakjörin eru svo skammarleg að það er varla hægt að nefna þau? Síðan segir Erlendur Magnússon: „Það er óþolandi hversu þjónustu- stigi við umönnun barna, aldraðra og fatlaðra hefur hrakað vegna skorts á fólki til þess að vinna við umönnunar- störf. Þessi skortur á þjónustu kemur einnig niður á aðstandendum þeirra, sem á þjónustunni þurfa að halda og vinnuveitendum aðstandenda. Það er því ekki aðeins að þjónustan sé slök heldur fylgir þessu verulegur kostn- aður út um allt samfélagið. Það er með ólíkindum hversu illa er farið með al- mannafé með þessari láglaunastefnu.“ Þetta er líka rétt. Í stað þess að þessi þjónusta fari batnandi frá ári til árs eins og ætti að vera fer henni hrak- andi frá ári til árs af þeim ástæðum, sem Erlendur nefnir. Þegar rætt er um mikilvægi þess að hækka launakjör einstakra stétta eins og í þessu tilviki umönnunarstétta heyrist gjarnan sú röksemd, að það sé ekki hægt vegna þess að aðrir fylgi á eftir. Erlendur Magnússon fjallar um þessa athugasemd og segir: „Í fyrsta lagi eru launataxtar kjara- samninga á engan hátt allsráðandi um almenn launakjör í landinu; launa- greiðslur utan opinbera geirans ráð- ast fyrst og fremst af framboði og eft- irspurn og laun almennra launþega hafa því tekið breytingum í samræmi við það, fremur en ákvæðum kjara- samninga. Það sýndi sig bezt, þegar Reykjavíkurborg hækkaði laun starfs- fólks á leikskólum í byrjun árs 2006 að slíkt hafði óveruleg áhrif á laun á al- mennum markaði.“ Hvert orð, sem Erlendur Magnús- son segir í þessari grein, er rétt. Við veltumst um í ríkidæmi en þykjumst ekki hafa efni á því, að borga því fólki, sem vill vinna svokölluð umönnunar- störf, mannsæmandi laun. Þetta snýst ekki um peninga. Þetta snýst um breytt hugarfar. Þetta snýst um það að við sýnum í verki vilja okkar til að hlúa að elztu þjóðfélagsþegnunum, fötluðum og börnum með sérþarfir. Það er kominn tími til að bretta upp ermar og láta verkin tala svo um mun- ar. MENNINGARLEG MENNINGARNÓTT Svo virðist, sem tekizt hafi að haldaMenningarnótt í Reykjavík með menningarbrag að þessu sinni og það er fagnaðarefni. Spyrja má hvers vegna nú hafi tekizt betur til en stundum áður og svarið virðist nokk- uð augljóst; að bæði lögregla og aðrir hafi vandað undirbúning og tekið mið af fyrri reynslu. Í sjálfu sér er gott til þess að vita, að Íslendingar geti hald- ið slíkar fjöldasamkomur án þess að verða sjálfum sér og öðrum til skammar. Nóttin var tiltölulega róleg á bráða- og slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Dæmin eru svo mörg um fjölda- samkomur á seinni árum, sem hafa farið úr böndum, að þeir eru áreið- anlega margir, sem hafa velt því fyrir sér hvort nokkurt vit væri í að stefna stórum hópum fólks saman á einn stað. Fengin reynsla sýndi, að það væri einfaldlega ekki hægt án þess að mikil ölvun væri, slagsmál, nauðganir o.fl. Fjöldasamkomur á þessu sumri benda til annars. Þær benda til þess að ef rétt er á haldið sé hægt að safna fólki saman á þann veg, að sæmilegur sómi sé að. Bæjaryfirvöld á Akureyri sýndu mikla röggsemi og kjark um verzl- unarmannahelgina og komu þannig í veg fyrir, að sama fyllirísástandið ríkti á Akureyri og verið hefur síð- ustu árin. Vestmannaeyingar virðast hafa náð nokkuð góðum tökum á þjóðhátíðum sínum og nú hefur verið sýnt fram á, að þetta er hægt í Reykjavík. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur greinilega lagt mikla áherzlu á að sýna hvers hún væri megnug enda var lögreglustjórinn, Stefán Eiríksson, sjálfur á vakt þessa nótt. Það er gott til þess að vita, að þetta er hægt en þar með er ekki sagt að það sé óhætt að slaka á. Þvert á móti bendir allt til þess að þetta sé ein- ungis hægt með mjög sterku aðhaldi hverju sinni. Það væri mikill sigur unninn ef hægt væri að tryggja friðsamlegar og menningarlegar fjöldasamkomur á Íslandi. Það er nokkuð ljóst, að fólk hefur mikinn áhuga á að sækja slíkar samkomur. Auðvitað er ánægjulegt fyrir fólk að koma saman með þessum hætti, svo fremi sem það leiðir ekki til al- mennrar ölvunar og skrílsláta. Töluverðar umræður að undan- förnu um ástandið í miðborginni um helgar hafa áreiðanlega átt þátt í að fólk leitaðist við að haga sér skikk- anlega á menningarnótt. Grein Stefáns Eiríkssonar lög- reglustjóra hér í Morgunblaðinu sl. mánudag vakti líka miklar umræður, sem hafa hjálpað til. Skipulegar um- ræður um mál af þessu tagi hafa áreiðanlega áhrif. Það ber að óska skipuleggjendum Menningarnætur til hamingju. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.