Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI NANCY DREW YNGSTI OG KLÁRASTI EINKASPÆJARI HEIMS ER NÚ MÆTT Á HVÍTA TJALDIÐ BYGGT Á HINUM FRÁBÆRU NANCY DREW BÓKUM ÓVÆNTASTA STELPUMYND ÁRSINS! eee H.J. - MBL / ÁLFABAKKA RATATOUILLE m/ensku tali kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:40 LEYFÐ RATATOUILLE m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ DIGITAL RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 3 - 5:30 LEYFÐ DIGITAL THE TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 10:30 B.i.10.ára THE TRANSFORMERS kl. 10:30 B.i.10.ára DIGITAL THE TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 10:50 B.i.10.ára LÚXUS VIP NANCY DREW kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i.7.ára GEORGIA RULE kl. 8 B.i.7.ára HARRY POTTER 5 kl. 3 - 8 B.i.10.ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 3 - 4 - 6 LEYFÐ OCEAN´S 13 kl. 10:30 B.i.7.ára RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 4:30 - 5:30 LEYFÐ DIGITAL RATATOUILLE m/ensku tali kl. 8 - 10:30 LEYFÐ DIGITAL THE TRANSFORMERS kl. 8 - 10:40 B.i. 10 ára DIGITAL GEORGIA RULE kl. 10:10 B.i. 7 ára HARRY POTTER 5 kl. 4:30 B.i. 10 ára NANCY DREW kl. 8 B.i. 7 ára 48.000 GESTIR SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS HLJÓÐ OG MYND FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR TOY STORY, FINDING NEMO, THE INCREDIBLES OG CARS KEMUR SKEMMTILEGASTA MYND ÁRSINS. NÝJASTA MEISTARAVERK PIXAR OG DISNEY GETUR ROTTA ORÐIÐ MEISTARAKOKKUR Í FÍNUM VEITINGASTAÐ? SÝND M EÐ ÍSLE NSKU OG ENS KU TAL I eeeee - LIB, TOPP5.IS MYNDDISKAR» MYNDDISKAR Spennumynd Tell No One (Ne le dis à personne)  Frakkland 2006. Myndform 2007. 125 mín. Bönnuð yngri en 14 ára. Leikstjóri: Guillaume Canet. Aðalleikarar: François Cluzet, Marie-Josée Crozet, Kristin Scott Thomas. FRAMÚRSKARANDI, frönsk saka- málamynd hefst á því að kyrrðin er rofin á friðsælu sumarkvöldi í sveit. Þetta eru bernskuslóðir Alex læknis (Cluzet), og Margot konu hans (Cro- zet), þau hafa verið að njóta veðurblíð- unnar þegar hún hverfur sjónum, finnst myrt og hann rankar við sér eft- ir líkamsárás. Raðmorðingi er dæmd- ur fyrir ódæðið og málinu er lokið. Átta árum síðar finnast lík á svæð- inu með gögnum sem varpa grun á Alex. Málið er tekið upp að nýju, og hremmingar hans virðast óyfirstíg- anlegar eftir því sem atburðarásin gerist dularfyllri. Morðið fyrir átta ár- um er aðeins toppurinn á ísjaka í gruggugu vatni. Myndir á borð við Ne le dis à per- sonne, á að sýna í kvikmyndahúsi en er ekki treyst í slaginn. Sjálfsagt vegna þess að hún er frönsk, alla vega bendir enski titillinn til þess. Þétt og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu og lausn málsins liggur sann- arlega ekki í loftinu fyrr en undir blá- lokin. Sagan er bragðmikil, fléttan er flókin og áhorfandinn verður að halda augunum opnum. Sagan sem handritið er byggt á er eftir bandaríska saka- málahöfundinn Harlan Coben, hann er í hópi þeirra færustu og Frökkum hef- ur lukkast vel að flytja baksviðið yfir hafið. Leikstjórnin er traust og þétt, leikararnir trúverðugir og ferskir í landi sem sýnir nánast alfarið eng- ilsaxneskar myndir. Ef þið hafið gam- an af krimmum, er þessi með þeim bestu í ár. Sæbjörn Valdimarsson Segðu engum „Ef þið hafið gaman af krimmum, er þessi með þeim bestu í ár.“ Segðu það engum MYNDDISKAR Gamanmynd Take The Money And Run  Bandaríkin 1969. Scanbox. 85 mín. Öll- um leyfð. Sölumyndband (Tiger, 600.-) Leikstjóri: Woody Allen. Aðalleikarar: Woody Allen, Janet Margolin. FYRSTA leikstjórnarverkefni þáver- andi gamanleikarans og uppistand- arans Allens, er eitt hans langbesta. Í meinfyndna, sviðsetta heimild- armyndarstílnum sem stingur af og til upp kollinum í verkum hans. Viðfangsefnið er Virgil (Allen), manngarmur sem er gjörsamlega fyrirmunað að gera ærlegt eða óheið- arlegt handtak. Mistekst sem hljóð- færaleikari (reynir að blása í sellóið), skóburstari (hrækir á kúnnann í stað- inn fyrir skóinn), og sem smáglæpa- maður (fær þyngstu dóma fyrir litlar sem engar sakir). Allen lifir sig inn í hlutverk veimiltítunnar, við njótum hans bestu hliða sem brandarasmiður og hann fer á kostum sem leikstjóri. Take the Money and Run, inniheldur nokkur ódauðleg Allen-atriði, líkt og bankaránstilkynninguna sem er svo illlæsileg sakir stafsetningarvillna að snepillinn fer fyrir bankastjórann. Al- len gerir endalaust grín að eldri myndum, ekki síst gangstermyndum 4. áratugarins, og á góðan dag. Sæbjörn Valdimarsson „Heimildarmynd um hinn fullkomna lúða Í FRÉTT Morgunblaðsins fyrr í mánuðinum var fjallað um grein sem kvikmynda- leikstjórinn Woody Allen rit- ar í NYT, í kjölfar fráfalls Ingmars Bergman. Þar seg- ist Woody meðal annars hafa reynt að fylgja fordæmi síns sænska starfsbróður, „… vinna verk mín eins vel og mér framast var unnt hverju sinni; reyndi að láta hvorki glepjast af hinum kjána- lega heimi vinsældanna né detta í hlut- verk „glans“-leikstjórans; gerði bara kvikmyndir og sinnti svo hinni næstu … Enginn efast um vandvirkni Allens og það leynir sér ekki að hann lætur ekki glepjast af auðveldum und- ankomuleiðum, en e.t.v. um sinn af meistara Bergman. Líkt og kemur fram hér á síðunni, fór Allen af stað með einkar áberandi og áhugaverðum hætti. Take the Money and Run, er að margra áliti grínaktugt meistaraverk, öðrum óháð og einstaklega frumlegt. Hann fylgir því eftir með þremur, gull- vægum gamanmyndum og þá er röðin komin að verðlauna- myndinni Annie Hall, sem gjarnan er talið hans besta verk. Síðan kemur röðin að Berg- man-eftirlíkingum. Interiors (’78), kemur fimm árum á eftir Viskningar och rop, skyldleik- inn leynir sér ekki í aðalpersónunum, systrunum þremur, né heldur and- blænum; depurðin og fjölskylduraun- irnar eru hins vegar léttvægar fundn- ar í samanburði við ólýsanlega möruna sem sænski meistarinn leggur á herðar áhorfendum sínum. Allen léttir síðan á sálinni með fáein- ar, vel lukkaðar gamanmyndir uns skugginn af Bergman myrkvar honum sýn á nýjan leik og úr verður ást- arraunasagan September (’87). Þrí- leiknum þunga lauk með Another Woman ári síðar og upp frá því hefur Allen ekki látið glepjast út af eigin stefnu og oftar en ekki með minn- isstæðum árangri. Í basli með Bergman Sæbjörn Valdimarsson Woody Allen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.