Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
JÆJA! BARA FIMM
MÍNÚTUR Í
VIÐBÓT....
SCHROEDER
KEMUR EKKI Á
ÆFINGU...
HANN ER AÐ
SPILA Á PÍANÓ
HVAÐ Á ÞAÐ AÐ ÞÝÐA?
ÞAÐ ER ALLTAF EITTHVAÐ!
STUNDUM VELTI ÉG ÞVÍ
FYRIR MÉR HVORT HONUM
FINNIST SKEMMTILEGRA...
HAFNABOLTI EÐA PÍANÓIÐ...
ÞAÐ ER SATT... ÉG ER FAS-
TUR MILLI TVEGGJA HEIMA!
SPIFF ER
SLOPPINN!
FÓR
KALVIN UPP
Í SKÓLA-
BÍLINN?
ÉG SÁ ÞAÐ
EKKI... NÚ?
ÞAÐ STÖKK EINHVER
FYRIR AFTAN ÞENNAN
RUNNA... ER ÞETTA
EKKI KALVIN?
GEIMVERURNAR HAFA
KOMIÐ AUGA Á SPIFF...
HANN DRÍFUR SIG AÐ TAKA
FRAM ELDFLAUGARPOKANN
SINN OG ER TILBÚINN
AÐ FLÝJA
ÞAÐ SEGJA ALLIR
AÐ ÉG GERI ALDREI
NEITT RÉTT...
HVERJIR?
ÓVINIR ÞÍNIR?
NEI...
BÖRNIN MÍN
AF HVERJU
SKIPTIR
SJÓNVARPIÐ
ALLTAF
SJÁLFT YFIR
Á ANIMAL
PLANET?
ÉG HEF VERIÐ AÐ SPÁ HVORT ÉG
ÆTTI EKKI AÐ VINNA
HEIMA
ÉG GÆTI
HITT FÓLK
INNI Á
SKRIFSTOFU
OG ÞAÐ
ER ENGIN
LEIGA
EN ÞÁ
ER EKKERT
SEM
AÐSKILUR
VINNUNA
ÞÍNA OG
HEIMILIÐ...
MIG
HEFUR LENGI
DREYMT UM
ÞETTA
MIG LÍKA...
EN ÞEIR DRAUMAR
HAFA VERIÐ
MARTRAÐIR
AF HVERJU
ERT ÞÚ
AÐ BERJA
VEGGINN?
ÉG VAR
SLÖKKVILIÐS-
MAÐUR...
ÉG ER VISS UM
AÐ ÞAÐ SÉU
VATNSLEIÐSLUR
FYRIR AFTAN HANN
ÉG VERÐ AÐ
KOMAST AÐ
ÞEIM...
ÁÐUR EN ELDURINN
KEMST AÐ OKKUR
dagbók|velvakandi
Áfram UMFÍ
ÉG FÓR í fyrsta skipti á unglinga-
landsmót UMFÍ sem var haldið á
Höfn nú um verslunarmannahelgina
þar sem 12 ára sonur okkar hjóna
var að keppa. Mig langar að koma á
framfæri þökkum til allra sem að
þessu móti stóðu sem tókst frábær-
lega vel (að mínu mati) í alla staði og
var hin besta fjölskylduskemmtun.
Allt gekk svo vel upp, hreinlætis- og
snyrtiaðstaða var frábær og frá
morgni til kvölds sá maður fjöldann
allan af sjálfboðaliðum út um allan
bæ að sinna því sem þurfti til að
þetta tækist svona vel eins og raun
bar vitni. Auðvitað mótuðu gestir
landsmótsins líka þessa góðu
stemmingu og skemmtun og aldrei
sá ég þarna vín á nokkrum manni.
Gaman var að vera með barnið sitt í
þannig umhverfi.
Við fjölskyldan skemmtum okkur
rosalega vel og verðum örugglega í
Þorlákshöfn að ári.
Ánægð móðir íþróttaálfs.
Útburður Reykjavíkurborgar
Á FORSÍÐU DV þann 16. ágúst
stóð stórum stöfum að gamall og fá-
tækur maður eigi hvergi heima. Á
bls. 2 stóð: „Öldungi kastað á dyr
vegna skulda“. Gamli maðurinn átti
ekki fyrir húsaleigunni. Hann bjó í
þjónustuíbúð á vegum Reykjavíkur-
borgar sem ætluð er fyrir fólk sem
þarf stuðning og aðstoð og Félags-
bústaðir rukka leiguna. Gamli mað-
urinn náði ekki endum saman á sín-
um lága lífeyri. Sagt var að þessi
maður hefði ekki verið til vandræða
og allir báru honum gott orð. En
samt skal þessi maður vera á göt-
unni.
Þetta er ekkert nýtt. Síðastliðin ár
hefur fjölda fólks verið vísað á dyr
hjá Félagsbústöðum hafi það ekki
getað borgað leiguna af einhverjum
ástæðum. R-listinn sálugi byrjaði á
þessu og nú er Sjálfstæðisflokkurinn
við völd og þótt frambjóðendur hafi
lofað öllu fögru í kosningunum 2006
hefur ekki mikið breyst. Mér finnst
þetta vera smánarblettur á Reykja-
víkurborg að standa í slíku því að
leigjendur félagsbústaða er fólk sem
býr við mjög kröpp kjör. Að bera
fólk út vegna fátæktar er ómannúð-
leg aðferð og ætti ekki að eiga sér
stað í þessu moldríka samfélagi okk-
ar.
Samtök gegn fátækt skora á borg-
arstjóra, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson,
og borgarfulltrúa að beita sér í
þessu málum. Að lokum vil ég minna
Reykjavíkurborg á skyldur sína;
samkvæmt lögum ber borgin ábyrgð
á velferð þessa fólks. Fyrir hönd
samtaka gegn fátækt,
Sigrún Reynisdóttir.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
FÉLAGARNIR Börkur og Höskuldur trimma við Nauthólsvík. Þótt Reykja-
víkurmaraþon sé afstaðið slá hörðustu hlauparar ekki slöku við í skokki.
Morgunblaðið/Ómar
Skemmtileg heilsubót
Útsala
20 - 70 % afsl.
Skútuvogi 4 - sími: 525 0800
Baðker
Hreinlætistæki
Sturtuklefar
Blöndunartæki
Baðinnréttingar ofl.
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100