Morgunblaðið - 30.08.2007, Side 3

Morgunblaðið - 30.08.2007, Side 3
Listi yfir kosti þess að skrá félag á First North er langur. -Nánar tiltekið 118 félaga langur. MARKAÐSVIRÐI FÉLAGA Á FIRST NORTH Vertu með á nýjum vettvangi þar sem smærri félögum eru veitt stærri tækifæri. omxgroup.com/nordicexchange/firstnorth Smærri fyrirtæki í vexti búa gjarnan yfir frum- kvæði og eru með skýra framtíðarsýn. Það krefst þó fjármagns að gera framtíðarsýn að veruleika. Þess vegna var First North komið á fót, hliðar- markaði Nordic Exchange fyrir félög sem vilja nýta sér kosti skráningar en eru ekki tilbúin í hefðbundna kauphallarskráningu. Á First North verða félög sýnilegri og öðlast aðgang að fjármagni frá allri Norður Evrópu. Til að auðvelda félögum að vaxa á First North hefur regluverkið verið einfaldað miðað við hefðbundn- ar kauphallarreglur. Þrátt fyrir það kjósa mörg félög að starfa eins og skráð félög á aðalmarkaði, bæði í þjónustuskyni við alþjóðlega fjárfesta og til undirbúnings fyrir kauphallarskráningu. Á árinu 2007 hefur markaðssvæði First North stækkað og nær nú til Finnlands, Íslands og Eystrasaltsríkjanna. Skráðum félögum hefur fjölgað ört, eða úr 79 í 118 og markaðsvirði aukist. Það er ánægjulegt frá því að greina að mörg félaganna hafa vaxið umtalsvert það sem af er ári. Þá hafa sum félaganna nú þegar farið af First North yfir á aðalmarkað Nordic Exchange. Ef þú vilt kynna þér First North betur getur þú heimsótt heimasíðu First North: omxgroup.com/nordicexchange/firstnorth. Nýttu síðuna til fræðast meira en sértu á höttunum eftir ítarlegri upplýsingum mælum við með að þú kynnir þér betur hin fjölmörgu álitlegu félög sem eru á lista First North. 6 EUR ma 5 4 3 2 1 0 2004 2005 2006 2007 FJÖLDI FÉLAGA Á FIRST NORTH 120 100 80 60 40 20 0 Fjárfesting í félagi á First North kann að fela í sér meiri áhættu en fjárfesting í félagi í kauphöll. 2004 2005 2006 2007

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.