Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 18
fjármál heimilanna 18 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ H ækkanir á fast- eignamarkaði, lítil skuldsetning eigna og fólk sem hefur bú- ið á sama staðnum um árabil er blanda sem hefur reynst bönkunum í Danmörku ómótstæðileg. Þar hafa bankarnir auglýst sérstaklega lán, með veði í fasteignum, til handa þeirra sem eru að komast á eftirlaun en lánum þessum er ætlað að gera fólki kleift að láta langþráða drauma rætast á meðan fólk hefur heilsu til og án þess að fólk minnki við sig í hús- næði. Þessi lán eru t.d. notuð í heimsreisur, dýra skartgripi, draumaeldhúsið, báta, mótorhjól og sportbíla og hafa verið mjög eft- irsótt. Svigrúm til veðsetningar Lán þessi eru markaðsett út frá hugtakinu „friværdi“ sem þýðir einskonar veðsetningarsvigrúm fasteignar, veðrými eða nettóeign. Þróun á fasteignamarkaði hefur verið slík að fasteignir hafa hækkað gífurlega í verði hér á landi líkt og í Danmörku. Fyrir þann fjölda fólks sem enn hefur ekki selt og keypt fasteign eða endurfjármagnað á síð- ustu árum getur þannig verið veru- legt svigrúm til endurfjármögnunar sem hægt er að nota til þess að fjár- magna nánast hvaða draum sem er – að ákveðnum lánaskilyrðum upp- fylltum. Á Íslandi hafa bankarnir hins vegar ekki mikið reynt að höfða til fólks beinlínis með þessa hugmynd í huga – enn sem komið er. Elna Sigrún Sigurðardóttir er viðskiptafræðingur hjá Ráðgjaf- arstofu um fjármál heimilanna, en þar starfar hún sem ráðgjafi og staðgengill forstöðumanns, segir að endurfjármögnunarlán hafi upp- runalega verið hugsuð sem lán til endurfjármögnunar húsnæðislána. „En auðvitað geta þetta verið neyslulán líka sem fólk hefur tekið og endurfjármagnað með þessum hætti. Við fáum til okkar það fólk sem er verst sett í þjóðfélaginu, ekki endilega tekjulega séð, heldur vegna þess að það er svo skuldsett. Þetta er fólk sem er búið að endur- fjármagna svona og hefur fengið Lífeyrislán draumanna vegna Bankar í Danmörku aug- lýsa lán með fasteigna- veði fyrir þá sem eru að komast á eftirlaun og vilja láta drauma sína rætast. Ingvar Örn Ingv- arsson komst að því að svipuð lán standa einnig Íslendingum til boða. Sólskinsgeisla Sjávar Storm-ur, Vatnsenda-Vera, Perlu-skins Double-O-Seven, GullGæfu Bold’n Beutiful og Eldhamars-Freyr. Það getur varla verið þjált að kalla á hvutta sem ber slíka langloku en engu að síður eru nöfn á borð við ofanrituð býsna al- geng á hreinræktuðum hundum. Og þar liggur seppi einmitt grafinn því fyrsta nafnið í rununni segir til um ræktandann. Að sögn Auðar Valgeirsdóttur, sem ræktar bæði Tíbet spaniel og Labradorhunda geta hundarækt- endur sótt um eigið ræktunarnafn til Hundaræktarfélag Íslands en Al- þjóðasamband hundaræktarfélaga (FCI) er bakhjarl þess og leggur einnig blessun sína yfir nafnið áður en það er viðurkennt. „Allir hvolpar sem viðkomandi ræktar heita þá ræktunarnafninu, sem er staðsett fremst í nafnarununni. „Sólskins- geisla“ er t.d. eitt slíkt rækt- unarnafn en til viðbótar kemur svo nafn hvolpsins sem er skráð í ættbók ásamt ræktunarnafninu. Mitt rækt- unarnafn er „Tíbráar Tinda“ og þess vegna bera allir hundar það nafn ásamt einhverju til viðbótar.“ Töfraflautugotið Hún segir algengt að ræktendur nefni sjálfir hvolpana. „Ég hef reynt að hafa það þannig að hafa eitthvert samræmi í nöfnum hvolpa sem eru úr sama goti, t.d. þannig að þau byrji öll á sama staf eða þá að þau fylgi einhverju þema. Einu sinni gaf ég öllum hundunum úr goti nöfn sem sótt voru í Töfraflautuna og þá hétu þeir Tíbráar Tinda Tamínó, Tíbráar Tinda Sarastro og Tíbráar Tinda Papageno. Það var einfaldlega Töfraflautugotið mitt.“ Oft fer Auður þá leið að leyfa verðandi hundaeigendum að velja sérnafn hvolpsins en setur skilyrði um upphafsstaf nafnsins. „Mér finnst alltaf skemmtilegast ef hund- arnir eru kallaðir þeim nöfnum sem þeir eru skráðir undir í ættbókinni,“ segir hún. „Þessi nöfn fylgja honum alla tíð því það má ekki breyta ætt- bókinni síðar þótt nýr eigandi vilji kalla hundinn eitthvað annað.“ Sum nöfnin eru þó ekki þannig að það sé hentugt að nota þau dags daglega og þá er sú leið gjarnan far- in að brúka hluta nafnsins. „Einn hundurinn minn heitir Tíbráar Tinda Un Bel Figo en hann er kall- aður Figo dags daglega. Hann átti að heita Figo í ættbók en þegar vin- kona mín benti á að Un Bel Figo þýddi „æðislega flottur gæi“ á ítölsku var ekki aftur snúið,“ segir Auður hlæjandi. „Stundum eru nöfn hvolpanna þó svo flókin að nið- urstaðan verður að kalla þá bara Snata eða eitthvað álíka. Ég á t.d. innflutta tík sem heitir Toyway Ama-Ry-Lix. Við köllum hana alltaf Tíbrá.“ Hillingar og fjöll Ýmislegt liggur að baki vali rækt- enda á ræktunarnöfnum. Stundum eru ástæðurnar augljósar, eins og þegar hundar eru kenndir við bæj- arnafn ræktandans eða jafnvel ræktandann sjálfan. Í öðrum til- fellum eru nöfnin ekki eins gegnsæ. „Þegar ég var að velja ræktunarnafn vildi ég að það væri eitthvað stór- kostlegt, líkt og maður sæi það í hill- ingum. Þess vegna fékk ég fljótlega augastað á Tíbráar-nafninu.“ Hún segir algengt að þeir sem rækti Tíb- et spaniel hunda hnýti orðinu Tíbet í ræktunarnafn sitt og vissulega sé Tíbrá ekki ósvipað. „Þegar ég sótti um Tíbráar nafnið fann FCI eitt- gæludýr Nafnið stend- ur um alla tíð Tíguleg Afghan hound-tíkin Chelsea er í eigu dóttur Auðar. Hundalíf Auður með Tíbrá í fanginu en á borðinu eru Tamino og Florens. Nöfn hreinræktaðra hunda vekja gjarnan mikla furðu, a.m.k. hjá þeim sem ekki þekkja til í heimi ræktenda og sýnenda. Bergþóra Njála Guð- mundsdóttir velti fyrir sér skrýtnum voffanöfnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.