Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 31 Krossgáta Lárétt | 1 örlaganorn, 4 óreiðu, 7 krydd, 8 Sami, 9 munir, 11 forar, 13 tímabil, 14 pretti, 15 þjaka, 17 krukka, 20 stefna, 22 smásnáði, 23 heimshlutar, 24 stétt- ar, 25 endist til. Lóðrétt | 1 deila, 2 ótti, 3 geðflækja, 4 hungur, 5 hetja, 6 þolna, 10 óþol- andi, 12 á skakk, 13 kriki, 15 fjall, 16 trölla, 18 slitin, 19 harmi, 20 atlaga, 21 ímynd. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gullvægur, 8 loðnu, 9 ilina, 10 nes, 11 sárni, 13 týnda, 15 flóðs, 18 gatan, 21 væl, 22 grafa, 23 aftur, 24 gamanmáls. Lóðrétt: 2 Urður, 3 launi, 4 ærist, 5 urinn, 6 glás, 7 dala, 12 náð, 14 ýsa, 15 fugl, 16 óraga, 17 svala, 18 glaum, 19 titil, 20 nári. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú breytir rétt - ekki af því að ann- ars verði afleiðingarnar slæmar, heldur af því að þú kannt við öryggið sem fylgir því að hafa ekkert að fela. (20. apríl - 20. maí)  Naut Pláneturnar grípa inn í þegar þú þarft að taka ákvörðun. Þú sérð vandamál- ið í nýju ljósi og tekur bestu ákvörðunina. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Til að ná árangri verður þú að hunsa litlu röddina innra með þér sem seg- ir: „Þú getur þetta ekki.“ Með nægri æf- ingu geturðu alveg slökkt á henni. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert að efla samstöðuna á vinnu- stað sem mun koma í veg fyrir vandamál í framtíðinni. Þetta virkar eins og olía á vél sem kemur í veg fyrir slítandi núning. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Pláneturnar benda þér á möguleika sem þér voru ekki ljósir fyrr. T.d er mögu- leiki að vinna starfið sitt og verða ríkur í frítímanum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Já, satt er að þér finnst þú enn eiga langt í mark. En manstu þegar þú varst á upphafsreit? Fagnaðu þess hve langt þú ert kominn. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Manstu að þú átt að borga þér fyrst? Gerir þú það? Fiskur mun minna þig á að þú átt það skilið og svo miklu meira. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Slæmu fréttirnar: Einhver stendur í veginum fyrir þér og því sem þú ásælist. Góðu fréttirnar: Að vera neyddur til samstarfs á eftir að gefa af sér mjög skapandi niðurstöðu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú átt það til að greina hlutina í öreindir. Fara yfir samtöl fram og aftur og einu sinni enn. Að lokum ertu alveg rugl- aður. Slakaðu á. Allt gengur betur næst. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Sagan sem þú ert að segja inni- heldur hápunktinn en ekki slæmu atvikin. Það er meðvituð ákvörðun hjá þér að vera jákvæður. Lífið reynir að laga sig að því. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Stundum eru lið í búningum, tala sameiginlega tungu og hreyfa sig líkt og vél. Þitt lið hefur ekkert sameiginlegt nema markmiðið - sem er fínt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú stendur á hæsta stökkpallinum, tilbúinn að dýfa þér niður á botn. Vertu viss um að allt stuðið sé í vatninu. Þú getur spurt hin vatnsmerkin: krabba og sporð- dreka. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Bc5 5. Be3 Df6 6. c3 Rge7 7. Bc4 b6 8. O-O Bb7 9. Rxc6 Dxc6 10. Bxc5 Dxc5 11. Rd2 O-O 12. He1 Had8 13. De2 Rg6 14. De3 Dh5 15. Dg3 d6 16. Bb3 Hde8 17. Bc2 He7 18. He3 Hfe8 19. Hae1 Re5 20. f4 Rd7 21. b4 a5 22. f5 axb4 23. cxb4 Dh6 24. Df2 Re5 25. De2 d5 26. Kh1 d4 27. Hh3 Df6 28. Rf3 Staðan kom upp á Politiken Cup sem lauk fyrir skömmu í Kaup- mannahöfn. Guðmundur Kjartansson (2306) hafði svart gegn heimamanninum Henrik Hansen (1904). 28... d3! 29. Bxd3 Rxd3 30. Dxd3 Bxe4 31. Dd2 Bxf3 32. Hxe7 Da1+ og hvítur gafst upp, enda óverjandi mát. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Að taka stjórnina. Norður ♠8743 ♥62 ♦KG104 ♣542 Vestur Austur ♠KG8652 ♠ÁD ♥10743 ♥D ♦Á86 ♦D9732 ♣- ♣109876 Suður ♠10 ♥ÁKG985 ♦5 ♣ÁKDG3 Suður spilar 4♥. Suður sagði hjartageimið eftir að vestur opnaði á 2♠. Vestur spilaði út spaða og þegar austur fékk á ásinn spilaði hann laufatíu til baka. Vestur trompaði ás sagnhafa og spilaði spaða, sem sagnhafi trompaði. Hann tók nú þrisvar tromp. Hafi austur fylgst með spilamennsk- unni getur hann talið upp öll spil á hendi sagnhafa, sem er sannaður með 1-6-1-5 skiptingu. Það er líka ljóst, að ef vestur á tígulás á vörnin tvö slagi í vændum, á tígul og lauf, til viðbótar við slagina tvo sem þegar eru í húsi. Er þá einhver hætta í spilinu? Jú, sú að vestur geri sér ekki grein fyrir stöð- unni og reikni e.t.v. með því að sagn- hafi eigi 2 tígla. Vestur setji því lítið þegar tígli er spilað í þeirri von að sagnhafi svíni tígulgosanum. Í austur sat bandaríska spilakonan Dorothy Hayden Truscott. Hún hreinsaði stöðuna með því að henda tíguldrottningunni í tromp, og eftir það var engin hætta á að vestur gerði mis- tök í tíglinum. BRIDS Guðmundur Hermannsson| ritstjorn@mbl.is 1 Einn framherja Fylkis hefur skorað fjögur mörk ítveimur leikjum gegn Skagamönnum. Hvað heitir hann? 2 Borgarstjóri er með tillögu til að draga úr áfengis-drykkju í miðborginni. Hver er hún? 3Menningarnótt verður æ umfangsmeiri með hverjuárinu. Hvað heitir framkvæmdastjóri hátíðarinnar? 4 Stór sveit hélt upp á útgáfu nýrrar plötu á menning-arnótt. Hvað heitir hún? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Harður tónn er í formanni Starfs- greinasambandsins fyrir komandi kjara- viðræður. Hvað heit- ir hann? Svar: Krist- ján G. Gunnarsson. 2. Í nýrri skýrslu Rík- isendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga er einnig harður tónn. Hver er ríkisendurskoðandi? Svar: Sigurður Þórðarson. 3. Geysiöflugur jarðskjálfti varð í Suður-Ameríkuríki í vikunni. Hvar? Svar: Í Perú. 4. Einn framherja Fram skoraði tvö mörk gegn FH í úrvalsdeild- inni. Hvað heitir hann? Svar: Jónas Grani Garðarsson. Spurter… ritstjorn@mbl.is Reuters dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Samtökum hernaðarandstæðinga vegna flugs rússneskra sprengiflug- véla inn á íslenska flugstjórnarsvæð- ið: „Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþotna við strendur Íslands. æfinga- og eftirlitsflug á borð við þetta skapar hættu fyrir almenna flugumferð og þjónar engum hagnýtum tilgangi. Enn meiri hætta skapast síðan þegar NATO-ríkin senda herþotur sínar til móts við rússnesku þoturnar og fylgja þeim eftir í fluginu. Skemmst er að minnast að slík loftfimleikaæf- ing endaði með ósköpum fyrir nokkrum árum þegar bandarísk njósnaflugvél rétt undan ströndum Kína rakst á kínverska þotu sem hafði verið send til að elta hana uppi. Samtök hernaðarandstæðinga árétta andstöðu sína við umferð allra vígtóla í íslenskri lögsögu, hverrar þjóðar sem þau kunna að vera. Ferð rússnesku vélanna er dapurlegur endurómur frá tímum kalda stríðs- ins, en kemur því miður ekki á óvart enda virðast ráðamenn víða um lönd kappkosta að blása lífi í glæður þess. Má þar nefna þá viðleitni Banda- ríkjastjórnar að koma sér upp gagn- eldflaugakerfi og virðingarleysi stjórnvalda í Bandaríkjunum og Rússlandi gagnvart ýmsum afvopn- unarsamningum. Þá má á það minna að hernaðar- bandalagið NATO hefur á síðustu árum orðið sífellt árásargjarnara og uppivöðslusamara. Íslenskum stjórnvöldum væri sæmst að vinna að framgöngu friðar á alþjóðavettvangi í stað þess að ríg- halda í gamla heimsmynd. Síst af öllu eiga Íslendingar að hafa frum- kvæði að heræfingum hér á landi, sem augljóslega munu leiða af sér enn tíðari ferðir herflugvéla hér við land – boðinna jafnt sem óboðinna.“ Mótmæla flugi rússneskra herþotna ÞÓRLINDUR Kjartansson gefur kost á sér til þess að gegna embætti formanns í Sambandi ungra sjálf- stæðismanna. Sambandið velur sér forystu á sam- bandsþingi sem haldið verður á Seyð- isfirði helgina 14. til 16. september. Núverandi formaður, Borgar Þór Einarsson, hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Þórlindur, sem er 31 árs, hefur ver- ið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og ungliðahreyfingarinnar um árabil. Hann er nú umsjónarmaður málefna- starfs SUS. Hann útskrifaðist úr Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1996 þar sem hann gegndi embætti Inspectors scholae. Hann er með BA-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og var virkur í starfi Vöku, félags lýðræð- issinnaðra stúdenta. Í Vöku var Þórl- indur m.a. varaformaður, formaður, oddviti og kosningastjóri. Hann sat í stúdentaráði og stjórn stúdentaráðs 1999-2001, var formaður stjórnar Félagsstofnunar stúdenta 2005 til 2007 og situr enn í þeirri stjórn. Hann hefur verið annar af tveimur ritstjórum vefrits- ins Deiglan.com frá 2003. Þórlindur starf- ar nú sem deildarstjóri í markaðs- deild Landsbankans. Hann hefur áð- ur fengist við eigin atvinnurekstur, starfað sem textahöfundur á auglýs- ingastofu, verið ráðgjafi þáverandi fjármálaráðherra og blaðamaður á Fréttablaðinu. Þórlindur er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna sr. Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar og Katrínar Þórlindsdóttur. Hann er kvæntur Ingunni H. Hauksdóttur endurskoðanda. Gefur kost á sér til formennsku í SUS Þórlindur Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.