Morgunblaðið - 08.09.2007, Page 28
28 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÓBEISLUÐ ORKA
Svo gæti farið að tölvufyrirtækiðMicrosoft setti upp netþjónabúog þróunardeild á Íslandi. Í
Morgunblaðinu í fyrradag kom fram
að Ólafur Ragnar Grímsson forseti
hefði staðfest þetta í samtali á ráð-
stefnu um orkumál í New York. Kom
einnig fram að Ísland væri eitt níu
landa, sem fyrirtækið hefði metið sem
vænlega staði fyrir öfluga starfsemi,
bæði á sviði uppsetningar öruggrar
geymslu fyrir tölvubúnað og gögn og
hugsanlega þróunar- og rannsóknar-
seturs, svo vitnað sé í fréttina.
Nú er vitaskuld ekkert hægt að
fullyrða um það hvort Ísland verði
fyrir valinu þótt landið komi til
greina. Áður hefur komið til tals
hvort Ísland væri hentugur kostur
fyrir netþjóna og gagnageymslu og
áhugi Microsoft sýnir að sú hugsun er
ekki út í bláinn. Þetta undirstrikar
einnig nauðsyn þess að skoða alla
möguleika á að nema nýjar lendur
með opnum huga.
Netþjónabú þarf ekki að vera í
þéttbýli og gæti stuðlað að eflingu
landsbyggðarinnar. Hins vegar er
ekki gefið að því fylgi mörg bein störf,
þótt afleidd áhrif yrðu af ýmsum toga.
Eitt af því sem þarf að hafa í huga í
sambandi við álver er útblástur. Net-
þjónabú og gagnageymslur eiga það
sameiginlegt með álverum að þurfa
mikla orku, en þar sleppir saman-
burðinum. Kosturinn við fyrrnefndu
starfsemina er að hún myndi ekki
skipta máli í sambandi við skuldbind-
ingar vegna Kyoto-sáttmálans. Orkan
er hrein og gera verður ráð fyrir að
starfseminni fylgi hverfandi mengun.
Það hlýtur að vera eftirsóknarvert að
sækjast fremur eftir orkufrekri starf-
semi, sem ekki fylgir mengun, en
orkufrekum iðnaði, sem mengar.
Á hinn bóginn vakna eftir sem áður
sömu spurningar og í sambandi við ál-
ver þegar talið berst að öðrum orku-
frekum iðnaði og rekstri. Hvert á að
sækja orkuna? Hvar á að virkja þann-
ig að um það ríki sátt? Deilur um
virkjanir sýna að komið er að
ákveðnum mörkum í þeim efnum og
verður til dæmis ekki lengra gengið á
hálendi Íslands. Þó eru enn mögu-
leikar og nægir þar að benda á virkj-
un jarðvarma.
Eins og áður segir er ekki gefið að
Ísland verði fyrir valinu hjá Microsoft
og ef til vill er það ólíklegra en hitt.
Hins vegar gætu vel verið önnur
sóknarfæri á sama sviði því að eins og
fram kemur í fréttaskýringu í Morg-
unblaðinu í gær skiptir miklu máli að
rafmagnsframboð sé traust og raf-
magnsleysi fátítt. Þar standi Ísland
vel að vígi. En Ísland stendur vel að
vígi á öðrum sviðum og Íslendingar
búa yfir óbeislaðri orku, sem hægt er
að virkja án þess að hafa þurfi
áhyggjur af Kyoto. Tækifærin blasa
ekki alltaf við þótt þau séu fyrir
hendi, hvort sem það er á sviði net-
þjónabúa eða í einhverju allt öðru.
VENJULEG BÖRN
Sýningin á ljósmyndum Mary EllenMark af fötluðum nemendum í
Öskjuhlíðar- og Safamýrarskóla, sem
nú stendur yfir í Þjóðminjasafninu,
veitir innsýn í heim, sem oftast er lok-
aður, og færir hann nær almenningi.
Mary Ellen Mark er einn fremsti ljós-
myndari samtímans og hefur unnið
mörg eftirminnileg verkefni. Hún kom
til Íslands fyrir tveimur árum til að
vinna myndafrásagnir fyrir Morgun-
blaðið og Iceland Review og heimsótti
þá Öskjuhlíðarskóla. Verkefnið vatt
upp á sig og kom Mark alls þrisvar til
Íslands og vann hér í sex vikur í allt.
Einar Falur Ingólfsson fjallar um
sýninguna í Lesbók Morgunblaðsins í
dag og er athyglisvert að lesa þar um-
mæli Mark eftir fyrstu heimsókn
hennar í Öskjuhlíðarskóla: „Ég upp-
lifði sterkt að börnin fá að vera þau
sjálf og það dylst engum að fólkið sem
vinnur þarna elskar börnin. Kennur-
unum þykir vænt um nemendurna og
persónuleika þeirra, þeir eru opnir
fyrir hugmyndum þeirra og skammast
sín ekki fyrir þá,“ sagði Mark. „Ég hef
komið í stofnanir sem annast fatlaða,
þar sem forstöðufólkið skammast sín
og vill helst ekki að maður hitti skjól-
stæðinga þess. Í Öskjuhlíðarskóla eru
börnin virt fyrir það hver þau eru, allir
eru fullir af ást og hlýju og þess vegna
er umhverfið svo notalegt.“
Mark sneri aftur til Íslands og hafði
þá leyfi til að mynda í sérskólunum
tveimur fyrir fötluð börn í Reykjavík,
Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla,
og á Lyngási, þar sem hugsað er um
mikið fötluð ungmenni. Í Lesbókinni
segir Mark að á Íslandi sé þessum
börnum búið sérstakt og hlýlegt um-
hverfi, í skólakerfi sem virði börnin,
þar sem þau fái að vera þau sjálf.
Þetta er falleg umsögn um það starf,
sem unnið er með fötluð börn á Íslandi.
Íslenskt heilbrigðiskerfi liggur oft
undir þungu ámæli og þá vill það sem
vel er gert gleymast. Það er mæli-
kvarði á þjóðfélag hvernig það annast
fatlaða. Við opnun sýningarinnar í gær
tilkynnti Júlíus Vífill Ingvarsson, for-
maður menntaráðs Reykjavíkurborg-
ar, að Safamýrarskóli og Öskjuhlíðar-
skóli verði sameinaðir í nýjum skóla.
Mikill metnaður verður lagður í þá
framkvæmd og vonandi fylgir þangað
sá andi og virðing, sem Mark lýsir svo
eftirminnilega.
Á sýningunni í Þjóðminjasafninu eru
einnig ljósmyndir eftir Ívar Brynjólfs-
son og myndverk eftir nokkra nemend-
ur auk þess sem kvikmyndin Alexand-
er eftir Martin Bell um dreng í
Öskjuhlíðarskóla verður sýnd. Mark
talar um að íslenskt skólakerfi virði
fötluðu börnin. Það gerir hún einnig í
myndum sínum, sem eru bæði áleitnar
og innilegar. Hún segir að líf fatlaðra
geti vissulega verið dapurlegt, en einn-
ig fullt af lífi og húmor: „Þetta eru bara
venjuleg börn en þau hafa fötlun sem
heilbrigð börn hafa ekki.“ Á sýning-
unni í Þjóðminjasafninu getur fólk séð
inn í heim þessara barna. Margrét
Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður seg-
ir í Lesbókargreininni að áður fyrr hafi
hlutverk þjóðminjasafna verið að vera
spegill á fortíðina, en nú séu kröfurnar
meiri og þau þurfi einnig að hafa áhrif
á samtímann: „Safn á að vera hlutlaus
staður þar sem hægt er að fjalla um
viðkvæmustu mál.“ Það tekst á þessari
sýningu.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Þ
að allra mikilvægasta
núna er að hætta að
horfa á ríkið annars
vegar og sveitarfélag-
ið hins vegar,“ segir
Regína en að hennar mati á að efla
samfélagsgeðþjónustu í Reykja-
vík með aukinni samþættingu
þjónustumiðstöðva borgarinnar
annars vegar og heilbrigðismála,
sem ríkisvaldið sér um, hins veg-
ar. Samfélagsgeðþjónusta gengur
í grundvallaratriðum út á það að
teymi sérfræðinga fari í auknum
mæli út af heilbrigðisstofnunum
og sinni fólki á sérstökum hverfa-
miðstöðvum eða heima hjá því.
„Ef fólk er stutt í sínu umhverfi og
nærþjónustan er góð held ég að
það muni gera það að verkum að
það þurfi færri á geðlæknisþjón-
ustu og innlögnum að halda í
framtíðinni.“
Þjónustumiðstöðvarnar, sem
eru sex talsins víðsvegar á höf-
uðborgarsvæðinu, gefa upplýs-
ingar um þjónustu borgarinnar og
veita víðtæka ráðgjöf, m.a. fé-
lagslega ráðgjöf og sálfræði- og
kennsluráðgjöf vegna leik- og
grunnskólabarna.
Regína segir að áður en mið-
stöðvarnar voru settar á laggirnar
hafi stofnanir borgarinnar haft
mismunandi hverfamörk. Nú sé
lögreglan komin með sömu skipt-
ingu og miðstöðvarnar, þrátt fyrir
að vera ekki á vegum sveitarfé-
lagsins, og miklu máli skipti að
heilsugæslan geri slíkt hið sama.
Grundvallaratriði sé að í sam-
félagsgeðþjónustu vinni saman fé-
lagsráðgjafar, sálfræðingar, geð-
læknar og aðilar frá heilsu-
gæslum.
Hver passar sína torfu
Sem sviðsstjóri þjónustu- og
rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar
var Regína yfirmaður allra starfs-
manna í félagsþjónustu í Reykja-
vík, á sviði sérfræðiþjónustu skóla
og leikskóla og loks forvarn-
armála. Spurð hvað borgin hafi
gert til að efla samfélagsgeðþjón-
ustuna segir hún sálfræðiþjónustu
vegna barna í leik- og grunn-
skólum, félagsþjónustu og for-
varnarstarf hafa verið sameinað á
þjónustumiðstöðvunum en áður
vann fagfólkið hvert í sínu horni.
Þetta byggist á þeirri hug-
myndafræði að fagfólk innan
hverfanna taki sameiginlega
ábyrgð á þeim viðskiptavinum
sem er að finna á svæðinu. „En
ríkið hefur dregið lappirnar með
að flytja fötlunarmálin yfir til
sveitarfélaganna. Þá þarf að koma
fram miklu skýrari vilji til sam-
starfs á milli heilsugæslunnar og
sveitarfélaganna, sérstaklega hér
í Reykjavík.“
Í kjölfar þess að þeir geðlæknar
sem rætt hefur verið við hafa
mært samfélagsgeðþjónustu hef-
ur vaknað sú spurning hví fyr-
irkomulaginu hafi ekki verið gert
hærra undir höfði hér á landi. Sér
í lagi þar sem það þykir hafa gefið
góðan árangur í nágrannalönd-
unum. Regína segir málið þar snú-
ast um sterk áhrif sérfræðistétta
og stjórnkerfa spítalanna. Þar
börn og unglinga nefnir Reg
strax 150 milljóna króna fram
lagið sem heilbrigðisráðherr
ar að veita til barna- og ungl
geðdeildar Landspítalans. „M
finnst það brenna við hér á Í
að ef það á að gera eitthvert
þá setur ríkisstjórnin pening
stofnanir sem heyra beint un
ríkið. Erlendis þekkist það m
vel að ríkisstjórnir eyrnamer
fjármagn til brýnna verkefna
sveitarfélögin framkvæmi þj
ustuna. Ég held að nú sé lag
styrkja skólasálfræðiþjónust
sveitarfélögunum og ríkisstj
gæti komið myndarlega að þ
veitt þar inn peninga. Sami f
skólasálfræðinga hefur verið
skólum svo árum skiptir þrá
ir aukinn fjölda nemenda sem
í erfiðleikum og þeir eru oft f
aðilinn sem foreldrar leita til
held það þurfi að styrkja þá þ
ustu því þá myndi álagið min
barna- og unglingageðdeildin
Nýta skal það sem fyrir e
Þeim möguleika hefur ver
upp að stofna ætti geðheilsu-
miðstöðvar. Þá hefur verið n
að nauðsynlegt sé að einhver
að sér að halda utan um sam
og samhæfingu þeirrar þjónu
sem þróast hefur utan við ge
deildirnar, svo sem félagsmi
stöðvarinnar Geðhjálpar,
endurhæfingarstöðva, vettva
teymis Klepps og BUGL o.fl
„Mér finnst það eigi ekki að
nýjar stofnanir eða ný embæ
þess að halda utan um þetta,
ir Regína og nefnir að henni
ist umræðan um að setja á st
sífellt fleiri nefndir og stofna
að kanna málin sé orðin þrey
„Það á að nýta það sem fyrir
það gerist ekki nema ríkið ho
sveitarfélaganna við skipulag
ingu allrar þessarar þjónustu
Hvað varðar þátt notenda
sjálfra og aðstandenda þeirr
verði til ákveðnir hagsmunahópar
sem séu sterkari þrýstihópur en
þeir sem aðhyllast samfélags-
geðþjónustu.
„Um leið og þú samþættir ein-
hverja þjónustu, býrð til einhverja
eina þjónustu þar sem margar
stofnanir hafa verið, þá er ljóst að
einhverjir yfirmenn missa vinn-
una eða einhverjir missa spón úr
sínum aski. Ástæðan fyrir því að
menn heykjast á því að ná fram al-
mennilegum samruna stofnana
svo hægt sé að mæta þörf við-
skiptavina er sú að það er hver að
passa sína torfu.“
Aukin samnýting nauðsynleg
Spurð hve alvarlegum veik-
indum sérfræðingateymin gætu
sinnt segir Regína það vera komið
undir mati geðlæknis hverju sinni.
Markmiðið með þjónustunni sé að
fækka innlögnum en aldrei verði
hægt að koma algerlega í veg fyrir
þær, geðdeildir verði auðvitað allt-
af til.
Hvað kostnað varðar segir Reg-
ína málið snúast um að samnýta
betur það fólk sem til staðar sé.
Þá verði Íslendingar að horfast í
augu við að bráðnauðsynlegt sé að
auka útgjöld til velferðarmála.
„Þegar menn segja að það geti
verið dýrt að beita samfélags-
geðþjónustu, að það kosti mikið að
byggja upp þessi teymi, þá segi
ég; teymin eru til staðar.
Það eru félagsráðgjafar og sál-
fræðingar úti öllum hverfum sem
eru að vinna á vegum sveitarfélag-
anna og það er hægt að samnýta
þetta kerfi miklu betur og ég tel
það eigi að styrkja grunnþjónustu
sveitarfélaganna og heilsugæsl-
unnar og horfa á þessi mál í heild
sinni en ekki bara frá sjónarhorni
félagsmálaráðuneytisins eða heil-
brigðisráðuneytisins.“
Þegar talið berst að teymi fyrir
Erlendis þekkist það mætavel að ríkisstjórnir eyrname
verkefna þótt sveitarfélögin framkvæmi þjónustuna
Aukin samvinna rí
sveitarfélaga nauð
Reglulega hefur verið fjallað um samfélags-
geðþjónustu á síðum Morgunblaðsins í
sumar og umfjöllunin vakið töluverð viðbrögð.
Ylfa Kristín K. Árnadóttir ræddi við Regínu
Ásvaldsdóttur sem nýverið lét af störfum
sem sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs
Reykjavíkurborgar.
Stjórnandi Regína Ásvaldsd
»Mér finnst fyrir-
komulagið á Akur-
eyri, að heimsækja
sjúklingana, vera til
mikillar fyrirmyndar.
» Þá verða Íslend-
ingar að horfast í
augu við að bráðnauð-
synlegt er að auka út-
gjöld til velferðar-
mála.
»Ríkið hefur dregið
lappirnar með að
flytja fötlunarmálin yf-
ir til sveitarfélaganna.
Þá þarf að koma fram
miklu skýrari vilji til
samstarfs milli heilsu-
gæslunnar og sveitar-
félaga.