Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ekki vil ég láta hjá
líða að minnast Eiríks
með nokkrum orðum.
Okkar kynni hófust þegar ég og
fóstursystir hans Fanney Magnús-
dóttir fórum að skjóta okkur hvort í
öðru. En það sýnir betur en flest
annað góðsemi foreldra hans, Eiríks
Sigfússonar og konu hans Önnu
Gunnarsdóttur, að þau ólu upp þær
Fanneyju og móður hennar Jakob-
ínu Oddsdóttur og reyndust þeim
með afbrigðum vel og ekki var að
sjá né heyra að þeirra eigin börn
nytu forgangs á heimilinu. Þar nutu
allir jafnt umhyggju þeirra og hug-
ulsemi.
Það fór ekki hjá því að ýmsu
þyrfti að hyggja að á bæ, þar sem
var fremur lítið bú og þurfti að
mæta ýmsum áföllum, slæmu tíðarf-
ari, búfjársjúkdómum og veikindum
sem herjuðu á fólkið sjálft. Þetta
tókst þeim hjónum afburða vel, og
þeirra var það ánægjulega hlut-
skipti að vera fremur veitendur, en
þiggjendur, enda mikils metin af öll-
um sem þau þekktu. En því miður
hvarf þessi myndarskapur með
þeim. Eftir þeirra tíð var heimilið
ekki svipur hjá sjón. Allt snerist nú
um að spara og láta helst ekkert eft-
ir sér, sem öðrum þóttu sjálfsagðir
hlutir og okkur sem næst þessum
góðu systkinum stóðu var raun að
horfa upp á þau hokra án allra þæg-
inda og þess sem venjulegt fólk tel-
ur til sjálfsagðra lífsgæða. En aldrei
var kvartað. Þetta var þeirra háttur.
Sjónvarpsmenn gerðu þátt um
Málmfríði systur Eiríks sem sýndi
þær ömurlegu aðstæður, sem hún
bjó við árum saman af fúsum og
frjálsum vilja, þessi þáttur var
óþarfur og átti ekkert erindi við
óviðkomandi fólk. Eiríkur var án efa
vel gefinn maður og minnið óbrigð-
ult og ekki er að efast um heiðar-
leikann, en bókvitið verður ekki eitt
saman í askana látið, hann kunni
ekki að verjast ásælni annarra og
því fór sem fór. Hann varð vegna
eigin hrekkleysis leiksoppur þeirra
sem vildu honum ekki vel og bar
aldrei sitt barr eftir það.
Það væri ekki rétt að halda því
Eiríkur Björgvin
Eiríksson
✝ Eiríkur BjörgvinEiríksson fædd-
ist í Dagverðargerði
í Tunguhreppi í
N-Múlasýslu 16. des-
ember 1928. Hann
lést á elliheimilinu
Grund 25. ágúst síð-
astliðinn og var út-
för hans gerð frá
Fossvogskapellu 3.
september.
fram að við Eiríkur
værum sérstakir vin-
ir, til þess vorum við
of ólíkir. Hann vildi
tala um gamla tímann,
söguna og ættfræði,
en ég um nútímann og
tæknina. En því er
ekki að neita að ég
hafði lúmskt gaman af
að heyra hann tala um
löngu dáið fólk, eins
og hann hefði hitt það
í gær.
Við leiðarlok kveðj-
um við hjónin og fjöl-
skylda okkar þennan vammlausa vin
okkar, Eirík Björgvin Eiríksson, og
þökkum honum samfylgdina. Þær
óskir kunnum við bestar honum til
handa í nýjum heimkynnum að hon-
um verði rétt þykk ættfræðibók til
að glugga í.
Fanney Magnúsdóttir og
Jón Frímannsson.
Eftir að Eiríkur fluttist til
Reykjavíkur þurfti hann eins og all-
ir aðrir á ýmissi aðstoð að halda,
ókunnugur borgarlífinu. En hann
átti þá sem betur fer hauka í horni
og þá reyndist hún móðir mín hon-
um betri en engin. Um árabil þvoði
hún fötin hans og ófáir voru bitarnir
sem hrutu til hans af hennar borði.
Enda var alla tíð kært með þeim.
Hún veiktist 1988 af Alzheimer-
sjúkdómnum og gat þá ekki lengur
hugsað um hann eins og áður. Einn-
ig var vinur hans og velgerðarmað-
ur Sverrir Hermannsson Eiríki
ómetanlegur og mat hann Sverri
vel. Þegar tekið var að halla undan
fæti hjá honum hitti Jón mágur
minn eitt sinn Sverri vin hans og
minntist á að nú væri komið að því
að gera eitthvað fyrir Eirík. Já, það
verður að drífa í því, sagði Sverrir
og kallaði á Margréti dóttur sína,
sem var á ferð með honum og sagði
henni að hún yrði að sjá um að Ei-
ríkur kæmist á stað sem honum
hæfði sem allra fyrst. Það leið ekki
langur tími, þangað til ég frétti að
Eiríkur væri kominn á Elliheimilið
Grund. Fyrir þetta drengskapar-
bragð þeirra feðgina erum við þeim
eilíflega þakklát. Svona eru vinir í
raun. Eflaust eru þeir miklu fleiri
sem greiddu götu Eiríks og þökk sé
þeim öllum.
Það er býsna merkileg reynsla að
hafa kynnst manni eins og Eiríki
Björgvin Eiríkssyni. Manni sem lét
ekki glepjast af prjáli nútímans og
þorði að vera hann sjálfur eins og
Guð skapaði hann. (Þó hann efaðist
nú reyndar um það.) En gjarnan
hefði ég viljað sjá hann eiga þægi-
legra líf og gjarnan hefði ég viljað að
hann hefði heldur notað aurana sína
sér til ánægju en að hafa það, að því
er virtist, að markmiði að láta sig
vanta allt, sem hann gat mögulega
án verið.
Tveir elstu synir Jóns og Fann-
eyjar, Frímann og Eiríkur, dvöldu
hjá þeim systkinum, Eiríki og
Fríðu, í Dagverðargerði nokkur
sumur og upplifðu þar ýmislegt
skemmtilegt og fróðlegt, bæði um
fyrri búskaparhætti og ýmsan fróð-
leik og frásagnir frá fyrri tímum.
Þeir bræður höfðu oft samband við
Eirík eftir að hann fluttist til
Reykjavíkur, bæði heimsóttu hann
og buðu honum heim og rifjaðist þá
upp ýmislegt skemmtilegt frá þess-
um sumrum.
Ég kveð Eirík með virðingu og vil
um leið koma á framfæri kveðju frá
mágkonu móður minnar og ferming-
arsystir Eiríks, Hólmfríði Björns-
dóttir, sem bjó á næsta bæ, Rangá.
Leit hún oft til með þeim systkinum.
Hún hélt alltaf sambandi við hann,
síðast skömmu fyrir andlátið og var
hann þá nokkuð hress.
Kristbjörg Guðmundsdóttir.
Eiríkur Björgvin hét maður.
Hann var sonur Eiríks Sigfússonar
og Önnu Gunnarsdóttur. Hann bjó í
Dagverðargerði við Lagarfljót, en
flutti til Reykjavíkur. Hann var
sjálfstæðismaður og bókamaður svo
mikill að enginn réð í móti að mæla
er hann kvað. Hann átti eina systur
er Málfríður hét. Hún var fjölfróð
og bjó ein í Dagverðargerði eftir
föður sinn.
Engum manni dytti í hug að
skrifa venjulegan formála um Eirík
Eiríksson frá Dagverðargerði. Svo
forn var hann í háttu og sérstakur í
sjón og raun að orða er vant. Til-
heyrði raunar ekki þessari öld og
hinni síðustu jafnvel ekki heldur.
Kannski fæddur eins og 700 árum of
seint til að njóta sín til fulls. Hví-
líkur fengur hefði ekki verið að slík-
um manni á Þingeyrum eða í Helga-
fellsklaustri á árum áður, eða sem
skrifari hjá Snorra. En stundum er
réttur maður uppi á röngum tíma og
öfugt. Við því er ekkert að gera.
Mér er í barnsminni að grindhor-
aður unglingur kom fyrir húshornið
í Bót í norðangarra að haustlagi.
Hann var í samfestingi og á stíg-
vélum með derhúfu á höfði, blár af
kulda. Hann var að sækja rollur.
Tveggja tíma gangur. Tók því ekki
að ná í hest.
Þessi æskumynd af Eiríki Björg-
vin hefur haldist lítið breytt, þó skó-
síður frakkinn hafi tekið við af sam-
festingnum hin síðari árin og hárið
færst niður á hökuna. Eiríkur var
ekki sundurgerðarmaður í klæða-
burði né hirðumaður um sjálfan sig.
Af honum skein hins vegar hrekk-
leysið og nánast barnsleg einlægni.
Eiríkur ólst upp með foreldrum
sínum á hinu undursnotra koti Dag-
verðargerði í Hróarstungu. Þar var
á tíðum heilsufar tæpt og þröngt í
búi. Með ýtrustu sparsemi komst
heimilið þó af. Þessar aðstæður
mörkuðu Eirík ævilangt. Af skyldu-
rækni við foreldrana vann Eiríkur
búinu framan af þótt hann væri frá-
bitinn búskap. Þótti rollurnar hver
annarri líkar og var amlóði við vélar.
Hugur hans hneigðist til bóka og
fræðistarfa af óútskýrðri ástríðu.
Eins og mörgum kotbændum er
tamt lagði Eiríkur metnað sinn í að
vera sjálfstæður og engum háður.
Hann gerðist sem slíkur ákafur
stuðningsmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, en hryllti sig ef minnst var á
Framsókn. Sparsemi Eiríks var og
viðbrugðið, nálgaðist meinlæti.
Hver sú ríkisstjórn sem hækkaði
tóbakið fékk falleinkunn hjá Eiríki
og þeim systkinum báðum. Eiríkur
kunni þó bæði að gleðjast og gleðja.
Sagnabrunnur og frásögnin í al-
gleymi. Gat átt erfitt um mál fyrir
hlátri. Tók í glas og hafði í kviðling-
um. Þrumaði rímur yfir nærstödd-
um ef vel var veitt.
Velgjörðarmaður Eiríks fyrr og
síðar, Sverrir Hermannsson, frels-
aði Eirík á miðjum aldri frá búskap-
arbaslinu og útvegaði honum starf á
bókasafni Alþingis. Þar undi Eirík-
ur hag sínum hið besta og lét hlut
sinn í engu. Mun hann í senn hafa
áunnið sér virðingu og vináttu
flestra alþingismanna, enda lifandi
uppsláttarrit um sögu og innlend
málefni, auk þess vel jafnoki þeirra
um kveðskap. Ógleymanlegt er sex-
tugsafmæli Eiríks þegar hann, sem
velt hafði hverri krónu, leigði Hótel
Borg og bauð þingmönnum og rík-
isstjórn ásamt helstu embættis-
mönnum þjóðarinnar og fella þurfti
niður fundi á Alþingi.
Í Reykjavík bjó Eiríkur í lítilli
íbúð á Brávallagötu. Ekki var þar
ríkmannlegt um að litast en staflar
af bókum og blöðum í öllum her-
bergjum. Eiríkur átti þar ekkert
sjónvarp. Ég sá þar heldur aldrei
ryksugu, enda hefðu þá laus blöð og
lélegri handrit verið í uppnámi.
Mundi einhver hafa sagt að það
vantaði „woman’s touch“ á því heim-
ili.
Því miður naut Eiríkur lítt spar-
semi sinnar og ráðdeildar. Sannað-
ist enn á honum hve hrekkleysi og
góðvild eru viðsjálir einleikar.
Kannski kom það ekki að sök. Hans
heimur var í raun löngu liðinn. Sá
heimur var ríkur af frásagnargleði
og orðsins list. Þeirra auðæfa naut
Eiríkur út í æsar. Fátt hygg ég
mundi gleðja hann meira en að hitta
höfund Hungurvöku eða Eystein
Ásgrímsson á landi lifenda.
Pétur Stefánsson.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, amma, tengdamóðir
og systir,
ÁSDÍS STEINGRÍMSDÓTTIR,
Framnesvegi 27,
lést á líknardeild Landspítala, Kópavogi, laugar-
daginn 1. september.
Útförin mun fara fram í kyrrþey.
Guðmundur Pétursson,
Bergljót Björg Guðmundsdóttir,
Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson,
Sigurður Árni Steingrímsson,
Halla Björg Sigurþórsdóttir,
Sindri Már Steingrímsson,
Guðmundur Páll Sigurþórsson,
Sveinn Haraldsson,
Rósa Margrét Steingrímsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUNNAR TRYGGVI ÓSKARSSON,
Ásvegi 30,
Akureyri,
lést mánudaginn 3. september á hjúkrunar-
heimilinu Seli, Akureyri.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
10. september kl. 13.30.
Ellý Dagmar Guðnadóttir,
Tryggvi Rafn Gunnarsson, Olga Gunnarsdóttir,
Gunnar Elvar Gunnarsson, Hulda Rafnsdóttir,
Magnús Gunnarsson,
afa og langafabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SIGURÐUR HELGI TRYGGVASON
vélstjóri,
Kleppsveg 4,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi,
þriðjudaginn 4. september.
Útför auglýst síðar.
Ágústa Erla Andrésdóttir,
Tryggvi Sigurðsson, Erla Halldórsdóttir,
Ágúst Ingi Sigurðsson, Eva Leplat Sigurðsson,
Andrés Þorsteinn Sigurðsson, Ása Svanhvít Jóhannesdóttir,
Ólafía Ósk Sigurðardóttir, Kári Hrafn Hrafnkelsson,
Sigurður Sigurðsson, Hildur Guðmundsdóttir,
og barnabörn.
✝ Jóhanna Jó-hannsdóttir
fæddist í Króki í
Meðallandi 26. mars
1928. Hún lést mið-
vikudaginn 29.
ágúst sl. Foreldrar
hennar voru Jóhann
Þorsteinsson, f. 4.9.
1897, og Vilborg
Guðmundsdóttir, f.
12.12. 1893. Systk-
ini Jóhönnu eru:
Páll, f. 27.4. 1924,
Ingibjörg, f. 24.9.
1925, Óli Ragnar, f.
12.9. 1926, Sigurlína, f. 11.7. 1929,
Steinþór, f. 28.4. 1932, og Gunnar,
f. 12.2. 1935. Jóhanna fluttist árið
1945 með foreldrum sínum að
Sandaseli í Meðallandi.
Árið 1957 giftist hún Markúsi
Runólfssyni, f. 25.6. 1928, og hófu
þau búskap í Langagerði í Hvol-
hreppi, þar sem þau bjuggu til
ársins 1997. Þá fluttust þau í
Hvolsvöll. Markús lést 9.3. árið
2002. Í lok árs 2003 fluttist Jó-
hanna á Kirkjuhvol,
Dvalarheimili aldr-
aðra á Hvolsvelli,
þar sem hún bjó til
síðasta dags. Dóttir
Jóhönnu og Mark-
úsar er Guðrún, f.
7.1. 1961, og sonur
hennar er Markús
James Dempsey, f.
10.1. 1995. Fóstur-
börn Jóhönnu og
Markúsar eru tví-
burarnir Ágúst og
Einar Árnasynir, f.
30.5. 1947, og Ár-
mann Þór Guðmundsson, f. 12.5.
1975. Sambýliskona Ármanns er
Ása Gróa Jónsdóttir. Dóttir Ár-
manns og Ásu er Emilía Guðrún,
f. 2004. Börn Ásu frá fyrra hjóna-
bandi eru Viktoría Rán Péturs-
dóttir og Michael Pétursson. Önn-
ur börn Ármanns eru Ísak Andri
og Birta Rún.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð
laugardaginn 8. september kl. 13.
Mig langar til að minnast með fáum
orðum fyrrverandi nágrannakonu
minnar og nöfnu Jóhönnu í Langa-
gerði. Fyrstu kynni mín af Jóhönnu
voru þegar ég var fimm ára og flutti
með fjölskyldu minni að Brekkum ár-
ið 1985.
Ég hef fáum manneskjum kynnst
jafnhlýjum og henni Jóhönnu. Jó-
hanna var hjartahlý og hógvær, öllum
leið vel í návist hennar.
Frá fyrstu tíð tók hún mér vel og
það var svo margt sem við gátum
brallað saman. Margs er að minnast
og sakna, en minningin um elskulega
og góða konu mun lifa um ókomna tíð.
Ég og fjölskylda mín þökkum Jó-
hönnu vináttu og samferð í gegnum
árin og vottum Guðrúnu og Markúsi
litla innilega samúð.
Guð blessi minningu Jóhönnu.
Jóhanna Ólafsdóttir.
Jóhanna Jóhannsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Minningargreinar