Morgunblaðið - 08.09.2007, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
VIÐBRÖGÐ við andláti Lucianos
Pavarottis hafa verið mikil um allan
heim. Fjölmiðlar keppast við að
lýsa áhrifum hans á sönglistina og
mæra afrek hans og söngvarar og
söngsérfræðingar eru kallaðir til og
inntir álits á söngvaranum fræga.
Söngfélagar Pavarottis, Placido
Domingo og José Carreras, hafa
augljóslega haft í nógu að snúast að
við að segja sína sögu og vitnað er í
orð þeirra víða. „Ég dáðist stöðugt
að guðdómlegri fegurð raddar
hans,“ sagði Domingo í viðtali við
BBC, og bætti því við að raddblær
Pavarottis hefði verið einstakur og
persónulegur á öllu raddsviðinu, frá
botni og upp úr, alveg sérstakur
raddblær sem einkenndi hann. „En
ég elskaði líka húmorinn hans. Það
kom fyrir að við gleymdum því á
tónleikum tenóranna þriggja að við
værum að syngja fyrir áheyrendur
sem höfðu keypt miða sína dýrum
dómum, því við höfðum svo gaman
af þessu sjálfir,“ sagði Domingo
ennfremur. „Við verðum að minnast
hans sem þess stórkostlega lista-
manns sem hann var,“ sagði Carr-
eras. „Hann var gæddur einstökum
og yndislegum persónutöfrum,“
sagði hann og bætti við: „Hann var
einn mikilvægasti tenórsöngvari
tónlistarsögunnar allrar.“
Rödd sem alltaf þekkist
Í Scala-óperunni í Mílanó var
boðuð einnar mínútu þögn í minn-
ingu Pavarottis þegar fregnin af
andlátinu barst þangað, en hann
söng þar 140 sinnum. Dame Joan
Sutherland, sem var ein helsta mót-
söngkona Pavarottis á sjöunda ára-
tugnum, sagði að það hefði æv-
inlega fylgt því mikil gleði að vinna
með honum. „Það var ólýsanleg til-
finning að syngja með honum á
sviðinu. Raddgæðin voru svo ótrú-
leg og ólík öllu sem ég hafði heyrt.
Og þessa rödd gat maður alls stað-
ar þekkt, hvar sem var, ef maður
heyrði þetta undur vissi maður að
þar var Luciano að syngja.“
Zubin Mehta, hljómsveitarstjór-
inn sem vann mest með tenórunum
þremur, sagði að í dag og næstu
daga yrðu útvarpsstöðvar um allan
heim fullar af söng Pavarottis. „Og
þannig verður það. Það er arfleifð
hans. Hann mun aldrei hljóðna.“
Í Modena, heimabæ Pavarottis,
hafa þúsundir syrgjenda safnast
saman við dómkirkjuna þar sem
kista söngvarans stendur opin. Þar
hvílir hann í svörtum smóking, með
hálsklútinn sinn.
Bloggsíður um allan heim eru
uppfullar af sögum af meistaranum,
og á vef BBC hefur verið komið
fyrir minningarsíðu þar sem al-
menningur getur minnst hans með
eigin orðum. Þar skrifar Ron
Freeman:
„Ég farðaði hann ótal sinnum
fyrir sýningar í Konunglegu óper-
unni og það var alltaf gaman. Ein-
hvern tíma fundum við ekki hárkoll-
una hans, þá dró hann hárvöndul
upp úr vasa sínum sem hann hafði
tínt af fötum sínum. Ég spurði hvað
í ósköpunum ég ætti að gera við
þetta. Hann svaraði: „Sýndu mér að
þú sért jafn góður förðunarmeistari
og ég er söngvari.““
Pavarott-
is minnst
Luciano Pavarotti
Í DAG gefst öllum áhugasöm-
um tækifæri til að kynnast Sin-
fóníuhljómsveit Íslands því nú
er Sinfóníudagurinn haldinn í
Háskólabíói. Dagskráin hefst
kl. 13 með því að einstakir
hljóðfærahópar hljómsveit-
arinnar kynna sig og hljóðfæri
sín fyrir gestum í anddyri og
hliðarsölum bíósins. Trúðurinn
Barbara mun veita tónlist-
armönnunum dygga aðstoð við
þetta starf. Klukkan 14.30 verða síðan stuttir tón-
leikar með allri hljómsveitinni í aðalsalnum, og þá
verður líka dregið í happdrætti sem gestir Sinfón-
íudagsins geta tekið þátt í. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist
Hljómsveitin
kynnir sig
Sinfóníuhljómsveit
Íslands.
ÞESSA heims og
annars: Einar Þor-
láksson & Gabríela
Friðriksdóttir heitir
sýningin sem opnuð
verður í Listasafni
Árnesinga í dag. Sýn-
ingin býður upp á
samtal tveggja ólíkra
og afgerandi listamanna sem kanna leiðir til þess að
kortleggja sinn innri heim með myndmáli fantasíu
og abstraksjónar. Stundum má finna bein sjónræn
tengsl en sýningunni er þó fremur ætlað að bjóða
upp á samanburð sem dregur fram einkenni hvors
um sig; skapa grundvöll til að hugleiða hugtök eins
og abstraksjón, málverk og súrrealisma í list í dag.
Myndlist
Samtal Einars
og Gabríelu
Listasafn Árnesinga.
VETRARSTARF Sinfóníu-
hljómsveitarinnar verður
kynnt á Sinfóníudeginum sem
haldin verður í Háskólabíói
kl. 13 í dag. Það er trúðurinn
Barbara sem leiðir gesti á
milli hljóðfærahópa þar sem
gestir geta spurt liðsmenn
sveitarinnar spjörunum úr,
en Barbara verður einmitt
kynnir Tónsprotans, fjöl-
skyldutónleikaraðar hljómsveitarinnar í vetur.
Dagskránni lýkur með stuttum tónleikum þar
sem m.a. verður fluttur Lærisveinn galdrameist-
arans eftir Paul Dukas. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.
Tónlist
Sinfóníudagurinn
í Háskólabíói
Hallfríður Ólafs-
dóttir flautuleikari.
YFIRLITSSÝNING á málverkum
Eggerts Péturssonar verður opnuð í
Listasafni Reykjavíkur á Kjarvals-
stöðum í dag kl. 16. Þar gefst í
fyrsta sinn tækifæri til að líta verk
þessa dáða listamanns frá upphafi
ferils hans til dagsins í dag. Á sýn-
ingunni eru rúmlega fimmtíu verk,
þar af nokkur sem aldrei hafa verið
sýnd áður. Verkin eru í eigu Lista-
safns Reykjavíkur og fengin að láni
hjá einkaaðilum, fyrirtækjum og op-
inberum söfnum. Sýningarstjóri er
Ólöf K. Sigurðardóttir.
Eggert er kunnur fyrir málverk
af fínlegri en harðgerri náttúru
landsins. Verkin eru unnin af mikilli
nákvæmni og vekja áhorfandann til
umhugsunar um þá fegurð sem býr
við sérhvert fótmál í náttúru lands-
ins.
Eggert hélt sína fyrstu einkasýn-
ingu árið 1980 og hefur síðan haldið
fjölda einka- og samsýninga hér-
lendis og erlendis. Á sýningunni eru
nokkur verk frá upphafsárum lista-
mannsins en flest spanna síðustu tvo
áratugi þar sem íslenskar jurtir og
blóm hafa verið meginefniviðurinn.
Eggert hlaut önnur verðlaun Carn-
egie Art Award-sjóðsins árið 2006.
Eftir Eggert liggja margar mynd-
skreytingar en kunnust er mynd-
skreyting hans í nýrri útgáfu bók-
arinnar Íslensk flóra sem Ágúst H.
Bjarnason grasafræðingur skrifaði
og kom út árið 1983.
Sýningu Eggerts Péturssonar
verður fylgt úr hlaði með vandaðri
bók um listamanninn. Hana prýða
fjölmargar myndir auk þess sem
skyggnst er í skissubók listamanns-
ins, sem varpar áhugaverðu ljósi á
þróun verka hans. Ólöf K. Sigurð-
ardóttir og Eva Heisler skrifa um
Eggert og list hans, en þar er einnig
viðtal sem Ingólfur Arnarson mynd-
listarmaður tók við Eggert. Hönn-
uðir bókarinnar eru Hildigunnur
Gunnarsdóttir og Snæfríð Þor-
steins.
Fyrsta yfirlitssýning á verkum Eggerts Péturssonar opnuð í dag á Kjarvalsstöðum
Fegurðin við sérhvert fótmál
Án titils Eitt af málverkum Eggerts Péturssonar á yfirlitssýningunni á Kjarvalsstöðum, málað 2004-5.
„ÞAÐ er gríðarlega mikilvægt fyrir Listasafn Reykjavíkur að geta sýnt þverskurð af list Eggerts Péturssonar,“
segir Soffía Karlsdóttir, deildarstjóri markaðs- og kynningarmála safnsins. „Eggert er á hátindi ferils síns í dag.
Þarna eru verk frá hví hann hóf að mála 1980 til dagsins í dag. Hann hefur mikla sérstöðu sem málari því hann
hefur helgað sig blóma- og náttúrumyndum frá upphafi. Fyrir okkur er menntunar- og miðlunargildi sýningar-
innar mikið því það er mikilvægt fyrir almenning að geta skoðað þróun eins listamanns með jafn áþreifanlegum
hætti og hægt er á þessari sýningu. Gildi sýningarinnar felst svo ekki síst í fagurfræði verkanna sjálfra, það liggur
við að maður finni anganina af blómabreiðunum. Fegurð verkanna er óviðjafnanleg og því má ekki gleyma.“
Þar angar blómabreiða
UM þessar mundir er víða haldið upp á 100 ára
dánarafmæli Edvards Grieg. Í Norræna húsinu
og í Laugarborg verða haldnir tónleikar um
helgina undir yfirskriftinni „Í skugga Griegs“, en
þar verða flutt nokkur lög Griegs en jafnframt
flutt sönglög eftir sex norsk tónskáld, sem til-
heyra kynslóðinni sem fylgdi í kjölfar hans og
hlutu þau örlög að hverfa eða gleymast í skugga
meistarans. Þetta eru tónskáldin Johannes
Harklou, Ole Olsen, Hjalmar Borgström, Arne
Eggen, Catharinus Elling og Gerhard Schelde-
rup, sem eru fæddir um eða upp úr miðri 18. öld
og voru samtímamenn rithöfundarins Knuts
Hamsun, listmálarans Edvards Munch og tón-
skálda á borð við Jean Sibelius, Gustav Mahler,
og Maurice Ravel. Þeir voru sprottnir upp úr
norskri þjóðernisrómantík, en ólíkt Grieg feng-
ust þeir lítt við að þróa sérstakt norskt tónmál.
Þótt þeir væru innbyrðis ólíkir áttu þeir samt
margt mikilvægt sameiginlegt: þeir voru al-
þjóðlega sinnaðir, námu tónsmíðar í Leipzig, og
sömdu óperur í evrópskum síðrómantískum stíl.
Þótt öll þessi sex tónskáld hafi oft fengið verk
sín flutt meðan þeir voru á lífi, þá er þau sjaldan
að finna á tónleikaefnisskrám nú á dögum, upp-
tökur eru torfundnar, og sum af verkum þeirra
hafa verið flutt í allra fyrsta sinn nú á síðustu ár-
um. Það er norski tenórinn Harald Björköy, pró-
fessor við Griegakademíuna í Bergen, sem hefur
átt frumkvæði að því að safna saman sönglögum
eftir tónskáldin og koma þau senn út á geisladiski
í flutningi hans og fleiri norskra listamanna.
Á tónleikunum á Íslandi mun Selma Guð-
mundsdóttir píanóleikari leika með Harald
Björköy og eru tónleikarnir samstarfsverkefni
Listaháskóla Íslands og Griegakademíunnar í
Bergen. Tónleikarnir í Norræna húsinu verða í
dag kl. 16, en í Laugarborg á morgun kl. 14.
Tónskáldin í skugga Griegs
Harald Björköy Selma Guðmundsdóttir