Morgunblaðið - 08.09.2007, Síða 9

Morgunblaðið - 08.09.2007, Síða 9
Fréttir í tölvupósti MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 9 FRÉTTIR RÍKISENDURSKOÐUN hefur komist að þeirri niðurstöðu að fram- kvæmd þjónustusamnings heilbrigð- isráðuneytisins við Sveitarfélagið Hornafjörð um rekstur Heilbrigðis- stofnunar Suðausturlands geti ekki að öllu leyti talist fullnægjandi. Vegna skorts á mælingum á magni og gæðum þjónustu verði heldur ekki fullyrt hvort markmið um betri nýtingu fjármagns hins opinbera sé betur borgið en ef ríkið annaðist sjálft reksturinn. Samningurinn var gerður árið 2003 og rann út um síðustu áramót. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoð- unar segir að samningurinn uppfylli formlegar kröfur en leggur til að í nýjum samningi verði hlutverk aðila betur skilgreind. Þá kemur fram að Heilbrigðis- stofnun Suðausturlands hafi eflt þjónustu sína á sviði heilsuverndar, heimahjúkrunar og öldrunarmála á samningstímanum. Ekki hafi á hinn bóginn tekist að bæta stjórn sveitar- félagsins á þessum málaflokkum auk þess sem læknisþjónusta hafi dreg- ist saman. Þjónustan var mæld út frá magni, ekki gæðum. Ekki að öllu leyti full- nægjandi MENGUN þungmálma í hafinu um- hverfis landið er almennt vel undir alþjóðlegum viðmiðunarmörkum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Matís. Í skýrslunni eru birtar nið- urstöður árlegs vöktunarverkefnis á vegum Umhverfisráðuneytisins fyr- ir árin 2005 og 2006. Markmiðið með vöktun umhverfis landið er að bera kennsl á breytingar sem kunna að verða á styrk snefilefna í lífríki sjáv- ar umhverfis landið á ákveðnu tíma- bili og á milli ólíkra haf- og strand- svæða. Rannsóknin skiptir m.a. miklu máli fyrir sölu á íslensku sjáv- arfangi á erlendum mörkuðum þar sem hægt er að sýna fram á að veið- ar fari fram í ómenguðu umhverfi. Fram kemur í skýrslunni að styrkur þungmálma eins og kvika- silfurs er afar lítill. Hins vegar hefur styrkur kadmíns mælst meiri í líf- ríki sjávar hér við landi en á suðlæg- ari slóðum. Mikill styrkur kadmíns hér við land er talinn eiga sér nátt- úrulegar orsakir þar sem ekkert hefur komið fram sem bendir til kadmínmengunar af manna völdum. Þannig mælist t.d. kadmínstyrkur í kræklingi hærri á ýmsum stöðum sem eru fjarri íbúðabyggð og at- vinnustarfsemi, eins og t.d. í Mjóa- firði, heldur en í Hvalfirði og Straumsvík. Lítil mengun þungmálma ♦♦♦ WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Anders Ingemann Jensen farsími nr. +45 40 20 32 38 netfang: aj@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Nýjar kvartbuxur og síðbuxur Glæsilegar jakkapeysur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið laugardag í Bæjarlind kl. 10-16 – Eddufelli kl. 10-14 Litir: Svart, grátt, brúnt og mosagrænt Kvartbuxur kr. 3.900,- allt í garðinn á einum stað! www.gardheimar.is Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 HAUSTLAUKARNIR ERU KOMNIR! RISA ÚTSALA! Á FÖNDURLOFTINU 3 STK. 495KR ERIKUTILBOÐ ! Hver er laukur vikunnar? TAI CHI námskeið hefst 17. september æfingastöð SLF Háaleitisbraut 13 Leiðbeinendur: S. Hafdís Ólafsdóttir - Svanlaug Thorarensen Upplýsingar og innritun: Í síma: 861 5958 eða hafdis@slf.is - svanlaugt@simnet.is Svörtu leðurjakk- arnir eru komnir Laugavegi 84 • sími 551 0756 Kór, kór kvennakór Kyrjurnar eru skemmtilegur og góður kvennakór sem getur nú bætt við sig nýjum kórfélögum. Markmiðið okkar er að vera með um 40-45 kvenna kór. Stjórnandi kórsins er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir og sér hún einnig um raddþjálfun. Láttu nú drauminn rætast, hafðu samband og það verður tekið vel á móti þér. Upplýsingar veitir Sigurbjörg kórstjóri í síma 865 5503 eða Inga formaður í síma 825 5070. Jógaskólinn hefst að nýju í september en frá árinu 1997 hefur Ásmundur Gunnlaugsson útskrifað nemendur sem ýmist starfa sem jógakennarar í dag eða hafa tekið þátt til þess að dýpka þekkingu sína. Námskeiðið er yfirgripsmikið og öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið, tækifæri til að nema af kennara með mikla reynslu og þekkingu. Tilhögun þess fer saman með starfi og öðru námi en kennt er eftirfarandi helgar: 21.-23. sept., 19.-21. okt., 2.-4. nóv., 23.-25. nóv., 18.-20. jan. og 8.-10. feb (fös. kl. 20-22, lau. og sun. kl. 9-15). Þjálfunin er viðurkennd af International Yoga Federation. Kennslustaður: Menningarmiðstöðin Gerðubergi. Allar nánari upplýsingar og skráning á www.jogaskolinn.is og í síma 862 5563. VILTU VERÐA JÓGAKENNARI? EÐA DÝPKA JÓGAÁSTUNDUN ÞÍNA? iðunn tískuverslun Laugavegi 51, s. 561 1680 Kringlunni, s. 588 1680 Ný sending af galla- buxum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.