Morgunblaðið - 08.09.2007, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
LAUSN á húsnæðisvanda Kaffi-
stofu Samhjálpar er í sjónmáli, að
sögn Þóris Haraldssonar, dagskrár-
stjóra Samhjálpar. Sagðist hann
vonast til þess að málið skýrðist eftir
helgi, en þangað til eru skjólstæð-
ingar Samhjálpar vegalausir.
„Við áttum góðan fund með fram-
kvæmdasviði borgarinnar í dag þar
sem rætt var um tvo framtíðar-
möguleika,“ segir Þórir, en tók fram
að ekki væri ljóst hvenær starfsemi
Kaffistofunnar gæti hafist í nýju
húsnæði. Sagði hann brýnt að finna
einhverja bráðabirgðalausn.
Mega vera áfram á Hverfisgötu
„Núverandi staða er mjög alvar-
leg. Það er jafnvont fyrir okkar
skjólstæðinga hvort lokað er í tvær
vikur eða tuttugu. Ég þakka bara
fyrir að veðrið er ekki verra en það
er.“ Aðspurður segir Þórir eina af
þeim bráðabirgðalausnum sem til
greina komi vera að afgreiða mat frá
Gistiskýlinu. „Hins vegar snýst
Kaffistofan ekki bara um mat-
argjafir, því þetta er ekki síður fé-
lagsmiðstöð. Ef þetta snerist bara
um mat þá væri hægt að útvega rútu
og súpupott.“
Kaffistofa Samhjálpar má vera í
núverandi húsnæði í bakhúsi að
Hverfisgötu 44 í Reykjavík þar til
húsið verður rifið. „Það eru örugg-
lega einhverjir mánuðir í það,“ segir
Þorsteinn Pálsson hjá Leiguíbúðum
ehf. sem eiga húsið. Þorsteinn segir
að loka hafi þurft húsnæði kaffistof-
unnar tímabundið á meðan unnið er
að flutningi framhússins á nýja lóð
og stærstu vinnuvélar eru að at-
hafna sig. Það eigi að taka tiltölulega
stuttan tíma.
Þorsteinn segir að Samhjálp hafi
selt umrætt húsnæði árið 2004 og
leigt það af kaupandanum til ársloka
2005. Leiguíbúðir ehf. hafi eignast
húsnæðið á árinu 2005 og leyft kaffi-
stofunni að vera í húsinu endur-
gjaldslaust í 20 mánuði á meðan
Samhjálp hefur reynt að finna nýtt
húsnæði fyrir starfsemina.
Þorsteinn segir alla bera góðan
hug til Samhjálpar og skjólstæðinga
hennar og að Leiguíbúðir ehf. séu
ánægðar með að hafa getað greitt
götu starfseminnar.
Þakkar fyrir að veðrið er ekki verra
Morgunblaðið/Kristinn
Framkvæmdir Verið er að færa húsið við hlið kaffistofu Samhjálpar.
Lausn á húsnæðisvanda Kaffistofu Samhjálpar er í sjónmáli, að sögn dagskrárstjóra Samhjálpar
Segir stöðuna mjög alvarlega, enda skjólstæðingar vegalausir Fá engan heitan mat fram yfir helgi
BÆJARINS beztu fagna 70 ára af-
mæli sínu um þessar mundir. Af því
tilefni verður viðskiptavinum boðið
upp á pylsur og kók fyrir 20 kr. nú
um helgina. „Með þessu móti viljum
við þakka góðar móttökur á um-
liðnum áratugum og verðlauna
góða viðskiptavini í gegnum árin,
bæði gamla og nýja. Ég vona því
bara að sem flestir mæti,“ segir
Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi
Bæjarins beztu, og tekur fram að
allar tekjur helgarinnar renni
óskiptar til góðgerðarmála.
„Við ætlum að styrkja Konukot.
Málið er mér tengt því sem kona í
viðskiptum vil ég styrkja aðrar
konur til betra lífs,“ segir Guðrún.
Hún hefur staðið vaktina í Bæj-
arins beztu sl. 30 ár.
Aðspurð hvort hún geti útskýrt
vinsældir Bæjarins beztu í gegnum
árin hlær Guðrún og svarar: „Ef ég
gæti gert það þá væri ég viðskipta-
mógúll í útlöndum. En okkar mottó
hefur alltaf verið það að gera eins
vel og við getum og gera alltaf
kröfu um fyrsta flokks hráefni.“
Morgunblaðið/Golli
Tekjur helgarinnar fara
til styrktar Konukoti
Bæjarins beztu eiga 70 ára afmæli
GISSUR Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, segir gagnrýni Afls,
starfsgreinafélags vera afskaplega
ósanngjarna og
ómálefnalega og
hann kallar eftir
því að stéttar-
félögin axli
ábyrgð á eftirliti
með að samning-
um sé framfylgt.
Málflutningur fé-
lagsins stefni
nauðsynlegu
samstarfi Vinnu-
málastofnunar og stéttarfélaganna á
þessu sviði í hættu. „Stéttarfélögin
geta ekki staðið og hrópað svona al-
veg út í loftið án þess að axla þá
ábyrgð sem þau hafa,“ sagði hann.
Eins og kunnugt er ákvað Vinnu-
málastofnun í fyrradag að stöðva
ekki vinnu við Hraunaveitu, eins og
útlit var fyrir, heldur semja um að
Arnarfell tæki á sig ábyrgð á því sem
hefur misfarist í samningum við
starfsmenn GT verktaka og Hunne-
beck Polska sem eru undirverktakar
Arnarfells.
Í kjölfarið ályktaði stjórn Afls og
fordæmdi frestinn sem forstjóri
Vinnumálastofnunar hefði gefið.
„Stjórnin sættir sig ekki við slíkar
undanþágur eins og gefnar hafa ver-
ið síðustu daga til GT verktaka og
Hunnebeck Polska og niðurstaðan í
málinu í dag þann 6. september er
slík að stjórn félagsins treystir ekki
Vinnumálastofnun til að verja rétt
launafólks í landinu,“ segir í álykt-
uninni.
Gissur sagði að Vinnumálastofnun
hefði á fimmtudag fengið afhenta
launaseðla og tímaskýrslur vegna
starfsmanna þessara fyrirtækja og
það væri stéttarfélagsins að fara yfir
þau og kanna hvort þau væru í sam-
ræmi við samninga. Arnarfell hefði
ábyrgst að mennirnir fengju greidd
rétt laun og ólöglegu ástandi verið
breytt í löglegt. Eftir væri að kanna
hvort málum GT verktaka og
Hunnebeck yrði vísað til lögreglu.
„Ég skal axla þá ábyrgð sem að
okkur snýr, en við erum ekkert algilt
útlendinga-, skatta-, og kennitölueft-
irlit ríkisins,“ sagði Gissur.
Ættu ekki
að hrópa
út í loftið
Vinnumálastofnun
svarar fyrir sig
Gissur Pétursson
BRÝNT er að gott eftirlit sé með
virkjanaframkvæmdum. Því er
mikilvægt að Alþingi ljúki endur-
skoðun á skipulagslögum og mann-
virkjalögum á vetri komanda, að
mati Helga Hjörvar, formanns um-
hverfisnefndar Alþingis.
Málefni Múlavirkjunar og Fjarð-
arárvirkjunar voru m.a. á dagskrá
fundar umhverfisnefndar Alþingis í
gær, auk umræðu um Gjástykki og
starfsáætlun nefndarinnar á 135.
löggjafarþinginu.
Helgi sagði að á fundinum hefði
verið farið yfir ágreiningsmál sem
risið hefðu í tengslum við virkjanir
og umhverfismál til að skoða hvort
þau kölluðu á breytingar á lagaum-
hverfi þessara mála. Hann taldi að
umfjöllun um fyrrgreindar virkj-
anir hefði leitt í ljós mikilvægi þess
að á komandi haustþingi yrði tekin
fyrir og lokið í vetur endurskoðun
á skipulagslögum og mannvirkja-
lögum. Það yrði
gert til þess að
skýra ýmsa
þætti og styrkja
eftirlitsþáttinn.
Þessar virkjanir
væru dæmi um
þörfina á slíkri
endurskoðun
laganna.
„Þingið hefur
gjörbreytt orkuiðnaðinum með
samkeppnisvæðingu,“ sagði Helgi.
„Nú eru einkafyrirtæki farin að
ráðast í virkjanir og þar getur
meðal annars skipt verulegu fjár-
hagslegu máli hversu langt er
gengið í stíflugerð, gerð uppistöðu-
lóna og öðru slíku. Því er enn
brýnna en áður að eftirlitið með
þessum framkvæmdum sé sterkt
og gott. Ég held að enginn vafi
leiki á að á það hefur skort í þess-
um tveimur málum.“
Efla þarf eftirlit
með virkjunum
Mikilvægt að ljúka endurskoðun laga
Helgi Hjörvar
ÞÓTT dómara hafi þótt framburður
tveggja manna sem voru ákærðir
fyrir að hafa ætlað að kveikja í at-
vinnuhúsnæði á Stokkseyri í janúar
2004 með „nokkrum ólíkindablæ“ og
ýmislegt hafi verið tínt til, þ.á m.
upptökur af samtölum, sem gátu
bent til sektar þeirra, voru þeir
sýknaðir í Héraðsdómi Suðurlands í
gær þar sem ekki var loku fyrir það
skotið að aðrir en þeir hefðu átt hlut
að máli.
Lögreglan á Selfossi fékk í byrjun
janúar 2004 ábendingu um að tveir
menn legðu á ráðin um að kveikja í
húsi, sem var í eigu annars þeirra, til
að svíkja út tryggingafé. Í kjölfarið
hleraði lögregla símtöl þeirra og
vaktaði húsið. Að kvöldi 29. janúar
sáu lögreglumenn bifreið ekið upp að
húsinu og sáu annan ákærða fara þar
inn og koma út skömmu síðar. Hann
og maður sem var með honum í bif-
reiðinni voru handteknir í kjölfarið
og var hann þá með hvíta hanska og
lyktuðu föt hans af olíu. Þegar lög-
reglumenn fóru inn í húsið sáu þeir
að kveikt hafði verið á kertum ofan á
kæliborði en yfir því voru pappa-
kassastæður, sterk olíulykt var í
húsinu og kassarnir blautir auk þess
sem stór olíubrúsi lá ofan á þeim.
Maðurinn kvaðst fyrir dómi ekki
hafa kveikt á kertunum heldur kom-
ið að þeim logandi en ákveðið að fara
út í bifreið til þess að ræða við félaga
sinn hvort hann ætti að slökkva á
þeim. Þetta þótti dómnum raunar
„sérstaklega ótrúverðug“ frásögn.
Í niðurstöðu dómsins kemur fram
að lögregla kannaði ekki húsið áður
en vöktun hófst umrætt kvöld og að
unglingar höfðu áður gert sig þar
heimakomna. Því þótti ekki útilokað
að aðrir en mennirnir tveir hefðu
lagt á ráðin um íkveikju.
Hjörtur O. Aðalsteinsson kvað
upp dóminn.
Með „nokkrum
ólíkindablæ“
Jakob Ágúst Hjálmarsson | 7. sept.
Samhjálp í verki
Í starfi mínu sem prestur í miðborg-
inni hef ég margsinnis séð í hendi
mér mikilvægi kaffistofu Sam-
hjálpar og séð ástæðu til að þakka
það sem og rekstur þeirra á Gisti-
skýlinu. Það verður að tryggja
áframhaldandi rekstur kaffistof-
unnar.
Meira: jagust.blog.is
Nanna Katrín Kristjánsdóttir | 7. sept.
Nei, þetta má ekki!
Við getum ekki bara leyft þeim að
loka þessari kaffistofu. Þetta er al-
gjör nauðsyn og ein slík stofa verður
að minnsta kosti að vera opin. Þró-
unin ætti að vera í hina áttina. Það
ætti frekar að opna gistiheimili og
fleiri slíka staði sem hjálpa fólki sem
býr á götunni. Meira: nanna.blog.is