Morgunblaðið - 08.09.2007, Side 30
lifun
30 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
EF ÞÚ FINNUR EKKI RÉTTU STÆRÐINA
EKKI KENNA OKKUR UM
X
E
IN
N
IX
0
7
09
0
02
Þ
egar ég var átján og
nítján ára bjó ég tvö
sumur í litlum bústað
sem stóð hér við hliðina
á Lynghóli og ég hafði
þann starfa að vera fjárgæslumaður
borgarinnar. Ég sat ekki á pen-
ingahrúgu heldur fór ég ríðandi um
á hestunum mínum og stuggaði
kindum burt af þeim svæðum sem
þær máttu ekki vera á og kom þeim
aftur á heiðina. Þessi smalavinna var
mjög skemmtileg og ég tengdist
þessum stað hér sterkum böndum.
Eiginlega skaut ég niður rótum hér
strax þá,“ segir Unnur Jökulsdóttir
rithöfundur sem býr í litlu gömlu
sumarhúsi við Elliðavatn.
„Mörgum árum seinna þegar ég
kom heim eftir að hafa verið í út-
löndum og var nýbúin að leigja mér
íbúð í miðbænum sá ég auglýsingu í
blöðunum um sumarbústað til leigu
rétt utan við Reykjavík. Ég mælti
mér mót við eigandann og þegar ég
kom hingað inn var allt frekar
dimmt og rakt og svolítil fúkkalykt.
En ég fann strax að þetta var stað-
urinn minn. Ég fékk annan leigjanda
í miðbæjaríbúðina og flutti hingað
upp eftir og hef verið hér síðan. Ég
hef skotið æ dýpri rótum á þessum
tíu árum sem ég hef verið svo lán-
söm að búa hér á Lynghóli.“
Unnur keypti húsið fljótlega enda
var það dánarbú. „Ég hef verið að
gera það upp meira og minna síðan,
brotið niður ótal veggi og breytt og
bætt. Byggt verönd, skipt um alla
glugga, skipt um gólfefni, breytt
kjallaranum í bókasafn og ýmislegt
fleira.“
Vinur skógarmannanna
Kyrrðin og andrúmsloftið er ein-
stakt á Lynghóli og Unnur hefur
skýringu á því. „Hér er húsandi sem
er mjög góður og hingað kom miðill
sem sagði mér að andi þessi væri
kona. Fyrri eigandi sem nú er löngu
látinn, hefur líka sést hérna og ég
hef fengið skilaboð um að hann sé
mjög sáttur við að ég hafi sest að hér
í bústaðnum hans, enda kynntist ég
honum þegar ég var í smalastarfinu
forðum.“
Húsið á Lynghóli er um 120 fer-
metrar í heildina. Elsti hluti þess er
frá 1928 en viðbyggingin frá 1968.
Unnur hefur sinn eigin bát og
bryggju og býr vel að gömlum hefð-
arrétti sem leyfir henni að sigla
bátnum út á Elliðavatn, en mjög fáir
hafa leyfi til þess. „Allt umhverfið
hefur gjörbreyst frá því ég var
stelpa að smala kindum hér á heið-
inni. Þá rétt kíkti Breiðholtið yfir
hæðirnar hinum megin við Elliða-
vatn. En þrátt fyrir aukna byggð er
stórt svæði enn friðað og fólkið sem
fer hér um kemur til að njóta náttúr-
unnar, hvort sem það eru hesta-
menn, veiðimenn, göngufólk eða
hjólafólk. Eins hef ég alltaf verið í
góðum vinskap við skógarmennina
eins og ég kalla starfsmenn skóg-
ræktarinnar sem sjá um skóginn hér
í Heiðmörkinni.“
Ferðasaga um huldufólk
Mæðgurnar Unnur og Alda fjög-
urra ára dóttir hennar búa ekki ein-
Tuskudýr í eldhúsi Börnum fylgir dót og því þarf einhversstaðar að koma fyrir. Ástarhornið Þó stofan sé ekki stór er hún notaleg og björt og skógurinn allt í kring.
Morgunblaðið/Golli
Báturinn okkar Unnur og Alda fara oft með tíkinni Jöklu niður að vatni og koma við á bryggjunni við Lynghól.
Skrifandi
veiðivörður í
skóginum
Tíkin Jökla er eins og lítill ísbjörn þar sem hún skokk-
ar um í frelsinu umhverfis Lynghól, lítinn bæ í Heið-
mörkinni. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti
mæðgur sem búa í sælureit við borgarmörkin.
Ég sat ekki á peninga-
hrúgu heldur fór ég ríðandi
um á hestunum mínum og
stuggaði kindum burt af
þeim svæðum sem þær
máttu ekki vera á og kom
þeim aftur á heiðina.