Morgunblaðið - 30.08.2007, Page 12

Morgunblaðið - 30.08.2007, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞAÐ er ekki aðeins í Reykjavík að meira er um hávaða og óþrifnað við veitingastaði en áður en bannað var að reykja þar innandyra. Sömu sögu er að segja frá Danmörku og öðrum löndum. Kvörtunum vegna hávaða frá við- skiptavinum danskra veitingastaða hefur stórfjölgað síðan bannað var að reykja inni á þeim fyrir fáum vik- um og raunar hefur það gengið þannig fyrir sig alls staðar þar sem reykingabann á veitingastöðum hef- ur tekið gildi. Sem dæmi má nefna, að í Edinborg í Skotlandi fjölgaði kvörtunum vegna hávaða um 1.000% eftir gildistöku reykingabannsins á síðasta ári. Ekki um neinar skyndilausnir að ræða Þessi vandi er ekki auðveldur við- fangs en víða, til dæmis í Danmörku, virðist afstaðan vera sú að hinkra að- eins við og sjá hver þróunin verði. Vona margir, að hún verði eins og í Svíþjóð en þar var sama ófremdar- ástandið uppi á teningnum fyrst eftir reykingabannið en það jafnaði sig á hálfu ári. Carsten Kruuse, upplýsinga- fulltrúi DRC, sambands danskra veitinga- og kaffihúsa, segir, að sam- bandið, lögreglan og viðkomandi borgaryfirvöld verði að taka höndum saman við að leysa vandann og láta ekki staðar numið fyrr en það hefur verið gert. Meðal þess, sem um er rætt, er að koma upp varanlegu og sæmilega hljóðeinöngruðu afdrepi fyrir reykingafólk við veitingastað- ina. AP Reykingar Bannið við reykingum á veitingastöðum hefur leitt af sér vanda, sem erfitt er að ráða við. Bannið og hávaðinn Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HÆSTIRÉTTUR Sviss úrskurðaði nýlega að yfirvöld í landinu ættu ekki að veita fulltrúum yfirvalda í Rússlandi aðstoð við að rannsaka mál auðkýfingsins Míkhaíls Khodor- kovskís sem nú afplánar átta ára fangelsisdóm í Síberíu. Khodor- kovskí var yfirmaður olíurisans Yuk- os og ríkasti maður landsins, hann var m.a. dæmdur sekur um fjársvik. Svissnesku dómararnir taka hins vegar undir með verjendum hans og segja málið vera pólitískar ofsóknir af hálfu ríkisstjórnar Vladímírs Pút- íns forseta og mannréttindi sakborn- ingsins hafi verið þverbrotin. Haft er eftir einum af verjendum Khodorkovskís, Kanadamanninum Robert Amsterdam, á vefsíðu blaðs- ins National Post að ekki séu for- dæmi fyrir því að svissneskur dóm- stóll kveði upp úrskurð á slíkum forsendum um að hafna beri sam- vinnu við erlent ríki í dómsmáli. Júrí Tsjaíka, ríkissaksóknari Rússlands, sakaði á þriðjudag dóm- arana um að hafa látið undan póli- tískum þrýstingi. „Það hefur ekk- ert vægi í lagalegum skilningi að Sviss skuli neita að aðstoða Rúss- land og að baki úrskurðinum eru pólitískar orsakir,“ sagði Tsjaíka. Dómstóllinn gaf skipun um að embættismenn skyldu hætta að að- stoða Rússa við rannsóknina á máli Khodorkovskís. Verður nú að sögn rússneska blaðsins Kommersant hægt að nálgast um 200 milljónir dollara, nær 13 milljarða króna, sem frystir höfðu verið á svissneskum bankareikningi Khodorkovskís og viðskiptafélaga hans, Platons Leb- edevs, sem einnig er í fangelsi. Dómararnir fimm eru hvassyrtir í úrskurðinum og segja að málarekst- urinn gegn Khodorkovskí hafi ein- kennst af alvarlegum formgöllum og óskilvirku dómskerfi. Ótvíræðar vís- bendingar séu um „annarlegar ástæður“ að baki málarekstrinum, einkum pólitískar skoðanir Khodor- kovskís. Brotið hafi verið á mann- réttindum kaupsýslumannsins og hann hindraður í að verja sig. „Þetta er ótrúlegt,“ segir áður- nefndur Amsterdam. „Dómstóllinn er í reynd að segja að ekki sé réttar- ríki í Rússlandi, [ráðamenn] hafi notað lögin til að stela.“ Hann segir að vissulega hafi niðurstaðan í Sviss ekki áhrif á málið gegn Khodor- kovskí í Rússlandi lagalega séð en um sé að ræða stórkostlegan siðferð- islegan sigur fyrir hann. „Það er tekið mark á Svisslend- ingum og þegar svissneskur dóm- stóll lýsir hegðun rússneskra dóm- stóla og stjórnvalda með þessum hætti hlýtur það að hafa áhrif til langs tíma á álit fólks á lögmæti, ekki aðeins dómstólanna heldur líka fyrirtækja og siðferðis þeirra [í Rússlandi],“ segir hann. Fordæma dómskerfi Rússa Hæstiréttur Sviss segir mannréttindi rússneska auðkýfingsins Khodorkovskís hafa verið brotin og hafnar samstarfi við yfirvöld í Moskvu um rannsókn málsins Í HNOTSKURN »Khodorkovskí, sem varhandtekinn 2003, gagn- rýndi Pútín og er sagður hafa íhugað forsetaframboð. »Yukos varð gjaldþrotavegna þess að fyrirtækið gat ekki endurgreitt milljarða dollara sem það var sagt hafa svikið undan skatti. Ríkisfyr- irtækið Rosneft náði síðar undir sig gríðarmiklum eign- um Yukos með umdeildum að- ferðum. Rosneft er stjórnað af samstarfsmanni Pútíns. Míkhaíl Khodorkovskí FJALLIÐ er það hæsta í Evrópu og svo kann að fara að síðar á þessari öld verði það síðasti griðastaður evr- ópskra skíðamanna. Hér er ekki ver- ið að tala um Alpana, heldur um Elbrus-fjall í Kákasusfjöllum í Suð- ur-Rússlandi. Þar eru skíðabrekk- urnar opnar allan ársins hring. Fornfrægir skíðastaðir í Ölpunum og víðar hafa á undanförnum árum orðið verulega fyrir barðinu á hækk- andi hitastigi. Hefur skíðatíminn styst og skíðabrekkurnar líka ef svo má segja því að það snjóar æ minna í lægri hlíðum. Sem dæmi um ástand- ið má nefna að verði engin breyting á mun mesti ísskjöldurinn í Ölpunum, Aletsch-jökullinn í Sviss, hverfa á 80 árum. Elbrus-fjall er 5.642 m hátt og svo undarlegt sem það er hefur kólnað á því og snjókoma aukist á síðustu 10 árum. Elbrus-svæðið, sem stundum er kallað Perlan í norðanverðum Kákasusfjöllum, hefur hingað til ver- ið lítið sótt af evrópskum ferða- og skíðamönnum en margt bendir til að það eigi eftir að breytast. Hafa Rúss- ar til dæmis ákveðið að hafa það til vara á Vetrarólympíuleikunum 2014 en þeir eiga að fara fram í fjallinu Krasnía Poljana, skammt frá Sotsí við Svartahaf. Er það aðeins 2.230 m hátt. Eru Rússar nú að fjárfesta mikið í hvers kyns uppbyggingu í Elbrus-fjalli og taka ýmis erlend fyr- irtæki, t.d. frönsk og kanadísk, þátt í henni. Vandinn er hins vegar sá að það hefur verið heldur ófriðlegt í Kákasuslöndum mörg undanfarin ár og á því verður að ráða bót áður en ferðamannastraumurinn getur haf- ist fyrir alvöru. Elbrus: Síðasti skíða- staðurinn í Evrópu? Þar hefur kólnað á síðustu tíu árum og snjókoma aukist Perlan Tindar Elbrus-fjalls eru tveir og sá vestari hærri, 5.642 metrar. Hinn er 21 m lægri. UM 40.000 manns komu í gær saman í bænum Bunol á Spáni til að kasta tómötum hver í annan, samtals 115.000 kílóum. Er þessi uppákoma eða hátíð, Tomat- ina eins og hún kallast, haldin árlega og jafnan vel sótt af Spánverjum og erlendum ferðamönnum. Sagt er að rekja megi hátíðina til ársins 1945 þegar tveimur þátt- takendum í kjötkveðjuhátíð í bænum sinnaðist og þeir tóku til við að grýta hver annan með tómötum. Þetta þótti svo skemmtilegt að bæjarbúar ákváðu að helga síðasta miðvikudag í ágúst allsherjartómataslag. Reuters Tómatsósuflóð í spænskum bæ Seúl. AP. | Taliban- ar í Afganistan slepptu í gær tólf af nítján suður- kóreskum gíslum í kjölfar samnings milli Suður-Kóreu og Talibananna. Mannræningjarn- ir hafa lofað að sleppa hinum gísl- unum sjö á næstu 48 tímum. Viðskiptaráðherra Afgan- istan hefur varað við að samnings- gerð S-Kóreu við Talibana geti orðið fordæmi fyrir aðra mannræningja. Í samningnum felst að S-Kórea muni kalla alla hermenn sína heim frá Afg- anistan í lok árs og að suður-kóresk- um trúboðum verði bannað að sinna hjálparstarfsemi í landinu. Tólf gíslum sleppt í gær Ein af konunum sem var sleppt. GRÍSK yfirvöld sögðust í gær vera að ná yfirhöndinni í baráttunni við skógarelda sem hafa geisað í land- inu síðan fyrir helgi. Minnst 64 hafa týnt lífi í eldunum og þúsundir hektara hafa fuðrað upp. Þúsundir mótmæltu ónógum aðgerðum stjórnvalda vegna eldsins í gær. Eldar í rénun AP Neyð 76 ára kona gengur 4 km, hlaðin fóðri fyrir geitur sínar. MOQTADA Sadr, klerkur sjíta í Írak, hefur skipað Mahdi-hernum að hætta árásum á erlendu her- sveitirnar í allt að hálft ár til að hægt verði að endurskipuleggja hann. Talið er að með þessu vilji Sadr ná aftur stjórn á Mahdi- hernum og afstýra klofningi hans. Hætti árásum ÁKVEÐIÐ hefur verið að fyrir árs- lok 2009 verði farið að birta myndir af krabbameinssjúkum lungum og öðrum afleiðingum reykinga á öll- um umbúðum um tóbaksvörur í Bretlandi. Fagna því margir en talsmenn reykingamanna saka yfir- völd um beinar ofsóknir. Ljótar myndir STOFNUÐ hafa verið í Danmörku samtök „útbrunnins“ fólks en þá er átt við þá, sem af einhverjum ástæðum eru orðnir örmagna and- lega og líkamlega. Eru líkamlegu einkennin oft höfuðverkur, svefn- leysi og svimi og ástæðan sögð langvarandi streita á vinnustað. Útbrunnin NORSK kona, sem varð fyrir geitungsstungu, lést á aðeins hálf- tíma af hennar völdum en hvorki hún né aðrir vissu að hún var með mikið ofnæmi fyrir eitrinu. Norsk hjón, Turid og Tore Torstensen, voru í litlum fjallakofa þegar geitungur stakk Turid og eftir nokkrar mín- útur átti hún orðið erfitt með andardrátt. Hún lést síðan á hálf- tíma. Á hverju ári deyja um tveir Norðmenn af þessum sömu sökum. Banvænt bit Geitungar geta verið varasamir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.