Morgunblaðið - 30.08.2007, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 30.08.2007, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Baldvin hefði orðið 70 ára í dag. Til hamingju með daginn. Takk fyrir allt og allt Þorbjörg Bergsdóttir. Baldvin Njálsson ✝ Baldvin H.G. Njálsson fæddistí Holti í Garði 30. ágúst 1937. Hann lést á Landspítalanum 12. september 2000 og var útför hans gerð frá Útskálakirkju 16. sept- ember. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar SIGRÚNAR BÁRÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Krabbameinsdeildar Landspítalans og Líknardeildarinnar Kópavogi. Björgvin Þorleifsson, Bárður Sigurðsson, Jón Gestur Björgvinsson, Natalía Ósk Ríkarðsdóttir, Bernharð Máni Snædal, Óðinn Rafn Jónsson Snædal, Katrín Bárðardóttir, Magnús Einarsson. Lokað Skrifstofa NTC hf. Laugavegi 91, verður lokuð frá hádegi í dag vegna jarðarfarar ROLFS JOHANSEN. NTC hf. Laugavegi 91 ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐBJÖRGU MAGNEU JÓNSDÓTTUR er lést 10 ágúst. Guðjón Skagfjörð Jóhannesson, Jón Þórens Sigurjónsson, Rósa Arngrímsdóttir, Róbert Sigurjónsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Vignir Sigurjónsson, Fjóla Tyrfingsdóttir, Gretar Skagfjörð Guðjónsson, Sudwan Sonpukdee, Magnea Skagfjörð Guðjónsdóttir, Þorleifur Guðjón Guðjónsson, Gísli Þorberg Guðjónsson, Kolbrún Ósk Þórarinsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Stefán Guð-mundsson fædd- ist í Hrólfsskála á Seltjarnarnesi 3. október 1918. Hann lést á Landspítalan- um 19. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Elísabet Stefánsdóttir hús- freyja, f. 5.10. 1891, frá Arkarlæk, d. 1975, og Guð- mundur Pétursson, f. 2.3. 1881, útvegs- bóndi í Hrólfsskála, d. 1958. Stefán átti tvo bræður, þá Pétur, f. 9.10. 1916, skipstjóra og síðar fiskimatsmann, d. 1996, og Gunnar, f. 9.10. 1921, skólastjóra Kárnesskóla, d. 1980. Hinn 8. ágúst 1944 kvæntist Stef- án Guðrúnu Kristjánsdóttur, f. 12.1. 1916, frá Móabúð í Eyrarsveit, dóttur hjónanna Kristínar Gísla- dóttur, f. 6.7. 1890 húsfreyju, d. 1962, og Kristjáns Jónssonar, f. 1.11. 1874, bónda d. 1967. Árið 1944 reistu Stefán og Guð- rún sér húsið Skála á Seltjarnar- nesi og bjuggu þar allt til ársins 2003 þegar þau fluttu í íbúðir aldr- aðra á Skólabraut 3. Börn þeirra eru 1) Elísabet hjúkrunarfræðingur, f. 1943, maki Kristján Jóhannsson útgefandi, f. 1942, börn þeirra eru a) Guðrún, f. urðar Péturssonar. Eftir far- mannapróf frá Stýrimannaskól- anum 1943 varð Stefán stýrimaður og síðan skipstjóri. Hann var skip- stjóri á ýmsum skipum Eimskips, m.a. Tungufossi, Dettifossi, Mána- fossi, Brúarfossi og Goðafossi, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 26. október 1983. Síðast var Stefán skipstjóri á Dettifossi sem sigldi á Kaupmannahöfn. Þegar hann fór í land af Dettifossi voru liðin 49 ár frá því hann sigldi þessa sömu leið fyrst á gamla Gullfossi. Hafði hann þá verið samfleytt til sjós frá 15 ára aldri og allan þann tíma hjá Eimskipafélagi Íslands. Stefán var einn þeirra sem komu heim með Esjunni frá Petsamo í Finnlandi þegar Gullfoss gamli var kyrrsettur í Kaupmannahöfn á stríðsárunum. Stefán átti þó enn eftir næga starfsorku og þegar Sundlaug Seltjarnarness var opnuð 1984 réð hann sig til starfa þar. Í Seltjarnarneslauginni starfaði hann uns hann varð rúmlega sjö- tugur. Stefán var mikill áhugamað- ur um garðrækt. Á Seltjarnarnesi þótti ekki vænlegt að rækta gróður en hann sýndi að það var vel hægt og ræktaði hinn fallegasta garð við hús sitt Skála ásamt konu sinni og fengu þau oftar en einu sinni verð- laun fyrir hann. Einnig fengu þau verðlaun fyrir fegrun og endur- bætur á eldra húsi árið 1990. Stef- án var heiðraður fyrir ævistarf sitt á sjómannadaginn árið 1998. Útför hans fer fram frá Seltjarn- arneskirkju í dag kl. 15. 1963, b) Jóhanna, f. 1967, c) Valur, f. 1973 og d) Guðmundur Gauti, f. 1981. 2) Guð- mundur læknir, f. 1945, d. 1988. 3) Kristjana leikskóla- fulltrúi, f. 1947, maki Guðmundur Þorkels- son yfirsmiður, f. 1946, börn þeirra eru a) Stefán, f. 1970, b) Berglind, f. 1972, c) Vigdís. f. 1974. 4) Anna leikskólakenn- ari, f. 1952, maki Reynir Hólm Jónsson stýrimaður, f. 1951, börn þeirra eru a) Jón Arn- ar, f. 1971, b) Helga Lotta, f. 1976, c) Reynir Þór, f. 1983. Fyrir átti Guðrún dótturina Unni Vigfús- dóttir Duck húsmóður, búsetta í Bandaríkjunum, f. 1936, maki J.H. Duck, tec.sargent í bandaríska hernum, f. 3.12. 1922, d. 2002, synir þeirra eru a) Howard, f. 1963, og b) Kristofer Lee, f. 1967. Fyrir átti Unnur Jón Jónsson, f. 1956. Alls eru barnabarnabörn Stefáns og Guðrúnar 20 talsins. Stefán hóf ungur að vinna við ýmis bústörf á Seltjarnarnesi. Eftir skyldunám í Mýrarhúsaskóla fór hann til náms við Héraðsskólann á Laugarvatni. Meðfram námi starf- aði hann hjá Eimskipafélagi Ís- lands á Gullfossi 1 undir stjórn Sig- Tengdafaðir minn Stefán Guð- mundsson hefur lokið langri lífsgöngu og kvatt þetta jarðneska líf. Mig lang- ar að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, bæði til sjós og lands. Um þig væri hægt að skrifa langan pistil, en það geymir maður í hugan- um, en það helsta sem mig langar að segja um þig er: félagsvera mikil, náttúruunnandi og sundmaður góður, enda mættur kl. 07 nánast fram í það síðasta í Neslaugina, dag- urinn ávallt þéttskipaður af pró- grammi. Maðurinn með stafina tvo, alltaf á sama tíma í göngutúra í öllum veðrum, komið í kaffi og spjall nánast á slaginu fjögur alla daga í Skála til Önnu eða Elísabetar í næsta húsi annan hvern dag. Alltaf að líta á klukkuna en ekki mátti missa af leið- arljósinu. Sjónin var orðin döpur enda var maðurinn með afbragðs gott úr sem hann sá vel á. Ég kynntist Önnu dóttur Stefáns 1967 um borð í Goðafossi, þá var hún farþegi með pabba sínum. 1970 byrj- uðum við að stinga saman nefjum, þá um borð í Brúarfossi, en allan þann tíma bar maður mikla virðingu fyrir þessum reffilega skipstjóra enda fet- aði ég í hans spor. Sumarbústaðaferðir voru honum hugleiknar, enda fór hann oft með okkur Önnu í sumarbústaði. Stefán bar mikla virðingu fyrir Önnu dóttur sinni enda hún dugleg mjög að sjá til þess að pabbi og mamma væru sem oftast með í ferðum. Minnisstæðust er mér ferð á Grímstaði fyrir þremur árum þegar Anna tjáði mér að hún hefði boðið pabba og mömmu með á mýrarnar. Ég spurði hana: Hvernig leysum við þetta? Ekkert mál, sagði Anna, þau fá hvort sitt herbergið, og við hin öll gætum verið á háaloftinu. Það væri hægt að halda endalaust áfram að skrifa um tengdó en ég læt minningarnar njóta sín í huganum. Þú hélst reisn þinni fram á síðasta dag, það var ómetanlegt að hafa feng- ið tækifæri til að kynnast þér. Fyrir það er ég þakklátur. Að lokum vil ég votta Guðrúnu konu hans og öllum nánustu ættingjum virðingu mína, Minningin um Stefán lengi lifi. Reynir Hólm. Tengdafaðir minn Stefán Guð- mundsson er látinn. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég lít til baka. Ég kynntist Stef- áni fyrir rúmlega fjörutíu árum þegar leiðir mínar og dóttur hans, sem er svo varð eiginkona mín, lágu saman. Hann kom mér fyrir sjónir sem hæg- látur, traustur og góður maður. Fyrstu árin var hann mest úti á sjó sem skipstjóri hjá Eimskipafélagi Ís- lands. Það voru alltaf skemmtilegar stundirnar þegar hann kom heim. Hann hugsaði afar vel um fjölskyld- una og kom alltaf færandi hendi frá útlöndum. Eftir að hann lét af störf- um sem skipstjóri vann hann í nokkur ár hjá Sundlaug Seltjarnarness eða þar til hann varð rúmlega sjötugur. Það voru svo ófár stundirnar sem hann var að aðstoða mig við að reisa húsið sem við hjónin byggðum í Hrólfsskálavörinni. Ekki síður við að koma garðinum í gott horf. Þar fyrir utan var hann sífellt að dytta að sínu eigin húsi og garði, sem hann fékk margar viðurkenningar fyrir. Stefán var óvenju duglegur að hreyfa sig. Fór í sundlaugina á Seltjarnarnesi á hverj- um morgni og hvernig sem viðraði fór hann alltaf í langan göngutúr út í Suð- urnes eftir hádegi og endaði svo í kaffi hjá okkur eða hinum dætrunum tveimur sem bjuggu á Nesinu. Það var gaman að ræða við hann um pólitík, lífið, tilveruna og íþróttir sem hann hafði mikinn áhuga á, sérstak- lega knattspyrnu. Oft hringdi hann eða kom til okkar á laugardögum, stakk höfðinu inn í dyragættina og spurði „Er einhver að horfa á fótbolta hér?“. Síðustu árin var farið að hægja mikið á honum og sjónin að daprast, en alltaf hélt hann áfram að ganga og synda. Það eru fáir fullorðnir menn sem ég veit um sem voru eins duglegir að hreyfa sig eins og Stefán. Enda fylgdust margir Seltirningar með gamla manninum þegar hann fór í göngu. Eins og einn maður sagði við mig: „Maður getur stillt klukkuna sína eftir gönguferðum hans tengdapabba þíns“. Ég er þakklátur að hafa fengið að eiga samleið með tengdapabba allan þennan tíma. Blessuð sé minning hans. Kristján Jóhannsson. Með söknuð í hjarta kveðjum við hann afa okkar og langafa. Minningar sem tengjast afa Stefáni eru óteljandi og settu ævintýrin með honum ómet- anlegt mark á líf okkar allra. Hvort sem það voru ferðir til ókunnugra landa með honum og ömmu Guðrúnu, stutt bátsferð upp á Skaga þar sem við dorguðum í höfninni eða allt útlenska nammið og gosdrykkirnir í káetunni. Hjálpsemi og vinnugleði var svo sannarlega eitt af aðalsmerkjum afa. Ef eitthvað þurfti að laga bauð hann ávallt fram hjálp sína með bros á vör. Gjafmildi hans átti sér engin takmörk og nutum við þess mjög að spjalla við hann um heima og geima. Afi sýndi okkur með lífsvilja sínum og þraut- seigju í heilsueflingu allt til æviloka hve mikil áhrif við getum haft á eigið líf og lífshamingju. Heimili hans og ömmu Guðrúnar var alltaf fullt af kær- leika sem umvafði okkur öll. Um- hyggja hans í garð afabarna sinna var sannarlega upplífgandi og líf okkar allra er ríkara vegna þeirra ótal sam- verustunda með honum í gegnum ár- in. Með söknuð í hjarta varðveitum við allar þær gleðistundir sem við upplifð- um með afa Stefáni. Munu þær veita okkur huggun í sorg okkar, sem og hlýju í hjarta og styrk um ókomna tíð er við minnumst hans. Elsku amma Guðrún, við færum þér okkar dýpstu samúðarkveðjur og von- um að við getum veitt þér stuðning okkar og kærleik. Þú og fjölskyldan öll eruð í bænum okkar þar sem við biðj- um að Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Stefán, Anna Þóra, Berglind, Benni,Vigdís, Trausti og langafa- börnin Alexander, Guðmundur, Kristjana, Saga og Logi. Við kveðjum með trega elskulegan afa okkar, Stefán Guðmundsson en gleðjumst um leið yfir farsælu lífi hans og því að hafa fengið að njóta nærveru hans svo lengi. Hann lék stórt hlut- verk í lífi okkar systra, hvort sem hann var til sjós eða lands. Á meðan hann sigldi um heimsins höf fylgdumst við grannt með ferðum hans og tókum margoft á móti honum þegar hann kom heim eftir langa útilegu. Afi var ekki síður glaður að sjá okkur og tók okkur alltaf með kostum og kynjum. Þá er það ómótstæðilegt ævintýr í æskuminningunni að hafa fengið að eyða löngum stundum í túninu heima hjá ömmu og afa á Seltjarnarnesi en ekki er svo ýkja langt síða að við hlup- um frjálsar um túnin og stungum okkur inn í heysáturnar, óðum í sjón- um, veiddum marhnút og stálumst í gulrætur og radísur í matjurtagarð- inum, sem þau höfðu ræktað svo fal- lega og nostrað við. Hjá afa og ömmu var alltaf ljúft að vera; umvafin hlýju, visku og heilind- um sem er ómetanlegt veganesti fyrir ungar hnátur. Þegar svo mennta- skólaaldurinn færðist yfir gátum við alltaf reitt okkur á bókasafn afa og undantekningarlaust fundum við það sem við leituðum eftir. Þannig leynd- ust fjársjóðirnir hans víða. Afi var víðlesinn heimsmaður, af- skaplega næmur og hjálpfús með ein- dæmum. Við nutum góðs af öllum hans mannkostum, hvort sem hann fræddi okkur um heiminn, ræddi við okkur um málefni líðandi stundar, gerði upp húsgögnin okkar, gaf okkur góð ráð eða aðstoðaði okkur á annan hátt. Alltaf velti hann vöngum yfir því hvernig hann gæti lagt sitt af mörk- um svo líf okkar hinna gæti orðið sem farsælast. Þá var afi mjög framsýnn maður. Það er sterkt í minningunni þegar hann kom frá útlöndum með þann vís- dóm að fiskur gerði mann gáfaðan og að það væri gott fyrir hjartað að borða grænmeti en um þetta fræddi hann okkur óralöngu áður en þessi þekking varð á allra vörum. Í seinni tíð fengu svo börn okkar að njóta einstakrar góðmennsku langafa síns. Honum var ekki síður umhugað um velferð þeirra en okkar. Öllum blómunum í garðinum hans afa var sinnt af nærgætni og alúð. Kæri afi. Með þessum orðum þökk- um við þér kærlega samfylgdina að sinni: Hvað er að deyja? Ég stend á bryggjunni. Skúta siglir út á sundið. Það er fögur sjón. Ég stend og horfi á eftir henni uns hún hverfur sjónum mínum við sjóndeildarhring. Einhver nærstaddur segir með trega í rödd- inni: „Hún er farin.“ Farin, hvert? Farin mínum sjónum séð, það er allt og sumt, hún heldur samt áfram sigl- ingu sinni, með seglin þanin í sunn- anþeynum, og ber áhöfn sína til ann- arrar hafnar. Þótt skútan hafi fjarlægst mig, mynd hennar dofnað og loks horfið, þá er það aðeins fyrir augum mínum. Og á sömu stundu og einhver við hlið mér segir: „Hún er farin!“ þá eru aðr- ir sem horfa með óþreyju á hana nálg- ast og hrópa: „Þarna kemur hún!“ – og svona er að deyja. (Charles Henry Brent.) Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur. Stefán Guðmundsson Langafi, ég veit að þú ert dá- inn en ég veit að þér leiðist ekki. Þú hittir mömmu þína og pabba og alla vini þína sem voru farnir þarna upp til Guðs. Kannski hittir þú líka ömmu Hildi. Það er vont að þú sért dáinn en þú hittir marga sem þú hittir ekki hér niðri. Þín langafastelpa, Anna Birta. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Stefán Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.