Morgunblaðið - 30.08.2007, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VIÐSKIPTA- og hagfræðideild
Háskóla Íslands býður öllum
áhugamönnum um hagfræði og
efnahagsmál að sækja sér að
kostnaðarlausu háskólafyrirlestra
í þjóðhagfræði handa byrjendum.
Þetta er þriðja árið í röð sem við-
skipta- og hagfræðideild býður
þjóðinni í þakkarskyni að sækja
fyrirlestrana. Ekki er krafist
undirbúnings umfram almenna
menntun til stúdentsprófs. Fyr-
irlesarinn er Þorvaldur Gylfason
prófessor.
Morgunblaðið/Þorkell
Kennir hag-
fræði ókeypis
MEST efnir til Ís-
landsmóts í
kranastjórnun í
höfuðstöðvum
sínum að Malar-
höfða 10 í
Reykjavík á
morgun, föstu-
dag, frá klukkan
8 til 17. Kepp-
endur leysa ákveðnar þrautir og sá
vinnur sem fer hraðast yfir.
Íslandsmeistarinn öðlast þátt-
tökurétt í Evrópukeppninni, sem
fram fer í Þýskalandi. Íslendingar
unnu silfurverðlaun í þeirri keppni
árið 2005.
Íslandsmót
í kranastjórn
KONA á fertugsaldri var flutt á
slysadeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss eftir harðan árekstur
við Dalveg í Kópavogi í gærmorgun
en þar rákust saman fólksbíll og
jeppabifreið. Meiðsl konunnar eru
ekki talin alvarleg.
Kalla þurfti til tækjabifreið
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
og var klippum beitt til að ná kon-
unni út. Með henni í bílnum var
barn hennar sem meiddist lítillega.
Báðar bifreiðar eru taldar gjör-
ónýtar og þurfti að fjarlægja þær
með dráttarbíl.
Harður árekstur
varð í Kópavogi
Á FÖSTUDAG verða bæjarstjóra-
skipti í Mosfellsbæ.
Þá mun Haraldur Sverrisson,
formaður bæjarráðs, taka við
stjórn bæjarins af Ragnheiði Rík-
harðsdóttur, en Ragnheiður hefur
tekið sæti á Alþingi.
Nýr bæjarstjóri
MAGNÚS Árna-
son hefur verið
ráðinn í stöðu
framkvæmda-
stjóra Skíða-
svæða höfuð-
borgarsvæðisins.
Hann hefur lokið
félagsfræði-
menntun frá HÍ
og MBA frá Há-
skóla Reykjavíkur. Magnús starfaði
áður m.a. sem starfsmannastjóri
10-11 og rekstrarráðgjafi hjá
BYKO.
Einnig hefur verið gengið frá
endurráðningu þriggja fyrrverandi
starfsmanna skíðasvæðanna.
12 sveitarfélög á höfuðborgar-
svæðinu reka skíðasvæðin í
Bláfjöllum og skíðasvæðið í Skála-
felli.
Mun stjórna
skíðasvæðum
Magnús Árnason
göngutengingar við Suðurlands-
veg. Þá verður mikil áhersla lögð á
að fella fyrirhugaða byggð vel að
SKIPULAGSRÁÐ Reykjavíkur
samþykkti í gær að auglýsa tillögu
að nýju deiliskipulagi athafnasvæð-
is á Hólmsheiði. Svæðið er norðan
Suðurlandsvegar, á milli Hafra-
vatnsvegar og hesthúsasvæðisins í
Almannadal (Fjárborgar). Stefnt er
að því að deiliskipulagsferli svæð-
isins verði lokið í nóvember næst-
komandi og að lóðunum verði út-
hlutað fljótlega eftir það.
Í tilkynningu frá skipulagsstjóra
Reykjavíkur kemur fram að heild-
arstærð nýja athafnasvæðisins sé
um 170 hektarar. Þar af fara um
100 hektarar undir lóðir sem verða
af ýmsum stærðum, eða allt frá 0,1
hektara upp í 10 hektara. Flestar
verða lóðirnar 0,1-0,5 hektarar að
stærð. Húshæðir verða frá einni
hæð og upp í sex hæðir. „Ef heim-
ildir til uppbyggingar eru nýttar að
fullu er áætlað að á svæðinu geti
rúmast byggingar sem verða sam-
tals allt að 700.000 m2 að flatarmáli.
Með þessu nýja svæði er tryggt
stóraukið framboð fyrirtækjalóða
og mun meira en í boði hefur verið
mörg undanfarin ár.“
Nýja atvinnusvæðið við Hólms-
heiði þykir hafa mjög góðar sam-
landinu og náttúrulegum kostum
svæðisins. „Í skipulaginu eru skil-
málar rúmir en lögð áhersla á
vandaða hönnun og að byggingar
falli vel að landi og nánasta um-
hverfi.“
"
#
$
!%
!
Fjöldi nýrra atvinnulóða á Hólmsheiði
ALLS voru 127 mál sem tengjast heimilisofbeldi
tilkynnt lögreglunni það sem af er árinu, að sögn
Rannveigar Þórisdóttur, deildarstjóra upplýs-
inga- og áætlanadeildar Lögreglustjórans á höf-
uðborgarsvæðinu.
Málin eru mjög misjöfn
Á ráðstefnunni Karlar til ábyrgðar, sem fram
fer í dag, mun Rannveig fjalla um heimilisofbeldi
og þau gögn sem lögregla hefur um slík mál. Þar
verður jafnframt rætt um meðferð fyrir karla sem
beita ofbeldi á heimili og þjónustu við þolendur
heimilisofbeldis.
Rannveig segir að í kringum 200 mál er varða
heimilisofbeldi komi til kasta lögreglu á hverju ári
og hafi fjöldi þeirra verið nánast óbreyttur síðasta
áratug. Fram til ársins 1997 hafi komið tímabil þar
sem tilkynningum um þessi mál hafi fækkað mikið
og hafi það verið rakið til bættrar stöðu kvenna í
samfélaginu. Rannveig segir að hafa þurfi í huga
þegar heimilisofbeldi er skoðað að málin séu af af-
ar misjöfnum toga.
„Kannski þurfum við svolítið að einbeita okkur
frekar að því að aðgreina þessi mál,“ segir Rann-
veig. Mjög stóri hluti málanna komi upp um helgar
og tengist áfengisneyslu en hugsanlega þurfi að
taka öðruvísi á slíkum málum og öðrum sem koma
upp á virkum dögum „og eru kannski ekki tengd
áfengi eða neinu slíku“.
Eitt af því sem lögreglan geti gert sé að auka
samstarf við félagsmálayfirvöld og félagsþjón-
ustu. „Oft erum við að kljást við mál sem kannski
enginn einn getur leyst, heldur þarf samvinnu
margra,“ segir Rannveig.
127 mál sem tengjast heimilis-
ofbeldi tilkynnt lögreglu á árinu
Segir aukið samstarf lögreglu og félagsmálayfirvalda æskilegt
Í HNOTSKURN
»Árið 2005 lét Ríkislögreglustjóri útbúaverklagsreglur sem leiðbeina lög-
reglufólki um skráningu heimilisofbeld-
ismála.
»Þar eru líka upplýsingar fyrir lög-reglumenn um hvert þeir geta leitað
þegar þeir vinna úr slíkum málum.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is