Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ásgeir ÞórJónsson fæddist
í Reykjavík hinn 21.
apríl 1967. Hann
lést í Reykjavík
hinn 12. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Ásgerður
Hauksdóttir, f. 9.6.
1932, d. 3.7. 1972 og
Jón Friðgeir Ein-
arsson, f. 16.7. 1931.
Stjúpmóðir Ásgeirs
er Margrét Krist-
jánsdóttir, f. 9.6.
1941. Systkini Ás-
geirs eru 1) Margrét, f. 7.3. 1957,
eiginmaður Sigurður E. Sig-
urjónsson d. 1.7. 2003. Börn þeirra
eru Sigurður Magnús og Jón Frið-
geir. 2) Einar Þór, f. 2.11. 1959,
kvæntur Stig A. Wadentoft. Dóttir
Einars er Kolbrún Ýr. 3) Kristján,
f. 9.8. 1977. Eiginkona Ásgeirs er
Ása Ásmundardóttir, f. 31.8. 1969.
Börn þeirra eru Ásgrímur Þór, f.
2.11. 2003, Ásgerður Margrét f.
7.1. 2006, og óskírð dóttir, f. 22.7.
2007. Stjúpdóttir Ásgeirs er Ásdís
Bjarkadóttir, f. 20.7. 1993. For-
eldrar Ásu eru Ásmundur Þór-
arinsson, f. 19.5. 1942 og Auðbjörg
Halldís Hrafnkelsdóttir, f. 2.7.
1948. Bræður Ásu eru 1) Þórarinn,
rekstur þess til ársins 1995. Ásgeir
var framkvæmdastjóri Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga frá 1998 til
2001. Auk þessa starfaði hann um
tíma sem ráðgjafi hjá Allianz og
undanfarin ár sem skrifstofumað-
ur hjá Bakka hf. í Reykjavík.
Stóran hluta ævinnar var Ás-
geir mjög virkur í félagsstörfum
hvers konar. Hann var sem dæmi
formaður nemendafélagsins í MÍ
og var auk þess í mjög öflugu
ræðuliði skólans. Síðar tók hann
virkan þátt í starfi Lionsklúbbs
Bolungarvíkur og Ásgeir gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum í starfi
Sjálfstæðisflokksins. Hann sat í
tvö ár í stjórn Sambands ungra
sjálfstæðismanna, og var bæj-
arfulltrúi flokksins í Bolungarvík
1994–2002. Ásgeir var formaður
bæjarráðs Bolungarvíkur 1995 og
forseti bæjarstjórnar 1997 og
1998.
Undanfarin ár hafði Ásgeir
haslað sér völl sem vinsæll fyr-
irlesari hjá fyrirtækjum og stofn-
unum. Fjallaði hann á opinskáan
og einlægan hátt um langa baráttu
sína við þunglyndi og vakti hann
marga til umhugsunar um þennan
illvíga sjúkdóm. Ljóst er að hann
hjálpaði mörgum með fyr-
irlestrum sínum og var hvarvetna
gerður góður rómur að máli hans.
Ásgeir Þór verður jarðsunginn frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
f. 18.12. 1967, 2) Að-
alsteinn, f. 23.9. 1972
og 3) Kraki, f. 23.11.
1982. Ásgeir Þór ólst
upp í Bolungarvík.
Að loknu námi í
Grunnskóla Bolung-
arvíkur gekk hann í
Menntaskólann á Ísa-
firði og lauk þaðan
stúdentsprófi 1987.
Ásgeir lauk diplóma-
prófi í viðskiptum frá
London School of
Foreign Trade árið
1989. Auk þess
stundaði hann nám í iðnrekstr-
arfræði á markaðssviði við Tækni-
skólann í Reykjavík 1990–1992. Ás-
geir tók einnig B.Sc. í
viðskiptafræði frá Auburn-
háskólanum í Alabama-fylki í
Bandaríkjunum árið 1997. Ásgeir
hafði undanfarin tvö ár stundað
mastersnám í lýðheilsu- og
kennslufræði við Háskólann í
Reykjavík. Hann lauk því námi í
sumar og hefði útskrifast hinn 25.
ágúst næstkomandi.
Ásgeir starfaði sem ungur mað-
ur í verslun föðurs síns í Bolung-
arvík. Einnig stofnuðu þeir feðgar
gistiheimilið Gestahúsið í Bolung-
arvík árið 1992 og sá Ásgeir um
Mig langar í fáum orðum að minn-
ast elskulegs bróður míns, Ásgeirs
Þórs, en hann lést 12. ágúst sl.
Hann fæddist þegar ég var 10 ára
gömul og Einar Þór bróðir okkar var
7 ára. Mamma hafði nokkru áður orð-
ið alvarlega veik og þurfti að fara í að-
gerð á spítala í Kaupmannahöfn. Eft-
ir að Ásgeir fæddist dvaldi mamma
oft á sjúkrahúsum, og þess vegna var
Ásgeir skírður á sjúkrastofu hjá
henni þar sem hún lá á Landakots-
spítala. Ég fékk að halda litla bróður
undir skírn og var ég heldur betur
glöð og stolt þennan dag. Stuttu
seinna flugum við pabbi og Einar Þór
með litla drenginn heim til Bolung-
arvíkur.
Mamma lést þegar Ásgeir var 5
ára. Hann var mikið með mér á þess-
um árun og kallaði mig Dada. Ég tók
hann með mér hvert sem ég fór.
Tveimur árum seinna kom Margrét
fósturmamma inn í líf pabba og okkar
allra. Það var mikil gæfa fyrir okkur
öll og ekki síst Ásgeir. Hann eignaðist
mömmu. Var gott að sjá kærleikann á
milli þeirra. Pabbi og Margrét eign-
uðust Kristján 1977 og Ásgeir varð
stóri bróðir. Sjaldan hef ég séð eins
glaðan dreng og Ásgeir minn var þá.
Eftir þetta komu góð ár í lífi Ásgeirs.
Hann var glaður, fallegur og góður
drengur. Spilaði á píanó, var duglegur
í skóla og allt gekk vel. Seinna varð
hann mikill ræðuskörungur og hrók-
ur alls fagnaðar hvar sem hann kom.
Hann var svo laglegur, var jafnvel líkt
við fræga kvikmyndaleikara.
Ásgeir fór í nám til London og
þangað heimsótti ég hann vorið 1989.
Það var kært á milli okkar systkin-
anna og gátum við spjallað mikið og
lengi. Ásgeir fór í háskóla til Ameríku
og útskrifaðist þaðan sem viðskipta-
fræðingur. Eftir það flutti hann aftur
heim til Bolungarvíkur og settist þar
að í nokkur ár. Þá var nokkuð farið að
bera á sjúkdómnum sem varð honum
svo erfiður. Þessi sjúkdómur er
hræðilegur, og þvílík sorg að sjá þeg-
ar hann leggst svo harkalega á ungt
fólk í blóma lífsins eins og hann Ás-
geir minn. Hann flutti suður og barð-
ist vel og lengi. Gekk til lækna, náði
góðum tíma á milli, en sumir dagar
voru erfiðir. Stundum kom þó Ásgeir
aftur sem við þekktum svo vel, þessi
glaði, sterki, ráðagóði og blíðlegi mað-
ur sem öllum vildi gott gera. En
þunginn kom aftur og aftur. Þung-
lyndið er lúmskt og erfitt, eyðileggur
og rífur niður. Ásgeir náði sér samt
aftur á strik og varð ótrúlega sterkur.
Fór víða og hélt fyrirlestra um þenn-
an illvíga sjúkdóm, sagði sína sögu,
miðlaði og kenndi. Hann hjálpaði
mörgum. Þrátt fyrir þessi alvarlegu
veikindi káraði Ásgeir mastersnám í
lýðheilsu frá HR og hefði útskrifast
25. ágúst nk.
Mesta gleðin og hamingjan í lífi Ás-
geirs var hún Ása, konan hans.
Þau gengu í hjónaband í desember
sl. Það var fallegur og góður dagur,
hamingjusólin var með þeim þegar
þau gengu fram kirkjugólfið með
börnunum sínum. Þegar Ásgrímur
fæddist 2. nóvember 2003, var Ásgeir
stoltasti og hamingjusamasti maður
veraldar. Hann var svo stoltur af öll-
um börnunum sínum. Hann umvafði
þau kærleik og ást. Ég mun aldrei
gleyma blikinu í augunum hans þegar
hann horfði á Ásu og börnin, hann
elskaði þau meir en orð fá lýst.
Söknuðurinn er sár. Ég bið góðan
Guð að vera með okkur öllum á þess-
um erfiðu tímum.
Guð veri með elsku bróður mínum
og vini, Ásgeiri Þór. Megi hann hvíla í
friði.
Margrét systir.
Ásgeir Þór frændi minn var mikill
gjörvuleikamaður. Hann ólst upp í
faðmi ástríkrar fjölskyldu, hlaut í
vöggugjöf mikla hæfileika og góðar
gáfur. Og þegar hann óx úr grasi og
varð myndarlegur efnismaður, fannst
manni sem lífið hlyti að brosa við hon-
um alla tíð.
Þegar við lítum nú til baka yfir ævi-
skeið hans kemur myndin skýr upp í
hugann. Glaðbeittur og hrókur alls
fagnaðar. Hann laðaði að sér fólk og
var eftirsóttur félagi. Var kappræðu-
hetja menntaskólans og kom manna
best fyrir sig orði. Hnyttinn tækifær-
isræðumaður og grallari í besta lagi.
Þeir kölluðu sig vestfirsku gleði-
pinnana, strákar af hans kynslóð fyrir
vestan og fóru sjaldan með veggjum í
nokkru því sem þeir tóku sér fyrir
hendur.
Það var ekki að undra að maður
með slíka hæfileika haslaði sér völl á
opinberum vettvangi. Hann sat í
stjórn Sambands ungra sjálfstæðis-
manna og varð áberandi í þeirri sveit.
Kornungur var hann kosinn í bæjar-
stjórn Bolungarvíkur og varð forseti
hennar. Í kosningaharki kom vel í ljós
að víða átti hann hauka í horni, ekki
síst unga fólkið sem þyrptist um
hann.
En gangur lífsins getur verið lævís
og því fer víðs fjarri að furður þess
séu okkur alltaf ljósar. Jafnvel okkur
sem stóðum nærri Ásgeiri Þór, var
hulið að hann, þessi glaðbeitti maður,
glímdi við svo mikinn vanda. Svarta
hundinn, kallaði Churchill þunglyndið
sem ævilangt sótti að honum, mikil-
menninu sjálfu. Og það var einmitt sú
byrði sem lagðist með ofurþunga á
frænda minn, þennan mannvænlega
og hressilega mann.
en til er sjúkdómur
sem segir
að ekkert sé að,
einmitt
þegar þú ert veikastur,
segir Einar Már Guðmundsson í
ljóði sínu. Ásgeir Þór tókst á við veik-
indi sín – og hann gerði meira. Hann
fór út á meðal fólk, leiðbeindi á nám-
skeiðum og nýtti sína framúrskarandi
hæfileika til þess að miðla reynslu
sinni og aðstoða. Hann uppskar
óskoraða aðdáun þess fagfólks sem
hann vann með og þakklæti þeirra
sem nutu góðs af því sem hann hafði
fram að færa.
Mesta gæfa frænda míns var Ása
konan hans. Hún var honum stoð og
stytta og aldrei þreyttist hann á því
að segja okkur frá mannkostum
hennar. Þegar litlu börnin þeirra
komu í heiminn fannst manni sem
lánið væri jafnt; hjá börnunum að
eiga svo góða foreldra og hjá foreldr-
unum að eiga svo miklu barnaláni að
fagna. Sjálfur fór Ásgeir fyrir tveim-
ur árum í frekara háskólanám, þrátt
fyrir erfið veikindin, lauk námi og átti
að útskrifast réttri viku eftir að andlát
hans bar að.
Ólýsanlegur harmur er núna kveð-
inn að fjölskyldunni allri. Þremur vik-
um eftir fæðingu yngsta barnsins, lít-
illar stúlku sem varð öllum yndisauki,
sjá Ása og börnin fjögur að baki ást-
ríkum eiginmanni og föður sem unni
þeim öllum svo heitt. Jón Friðgeir
föðurbróðir minn, Margrét kona hans
og systkinin, þau Margrét, Einar Þór
og Kristján, búa núna við það mis-
kunnarlausa hlutskipti að svo stórt
skarð er höggvið í fjölskylduhópinn.
Við Sigrún, Guðfinnur Ólafur og Sig-
rún María biðjum þeim guðsbless-
unar. Okkur öllum sem unnum hon-
um og áttum vinskap hans eigum þá
ósk eina að minningin um svo vænan
mann megni að styrkja ástvinina alla í
að takast á við sorgina.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Eitt sinn fyrir mörgum árum sat ég
með góðum vini mínum og veltum við
fyrir okkur hvernig væri að vera í eig-
in jarðarför og hvað fólk myndi segja í
minningargreinum um okkur. Við
trúðum því þá að við myndum sveima
um kirkjuna og gætum fylgst með.
Við höfum oft hlegið af þessum
vangaveltum okkar síðan en nú er
mér enginn hlátur í huga þegar ég sit
hér og hugsa kveðjuorð til míns kæra
vinar og frænda Ásgeirs Þórs.
Við vorum miklir vinir okkar upp-
vaxtarár og brölluðum mikið saman
þegar ég kom í heimsókn til Bolung-
arvíkur og eins þegar hann kom og
var hjá mér í Garðabænum. Við vor-
um ólíkir, en það skipti engu máli, ég
með mikinn áhuga á íþróttum en hann
engan. Hann með mikinn áhuga á
tónlist og söngleikjum sem ég hafði
engan áhuga á. Í 30 ár hef ég reynt að
útskýra fyrir honum hvað það þýddi
að vera rangstæður í fótbolta, en varð
ekkert ágengt og hann reyndi að opna
huga minn fyrir dásemdum tónlistar
Geirmundar Valtýssonar. Alltaf náð-
um við þó saman og er það að miklu
leyti Ásgeiri að þakka því hann var al-
veg einstaklega duglegur að rækta
vinskapinn og frændgarðinn. Það var
ekki síst honum að þakka að ég hélt
sambandinu við Bolungarvík því þar
átti ég alltaf góðan vin og höfðingja
heim að sækja.
Nú er þessi góði vinur minn horfinn
og er það nú svo að í lífinu þá erum við
alltaf að taka ákvarðanir, sumar góð-
ar og aðrar ekki eins góðar. Þessi
hinsta ákvörðun Ásgeirs þykir mér
ekki góð og vildi ég óska þess að ég
hefði getað hjálpað honum á einhvern
hátt í hans veikindum. En þetta var
hans ákvörðun og hana mun ég virða.
Hvíl í friði kæri vinur.
Elsku Ása og börn, Jóni Friðgeir,
Margrét, Margrét, Einar Þór, Stig og
Kristján, ykkur votta ég mína dýpstu
samúð og bið Guð að styrkja ykkur í
þessari miklu sorg.
Hilmar Garðar, Elísabet
og fjölskylda.
Sagan er tré
með rætur
í minningum manna,
stofn
þar sem atvikin lifa,
laufblöð úr orðum
(Einar Már Guðmundsson.)
Á besta aldri hefur kær vinur og
frændi verið hrifinn á brott. Lamandi
sorg og söknuður heltekur fjölskyldu
og vini.
Auk náins skyldleika höfum við Ás-
geir verið vinir í hartnær 4 áratugi,
eða frá því að vorum aðeins nokkurra
ára pollar heima í Bolungarvík. Sam-
eiginlegar minningar eru margar og
kærar. Ásgeir Þór var aðeins 5 ára
gamall þegar hann missti Ásgerði
móður sína. Mér fannst sem ég þyrfti
að vernda hann, enda gat 7 ára dreng-
ur ímyndað sér fátt erfiðara en slíkan
missi. Þegar hann hafði eignast Mar-
gréti mömmu vorum við gjarnan í
fóstri hvor heima hjá öðrum, þegar
foreldrar okkur fóru af bæ og vina-
böndin styrktust.
Ásgeir var sérlega skemmtilegt
barn og frumlegt. Hann var mikill
lestrarhestur sem skilaði sér í mjög
sérstökum og oft og tíðum fullorðins-
legum orðaforða. Hann var óskaplega
nákvæmur og átti til mikla fullkomn-
unar- og söfnunaráráttu. Ekkert hólf
í matchbox-bílatöskunni mátti vera
autt. Ef frímerki vantaði inn í röðina
hætti hann ekki fyrr en hann gat út-
vegað það, þótt leita þyrfti út fyrir
landsteinana. Þegar „fisléttu“ einnar
krónu peningarnir komu á markað-
inn, skipti hann peningum í bankan-
um yfir í „gamlar krónur,“ því þær
yrðu svo mikið „raritet“ eins og hann
sagði með spekingslegum svip.
Ásgeir var mikill námsmaður, hafði
gaman af tónlist og lærði bæði á píanó
og túbu.
Leið okkar lá í Menntaskólann á
Ísafirði. Hamingjurík ár þar sem Ás-
geir var í essinu sínu. Eins og fyrr var
hann eftirsóttur og vinsæll félagi,
hrókur alls fagnaðar á mannamótum,
söngelskur með einstaka frásagnar-
gáfu. Gamli lestrarhesturinn varð
með bestu ræðumönnum í íslenskum
framhaldsskólum. Áhugi á stjórnmál-
um fór vaxandi með þátttöku í SUS og
Ásgeir hélt til frekara náms innan-
lands og utan.
Ásgeir naut þess alla tíð að eiga
góða og ástríka foreldra og systkini
sem studdu hann og leiddu. Fyrir
nokkrum árum kynntist hann stóru
ástinni og hann og Ása hófu sambúð.
Ása átti fyrir dótturina Ásdísi og á síð-
ustu fjórum árum eignuðust þau Ás-
geir 3 börn. Um áramótin giftu þau
sig og í vor varð hann fertugur. Eftir
nokkra daga átti hann að útskrifast
með sína aðra háskólagráðu. Mörgum
hefur því virst sem allt léki í lyndi.
Vinir hans og ættingjar vissu hins
vegar að þessi síðustu misseri voru
Ásgeiri afar erfið. Sjúkdómurinn sem
hafði hrjáð hann svo lengi, lagðist nú á
hann af fullum þunga. Það er til marks
um alvarleika sjúkdómsins að þrátt
fyrir að hamingjan virtist brosa við
honum og yndislegir viðburðir hafi
verið í lífi fjölskyldunnar á þessu ári,
var hann að lokum lagður að velli.
Ég kveð frænda minn og vin með
miklum söknuði og þakklæti fyrir ein-
læga vináttu alla tíð.
Ásu, börnunum, foreldrum, systk-
inum og fjölskyldum votta ég mína
dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Ásgeirs Þórs.
Heimir Salvar Jónatansson.
Ásgeir kom inn í fjölskyldu okkar
þegar hann var sex ára gamall, lítill
fallegur og góður drengur. Hann var
fljótur að aðlagast fjölskyldunni á
Grenimelnum og strax á brúðkaups-
degi Margrétar systur okkar og Jóns
Friðgeirs föður hans, spurði hann föð-
ur okkar hvort hann mætti kalla hann
afa og var það auðsótt. Fljótlega var
hann farinn að kalla foreldra okkar
afa og ömmu en hann var þeirra
fyrsta barnabarn og nutu þau þess
enda var Ásgeir óvenjuljúft barn. Ás-
geir var töluvert á Grenimelnum, kom
oft eins síns liðs í sambandi við tann-
réttingar.
Allir hans góðu kostir komu fljótt í
ljós og einn af þeim var samviskusem-
in. Þegar hann kom í tannréttingar-
ferðir sínar kom hann ætið með náms-
bækurnar með sér, ef svo skyldi fara
að hann yrði veðurtepptur, sem oft
varð og einu sinni í heila viku.
Ásgeir var mikill gleðigjafi og
margt til lista lagt. Fyrir utan að vera
fjallmyndarlegur var hann mjög hæfi-
leikaríkur á mörgum sviðum. Svo
myndarlegur var Ásgeir að móður
okkar fannst hann alltaf minna á Cary
Grant. Hann var mikill félagsmála-
frömuður, strax í grunnskóla var hann
mikið í leiklistinni, hann tók virkan
þátt í félagslífi Menntaskólans á Ísa-
firði og var í ræðuliði skólans í
MORFÍS keppnunum. Hann var virk-
ur í SUS. Ásgeir var tónelskur, lærði á
píanó í mörg ár og spilaði eins og eng-
ill. Hann var iðinn við að miðla til okk-
ar skemmtilegri tónlist. Hann var
mikill námsmaður og lágu allar náms-
greinar vel fyrir honum. Nú síðast
hefði hann átt að útskrifast 25. ágúst
með M.Ed. gráðu í lýðheilsu- og
kennslufræðum frá Háskólanum í
Reykjavík.
Mikil gæfa var fyrir Ásgeir að
kynnast Ásu eiginkonu sinni, sem æt-
ið stóð sem klettur við hlið hans í hans
erfiðum veikindum. Með henni fékk
hann fósturdótturina Ásdísi, efnilega
og góða stúlku, sem Ásgeiri þótti
mjög vænt um. Þau Ása eignuðust
þrjú yndisleg börn, sem hann sá ekki
sólina fyrir enda hugsaði hann vel um
þau.
Fráfall Ásgeirs er mikill harmleik-
ur, sem við eigum erfitt með að sætta
okkur við. Við sendum Ásu, börnun-
um, foreldrum og systkinum Ásgeirs
okkar innilegustu samúðarkveðjur og
vonum að þau fái styrk til að standast
þessa miklu raun.
Elísabet, Bragi og Sjöfn.
Það er hægara sagt en gert að
skrifa eftirmæli eftir Ásgeir Þór því
að ég þekkti ekki vel nema eina hlið á
honum, þá gamansömu og uppátækja-
sömu, þessa sem laðaði fram hlátur af
litlu tilefni og framdi spaugilega gern-
inga en ekkert af því á heima í minn-
Ásgeir Þór Jónsson
✝
Ástkær móðir okkar, amma, langamma, tengdamóðir og systir,
KRISTÍN AÐALHEIÐUR ÓSKARSDÓTTIR,
Þórufelli 18,
Reykjavík,
lést á Líknardeild Landspíta í Kópavogi fimmtudaginn 16. ágúst.
Jarðaför fer fram föstudaginn 24.ágúst kl. 15.00 frá
Fossvogskirkju.
Börn, barnabörn, barnabarnabörn, tengdabörn og systkini.