Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 17
|mánudagur|20. 8. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Þ
etta er sjöunda árið í röð
sem sultukeppnin er
haldin en sjálfur sveita-
markaðurinn hefur verið
haldinn í 10 ár. Þær af-
urðir sem seldar eru á markaðinum,
t.d. grænmeti og rósir, berast frá
bæjunum í Mosfellsdalnum en einn-
ig er silungur úr Þingvallavatni til
sölu, ásamt ýmsu heimatilbúnu góð-
gæti.
Markaðurinn er haldinn á hverj-
um laugardegi frá júlí til september,
eða frá þeim tíma þegar næg upp-
skera er til að selja á markaðinum
og er þá miðað við a.m.k. 10 tegundir
grænmetis. Það er þó ekki laust við
að sultukeppnin dragi fleiri að en
ella enda var margt um manninn á
Mosskógum þennan laugardaginn.
Alheimsberjaráð
Í Alheimsberjaráði, en svo nefnd-
ist dómnefndin, sátu Tryggvi „Ber-
ing“ Thorsteinsson, Vilborg Hall-
dórsdóttir, Kristlaug María
Sigurðardóttir og Jóhann Þór Jó-
hannsson. Höfðu þau það vanda-
sama hlutverk að velja bestu sultuna
úr öllu sultuúrvalinu sem barst í
keppnina. Dómnefndin kvartaði þó
ekki yfir hlutskipti sínu, þvert á móti
gætti fyrst og fremst gleði og
ánægju yfir því að fá að smakka allar
þessar himnesku sultur. Það kenndi
ýmissa grasa í krukkunum: Rab-
arbarasulta með lakkrísrót, kívím-
armelaði, rabarbarasulta með sól-
berjum og piparmyntulaufum,
ásamt öðrum hefðbundnari sultum
sem kepptu um titilinn ‘besta sult-
an’. Alls barst 21 krukka af ljúffeng-
um heimagerðum sultum að þessu
sinni og hafa þær aldrei verið fleiri.
Dómnefndin hafði bragð, áferð, lit
og karakter að leiðarljósi við um-
sögnina. Það þótti erfitt verkefni að
velja meðal þess úrvalsefnis sem
þarna var um að ræða og var brugð-
ið á það ráð að hver og einn dómari
gæfi öllum sultunum sína einkunn.
Að lokum var einfaldlega fundið
meðaltal svo finna mætti þá sultu er
fengi hæstu einkunn.
Sultukóngur
Það var mikil spenna í loftinu og
ekki laust við taugatitring keppenda
á meðan dómnefndin sinnti störfum
sínum. Ábúðarfullir sultugerð-
armenn og -konur fylgdust grannt
með smökkuninni og veltu sumir
þátttakendur því fyrir sér hvorum
megin úr Mosfellsdalnum sigurveg-
arinn myndi koma. Sigurvegarinn
var hinsvegar ekki úr dalnum að
þessu sinni. Það var Reykvíking-
urinn Björn Guðbrandur Jónsson
sem fór með sigur af hólmi með
sultu sem hann nefndi einfaldlega
Sólskin, enda um sólberjasultu að
ræða. Dómnefnd þótti verðlauna-
sultan vera „klassísk sulta sem
leiddi mann til æskuáranna“. Þótti
sultan því minna á gamla tíð og sæl-
ar endurminningar enda orðið nokk-
uð sjaldgæft að fólk noti þessa teg-
und berja til sultugerðar.
Annað sæti hlaut aðalbláberja-
sulta sem þótti „þjóna“ aðalbláberj-
unum vel auk þess sem hún þótti
„áferðarmjúk og stinn“.
Í þriðja sæti varð síðan „Topp-
latjill“, sem að mati dómnefndar var
„hrein litaorgía, áreynslulaus og
frumleg“. Að sögn sultukóngsins
Björns Guðbrands kom sigurinn
honum í opna skjöldu. „Ég hef að-
eins einu sinni áður tekið þátt í
keppninni, þá með sólberjahlaupi,
þannig að ég er algjör byrjandi.“
Það var árið 2005 og lenti hann þá í
öðru sæti keppninnar.
Sólberjarunninn í bakgarðinum í
Hamrahlíðinni var orðinn það gjöfull
að honum þótti ekki hægt annað en
að nýta berin. Hann fékk börn sín í
lið með sér og hóf sultugerð með að-
stoð Matreiðslubókar Nönnu Rögn-
valdardóttur, en þaðan er einmitt
vinningsuppskriftin fengin. Þó er
uppskrift bókarinnar ekki fylgt í
einu og öllu og í tilfelli vinningssult-
unnar fylgdi einnig „sérstakur kær-
leikur og slatti af sérvisku“, að sögn
vinningshafans. Verðlaunin voru
heldur ekki af verri endanum en
vinningshafinn ásamt þeim sem
lentu í 2. og 3. sæti voru leyst út með
fullt fangið af vörum frá sveitamark-
aðinum. Björn Guðbrandur var sátt-
ur við sitt og hafði gaman af. Hann
er staðráðinn í því að taka þátt í
sultukeppninni á næsta ári ef að-
stæður leyfa.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Sigurvegararnir og dómnefndin Jóhann Þór Jóhannesson í dómnefnd, Birta Jóhannesdóttir sem lenti í þriðja sæti með sína sultu, Björn Guðbrandur Jónsson sem lenti með Sólskin í fyrsta sæti,
Vilborg Halldórsdóttir, Kristlaug María Sigurðardóttir og Tryggvi Thorsteinsson sem sæti áttu í dómnefnd og Sigrún Kristjana Óskarsdóttir sem hafnaði í öðru sæti.
Gómsætt Gestirnir á markaðnum í Mosfellsdal voru til í að bragða á sultunum sem bárust í keppnina.
Bragðgóðar Verðlaunasulturnar Sólskin, aðalberjasulta og Topplatjill.
Verðlauna-
sultan minnti
á æskuárin
Hin árlega sultukeppni sveitamarkaðarins að Mos-
skógum í Mosfellsdal fór fram á laugardaginn. Hall-
dóra Traustadóttir smakkaði á sultutaui og spjallaði
við sultugerðarmeistarann.