Morgunblaðið - 08.09.2007, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
GUÐNÝ Gerður Gunnarsdóttir
borgarminjavörður segir að mikil
eftirsjá yrði að húsinu Lækjargötu
4, yrði það flutt af Árbæjarsafni,
enda gegni húsið mikilvægu hlut-
verki á safninu.
Húsið var flutt í Árbæjarsafn til
varðveislu árið 1988. Í vinnings-
tillögu um deiliskipulag í Kvosinni,
sem kynnt var í fyrradag, er sú
hugmynd sett fram að endurbyggja
húsið á Lækjartorgi og lyfta því um
eina hæð. Í umsögn um tillöguna
segir að flutningur hússins frá Ár-
bæjarsafni á Lækjartorg myndi án
efa styrkja heildarmynd fíngerðra
eldri húsa í Kvosinni.
Ekki áður komið til tals að
flytja hús úr Árbæjarsafni
Guðný Gerður segir að hug-
myndin um að flytja húsið sé ný og
ekki hafi áður komið til tals að
flytja einstaka hús úr Árbæjarsafn-
inu. Guðný Gerður tekur fram að
hún sé mjög ánægð með vinnings-
tillöguna og finnist hún metn-
aðarfull. „Mér finnst að það sem
lagt er til varðandi uppbyggingu á
reitnum þar sem húsin sem brunnu
í apríl standa, taki tillit til sögu
húsanna og eldri byggðar á þessu
svæði og sögu miðbæjarins í heild,“
segir Guðný Gerður. Það hljóti hins
vegar að verða að meta hversu
raunhæft það sé að flytja hús sem
búið sé að gera upp á Árbæjarsafni
„Þetta hús var flutt í Árbæjarsafn
þegar það þurfti að víkja úr Lækj-
argötunni og það er búið að end-
urbyggja það hér. Það var end-
urbyggt og lögð mikil vinna og
miklir peningar í þá endurgerð.
Húsið gegnir mjög mikilvægu hlut-
verki hér í safninu. Það er hér við
aðaltorgið sem er miðja safnsins.
Þetta er sýninga- og samkomuhús
og þarna er til dæmis góður sam-
komusalur þar sem fara fram við-
burðir og einnig er í húsinu sýning
um sögu Reykjavíkur og krambúð.“
Horfa þurfi á hugsanlegan flutning
hússins út frá sjónarmiði safnsins.
„Ég spyr mig líka að því hvort það
sé raunhæft varðandi kostnað og
annað að flytja hús úr safninu,“
segir Guðný Gerður. Hún bætir við
að á Árbæjarsafni sé ákveðið deili-
skipulag í gildi og húsið sé hluti af
því.
Guðný Gerður bendir á að menn-
ingar- og ferðamálaráð fari með
stjórn Minjasafns Reykjavíkur og
Árbæjarsafn sé hluti af því. Þar
eigi eftir að fjalla um tillöguna. „Í
þeirri vinnu sem framundan er við
gerð deiliskipulags verður vænt-
anlega bæði haft samráð við safnið
og ráðið því það verða ekki teknar
neinar ákvarðanir um framtíð Ár-
bæjarsafns nema í samráði og sam-
starfi við ráðið,“ segir hún.
Húsið varðveitt í safninu
Guðný Gerður segist ekki þekkja
nein dæmi þess að gömul hús sem
flutt hafa verið úr miðbæjar-
kjörnum á söfn, hafi verið flutt aft-
ur af söfnunum. Hús séu yfirleitt
flutt af upprunalegum stað sínum
vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
„Það er grundvallarhlutverk safna
að varðveita og varðveisla þessa
hús var á sínum tíma tryggð með
því að flytja það hingað í safnið.“
Hugmyndin með útisöfnum á borð
við Árbæjarsafn sé að gera bygg-
ingarsögunni skil og veita fræðslu
um húsagerð fyrri tíma.
Guðný Gerður kveðst telja að
hægt sé að reisa nýtt hús á Lækj-
artorgi með eldra hús sem fyr-
irmynd. „Það hefur auðvitað verið
gert í miðbænum á undanförnum
árum og má benda á húsin við Að-
alstræti,“ segir hún.
Húsið Lækjargata 4 gegnir mikil-
vægu hlutverki á Árbæjarsafni
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Í Árbæjarsafni Hagkaupshúsið, eins og það er oft kallað, skartar nú sínu fegursta enda verið gert upp.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í miðbænum Lækjargata 4 hýsti um tíma verslun Hagkaupa. Húsið var flutt til varðveislu í Árbæjarsafn árið 1988.
Í HNOTSKURN
»Lækjargata 4 er fyrsta tví-lyfta íbúðarhúsið í Reykja-
vík. Miðhluti þess var byggður
árið 1852 en á næstu fjórum
áratugum stækkaði það til
beggja hliða.
»VerslunarmannafélagReykjavíkur var stofnað í
húsinu og fyrsta heildversl-
unin á Íslandi einnig árið
1906.
»Húsið féll saman við flutn-ing á Árbæjarsafn árið
1988 en var endurbyggt.
Sú hugmynd var kynnt
um leið og vinnings-
tillaga um nýtt deili-
skipulag í Kvosinni að
flytja húsið Lækjar-
götu 4 af Árbæjarsafni
á Lækjartorg.
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
„STOFN úthafsrækju er í mikilli
lægð ennþá og auk þess höfum við
haft miklar áhyggjur af nýliðun, sem
er í sömu lægðinni og í fyrra og hitt-
eðfyrra. Þess vegna er sú rækja, sem
nú veiðist mjög stór þar sem yngri
árgangana vantar. Þetta er skárra en
í fyrra og horfurnar sæmilegar,“ seg-
ir Unnur Skúladóttir, sérfræðingur
Hafrannsóknastofnunarinnar í
rækjurannsóknum. Lokið er árlegri
stofnmælingu Hafrannsóknastofn-
unarinnar á úthafsrækju fyrir norð-
an og austan land.
Níu bátar eru nú á rækjuveiðum
við landið og varð aflinn á nýliðnu
fiskveiðiári tæplega 2.000 tonn, en
aðeins 1000 tonn árið áður. Afli á tog-
tíma virðist nokkuð góður á vissum
svæðum þannig að þetta er mun
skárra en í fyrra. Aflinn í júlí varð til
dæmis fimm sinnum meiri en í sama
mánuði í fyrra.
„Okkur finnast það góðar fréttir að
rækjan er að koma upp á Héraðs-
djúpi og Bakkaflóadjúpi. Þar var al-
gjör ördeyða síðustu þrjú ár. Hún
getur að einhverju leyti hafa stafað af
mikilli þorsk- og kolmunnagengd á
svæðunum, en kolmunninn virðist
leggjast töluvert í smárækjuna. Það
var mjög stór ganga af honum þarna
2003. Svo er rétt að nefna það að
Rauða torgið er að koma upp, en þar
er stærsta rækjan fyrir utan Dohrn-
banka,“ segir Unnur Skúladóttir.
Mælingin á rækjunni fór fram á
Bjarna Sæmundssyni á tímabilinu
16.-31. júlí. Byrjað var vestast fyrir
Norðurlandi og haldið austur fyrir.
Vísitala stofnstærðar rækju sam-
kvæmt fyrstu útreikningum er aðeins
hærri í ár en í fyrra ef litið er á svæð-
ið í heild og er svipuð vísitölunni árið
1999 sem var sú lakasta á tíunda ára-
tugnum. Vísitalan var lægst árið 2004
en hefur eftir það hækkað lítillega
með hverju ári. Vísitala rækju nú var
mun hærri á miðunum austan lands
miðað við undanfarin þrjú ár en þá
var þar algjör ördeyða.
Vísitala við Grímey
hefur hækkað um 31%
Sé litið á aðalrækjusvæðið, Norð-
urkantur – Grímsey, hefur vísitalan
hækkað um 31% miðað við árið 2004.
Rækjan var stór eða svipuð og árið
2006. Minna fékkst af þorski nú en ár-
in 2005 og 2006 eða svipað magn og
árið 2004. Mest fékkst af þorski við
Norðaustur- og Austurland en
minna á miðunum vestan Grímseyj-
ar.
Helstu nýliðunarsvæði rækju eru
austan Grímseyjar og gæti því afrán
þorsks á smárækju verið talsvert á
þessu ári. Bráðabirgðaútreikningar
sýna að nýliðun rækju hefur aukist
við Norðausturland miðað við árið
2006, en er enn mjög slök ef miðað er
við allt svæðið.
Kvótinn 7.000 tonn
Hafrannsóknastofnunin hefur lagt
til að leyfilegur hámarksafli úthafs-
rækju verði 7.000 tonn fyrir fisk-
veiðiárið 2007/2008 og stendur sú til-
laga óbreytt. Það er sama og kvótinn
á nýliðnu fiskveiðiári. Leyfilegur
heildarafli var hins vegar 8.890 tonn
vegna flutnings aflaheimilda frá
fyrra ári. Aflinn á fiskveiðiárinu varð
1.887 tonn samkvæmt bráðabirgða-
tölum á heimasíðu Fiskistofu. Því
eru óveidd um 7.000 tonn af heim-
ildum síðasta fiskveiðiárs, en heimilt
er að flytja 20% aflaheimilda milli
ára.
Verkefnistjóri í leiðangrinum var
Unnur Skúladóttir og Guðmundur
Skúli Bragason leiðangursstjóri.
Skipstjóri var Ingvi Friðriksson á r/s
Bjarna Sæmundssyni.
Skárra en í fyrra og horfur sæmilegar
Stofn úthafsrækju
þó enn í mikilli lægð
og nýliðun er slök
!""#$$%
Í HNOTSKURN
»Bráðabirgðaútreikningarsýna að nýliðun rækju hefur
aukist við Norðausturland mið-
að við árið 2006, en er enn mjög
slök ef miðað er við allt svæðið.
»Rækjan er að koma upp áHéraðdjúpi og Bakkaflóa-
djúpi. Þar var algjör ördeyða
síðustu þrjú ár.
»Rækjuafli á síðasta fisk-veiðiári var tæp 2.000 tonn
en leyfilegur afli tæp 9.000
tonn. Fiskveiðiárið þar áður
varð aflinn 800 tonn.