Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bjóðum nú síðustu sætin til Mallorca í ágúst á ótrúlegu tilboði. Bjóð-
um einstök kjör á gistingu á nokkrum af okkar vinsælustu gististöð-
um, Las Gaviotas eða Alcudia Pins í Alcudia. Góðar íbúðir á frábær-
um sumarleyfisstað sem bjóða frábæran aðbúnað í sumarfríinu.
Njóttu lífsins á Mallorca við góðan aðbúnað.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Mallorca
Sértilboð 24. og 31. ágúst
frá kr. 29.990
Góð gisting - aðeins örfáar íbúðir
Verð kr. 29.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í
íbúð á Las Gaviotas eða Alcudia Pins í viku.
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Las Gaviotas
eða Alcudia Pins í viku.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
STEFÁN Eiríksson, lögreglustjóri
í Reykjavík, var við störf í mið-
borginni á Menningarnótt í svo-
kölluðum gönguhópi lögreglu-
manna. Hann stóð vaktina frá því
klukkan tvö um daginn og fór heim
um leið og síðustu hátíðargestir
um morguninn. Þó að Menningar-
nótt hafi farið friðsamlegar fram
en oft áður og engar stórfelldar
líkamsárásir eða slys komið upp,
þurfti að sinna ýmsum málum í
miðbænum aðfaranótt sunnudags.
„Við vorum að sinna öllum lög-
gæsluverkefnum sem komu upp,
það var töluvert mikið um ölvun og
eitthvað um slagsmál og pústra og
annað í þeim dúr. Svo var líka
nokkuð um skemmdarverk,“ sagði
Stefán.
Gönguhóparnir reyndust vel
„Þessir gönguhópar hafa fyrir
löngu sannað gildi sitt, þeir skipta
miklu máli þegar svona margir
gestir eru í miðborginni. Þegar við
höfum burði til þess að skipuleggja
starfið með þessum hætti þá skilar
það góðum árangri. Það gerir hins
vegar okkar starf aðeins erfiðara
að það er mikið rusl á götum
borgarinnar og mikið af gler-
brotum og brotnum flöskum, sem
skapar ákveðið hættuástand. En
þetta fór allt stórslysalaust fram,“
sagði Stefán.
Til greina kemur að gönguhópar
verði notaðir í auknum mæli um
helgar. „Við erum að skoða það
núna hvernig við getum eflt lög-
gæsluna um helgar, en ég held að
það eitt og sér dugi ekki til þess að
ná góðum tökum á þeim vanda sem
við er að etja, það er alveg klárt.
Við munum ekki láta okkar eftir
liggja í þeim efnum, en það þurfa
fleiri að koma að því verki.“
Stefán er mjög ánægður með
skipulag löggæslunnar á nýliðinni
Menningarnótt og segir starfið
hafa gengið snurðulaust fyrir sig.
„Þetta gekk mjög vel, skipulagið
gekk fullkomlega upp. Okkar við-
búnaður var alveg í samræmi við
umfang verkefnisins. Það má
þakka bæði góðum undirbúningi og
góðri samvinnu þeirra sem stóðu
að þessu,“ sagði Stefán.
Friðsæl Menningarnótt
Þetta var fyrsta Menningarnótt-
in síðan Stefán tók við starfi lög-
reglustjóra. „Það segja mér reynd-
ari menn að þetta hafi gengið mjög
vel núna, umfangið hafi verið svip-
að en fólk hafi almennt verið ró-
legra.“
Á slysadeild höfðu menn sömu
sögu að segja, þó að nokkrir hafi
sótt sér læknishjálp vegna slags-
mála og smáslysa. Að sögn Ólafs
Ingimarssonar læknis var mun ró-
legra á slysadeildinni á menning-
arnótt nú en verið hefur síðustu ár.
„Þetta var bara svona eins og á
venjulegri helgi, ekki mikið meira
en það. Í fyrra var miklu meira að
gera og meiri læti og hamagangur.
Þetta virðist hafa farið nokkuð
prúðmannlega fram. Það kom okk-
ur eiginlega á óvart.“
Morgunblaðið/Júlíus
Löggæsla Stefán Eiríksson lögreglustjóri ræðir við unga Reykvíkinga á rölti sínu um miðbæinn á Menningarnótt.
„Gönguhópar hafa fyrir
löngu sannað gildi sitt“
Lögreglustjórinn stóð vaktina á Mennningarnótt
Í HNOTSKURN
»Menningarnótt var fyrsthaldin í Reykjavík árið
1996 í tilefni af 210 ára afmæli
borgarinnar. Hátíðin í ár var
því sú tólfta í röðinni.
»Undanfarin ár hefur ölvunog óspektir sett mark sitt á
hátíðina, sérstaklega árið
2005. Þá var mikið um ung-
lingadrykkju í miðbænum. Í
fyrra komu upp hugmyndir
um að færa hátíðina yfir á
sunnudag til þess að minnka
vandræði vegna ölvunar.
TRÉ ársins var valið á aðalfundi Skógræktarfélags Ís-
lands um helgina. Að þessu sinni varð 13 metra hátt og
rúmlega hundrað ára gamalt furutré fyrir valinu.
Þór Þorfinnsson skógarvörður á Hallormsstað segir
tréð geysilega fallegt. „Þetta er lindifura sem er í trjá-
safninu í mörkinni. Það var danskur skógfræðingur,
Christian Flensborg, sem sáði henni. Hann vann að til-
raunum í skógrækt og árið 1906 sáði hann lindifuru-
fræi í mörkinni. Mikið af því misfórst, en samt komust
upp 87 tré af þessari tegund sem eru nú hérna í safn-
inu,“ sagði Þór.
Þetta var 72. aðalfundur Skógræktarfélagsins. Ný
stjórn var kjörin á fundinum og tóku tveir nýir
stjórnarmenn sæti, þau Aðalsteinn Siggeirsson og Jón-
ína Stefánsdóttir. Magnús Gunnarsson var kjörinn for-
maður, en Magnús Jóhannesson fráfarandi formaður
ákvað að gefa ekki kost á sér í stjórn í þetta sinn.
Ný stefna til næstu níu ára var samþykkt á fundinum.
Þar segir meðal annars: „Félagið vill leggja sitt af
mörkum til þess að sporna við loftslagsbreytingum með
aukinni skógrækt og bindingu kolefnis í gróðri. Hér á
landi eru einstakir möguleikar á að stórauka skógar-
þekju og endurheimta landgæði en liður í því var stofn-
un Kolviðar.“ Félagið minnir líka á hlutverk skógrækt-
ar í almennum lífsgæðum landsmanna, sérstaklega í
þéttbýli, þar sem trjágróður skýlir íbúum fyrir vindum
og hávaða og ver þá fyrir svifryksmengun. Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
101 árs gömul fura
valin tré ársins
FRAMKVÆMDIR við 50 lóða iðn-
aðar- og þjónustukjarna Iceland
Motopark í nágrenni Reykjanes-
bæjar eru hafnar. Tólf aðilar hafa
þegar tryggt sér lóð á svæðinu auk
þess sem samningaviðræður um
rekstur verslunarmiðstöðvar og
eru langt á veg komnar.
Gert er ráð fyrir léttum iðnaði,
verslun og þjónustu á svæðinu, en
lóðirnar eru staðsettar á milli
Reykjanesbrautar og ökugerðis
Iceland Motopark, sem opnað
verður í byrjun næsta árs. Í fyrsta
áfanga stendur einnig til að byggja
mjög fullkomna go-kart braut,
ásamt þjónustubyggingu sem hýsa
mun kennslustofur, aðstöðu fyrir
ökukennara o.fl.
Úthlutun lóðanna er hluti af
fyrsta áfanga Iceland Motopark,
en í öðrum og þriðja áfanga stend-
ur m.a. til að reisa fjölnota akst-
ursíþróttabraut og allt að 2.000
íbúða íbúðarhúsabyggð. Fram-
kvæmdir við næstu áfanga hefjast
næsta sumar ef allt gengur að ósk-
um.
Úthlutun að hefjast
HÖNNUN eldsneytislagnar milli
Helguvíkur og Flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar er lokið og undirbúningur
framkvæmda hafinn. Lögnin mun
flytja flugvélaeldsneyti á milli svæð-
anna og búast má við því að hún
verði tekin í gagnið árið 2008.
Frá því í janúar hafa N1 og Olís
flutt alla flugvélasteinolíu til birgða-
stöðvarinnar í Helguvík í stað þess
að ferja hana á milli Örfiriseyjar í
Reykjavík og flugvallarins, en þegar
samningar um eldsneytiskaup á milli
Icelandair og N1 náðust í fyrra lagði
olíufélagið þunga áherslu á að það
fengi svæðið við Helguvík til notk-
unar. Í Helguvík byggðu Banda-
ríkjamenn sex risastóra birgðatanka
á sínum tíma og þrír þeirra eru í dag
notaðir undir geymslu flugvélaelds-
neytis. Olían er síðan ferjuð með ol-
íuflutningabílum frá Helguvík í
birgðatanka olíufélaganna við flug-
stöðina, um 1,5 kílómetra leið, en
með tilkomu leiðslu á milli Helguvík-
ur og Keflavíkurflugvallar verður
allur slíkur akstur óþarfur.
Leiðslan verður kostuð með lítra-
gjaldi af allri olíu sem rennur í gegn-
um hana og er hún hluti af innviðum
Keflavíkurflugvallar. Um tíma var
óvíst hver ætti að kosta framkvæmd-
ir við leiðsluna, enda eru mannvirkin
á varnarsvæðinu í umsjá utanríkis-
ráðuneytisins, flugstöðin sér hluta-
félag og flugmálayfirvöld á Keflavík-
urflugvelli hafa umsjón með
flughlaðinu.
Morgunblaðið/RAX
Fyllt á Flugvélaolíuleiðslan mun eflaust spara mönnum sporin.
Eldsneytislögn
tilbúin næsta vor
Flytur olíu milli Helguvíkur og FLE