Morgunblaðið - 08.09.2007, Síða 25
|laugardagur|8. 9. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Sú nýbreytni var tekin upp á
Hellu þessi Töðugjöld að bæn-
um var skipt upp í fjögur hverfi,
gult, rautt, grænt og blátt. »27
bæjarlífið
Dramatísk augu munu einkenna
förðunartískuna þennan vet-
urinn og því um að gera að finna
sína innri prímadonnu. »26
tíska
Rithöfundurinn og veiðivörð-
urinn Unnur Jökulsdóttir kann
því vel að búa á borgarmörk-
unum. »30
innlit
Fötin skapa manninn, en svo eru þeirmenn sem skapa fötin. Einn þeirraer ítalski skraddarinn Walter Sici-liano sem í dag hverfur aftur til
Ítalíu frá Íslandi, eftir að hafa mælt upp ís-
lenska karlmenn í bak og fyrir síðustu tvo
daga.
Siciliano var hér á landi á vegum verslunar
Sævars Karls sem fulltrúi tískuveldisins
Armani. Þeir íslensku herrar sem urðu undir
málbandi hans eiga það sumsé sameiginlegt
að vera búnir að leggja inn pöntun á sér-
saumuðum Armani-jakkafötum.
„Þetta er þriðja skiptið sem ég kem hing-
að,“ útskýrir Walter eins og hann kynnir sig.
Aðspurður segir hann í raun ekki mikinn
mun á því að mæla íslenska karlmenn og
aðra. „Þetta er sama tækni en vissulega eru
Íslendingarnir hærri og stærri en margir
aðrir, en samsvara sér þó vel.“ Hlæjandi
bætir hann því þó við að hann hafi komið
beint til Íslands frá Dubai og vissulega sé
nokkur munur á karlþjóð þessara tveggja
landa. „Þar eru menn stórir um sig en ekki
sérlega háir. Smekkurinn er líka gerólíkur.
Hér vilja menn meira gæði í efnunum en í
heitum löndum er aðallega notast við hör og
bómull í jakkaföt. Hér er frekar óskað eftir
dökkum litum en á heitum stöðum er beðið
um ljósa. Fólkið er líka ólíkt. Menn í Dubai
eru mjög alvörugefnir en hér eru allir vin-
gjarnlegir.“
Eðlilegur breytileiki líkamans
Eitt það mikilvægasta þegar verið er að
mæla fyrir jakkafötum er að sögn Walters að
átta sig á því hvernig viðkomandi ætlar að
nota fötin. „T.d. hvort hann ætlar að nota
þau við kirkjuathöfn, til spari eða í vinnu,“
útskýrir hann. „Eins þarf að átta sig á við-
skiptavininum. Sé hann tískusinnaður er t.d.
líklegt að hann vilji þrengri jakka en með-
almaðurinn sem leggur kannski meiri áherslu
á að fötin séu þægileg.“
Walter er ákaflega háttvís þegar hann er
spurður að því hvar „vandamálin“ liggja þeg-
ar mæla á upp karlmannslíkama. „Ég vil
ekki kalla það vandamál heldur eðlilegan
breytileika líkamans. Ég er t.d. smávaxinn og
þess vegna er erfitt fyrir mig að finna góðan
jakka. Ef ég læt breyta jakka úr verslun og
bið um að láta stytta hann brenglast hlut-
föllin milli vasans og neðri brúnarinnar auð-
veldlega. Hlutverk klæðskerans er einmitt að
leysa slík vandamál.“
Það eru þó ekki bara karlmenn með
„óhefðbundið vaxtarlag“ sem láta sérsauma á
sig jakkaföt. „Núna – sérstaklega hér í
Reykjavík – held ég að skraddarasaumuð föt
séu ákveðið stöðutákn. Séu menn í góðum
efnum láta þeir sérsauma
á sig fatnaðinn,“ segir
Walter sem eftir stutta
viðdvöl á Ítalíu í dag verð-
ur kominn til Jersey á morgun að mæla upp
breskan karlpening. „Jú, ég þekki orðið flug-
vellina í heiminum nokkuð vel,“ segir hann
hlæjandi. „En ferðalögin eru einmitt eitt af
því sem gera starfið svo skemmtilegt.“
Lét sérsauma fyrir andlátið
Axel Gómez, verslunarstjóri Sævars Karls,
segir þetta fimmta árið sem Armani sendir
klæðskera til Íslands til að
sinna viðskiptavinum
verslunarinnar. „Menn eru
að verða smekklegri með
árunum og margir vilja ekki kaupa sér föt
beint af slánni. Í staðinn velja þeir að taka
næsta skref og láta sérsauma á sig enda vilja
þeir „eitthvað extra“, kannski öðruvísi fóður
eða tölur.“
Raunar er fjarri því að klæðskeraþjón-
ustan einskorðist við heimsóknir Armani-
klæðskera í verslunina. „Sjálfir höfum við
boðið upp á slíka þjónustu allt frá því að ég
stofnaði fyrirtækið,“ útskýrir meistarinn
sjálfur, Sævar Karl Ólason. Allt árið um
kring leiti því til þeirra karlmenn sem óski
eftir að fá klæðskerasaumuð föt á sig.
En eru þetta aðallega menn úr viðskiptalíf-
inu sem leita til þeirra eftir slíkum fatnaði?
„Nei alls ekki,“ svarar Axel. „Þetta eru menn
úr öllum stigum þjóðfélagsins. Margir láta
sauma á sig spariföt og sumir safna í tíu ár
til að eiga fyrir einum svona Armani-fötum.
Aðrir gifta sig í þeim og bankamenn og aðrir
slíkir sem nota jakkaföt dags daglega eru
auðvitað stór hópur. Það er allur gangur á
því. Við höfum m.a.s. saumað á mann sem lá
fyrir dauðanum og vildi láta jarða sig í jakka-
fötum.“
Þeir segja upp og ofan hvort íslenskir karl-
menn hafi miklar skoðanir eða óskir í kring
um sérsaumuðu jakkafötin sín. Þeir sem
ákveði að fá sér Armani-jakkaföt hafi þó ekki
miklar sérþarfir varðandi útlit fatnaðarins,
s.s. óskir um annars konar tölur eða boð-
unga. Armani-fatnaðurinn sé enda fyrst og
fremst klassískur og elegant.
Raunar er Walter Siciliano ekki eini er-
lendi skraddarinn sem heimsækir verslunina
reglulega því Sævar Karl hefur fengið slíka
þjónustu frá fleiri merkjum sem hann selur.
Síðar í mánuðinum er þannig von á klæð-
skera frá Scabal. „Þessar heimsóknir eru
náttúrulega hápunkturinn hjá okkur,“ út-
skýrir Axel. „Það sýnir að við erum á réttri
leið ef tískuhúsin vilja senda menn til okkar
reglulega. Svo eru þessar heimsóknir líka
mjög mikilvægar fyrir starfsfólk verslunar-
innar, því við lærum alltaf eitthvað nýtt í
hvert sinn og komumst í betri tengsl við
merkin sem við erum að selja.“
ben@mbl.is
Hátískuskraddari á heimshornaflakki
Morgunblaðið/Sverrir
Uppmæling Íslenskir karlar eru hærri og stærri en margir erlendir kynbræður þeirra en samsvara sér vel, að mati Walter Siciliano.
Þeir eru háir, lágir, þéttir,
grannir, herðabreiðir og lang-
leggjaðir. Íslenskir karlmenn
koma í öllum stærðum og
gerðum og því ekki alltaf sem
jakkafötin í búðinni henta.
Lausnin getur þá falist í sér-
saumi. Bergþóra Njála
Guðmundsdóttir fylgdist með
ítölskum Armani-klæðskera
að störfum.
Úrval Sá sem hyggst nota jakkafötin sín á heitum slóðum velur sér þynnra efni en sá sem not-
ar föt sín á Íslandi. Axel Gómez og Walter virða fyrir fjölbreytt efnisúrvalið.
„…sumir safna í tíu ár til
að eiga fyrir einum svona
Armani-fötum.“