Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 89 81 0 9/ 07 FYRIRLESTUR FÉLAGSVÍSINDADEILD 30 ÁRA – HÁTÍÐARFYRIRLESTUR Háskóli í deiglu – Reflection on the development of the modern university. Mánudagur 10. september kl. 16 - 18 í stofu 101 í Odda v. Sturlugötu. Fyrirlesari: David F. Labaree, prófessor við menntavísindadeild Stanford háskóla, ræðir um þróun háskóla í Bandaríkjunum í fyrirlestri sem hann nefnir: Reflections on the development of the modern university. Í fyrirlestrinum dregur hann fram atriði sem verða grunnur umræðu á málstofu í framhaldi af fyrirlestrinum. Páll Skúlason, prófessor, stýrir síðan almennri umræðu um þessa þróun og hvernig evrópsku háskólarnir og þeir íslensku, sérstaklega, spegla hana. David F. Labaree hefur skrifað bæði bækur og greinar um þróun menntunar á háskólastigi, ekki síst starfsmenntunar almennt, en einnig kennaramenntunar sérstaklega, í umhverfi sem leggur ríka áherslu á rannsóknir og fræði. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.felags.hi.is Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is LANDSVIRKJUN mótmælir þeirri skoðun Landverndar og Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) að veiting iðnaðarráðu- neytisins á leyfi til Landsvirkjunar í maí sl. til rannsókna á jarðhita á Gjástykkissvæðinu hafi verið ótímabær. Þá undrast Landsvirkjun að fyrrgreind samtök haldi því fram að leyfisveit- ingarferlið hafi verið ólögmætt og að umsóknin um rannsóknarleyfið hafi fyrst verið dagsett 8. maí sl. Leyfið hafi verið veitt á grundvelli um- sóknar Landsvirkjunar frá 25. október 2004 og afgreiðsluferlið því tekið 30 mánuði og öllum lagaskilyrðum fullnægt. Landsvirkjun telur sig hafa staðið eðlilega að umsókninni og vill einnig leiðrétta þann mis- skilning að rannsóknarleyfið sé nauðsynlegt eða veiti fyrirtækinu eitt og sér heimild til borfram- kvæmda eða nýtingar. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegri greinargerð sem Landsvirkjun sendi iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd Alþingis. Fleiri umsóknir um leyfi Gjástykkissvæðið er eitt fjögurra jarðhita- svæða á Norðausturlandi sem Landsvirkjun og Þeistareykir ehf. hyggjast kanna vegna hugs- anlegrar raforkuframleiðslu fyrir álver á Bakka við Húsavík. Þegar eftir að leyfisumsókn Landsvirkjunar um rannsóknarleyfi í Gjástykki barst 2004 leit- aði iðnaðarráðuneytið umsagnar lögbundinna umsagnaraðila og viðkomandi sveitarfélaga. Í greinargerðinni kemur fram að fallist hafi verið á útgáfu leyfisins í umsögnum Orkustofnunar og umhverfisráðuneytisins. Umsögn ráðuneytisins hafi einnig fylgt umsagnir Náttúrufræðistofn- unar og Umhverfisstofnunar. Iðnaðarráðuneyt- ið hefði hins vegar ekki talið hægt að gefa rann- sóknaleyfið út á þessum tíma því einnig hafði borist umsókn um slíkt leyfi frá Orkuveitu Reykjavíkur og landeigendum Reykjahlíðar. Þá hafði Aðaldælahreppur einnig bent á að Þeista- reykir ehf. hefðu fengið leyfi frá sveitarfélaginu til rannsókna á þeim hluta svæðisins sem var innan landamerkja jarðarinnar Þeistareykja. Aðstæður breyttust þegar Landsvirkjun eignaðist 32% hlut í Þeistareykjum ehf. árið 2005 og gerður var samningur við landeigendur Reykjahlíðar. Landsvirkjun fékk fulla heimild landeigenda til rannsókna og jarðhitanýtingar á Gjástykkissvæðinu. Þannig varð Landsvirkjun eini umsækjandinn um rannsóknarleyfi á svæð- inu og var þá umsóknin ítrekuð. Aðaldælahrepp- ur og Norðurþing samþykktu bæði að Lands- virkjun fengi rannsóknarleyfið. Ráðuneytið frestaði enn málinu og nú vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu (57/1998). Þegar fyrirhugaðar lagabreytingar fengu ekki framgang á síðast- liðnu vorþingi kveðst Landsvirkjun hafa ítrekað umsókn sína með bréfi 8. maí sl. Landsvirkjun bendir einnig á að samþykki landeigenda á Gjástykkissvæðinu varðandi leyfi til rannsókna og nýtingar liggi fyrir. Samkvæmt lögum hafi ekki þurft leyfi ráðherra fyrir þeim rannsóknum sem gerðar voru á svæðinu á árinu 2006. Þrátt fyrir fyrirliggjandi leyfi landeigenda hafi Landsvirkjun engu að síður sótt um rann- sóknarleyfi til iðnaðarráðherra til að tryggja réttindi sín. Með rannsóknarleyfi hafi fyrirtækið forgang til rannsókna á svæðinu og jafnframt eigi það rétt á endurgreiðslu rannsóknarkostn- aðar verði öðrum aðila veittur nýtingarréttur á svæðinu. Gjástykki er varakostur Gjástykki var á dagskrá fundar umhverfis- nefndar Alþingis í gær. Helgi Hjörvar, formað- ur nefndarinnar, sagði að umdeilt væri hvort leita hefði átt umsagna vegna umsóknar Lands- virkjunar um rannsóknir í Gjástykki í þriðja sinn í maí síðastliðnum. Á fundinum hafi sjón- armið aðila málsins komið fram til upplýsingar fyrir nefndarmenn. Helgi sagði að Landsvirkj- unarmenn hefðu lagt áherslu á að þeir litu á Gjá- stykki sem varakost. Til skoðunar væru fjögur svæði til orkuöflunar á Norðausturlandi. Fyrst og fremst væri litið til Gjástykkissvæðisins ef hinir þrír kostirnir gæfu ekki nægilega orku af sér. Landsvirkjun mótmælir málflutningi Landverndar og SUNN um rannsóknarleyfi á Gjástykkissvæðinu Afgreiðsluferlið tók 30 mánuði Ljósmynd/Ómar Þ. Ragnarsson Gjástykki Stórvirkar vinnuvélar hafa athafnað sig í hrauninu sem rann á seinna skeiði Kröflu- elda á tímabilinu frá 1975 til 1984. Landsvirkjunarmenn segjast líta á Gjástykki sem valkost. FYRIRTÆKIÐ Marel Food Syst- ems er þessa dagana með leiðtoga- fund í höfuðstöðvum sínum í Garða- bæ þar sem saman eru komnir um 150 stjórnendur frá 25 löndum. Um er að ræða forstjóra, framkvæmda- stjóra, sölustjóra, þjónustustjóra og fjármálastjóra allra dótturfélaga Marel Food Systems. Þetta er í fyrsta sinn sem svo um- svifamikill stjórnendafundur er haldinn innan Marels og er hann hluti af samþættingarferli þar sem stilltir eru saman strengir einstakra fyrirtækja samstæðunnar. Virtur franskur prófessor, Philipe Hasp- eslagh, sem sérhæfir sig í samrun- um, var fenginn til fundarins. Ljósmynd/Marel Marel Food Systems með 150 manna leiðtogafund LANDVERND segir að umsókn Landsvirkj- unar um rannsóknarleyfi á Gjástykkissvæðinu í maí sl. sé efnislega önnur en sú sem send var iðnaðarráðuneytinu árið 2004. Landvernd bendir á að umsóknin sem Landsvirkjun sendi iðnaðarráðuneytinu hinn 8. maí síðastliðinn hafi ekki verið send til umsagnar í samræmi við ákvæði laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Samantekt Bergs Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra Landverndar, var lögð fyrir iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd Al- þingis í gær. Landvernd véfengir m.a. að rannsóknar- leyfið sem iðnaðarráðuneytið veitti Lands- virkjun 10. maí sl. hafi verið veitt á grundvelli umsóknar fyrirtækisins frá 25. október 2004. „Í umsókninni 2004 kom skýrt fram að ein- ungis væri verið að sækja um leyfi til yfir- borðsrannsókna og tjáðu umsagnaraðilar sig um þá umsókn. Í útgefnu leyfi eru hinsvegar ákvæði sem sýna með óyggjandi hætti að það nær einnig til borana niður í heitan jarðvökva. Í 1. gr. leyfisins er tilgreint gildissvið þess. Þar eru tilgreindar rannsóknir á umfangi jarð- hita, magni og afkastagetu á viðkomandi svæði. Magn og afkastagetu jarðhitasvæða er ekki hægt að rannsaka með yfirborðsrann- sóknum. Það er því rangt með farið af hálfu Landsvirkjunar þegar því er haldið fram að leyfið hafi verið veitt á grundvelli umsókn- arinnar frá 2004. Sú umsókn takmarkaðist við yfirborðsrannsóknir. Af hálfu Landsvirkjunar var fyrst óskað eftir leyfi til rannsókna á af- kastagetu svæðisins og leyfi til jarðborana hinn 8. ágúst [svo] 2007. Sú umsókn var af- greidd án lögboðinna umsagna tveim dögum síðar,“ segir m.a. í samantektinni. Þá segir Landvernd að útgáfa leyfisins hafi ekki verið í samræmi við þá stefnu sem boðuð var með frumvarpi ríkisstjórnarinnar til laga um breytingu á lögum um rannsóknir og nýt- ingu á auðlindum í jörðu. Gjástykki hafi held- ur ekki verið með í fyrsta áfanga rammaáætl- unar. Landvernd segir um- sóknir efnislega ólíkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.