Morgunblaðið - 30.08.2007, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN MINNINGAR
✝ Þorgrímur Ein-arsson var fædd-
ur í Winnipeg í Kan-
ada hinn 20. júní
1920, hann lést á
Elliheimilinu Grund
í Reykjavík 21.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar Þor-
gríms voru: Einar
Þorgrímsson, f. 15.6.
1896, d. 24.4. 1950,
og Jóhanna Þuríður
Oddsdóttir, f. 21.7.
1895, d. 2.5. 1972.
Alsystkini Þorgríms
voru: Jóhanna, f. 18.5. 1915. Hún
er látin. Anna Sigríður, f. 5.8. 1921
og Einar Þór, f. 10.7. 1925. Bróðir
Þorgríms, sammæðra, er Rafnar
Karl Karlsson, f. 12.11. 1937. Syst-
ir hans, samfeðra, er Edda Ein-
arsdóttir, f. 15.1. 1940. Þorgrímur
kvæntist 29.4. 1944 Aðalheiði Sig-
ríði Skaptadóttur, f. 10.8. 1920, d.
13.4. 2004, og eignuðust þau fjög-
ur börn.
Þau eru: Skapti, f. 25.9. 1945
ókvæntur og barnlaus.
Sigríður Anna, f. 15.8. 1947, gift
Gylfa Sveinssyni, hún á fimm
börn, sex barnabörn og tvö lang-
ömmubörn. Einar, f. 30.9. 1949, er
í sambúð með Sigurlínu Sveins-
dóttur, hann á tvo drengi og sex
barnabörn.
Ragnar Lúðvíg, f. 25.6. 1953,
kvæntur Önnu Snæbjörnsdóttur,
þau eiga þrjú börn.
Námsferill Þorgríms: Að loknu
barnaskólanámi í Barnaskólanum
í Keflavík var hann við nám í
Reykjaskóla í Hrútafirði 1936-37.
Hóf nám 1938 í
offsetprentun í
Lithoprenti þegar
það var stofnað.
Tók sveinspróf
23.2. 1948.
Hann nam leiklist
í Leiklistarskóla
Ævars Kvarans
1949-1950.
Meistarabréf í off-
setprentun 30.10.
1950.
Starfsferill Þor-
gríms: Hann starf-
aði áfram í Litho-
prenti til 1953. Áður 1937-1938, í
Nýju prentmyndagerðinni í
Reykjavík.
Vann hjá bandaríska sendi-
ráðinu og fyrir herliðið í síðari
heimsstyrjöldinni. Starfaði hjá
Vitamálaskrifstofunni 1953-1961
við prentun sjókorta. Í eigin fyrir-
tæki Endurprenti 1961-1967. Við
önnur störf 1968. Í Lithoprenti frá
1969, fyrst sem verkstjóri, síðan
sem framkvæmdastjóri og einn
eigandi fyrirtækisins uns Litho-
prent var lagt niður snemma á
árinu 1972.
Starfaði í Leiftri hf. 1972-1987.
Við upplestur, söng o.fl. á Elli-
heimilinu Grund meðan heilsan
leyfði. Félags- og trúnaðarstörf:
Formaður Offsetprentarafélags
Íslands (OPÍ) um árabil. Í trún-
aðarráði Alþýðuflokksins um
skeið.
Útför Þorgríms fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, fimmtudag-
inn 30. ágúst, og hefst athöfnin kl.
15.
Fallega, hljómfagra röddin hans
er hljóðnuð. Mildu augun hans hafa
lokast í svefninum langa. Hann er
horfinn á braut.
Ég gæti sagt ótal margt um góð-
vild hans og gæsku en hann bannaði
mér að vera væminn ef ég minntist
sín í minningargrein.
„Segðu frá einhverju skemmti-
legu,“ sagði hann, „ekki dapurlegum
hlutum“.
Óhætt er að segja að hann var
óvenjulegur maður, hann pabbi.
Góðum gáfum gæddur og ótal
hæfileikum, fyndinn og listrænn.
Hann hafði ánægju af að setja
saman gamanvísur og um ellina hafði
hann til dæmis þetta að segja:
Oft hef ég hárið á höfði mér reytt,
er heilinn mig svíkur, ég man ekki neitt.
Það ætti nú samt að vera einhver von,
ég veit hvað ég heiti en ekki hvers son.
Hann lagði stund á leiklist í Leik-
listarskóla Ævars Kvarans og lék
eitt aðalhlutverkið í kvikmynd Ósk-
ars Gíslasonar „Ágirnd“ árið 1952.
Einnig ferðaðist hann um landið, í
félagi við Karl Guðmundsson leikara
með gamanmál, látbragðsleik og
upplestur sem landsmenn gerðu
góðan róm að. Hann skrifaði ótal
greinar um menn og málefni í blöð og
tímarit mest þó í „Prentarann“, mál-
gagn Félags bókagerðarmanna.
Pabbi eignaðist frábæra eigin-
konu, móður okkar Aðalheiði Sigríði
Skaptadóttur, og unnust þau hugást-
um. Hann missti hana úr Alzheim-
erssjúkdómnum árið 2004 og varð
aldrei samur maður eftir það.
Eftirfarandi ljóð „Til Heiðu“ orti
hann til hennar árið 1995.
Það hallar sumri, hugur leitar
að hjarta þínu, ástin mín.
Þá elska vil ég ennþá heitar
og ylja mér við brjóstin þín.
Æviárin áfram líða,
ellin kemur – tekur völd.
Við leggjum saman lófa þýða
og leiðumst inn í ævikvöld.
Þótt ást væri mikil á heimili þeirra
gaf stundum á bátinn eins og gengur.
Eitt sinn sagði pabbi við mömmu:
„Við höfum gengið saman gegnum
súrt og sætt, Heiða mín.“
Þá svaraði mamma að bragði:
„Þú meinar súrt og súrt.“
Pabbi var afbragðs snókerspilari á
sínum yngri árum, svo og góður
skákmaður og bridgespilari.
Einnig samdi hann hugljúf söng-
lög á efri árum og verður eitt þeirra,
sem hann tileinkaði mömmu, „Ást-
aróður til Heiðu“, flutt við jarðarför
hans í dag í Fossvogskirkju.
Síðustu æviárin dvaldist hann á
Elliheimilinu Grund við góðan að-
búnað. Við færum starfsfólkinu á
sjúkradeild V 2 og öllum öðrum sem
önnuðust um föður okkar af alúð og
drengskap, okkar bestu þakkir.
Við erum stolt yfir að vera börn
foreldra okkar.
Minning þeirra mun lifa í hjörtum
okkar um ókomna framtíð.
Fyrir hönd okkar systkinanna,
Einar Þorgrímsson.
Sá gamli er farinn, sagði bróður-
sonur minn og nafni við mig í sím-
ann, þegar hann vakti mig af svefni í
gærmorgun. Ég þurfti ekki frekari
vitnanna við. Sá gamli, sem hann
kallaði svo, var faðir hans, eldri bróð-
ir minn, Þorgrímur, besti vinur ævi-
langt – sem kvatt hafði lífsins táradal
þá um nóttina, eftir stutta hinstu
legu.
Andlátsfregnin var þungbær, en
huggun var þó harmi gegn, að Doddi,
eins og hann var kallaður í daglegu
tali, hafði verið manna heilsuhraust-
astur, og orðinn 87 ára gamall þegar
hann lést.
Lífið hafði þó ekki alla tíð verið
tómur dans á rósum hjá bróðurnum.
Hann hafði til að mynda fyrir fáum
árum þurft að sjá á bak konu sinni,
Aðalheiði Skaptadóttur, sem hann
hafði kynnst ungur að árum, þegar
hann kom úr Keflavíkinni syðri til
okkar á Barónsstíg 19. Aðalheiður
lést fyrir nokkrum árum úr Alzheim-
erssjúkdómnum.
Við, alsystkinin fjögur, vorum öll í
heiminn borin vestanhafs. Þorgrím-
ur, Jóhanna og Anna Sigríður í Kan-
ada; undirritaður eilítið sunnar, í
Bandaríkjunum. Löngu síðar eign-
uðumst við tvö hálfsystkin, Eddu
Einarsdóttur og Rafnar Karl Karls-
son, bæði í Reykjavík.
Við fluttumst til Íslands í krepp-
unni miklu á þriðja tug síðustu aldar,
og var komið í fóstur hjá venslafólki
vítt og breitt um suðvesturhornið.
Doddi bróðir dvaldist í fyrstu hjá
Þorgrími afa, Þórðarsyni, héraðs-
lækni í Keflavík og hans fjölskyldu,
eða fram að fermingu, en fluttist þá
til okkar á Barónsstíg 19 í Reykjavík.
Þar bjuggu þá Þuríður móðuramma
og Haraldur Magnússon, seinni
maður hennar. Mig höfðu gömlu
hjónin tekið í fóstur á öðru árinu –
við komuna frá USA – og ólu upp síð-
an. – Bróðir minn dvaldist þó ekki
lengi hjá okkur á Barónsstígnum.
Anna Þorgrímsdóttir, föðursystir
okkar, hafði misst eiginmann sinn,
Jón Bjarnason, héraðslækni að
Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði, og
var með sex börn á framfæri sínu í
Reykjavík. Ekki lét hún það þó aftra
sér frá því að taka vel á móti bróð-
ursyni sínum, en tók hann á heimili
sitt sem eigin son, og varð honum
alla tíð síðan stoð og stytta í lífsbar-
áttunni.
Systurnar tvær, Jóhanna og Anna
Sigríður fóru í fóstur til Björns,
bróður pabba, og eiginkonu hans,
Mörtu Jónsdóttur miðils, og ólust
upp á heimili þeirra.
Ekki löngu eftir að faðir okkar
kom loks á ný til Íslands, líklega á
árinu 1937, réðst hann í að stofna
prentsmiðju, ásamt öðrum Vestur-
Íslendingi, heimkomnum, Guðmundi
Jóhannssyni, en hann hafði numið og
stundað leturprentiðn um áraraðir.
Ekki var þetta þó hefðbundin prent-
smiðja, heldur fyrsta offset-prent-
verk landsins, en þessar tvær grein-
ar, offsetprentun og leturprentun
eru ansi ólíkar. Lithoprent kölluðu
félagarnir fyrirtækið og komu því
fyrir í kjallaranum á Nönnugötu 16 í
Reykjavík.
Doddi varð fyrsti offset-prentar-
inn til að útskrifast sem slíkur á Ís-
landi – og vann við þá iðngrein allt til
starfsloka; og tók drjúgan þátt í fé-
lagsmálum prentara, meðal annars
sem formaður fagfélags offsetprent-
ara. En mál er at linni margmælgi
þessari.
Far vel, vinur og bróðir,
Ingveldur og Einar.
Elsku afi!
Mig langar að kveðja þig með örfá-
um orðum. Það er gott að vita til þess
að þú sért kominn til hennar ömmu
Heiðu sem þú hefur saknað svo sárt
frá því hún fór frá okkur. Ég get ekki
ímyndað mér annað en að þið séuð
nú eins og ástfangnir unglingar.
Þegar ég hugsa til baka kemur ým-
islegt upp í hugann. Ég mun alltaf
geyma minningarnar um bíltúrana
okkar til Keflavíkur á brúna Bens-
anum. Ég man hvað mér fannst alltaf
gaman þegar þú þóttist finna lýs í
hárinu á mér og ég mun alltaf hugsa
til þín þegar ég dýfi sykurmolum í
kaffið mitt eins og þú kenndir mér
þegar ég var lítil, ég er reyndar farin
að leyfa Selmu og Þórunni að gera
það. Ég vona að þú fáir fullt að pyls-
um þarna uppi og jafnvel kartöflu-
mús með.
Elsku afi minn!
Ég bið að heilsa ömmu og ég sakna
ykkar sárt.
Margrét.
Mýrdalurinn er grænn og grósku-
mikill enda er úrkoma þar að jafnaði
mikil. Í Litla-Hvammi, hjá móður-
foreldrum mínum, þeim Stefáni og
Steinunni Helgu lágu leiðir okkar
Dodda frænda míns fyrst saman.
Það var ævinlega sól og blíða þeg-
ar Doddi og kona hans, Heiða, sóttu
Mýrdalinn heim, að minnsta kosti í
minningunni. Það segir nokkuð um
þá birtu og gleði sem þau færðu okk-
ur, hvort sem úti var breyskjuþurrk-
ur eða rosi. Heimsókn þeirra fylgdi
ævinlega eftirvænting. Þegar komu-
dagurinn rann upp gafst oft vel að
rölta upp á Haus sem gaf góða yf-
irsýn til vesturs. Þar voru augun pírð
langtímum saman í þeirri veiku von
að sjá glampa á eðalvagninn. Það
gerðist að jafnaði nokkuð seinna en
ætlað var. Ástæðan var sú að bílarnir
voru oftar en ekki orðnir nokkuð lún-
ir þegar þarna var komið sögu og
jafnvel við það gefast upp. Doddi
skilaði samt sér og sínum ævinlega
heilum í höfn og þá brást ekki að
hann hafði æsispennandi ferðasögu
að segja.
Vinnusemi var í hávegum höfð í
minni sveit. Mér fannst fljótt sem
Doddi væri ekkert sérstaklega at-
hafnasamur. Um tíma taldi ég hon-
um þetta heldur til hnjóðs. Síðar
lærðist mér að framlag hans lá fyrst
og fremst í þeirri hvatningu sem aðr-
ir fengu af því einu að hafa hann ná-
lægt. Allt varð skemmtilegra þegar
Þorgrímur Einarsson
ÁRIÐ 2001 samþykkti Alþingi
ný lög sem m.a. snertu skattlagn-
ingu í einkarekstri.
Þessi nýju lög gerðu
einstaklingum í at-
vinnurekstri mögu-
legt að breyta einka-
rekstri í
einkahlutafélög og
uppskera umtals-
verða skattalækkun.
Til að skilja um-
ræðuna um hvort
sveitarfélög eigi að fá
hlut í fjármagns-
tekjuskatti eða ekki
verða menn að skilja
breyttan skattaút-
reikning vegna þess-
ara skattalagabreyt-
inga. Til að bera
saman rekstr-
arformin, einkarekst-
ur og einkahluta-
félög, og
skattlagningu af
þessu tvennu þá skal
þetta sett upp í dæmi
A og B.
A) Einstaklingur
með sjálfstæða
starfsemi í eigin
atvinnurekstri reiknar sér
laun mánaðarlega og greiðir
staðgreiðsluskatt af því. Sá
hagnaður sem verður af at-
vinnurekstrinum umfram
þessi reiknuðu laun skatt-
leggst á sama hátt sem laun
í einkarekstrinum. Bæði
laun og hagnaður skatt-
leggst með tekjuskatti og
útsvari. Samkvæmt flokkun
skattyfirvalda þá er í flokki
B5 lágmarkslaun á mánuði
kr. 312.000 eða kr. 3.744.000
í árslaun. Í þessum flokki er
fjölmennur hópur skatt-
greiðanda en ekki endilega
þeir tekjuhæstu.
B) Einstaklingur með sjálf-
stæða starfsemi í eigin at-
vinnurekstri stofnar einka-
hlutafélag um rekstur sinn.
Eftir sem áður verður hann
að reikna sér lágmarkslaun,
kr. 312.000 á mánuði. Sá
hagnaður sem verður af at-
vinnurekstrinum umfram
þessi reiknuðu laun skatt-
leggst á annan máta en í
dæmi A. Hagnaðurinn
skattleggst með tekjuskatti
á einkahlutafélagið sem
rennur allur til ríkissjóðs.
Hagnaður í félaginu að frá-
dregnum tekjuskatti greið-
ist eigandanum sem arður
(viðbótarlaun!?) og skatt-
leggst með 10% fjármagns-
tekjuskatti sem allur rennur
til ríkisins.
Í báðum dæmum eru reiknuð
laun og hagnaður alls kr.
6.000.000 á ársgrundvelli,
heildarskattgreiðslur eru mis-
munandi eftir því hvort rekstrar-
formið er notað. Í dæmi A eru
heildarskattgreiðslur alls kr.
1.858.507, til ríkisins kr.
1.076.707 og til sveitarfélagsins
kr. 781.800. Í dæmi B eru heild-
arskattgreiðslur alls kr.
1.619.769, til ríkisins kr.
1.131.926 og til sveitarfélagsins
kr. 487.843. Við útreikning skatt-
anna er miðað við álagning-
arreglur vegna tekna 2006.
Niðurstaðan er sú að skatt-
greiðandinn hagnast. Heildar-
skattgreiðslur lækka um kr.
238.738. Ríkissjóður hagnast líka,
um kr. 55.219. Sveitarfélagið er
eini aðilinn í þessum þríhyrningi
sem tapar – skatttekjur sveitar-
félagsins minnka um kr. 293.957
eða fjárhæð sem er jöfn sam-
anlögðum hagnaði skattgreiðand-
ans og ríkisins!! Skatttekjur
ríkissjóðs hækka þar sem tekju-
skattur af einkahlutafélaginu og
fjármagnstekjuskattur af arði
eru samanlagt meiri en tekju-
skattur var af hagnaði í einka-
rekstri.
Hverjir fengu
hrósið ?
Þegar þessar
skattalagabreytingar
voru gerðar á árinu
2001 tóku aðstand-
endur ríkisvaldsins
við hrósinu um lækk-
un skatta og eru
duglegir að tíunda
afrek sín í skatta-
lækkunarmálum. En
það er ekki alveg
víst að allir hafi átt-
að sig á því að afrek
ríksivaldins í þetta
skipti var á kostnað
sveitarfélaganna. Öll
lækkun skatta til
einstaklinga minnk-
aði tekjur sveitarfé-
laganna. Ríkissjóður
lækkaði skatta tiltek-
inna skattgreiðenda
og fékk hrós fyrir en
sveitarfélögin voru
látin borga þessa
lækkun án andmæla
af þeirra hálfu.
Um hvaða fjárhæðir
er að ræða
Hagdeild sveitarfélaga reikn-
aði út fyrir um 2 árum að þessi
skattalagabreyting kosti sveit-
arfélögin a.m.k. 1 milljarð á ári í
minni útsvarstekjur og er líklegt
að miðað sé við hagnað af rekstri
sem annars hefðu verið venjuleg-
ar launatekjur. Sá mikli hagn-
aður sem verður við eignasölu er
áreiðanlega ekki meðtalinn. Á ár-
unum 2002-2006 hafa 14.057
einkahlutafélög verið stofnuð.
Þessar nýskráningar eru í mjög
mörgum tilvikum einungis gerð-
ar til að lækka skattana. Með því
að margfalda tölu nýju hluta-
félaganna með tekjutapi sveitar-
félaga ( 294 þ. x 14.000 ) þá er
útkoman rúmlega 4 milljarðar.
Þetta gæti verið tap sveitarfé-
laga á útsvarstekjum en þessa
niðurstöðu þarf að taka með
hinni mestu varfærni. Þetta er
ákveðin einföldun á málinu, hér
sett fram fyrst og fremst til að
sýna að tekjutap sveitarfélaga
gæti verið mun hærri fjárhæð en
áætlun Hagdeildar segir til um.
Á sama máta má reikna auknar
skatttekjur ríkissjóðs upp á kr.
773 milljónir vegna þessara
skattalagabreytinga.
Lokaorðin
Ríkisvaldið beitti valdi sínu og
skaðaði tekjustofna sveitarfélag-
anna með breytingum á skatta-
lögunum án þess þau fengju
rönd við reist. Á sama tíma og
ríkisvaldið sker niður tekjur
sveitarfélaga og eykur með því
eigin tekjur þá þola sveit-
arfélögin ávirðingar um eyðslu-
semi og aðra óáran og látið líta
út sem slík eyðslusemi og óáran
þekkist ekki á öðrum bæjum.
Sveitarfélögin eru ekki betlikerl-
ing á ríkissjóð. Það er sama fólk-
ið sem greiðir skattana til rík-
issjóðs og sveitarfélaga. Sama
fólkið. Þetta er einfaldlega
spurning um réttláta skiptingu
allra skatttekna og þar má rík-
isvaldið svo sannarlega bæta sig
í samskiptunum við sveit-
arfélögin.
Þeir sem þekkja þessa litlu
sögu sem hér hefur verið sögð
um fjármálaleg samskipti ríkis
og sveitarfélaga ættu að sjá ríka
ástæðu til að láta sveitarfélögin
hafa ríflegan hluta af fjármagns-
tekjuskattinum.
Aðdragandi að
ójafnri skiptingu
Sigurður Tómasson skrifar
um fjármagnstekjuskatt
Sigurður Tómasson
»Ríkissjóðurlækkaði
skatta tiltekinna
skattgreiðenda
og fékk hrós
fyrir en sveit-
arfélögin voru
látin borga
þessa lækkun.
Höfundur er endurskoðandi.