Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 27 ✝ GuðbjörgMagnea Jóns- dóttir (Magga) lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli, föstu- daginn 10. ágúst síðastliðinn. Magn- ea fæddist 14. mars 1909 að Vorsabæ, Austur Landeyjum í Rangárvall- arsýslu. Foreldrar hennar voru Jón Erlendsson og Þór- unn Sigurðardóttir. Magnea var ein 15 systkina sem nú eru öll látin. Hún missti móðir sína ung og fór í fóstur að Skíðbakka til Árna Erlendssonar föðurbróður síns og konu hans Sigríðar Ólafsdóttur. Magnea vann við ýmis störf í gegnum tíðina m.a við bústörf, í fiski, einnig vann hún á veitinga- húsinu Lögbergi og í Skíðaskál- hinn 8. apríl 1944. Saman áttu þau 4. Grétar Skagfjörð, börn hans með fyrri maka, Guðfinnu Ásu Jó- hannesdóttir, eru a) Guðrún Þór- laug, b) Eydís, c) Guðbjörg Guðný, og fósturdóttirin Hafdís Leifs- dóttir. Núverandi sambýliskona Grétars er Sudwan Sonpukdee; 5. Magnea Skagfjörð, með fyrri maka, Kristjáni Þ. Jónssyni, á hún börnin, a) Guðjón Þór, b) Sigurósk Guðbjörgu, og með seinni maka, Sigurjóni Ingimarssyni, á hún, c) Vigdísi Lillý; 6. Óskírður, lést tveggja mánaða; 7. Þorleifur Guð- jón, barn hans með fyrri maka, Elísabetu Nönnudóttur, er a) Theodór Heiðar, og með seinni maka, Jóhönnu Kristínu Hilm- arsdóttur, á hann b) Guðjón, c) Al- dísi Ósk, d) Elvar Þór; 8. Gísli Þorberg, með fyrri maka, Hönnu Guðnýju Björgvinsdóttir, á a) Guðlaugu Lind, núverandi maki Gísla er Kolbrún Ósk Þórarins- dóttir. Magnea lætur eftir sig hóp barnabarna, barnabarnabarna og barnabarnabarnabarna. Magnea verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 11. anum í Hveradölum. Magnea eignaðist þrjá syni með fyrri manni sínum Sig- urjóni Jóhannessyni: 1. Jón Þórens, maki Rósa Arngrímsdóttir, börn þeirra a) Odd- geir Arnar, b) Sig- urður Helgi, c) Guð- björg Magnea, d) Elfar Þór (látinn), e) Svanhildur Bára, f) Halldór Viðar: 2. Ró- bert Jóhannes, maki Aðalheiður Guð- mundsdóttir, börn þeirra eru a) Sigurbjörg Kristín, b) Magnea Guðný, c) Ingibjörg, d) Sigríður, e) Viktoría, f) Vilborg Sólveig; 3. Vignir, maki Fjóla Tyrfingsdóttir, börn þeirra eru a) Jón Árni, b) Smári, c) Kristján Ingi. Magnea giftist eftirlifandi manni sínum, Guðjóni Skagfjörð Jóhannessyni, Í dag kveð ég þig, ástkæra móðir mín, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, eins og máltækið segir.Við vorum alltaf mjög nánar. Ég gat alltaf reitt mig á þig, þú taldir ekki eftir þér að koma og að- stoða mig ef ég þurfti á að halda. Ég vildi að ég hefði getað verið þér þó ekki væri nema brot af því sem þú varst mér. Nú skortir mig orð til að lýsa til- finningum mínum, þú varst svo stór hluti af lífi mínu.Við höfum oftast búið í nágrenni við hvor aðra og meira að segja stundum saman í gegnum tíðina, það hefur verið mér og börnunum mínum mikils virði að vera í svona góðu sambandi. Síðustu ár ævi þinnar dvaldir þú á hjúkr- unarheimilinu Skjóli, sárt var að sjá þróttinn hverfa og þig að verða veikari og geta ekkert gert. Elsku mamma, ég vil þakka þér fyrir rúmlega sextíu ár af umhyggju og móðurást. Þig, sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengir líf mitt við. Hugur minn þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, hvern hjartað kallar á, heyrirðu ei storm er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. Cæsar (Valdimar Hólm Hallstað.) Þín dóttir, Magnea. Elsku Magga. Nú er komið að kveðjustund hjá þér eftir langa ævi eða rúmlega 98 ár sem liðin eru. Mín kynni af þér og Guðjóni hófust þegar ég og dótt- ir ykkar fórum að draga okkur sam- an. Þið tókuð mér strax vel og hefur sú vinátta ávallt haldist. Við fluttum til ykkar á Skaga- strönd 1974 til að prufa að búa úti á landi í eitt ár en þau urðu 17 árin okkar þar. Við Maddý fluttumst svo á Blönduós og 1979 fórum við á Hvammstanga og þangað fluttuð þið Guðjón einnig á eftir okkur og keyptuð ykkur lítið hús og sam- gangur okkar á milli og vinátta var mikil og bar aldrei skugga á. Árið 1991 fluttum við öll til Reykjavíkur og þið Guðjón fluttuð í kjallarann i húsinu sem við Maddý keyptum. Í kjallaranum fenguð þið skrítin nöfn, voruð kölluð amma og afi dabbis og hafið alla tíð verið köll- uð það af barnabörnum okkar Maddýar. Líklega hefur verið of langt að segja langamma fyrir svona lítil stýri og við sögðum alltaf dabbi dabb þegar labbað var upp og niður stigann. Betri tengdamóður hefði ég ekki getað fengið. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Kæri Guðjón, megi guð styrkja þig í sorg þinni vegna missis góðrar eiginkonu og félaga. Kveðja Sigurjón Ingimarsson. Elsku amma. Minningarnar streyma fram í hugann. Ég græt ýmist af söknuði eða af þakklæti yfir að eiga svona margar og yndislegar minningar um þig og afa. Það voru mikil forréttindi af því að hafa alist upp í nánum samvist- um við ykkur. Ég man frá heimsókn til ykkar á Læk á Skagaströnd. Þú varst búin að elda gellur og mig langaði nú ekki mikið í það og suðaði um að fá trix en þú sagðir að ef ég myndi borða pínu fengi ég trix og svo stappaðir þú gellurnar saman við kartöflur og saltaðir þetta allt og þetta borðaði ég með bestu lyst og bað ekkert um trixið. Árin heima á Hvammstanga voru yndisleg og aldrei brast þér þol- inmæðin við mig þó ég væri á rápi til ykkar með vinkonur eða börnin sem ég var að passa eða koma og fá eitthvað að borða, eða þegar ég fór að suða um að þið afi færuð að baka kleinur svo ég gæti verið með að „hjálpa“ ykkur. Mér finnst það svo yndislegt að hugsa til þess hvað afi var alltaf duglegur að baka með þér, þið voruð alltaf saman í kleinu- bakstri. Tíminn sem við bjuggum saman var góður, þú passaðir alltaf að ég myndi mæta í vinnuna á réttum tíma og þetta var orðið kappsmál hjá mér að ég væri komin upp áður en þú færir á fætur svo þú sæir að ég gæti alveg séð um mig sjálf, ég var jú 16 ára og fannst ég geta gleypt heiminn ef því væri að skipta. Þú vildir þekkja þá sem ég umgekkst þar sem þið báruð ábyrgð á mér, ég kynnti Hafdísi vinkonu fyrir þér og þið afi og hún smulluð vel saman, sem og þið Palli þegar hann kom til sögunar. Þegar við fluttum svo suður vor- um við öll saman í húsi sem við kunnum öll vel að meta, við kíktum oft svona til að gá hvað væri í mat- inn eða hvort við þyrftum ekki að smakka kleinurnar. Það var ynd- islegur tími og þar fóru Vera Ósk og Magnea Ýr að kalla ykkur amma og afi dabbis. Eftir að þið fenguð ykkur hjól- hýsi í Þjórsárdal voruð þið þar meira og minna öll sumur og þang- að kom ég oft og við settum niður kartöflur eða bara spjölluðum úti á pallinum, það var svo gott að tala við þig, mikið á ég eftir að sakna þess. Það var skrítin tilfinning þegar þið fluttuð á Norðurbrún, mér fannst eins og þið væruð að flytjast að heiman eins skrítið og það nú hljómar. Svo þurftir þú elsku amma mín að fara á Skjól en því miður fékk afi aldrei að flytjast þangað inn til þín, þó þú hafir verið þar í 4 ár, og erfitt er að skilja sjónarmið þeirra sem ráða að aðskilja hjón sem hafa verið gift i tæp 65 ár, þeir sáu ekki hve illa þetta fór með ykkur afa og okk- ur hin. Afi kom til þín á hverjum degi allan tíman Elsku amma, ég sakna þín mikið, allra þinna ráða og dáða, síðasta heimsókn til þín var góð þú vissir alveg hver ég var og varst bara nokkuð brött, þó var það bara hálf- um mánuði áður en þú lést. Elsku amma, ég fæ seint þakkað allt það sem þú hefur gefið mér með nærveru þinni, þú átt stórt pláss í hjarta mínu, ástarþakkir fyrir að hafa leyft mér að vera ég. Ég er það sem ég er vegna þín og afa. Við lof- um öll að hugsa vel um afa. Elsku afi minn. Guð veiti þér styrk í sorginni. Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín, Lillý. Elsku amma dabbis. Við söknum þín mikið, það verður skrítið að koma í Reykjavík og sjá ekki þig,en sem betur fer höfum við hann afa dabbis hjá okkur. Við eig- um margar góðar minningar um þig og afa dabbis sem er gott að eiga. Ég hefði getað svarið ég sá í andrá þig og í einni svipan þinn angan nærði mig. Ef ég ætti eina ósk ég myndi óska mér að ég fengi að sjá þig brosa á ný. Eitt andartak á ný í örmum þér á andartaki horfin varstu mér. Ó hve sárt ég sakna ég sé ekkert né skil Ég vil ei aftur vakna né vera lengur til. Ég trúi því á englana að aftur leyfi mér að sjá hana. Ég trúi því á andartaki aftur verð hjá þér. (Hannes Örn Blandon.) Elsku amma dabbis okkar. Við reynum að hugga okkur við að þú sért hjá öllum englunum og gætir okkar nú. Við elskum þig ávallt. Kveðja frá þínum dótturdætrum, Fanndís Ósk, Eva Dögg og Eygló Sól. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma mín. Það er svo margt sem fer um huga minn þessa dag- ana. Það er gott að eiga góðar minningar og þær á ég um þig. Þegar ég var eins árs fluttu þið afi suður með Maddý ömmu og Sigga afa og bjugguð á neðri hæð- inni í Nökkvavoginum hjá þeim. Ég var hjá Maddý ömmu á daginn með- an mamma og pabbi voru að vinna og þá trítluðum við amma niður til ykkar en ég var eitthvað smeyk við stigann þá var sungið ,,dabbí, dabbí“ meðan gengið var niður, upp úr því kallaði ég ykkur alltaf ömmu og afa dabbís og það hefur fest við ykkur í okkar fjölskyldu. Við sátum oft saman við eldhús- borðið hjá ykkur en á eldhúsborðinu var alltaf skál með kandís en það var engin annar sem bauð upp á kandís nema amma og afi dabbís en stundum var boðið upp á kók. Ég man líka eftir jólapökkunum með hlýju sokkunum og Kit Katinu sem fylgdi með. Þegar ég var fjögurra ára bjuggum við fjölskyldan, en þá var Maddý systir fædd, hjá ömmu og afa í eitt ár þá gat ég farið til ykkar þegar ég vildi en þú varst alltaf til í að leika við mig. Það er ekki hægt að hugsa um þig öðruvísi en með afa, þið voruð bundin órjúfanlegum böndum. Þeg- ar að þú þurftir að flytja á hjúkr- unarheimili sökum heilsubrest var afi of hress til að flytja með þér en hann fór á hverjum degi og sat hjá rúminu þínu og hélt í hönd þína. Elsku afi dabbís, missir þinn er mikill ég sendi þér innilegar sam- úðarkveðjur. Minningin um þig amma dabbís lifir í hjarta mínu, þín, Vera Ósk. Elsku amma þá er komið að kveðjustund. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guðjón, Steinunn og Magnea Dís (Maddý). Guðbjörg Magnea Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guðbjörgu Magneu Jóns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðrún Sigríð-ur Pétursdóttir fæddist á Skamm- beinsstöðum í Holtahreppi í Rang- árvallasýslu 7. febr- úar 1906. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 7. ágúst 2007, 101 árs að aldri. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Jónsson bóndi á Skammbeins- stöðum, f. 7.6. 1874, d. 29.10. 1940, og Guðný Kristjánsdóttir húsfreyja á Skammbeinsstöðum, f. 23.7. 1875, d. 7.5. 1961. Systkini Guðrúnar voru Jón Óskar, f. 22.5. 1900, d. 21.2. 1975, Kristrún, f. 14.7. 1901, d. 30.1. 1959, Guðjón, f. 26.4. 1903, d. 30.6. 1979, Sigurður Helgi, f. 19.5. 1907, Svínhaga, f. 24.12. 1874, d. 14.2. 1956. Guðrún og Ágúst eignuðust einn son, Auðun Hafstein, f. 22.6. 1945. Hann er kvæntur Sigurbjörgu Guðmundsdóttur og eru börn þeirra Anna Guðrún og Ágúst Jó- hann. Anna Guðrún er gift Frið- riki Má Gunnarssyni og börn þeirra eru Valdís Björg og Bjarki Már. Ágúst Jóhann er kvæntur Evu Lind Vestmann og dætur þeirra eru Aþena Lind og Ásta Glódís. Guðrún ólst upp á Skammbeins- stöðum hjá foreldrum sínum og vann á heimilinu þar til árið 1929 er hún fluttist til Reykjavíkur og réðst í vist. Hún stundaði nám í kjólasaumi og réðst síðan á sauma- stofu herrafataverslunar Andrés- ar Andréssonar. Guðrún og Ágúst hófu búskap í eigin íbúð að Lauga- vegi 98 árið 1944, en eftir 15 ára búsetu þar fluttu þau að Víðimel 44 og bjuggu þar allt til haustsins 1999, er þau fluttu á Hrafnistu í Reykjavík, þá bæði á tíræðisaldri. Útför Guðrúnar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. d. 15.12. 1994, Krist- ján, f. 17.9. 1908, d. 29.1. 1909, Kristján Karl, f. 27.11. 1909, d. 13.2. 1989, Ágúst, f. 11.8. 1911, d. 8.8. 1997, Ármann, f. 25.11. 1913, d. 7.12. 1984 og Helga, f. 14.3. 1917, d. 16.1. 2004. Á sjómannadag- inn, 4. júní 1944, gift- ist hún Ágústi Auð- unssyni sjómanni og síðar vaktmanni í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Ágúst var fæddur í Svínhaga í Rangárvallahreppi 2. ágúst 1909 og lést 23. október 2003. For- eldrar hans voru hjónin Auðunn Jónsson bóndi í Svínhaga, f. 20.2. 1863, d. 1.7. 1923, og Jóhanna Katrín Helgadóttir húsfreyja í Elsku amma. Það eru margar minningar sem leita á hugann nú þegar þú ert far- in frá okkur. Þú lagðir áherslu á mikilvægi þess að gera sér daga- mun og varst dugleg að gera ým- islegt með okkur barnabörnunum. Þegar ég var lítil kallaði ég þig skrúðgönguömmu af því að alltaf 17. júní og á sumardaginn fyrsta fórum við fjölskyldan með þér í skrúðgöngu. Þú fórst með okkur systkinin niður að Tjörn að gefa öndunum, á Náttúrugripasafnið, í ótal sundferðir, göngutúra og margt fleira. Fjölskyldan fór sam- an í sumarbústaðaferðir og síðar í utanlandsferðir og reglulega var farið í berjaferðir og í kartöflu- garðinn að Korpúlfstöðum þar sem haust og vor var borðað nesti hjá rababaranum við Korpu. Flesta sunnudaga komum við fjölskyldan í heimsókn á Víðimelinn, fengum pönnukökur, kleinur og kandís og fullorðna fólkið spilaði bridds á meðan við Gústi bróðir horfðum á Húsið á sléttunni og Stundina okk- ar eða lékum okkur að dótinu í dótakassanum þínum. Þú kenndir mér vísur, bænir og spil og við sungum saman, enda þótti þér mjög gaman að syngja. Þú varst mikil handavinnukona, saumaðir handa mér dúkkuföt og kenndir mér ýmsa handavinnu og ég bý að þeirri kunnáttu alla tíð. Þú fékkst að upplifa miklar breytingar á langri ævi og oft þótti þér merki- legt það sem við Gústi vorum að bardúsa. Þú fylgdist vel með okk- ur, tókst vel á móti mökum okkar og ekki síst langömmubörnunum sem þú hafðir sérstaklega gaman af að fá í heimsókn. Takk fyrir allar minningarnar, samverustundirnar og það sem þú hefur kennt mér í gegnum tíðina. Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín Anna Guðrún. Guðrún Sigríður Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.