Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 40
Sigurvegari Salóme Gísladóttir sigraði í ljósmynda- samkeppni meðal unglinga í vinnuskólunum. SALÓME Gísladóttir, sextán ára áhugaljósmyndari, sigr- aði ljósmyndakeppni sem félagsmálaráðuneytið efndi til í vinnuskólum landsins í sumar. Krakkarnir voru hvattir til þess að fanga fjölbreytileikann í myndefni sínu, en keppn- in var haldin í tilefni Evrópuársins 2007, sem hefur verið útnefnt ár jafnra tækifæra. Sýning á bestu myndunum var opnuð í Norræna húsinu í gær. Salóme segist gera mikið af því að taka myndir og getur vel hugsað sér að leggja ljósmyndun fyrir sig í framtíðinni. Verðlaunin í keppninni voru meðal annars úttekt í versl- uninni Hans Petersen og Salóme hefur ákveðið að nota hana til þess að festa kaup á nýrri og betri myndavél. Ljósmyndakeppni meðal unglinga í vinnuskólum Fjölbreytileik- inn fangaður Morgunblaðið/Kristinn Ljósmynd/Salóme Gísladóttir MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 232. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Konu smyglað til lands- ins í fragtflugvél  Flugmaður hjá íslensku flugfélagi smyglaði unnustu sinni, sem er frá Venesúela, til landsins í fragtflugvél. Hún sleit sambandi við hann eftir að hafa mátt þola ofbeldi af hans hálfu. Lagaleg staða hennar á Íslandi er óviss og bíður hún úrlausnar yf- irvalda á máli sínu. » Forsíða Verkfræðingar kjósa  Félagar í Lífeyrissjóði verkfræð- inga greiða um það atkvæði í byrjun næsta mánaðar hvort breyting á lög- um sem felur í sér aukin réttindi eldri sjóðsfélaga skuli standa. » 2 Eitraðir skartgripir  Breska leikfangakeðjan Hamleys, sem er í eigu Baugs, hefur þurft að hætta sölu á leikfangaskartgripum eftir að í ljós kom að þeir innihéldu nægt magn blýs til þess að valda heilaskaða og jafnvel dauða hjá börnum. » 11 Dean á leið til Mexíkó  Fellibylurinn Dean stefnir nú hraðbyri til Mexíkó eftir að hafa valdið talsverðum usla í Karíbahaf- inu og orðið sex manns að bana. Dean kom að landi í Jamaíku í gær- kvöld, en erfiðlega gekk að koma fólki í öruggt skjól. » 14 SKOÐANIR» Staksteinar: Hið indæla stríð Forystugreinar: Orð í tíma töluð Menningarleg Menningarnótt Ljósvaki: Fjarstýrðar freistingar UMRÆÐAN» Fasteignaskattar hækkaðir á lágtekjufólki í Garðabæ Frjáls félagasamtök í Rvík … Hækkanir skipafélaganna Leiga á lóð Þolinmæði þrautir vinnur allar Grímseyjarferjan hans Gústa Berjasumarið mikla FASTEIGNIR » Heitast 16°C | Kaldast 10°C  Hægviðri og bjart með köflum, en sunnan 5-10 metrar á sekúndu og þykknar upp vest- anlands síðdegis. » 10 Flugan flögraði víða um á Menning- arnótt. Hún kíkti einnig í afmæli Kringlunnar, sér þvert um geð. » 32 FÓLK» Flugan á ferð og flugi FÓLK» Við könnumst flest við Spencer Elden. » 37 Serbneska sígauna- sveitin KAL ætlar að leika fjöruga tón- list fyrir Íslendinga í annað sinn í næsta mánuði. » 37 TÓNLIST» Stuð á Nasa í haust KVIKMYNDIR» Fyndin mynd á Bíódög- um Græna ljóssins. » 35 KVIKMYNDIR» Ratatouille er ein fyndn- asta mynd ársins. » 34 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Barinn fyrir afskipti af … 2. Síðustu gestir Menningarnætur … 3. Tryggvi tryggði FH stig gegn … 4. Drukkinn skipstjóri færður til … LEIKFÖNG sem byggjast á norrænni goðafræði voru efni viðskipta- áætlunar sem hlaut Frum- kvöðlaverðlaun dr. Guðfinnu S. Bjarnadóttur þegar þau voru veitt í fyrsta sinn við skóla- setningu Há- skólans í Reykjavík á föstudaginn. Áætlunin var samstarfsverkefni nemenda úr viðskipta-, verkfræði- og lagadeild. Ekki er enn ljóst hvort þessi verðlaunahugmynd verður að veruleika, enda eru höfundar hennar margir hverjir enn í námi. Samkvæmt áætluninni yrðu dúkk- ur framleiddar í líki norrænna goða og annarra persóna úr goðafræðinni, líkt og gert hefur verið með vinsælar persónur úr kvikmyndunum þremur eftir Hringadróttinssögu. Fyrst yrði lagt upp með goðin Freyju, Þór og Loka, auk leik- fangahestsins Sleipnis. Gert er ráð fyrir því að í fyrstu myndu íslensk börn og erlendir ferðamenn vera helstu kaupendur leikfanganna, en síðan yrði lagt í víking og dúkkunum komið á markað erlendis. Dúkkur í líki Loka og Þórs Tillaga að útliti Þórsdúkkunnar. VETRARDAGSKRÁ sjónvarps- stöðvanna liggur nú að mestu fyrir og þar kennir að vanda ýmissa grasa. Fjöldi nýrra íslenskra þátta hefur göngu sína, bæði leikið efni, spjallþættir, raunveruleikaþættir, barnaefni og spurningaþættir. Í Sjónvarpinu reyna landshlutar með sér í spurningaþætti sem og framhaldsskólanemar í Gettu betur. Auk þess velja landsmenn nýtt Evróvisjónlag úr lögum níu þekktra lagasmiða. Stöð 2 tekur til sýninga tvo nýja leikna íslenska sjónvarpsþætti, ann- an með gamansömu ívafi, hinn er spennuþáttur. Einnig mun Bubbi Morthens ferðast um landið og leita að nýrri rokkstjörnu Íslands. | 33 Innlend dag- skrárgerð efld Næturvakt Jón Gnarr, Pétur Jóhann og Jörundur grínast á Stöð 2 í vetur. PÁLMI Haraldsson fjárfestir og Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformað- ur Baugs, eru samkvæmt heimildum Morgunblaðsins í viðræðum um kaup á stórum hlut í enska knattspyrnu- félaginu Newcastle United, en New- castle er nú í eigu Englendingsins Mike Ashley, sem eignaðist 90 pró- senta hlut í félaginu í lok júní á þessu ári. Eignist Íslendingarnir ráðandi hlut verður Newcastle þar með annað enska úrvalsdeildarfélagið í eigu Ís- lendinga, því fyrir eiga þeir Björgólf- ur Guðmundsson og Eggert Magnús- son ráðandi hlut í Lundúnaliðinu West Ham. Newcastle, sem leikur heimaleiki sína á St. James Park í Newcastle- borg, er eitt sögufrægasta félag Bret- landseyja og hefur farið ágætlega af stað á nýhöfnu leiktímabili. Stjörnum prýtt lið Frá stofnun Newcastle árið 1892 hefur liðið unnið fjóra Englands- meistaratitla og sex bikarmeistara- titla, auk þess að vinna „Borgakeppni Evrópu“, keppni sem síðar varð að UEFA-bikarnum, árið 1969. Í fyrra varð liðið svo Intertoto-meistari. Knattspyrnustjórinn Sam Allar- dyce, sem áður stýrði liði Bolton, tók við stjórn Newcastle í sumar. Hann hefur fengið til sín fjölda leikmanna og þar á meðal eru Alan Smith, fyrr- um leikmaður Manchester United, Joey Barton, sem kom frá Manchest- er City, Mark Viduka sem kom frá Middlesbrough, og hinn nýskipaði fyrirliði Geremi frá Chelsea. Fyrir eru í liðinu stórstjörnur á borð við enska landsliðsmanninn Michael Owen og hinn nígeríska Oba- femi Martins. Vilja kaupa Newcastle Fjárfestarnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson hyggjast festa kaup á enska úrvalsdeildarliðinu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.