Morgunblaðið - 20.08.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2007 11
Íslenzkur sjávarútvegur er ótrúleg atvinnu-grein. Fyrir um það bil aldarfjórðungivoru erfiðleikarnir gífurlegir. Skipin alltof mörg og útgerðin óhagkvæm þrátt fyr-
ir mikinn afla. Aflanum var hrúgað á land í
vinnslu sem var vanbúin til að taka við svo mikl-
um afla og vinnsluvirði afurðanna var lítið. Mikil
skreiðarverkun er gott dæmi um það. Þessum
erfiðleikum var mætt með niðurfellingu skulda
við Byggðastofnun og ríkisbanka, sem töpuðu
gífurlegum fjárhæðum. Að auki var staðan
reglulega bætt með gengisfellingum upp á tugi
prósenta nærri ár hvert og skertust lífskjör
þjóðarinnar að sama skapi.
Þetta var ljót mynd, eiginlega hryllingsmynd,
og furðu margir virðast búnir að gleyma henni.
Nú er staðan öll önnur. Ríkisafskipti af sjávar-
útveginum eru að heita má engin önnur en þær
eðlilegu starfsreglur og skorður sem atvinnu-
greininni eru settar. Sjávarútvegurinn gerir
meira en að standa á eigin fótum. Hann skilar
raunverulegum tekjum í þjóðarbúið og er fær
um að taka á sig áföll eins og niðurskurð þorsk-
kvótans. Niðurskurður eins og nú hefði leitt til
hrikalegs samdráttar og tugprósenta geng-
isfellinga fyrir 30 árum. Reyndar hefðu pólitík-
usar þeirra ára tæplega haft þrek og þor til svo
harkalegra aðgerða.
Það er meira að segja svo að undir þessum
kringumstæðum sjá sumir sér sóknarfæri.
Vestmannaeyingar kaupa ný skip og berja sér á
brjóst fullvissir þess að þeir klári sig á dæminu.
Þeim dettur ekki hug að vera með eitthvert væl.
KG Fiskverkun á Rifi reisir nýtt fiskverk-
unarhús og stjórnendur horfa bjartsýnir fram á
veginn. Það er gaman að svona mönnum. Fyrir
30 árum hefði myndazt löng röð útgerðarmanna
hjá bankastjórum ríkisbankanna og Byggða-
stofnun við aðstæður sem þessar. Ekki núna.
Þessar aðstæður eru vissulega erfiðar en já-
kvæð viðbrögð hljóta að vera svarið. Menn
þreyja þorrann og góuna og njóta svo ávaxt-
anna þegar þar að kemur. Svona viðbrögð ættu
að leiða til bjartsýni og jákvæðrar umræðu um
sjávarútveginn og það góða sem menn eru að
gera þar. Sjávarútvegurinn hefur gengið í gegn-
um gífurlegar breytingar á síðustu áratugum,
líklega einhverjar þær mestu sem nokkur at-
vinnugrein hefur gert. Hæfir stjórnendur hafa
stýrt fleyjum sínum gegnum mikið öldurót í
formi aflaskerðinga og gengissveiflna og skilað
þeim heilum til hafnar. Gífurleg hagræðing hef-
ur átt sér stað og hefur hún leitt til betri af-
komu. Umræðan um sjávarútveginn hefur verið
neikvæð undanfarin misseri og verið honum
þungbær. Við ættum að horfa til þess sem vel er
gert í umræðunni og hjálpast að við að leysa það
sem miður fer. Gefum sjávarútveginum frið til
að vinna sig út úr þeim erfiðleikum sem nú
standa fyrir dyrum.
Það er gaman að svona mönnum
» Þetta var ljót mynd, eig-inlega hryllingsmynd.BRYGGJUSPJALL
Hjörtur Gíslason
hjgi@mbl.is
„VIÐ erum bara bjartsýn á fram-
vinduna og ætlum að halda okkar
striki. Við fáum mikla skerðingu á
þorskkvótann eins og aðrir, en
stefnum að því að bæta það upp
með leigu og kaupum á aflaheim-
ildum,“ segir Hjálmar Kristjánsson,
framkvæmdastjóri KG Fiskverkun-
ar á Rifi.
Fyrirtækið hefur tekið í notkun
nýtt fiskverkunarhús við höfnina á
Rifi og jafnframt hefur KG Fisk-
verkun tekið yfir útgerð Tjalds SH
af Brimi. Nýja húsið er 2.800 fer-
metrar að stærð og vinnslusalur er
um 2.000 fermetrar. Salurinn er
hannaður fyrir vinnslu á söltuðum
flökum. Gert er ráð fyrir að hægt
sé að vinna úr 20 tonnum af hráefni
á dag.
Stefnt er að því að gera Tjaldinn
meira út en áður, en hann er með
línubeitningu um borð. Kvóti fyr-
irtækisins var 1.800 þorskígildis-
tonn á þessu ári, þar af 1.000 tonn
af þorski. Þau skerðast nú um ríf-
lega 300 tonn.
„Það verður náttúrlega svolítið
erfitt að fara inn í nýtt fiskveiðiár
með þessa miklu skerðingu í þorski.
Menn þurfa að horfa öðruvísi á
hlutina. Ég hef fulla trú á því að
þetta komi til með að skána með
tímanum og það þýðir ekkert að
leggja árar í bát. Við ætlum að
halda okkar striki og enginn bilbug-
ur á okkur. Við ætlum að afla okkur
meiri heimilda til að bæta skerð-
inguna upp. Við erum með nóg af
góðu starfsfólki og því er ég bjart-
sýnn á framvinduna,“ segir Hjálm-
ar Kristjánsson. Fiskvinnsla KG Fiskverkun á Rifi hefur tekið í notkun nýtt fiskverkunarhús.
Fólkið Frumkvöðlar og forystumenn. Kristján Guðmundsson, stofnandi
KG Fiskverkunar, eiginkona hans Ragnheiður Hjálmtýsdóttir og sonur
þeirra Hjálmar Kristjánsson, sem nú er við stjórnvölinn.
Enginn bil-
bugur á okkur
KG Fiskverkun tekur nýtt fiskverk-
unarhús í notkun við höfnina á Rifi
STÆRSTU sjávarútvegfyrirtæki
Nýja Sjálands hafa lagt til að leyfileg-
ur heildarafli af hokinhala verði skor-
inn niður um 20.000 tonn. Með því
vilja þeir vernda stofninn, sem hefur
farið minnkandi undanfarin ár.
Það eru fyrirtækin Sealord, Aotea-
roa Fisheries og Sanford, sem vilja að
heildarkvóti næsta fiskveiðiárs verði
minnkaður niður í 80.000 tonn úr
100.000 tonnum. Árið 2001 var heild-
arkvótinn 250.000 tonn og hefur hann
verið minnkaður jafnt og þétt síðan.
Hokinhalaveiðarnar eru mikilvæg-
ustu veiðarnar við Nýja Sjáland og
skiluðu tæplega átta milljarða króna
tekjum á síðasta ári. Sjávarútvegs-
fyrirtækin segja að það séu náttúru-
legar ástæður fyrir því að stofninn
hafi minnkað. Ekki sé um að kenna
ofveiði eða eyðileggingu viðkvæmra
svæða vegna togveiða. Þeir vilja auka
hlutfall hokinhala, sem tekinn er á
Chatham-hásléttunni og í Cook-
sundi, úr 60% í 75% til að minnka
veiðiálagið á öðrum slóðum vestan við
eyjarnar, þar sem staða stofnsins er
slökust.
Vilja minni
kvóta á
hokinhala
ÚR VERINU
Eftir Guðmund Sverri Þór
sverrirth@mbl.is
COUNTRYWIDE Financials, stærsti
húsnæðislánabanki Bandaríkjanna,
gæti rambað á barmi gjaldþrots. Þetta
kemur fram í nýju verðmati frá fjár-
festingarbankanum Merrill Lynch
sem mælir með því að fjárfestar selji
hlutabréf sín í Countrywide snarlega.
Aðeins eru nokkrir dagar síðan Mer-
rill Lynch mælti með því að fjárfestir
bættu við sig hlutabréfum í félaginu.
Þá lækkaði alþjóðlega matsfyrirtækið
Moody’s lánshæfiseinkunn Country-
wide á fimmtudag og gaf til kynna að
frekari lækkanir gætu átt sér stað inn-
an skamms.
Moody’s lækkaði einkunnina í kjöl-
far tilkynningar frá Counrtywide þess
efnis að bankinn hefði fullnýtt 11,5
milljarða dala lánsheimild sína hjá
bandaríska seðlabankanum þar sem
mjög illa gengi að afla fjár á markaði.
Þá var ekki liðin vika frá því að bank-
inn hafði lýst því yfir í skýrslu til
bandaríska fjármálaeftirlitsins að
handbært fé hans væri nægt til þess
að takast á við ólguna á fjármagns-
mörkuðum og þurrð á lánsfé.
Countrywide Financials er sem áð-
ur sagði stærsti lánveitandinn á
bandarískum fasteignamarkaði og
veitir bankinn fimmta hvert húsnæð-
islán sem veitt er í Bandaríkjunum.
Verði bankinn gjaldþrota er ljóst að
það gæti ýtt enn frekar undir þann
óróa sem ríkir á mörkuðum um þessar
mundir.
Gengi hlutabréfa Countrywide í
kauphöllinni í New York hefur verið í
frjálsu falli að undanförnu en líkt og
önnur fyrirtæki hækkaði félagið tölu-
vert á föstudag í kjölfar þess að banda-
ríski seðlabankinn lækkaði daglána-
vexti sína. Alls hækkaði bankinn um
13,09% á föstudaginn en enn er of
snemmt að segja hvort sú þróun sé
varanleg.
Countrywide sagt geta
verið á barmi gjaldþrots
Moody’s lækkaði lánshæfismat bankans
Reuters
Wall Street Bréf húsnæðislána-
bankans Countrywide eru skráð í
kauphöllina í New York.
BRESKA leikfangakeðjan Ham-
leys, sem er í eigu Baugs, hefur tek-
ið skartgripi fyrir börn úr hillum
sínum eftir að í ljós kom að í vör-
unum var of mikið magn blýs. Vör-
urnar voru framleiddar í Kína en
að undanförnu hafa komið upp fjöl-
mörg tilvik þar sem komið hefur í
ljós að vörur framleiddar í Kína
innihalda í töluverðu magni ýmiss
efni sem ekki þykja æskileg.
Breska sjónvarpsstöðin Sky News
greinir frá því að Hamleys hafi
gripið til aðgerða eftir að dagblaðið
Sunday Times lét efnagreina skart-
gripina.
Sem dæmi um þá barnaskart-
gripi sem Sunday Times lét efna-
greina var armband sem kostar
tæplega 5 pund en blýinnihald þess
var 93%. Ekki er mælt með því að
blýinnihald sé meira en 0,06% en í
Bretlandi er lögbundið hámarks-
magn efnisins í leikföngum 0,1%.
Þó eru engar reglur í gildi um
hversu mikið blýmagn má vera í
skartgripum ætluðum börnum.
Magnið sem mældist í armbandinu
hjá Hamleys mun vera nægilega
mikið til þess að valda varanlegum
heilaskaða og gæti jafnvel valdið
dauða, leggi börn leikfangið sér til
munns.
Talsmaður Hamleys sagði í við-
tali við Sky News að um leið og ljóst
væri hversu hættulegar vörurnar
voru hafi þær verið teknar úr hill-
um verslunarinnar. „Við myndum
aldrei selja eitraða skartgripi vís-
vitandi enda tökum við heilsu og ör-
yggi viðskiptavina okkar mjög al-
varlega,“ sagði talsmaður Hamleys.
Viðkomandi gat þó ekki staðfest
hvort allar vörur verslunarinnar
sem framleiddar eru í Kína yrðu
prófaðar.
Þetta er eins og áður segir ekki
fyrsta dæmið um að afturkalla
þurfi leikföng sem framleidd eru í
Kína en leikfangarisinn Mattel
þurfti í síðustu viku að endurkalla
nærri tvær milljónir leikfanga sem
seld voru í Bretlandi vegna ótta við
of mikið magn blýs.
Blý í skartgripum
Hamleys frá Kína
Morgunblaðið/Golli
VIÐSKIPTI