Morgunblaðið - 08.09.2007, Page 38
38 LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristján V. Jó-hannesson
fæddist í Hvammi í
Dýrafirði 6. október
1922. Hann lést á
öldrunardeild
Sjúkrahúss Ísafjarð-
ar 28. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Jóhannes
Andrésson, f. 25.
júní 1894, d. 3. des.
1978, og Jóna
Ágústa Sigurðar-
dóttir, f. 1. jan. 1897,
d. 9. jan. 1981. Krist-
ján var þriðja barn foreldra sinna.
Systkini hans eru: Sigríður Magn-
úsína, f. 31. ágúst 1918, d. 22. mars
1996, Markúsína Andrea, búsett í
Reykjavík, f. 6. júní 1921, Árelía,
búsett í Reykjavík, f. 20. nóv. 1923,
Gunnar, f. 6. mars 1927, d. 10. júní
2003, og Ingibjörg Elísabet, f. 14.
júlí 1939, d. 30. júní 2000.
Kristján kvæntist 13. nóv. 1945
þeirra eru: Kristján Vigfús, f.
1972, sambýliskona Ása Sif Arnar-
dóttir, f. 1972, þau eiga tvö börn,
Sævar, f. 1975, hann á þrjú börn,
Guðmundur, f. 1981, sambýliskona
Aðalheiður Ólafsdóttir, f. 1979,
þau eiga tvö börn, og Ásgeir, f.
1983.
Kristján ólst upp hjá foreldrum
sínum á Bessastöðum í Dýrafirði
til átta ára aldurs, að þau fluttu til
Flateyrar. Hann fór á mótornám-
skeið hjá Fiskifélaginu 1943 og
fékk réttindi á fimm hundruð hest-
afla vélar, hann lauk einnig iðn-
námi og árið 1963 fékk hann meist-
araréttindi í húsasmíði. Kristján
starfaði og bjó á Flateyri allan sinn
starfsaldur, eða þar til hann flutti
til Ísafjarðar 1993. Hann var vél-
stjóri á bátum á yngri árum og
vann við húsasmíði þess á milli, síð-
ustu árin var hann í trilluútgerð.
Kristján starfaði við sveitarstjórn-
armál á Flateyri, hann var vara-
maður í hreppsnefnd 1960 til 1968,
og sat í hreppsnefnd 1968 til 1972,
hann var einnig formaður verka-
lýðsfélagsins Skjaldar um sex ára
skeið á árunum 1963 til 1970.
Kristján verður jarðsungin frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Sigríði Ásgeirs-
dóttur, f. 17. maí
1921, d. 15. apríl
2000. Foreldrar
hennar voru Ásgeir
Kristjánsson og
Rannveig Vilhjálms-
dóttir frá Hnífsdal,
þau eru bæði látin.
Kristján og Sigríður
ólu upp tvo fóstur-
syni, þeir eru: 1) Jó-
hannes Jónsson, f.
1944, kvæntur Sig-
rúnu Sigurðardóttur,
f. 1947, börn þeirra
eru Helga Bjarklind, f. 1964, gift
Guðmundi Bender, f. 1963, þau
eiga þrjú börn, Elísabet, f. 1966,
gift Óðni Eymundssyni, f. 1959,
þau eiga tvö börn, og Kristján Vig-
fús, f. 1973, sambýliskona Guðrún
Svava Sveinsdóttir, f. 1973, þau
eiga þrjú börn. 2) Ásgeir Magnús-
son, f. 1948, kvæntur Svanfríði
Sigurðardóttur, f. 1950, börn
Við systkinin erum afskaplega rík
að hafa alist upp við það að hafa átt
afa og ömmu á Flateyri. En 28. ágúst
sl. féll afi frá og um leið fékk hann
síðustu ósk sína uppfyllta, þ.e. að
vera aftur með ömmu.
En á meðan þau bjuggu á Flateyri
var það afi sem uppfyllti margar ósk-
ir okkar barnanna.
Svo gott var að koma til þeirra að
við barnabörnin áttum erfitt með
sitja kyrr síðustu skóladagana vit-
andi að nú færum við mjög fljótlega
til Flateyrar. Og alltaf var jafn nota-
legt að setjast upp í „bjölluna“ hjá afa
og bruna frá flugvellinum, yfir heið-
ina og heim á Flateyri.
Það var stutt í ævintýrin hjá afa.
Hann útbjó fyrir okkur veiðarfæri
sem við örkuðum með niður á
bryggju, þar sem við glímdum við
veiðar. En á meðan við drógum upp
hvern marhnútinn á fætur öðrum
fylgdist afi með okkur út um dyrnar á
smíðaverkstæðinu.
Margar voru líka berjaferðirnar
sem afi fór með okkur í út á Klofning
og bíltúrarnir inn í Holt að skoða
kríuungana. Nei, það var aldrei
skortur á verkefnum þegar afi og
amma voru nálægt. Minningar um
þessar stundir eru ómetanlegar og
þær munum við systkinin ávallt eiga
og erum þakklát fyrir það.
Elsku afi, hvíl þú í friði hjá ömmu.
Til minningar um afa.
Afi var alltaf svo traustur
og angan af honum svo góð.
Löngum við leituðum vestur
að leika er sumarið stóð.
Spýtur oft sagaði afi,
settar þær voru í bát.
Hann sigldi á opnu hafi,
á sókn hans aldrei var lát.
Hvíldina nú hefur fengið
og hverfur til annars lands.
Ávallt með ömmu nú gengið
má afi um himneskan fans.
Helga, Elísabet og Kristján.
Kristján móðurbróðir minn er all-
ur. Stjáni eins og fjölskyldan kallaði
hann var sterkur og skapmikill ein-
staklingur en við sem þekktum hann
vissum að þar fór maður sem vissi
hvað hann vildi og lifði samkvæmt
því.
Ég er búinn að þekkja Stjána frá
því að ég man eftir mér og ég á af-
skaplega ljúfar minningar um þenn-
an frænda minn sem reyndist mér
ákaflega vel á lífsleiðinni.
Eiginkona Kristjáns var Sigríður
Ásgeirsdóttir. Hún var mikil öndveg-
iskona og góður lífsförunautur sem
stóð eins og klettur við hlið frænda
okkar alla tíð og það var honum erfitt
að verða einn eftir lát hennar fyrir 7
árum. Það var mjög kært með þeim
hjónum og áttu þau yndislegt heimili
sem stóð okkur systkinunum alltaf
opið og við notfærðum okkur það svo
sannarlega. Okkur fannst gaman að
koma til Siggu og Stjána og þau voru
vinir okkar.
Ég minnist þess að það var ákaf-
lega hlýtt á milli mömmu og Stjána
og pabbi og hann voru mjög miklir
mátar og félagar. Þeir fóru á tímabili
út í útgerð. Pabbi var með Stjána og
afa á mb Ver og þegar hann var seld-
ur keyptu afi og Stjáni trilluna Sæ-
björninn Ég kom þar við sögu þegar
við afi rerum saman eitt sumarið á
trillunni en þá var Kristján byrjaður
að læra húsasmíði og lét okkur afa
um sjómennskuna. Stjáni frændi
kenndi mér á vélina í trillunni og
treysti mér 15 ára gömlum fyrir með-
ferð hennar. Frá honum hlaut ég
fyrstu leiðsögnina í vélfræði en
seinna átti það fyrir mér að liggja að
læra vélvirkjun.
Stjána þótti mjög vænt um for-
eldra sína og báru þau Sigga mikla
umhyggju fyrir þeim. Það þótti því
sjálfsagt að þeir feðgar réðust í það
að kaupa hús við Ránargötuna á
Flateyri. Þar bjuggu fjölskyldur
þeirra saman og sýndu hvor annarri
gott atlæti á meðan starfsævi þeirra
feðga entist. Ránargatan var einstök
í hugum okkar afkomenda afa og
ömmu þar sem þau bjuggu niðri en
Sigga og Stjáni voru á efri hæðinni
og bæði heimilin opin fyrir þeim
stóru barnahópum sem þeim voru
tengd. Enda var slegist um að fá að
koma í heimsókn til Flateyrar og oft
þéttsetinn bekkurinn bæði niðri hjá
ömmu og uppi hjá Siggu. Okkur þótti
þessi mikli samgangur fjölskyldn-
anna sjálfsagður þegar við vorum lítil
en lærðist það seinna hvað þetta var
dýrmætur þáttur uppvaxtar okkar.
Stjána og Siggu varð ekki barna
auðið og var það þeim þungbært þar
sem þau voru miklar barnagælur og
mikið fyrir börn eins og við systkinin
nutum ríkulega.
Það tengdi okkur börn Siggu og
Jóns sérstaklega við heimili Siggu og
Stjána að Nanni bróðir ólst upp hjá
þeim. Við urðum líka vitni að því hvað
þau elskuðu Nanna og veittu honum
gott veganesti út í lífið. Börn Nanna
og Sigrúnar og Svanfríðar og Ásgeirs
uppeldisbróður Nanna eignuðust líka
yndislegan afa og ömmu í Stjána og
Siggu.
Á kveðjustund vil ég þakka þess-
um góða frænda alla umhyggju og
ástúð í minn garð og okkar systk-
inanna. Við búum að þessum árum og
eignuðumst ómetanlegar minningar
frá Flateyrardvöl okkar.
Far þú í friði frændi.
Sverrir Jónsson.
Nú er hann Frændi dáinn. Já
Frændi með stórum staf, móður-
bróðir minn. Hann Kristján var svo
góður frændi okkar systkinanna að
við kölluðum hann hreinlega
Frænda. Hann var kvæntur Sigríði
Ásgeirsdóttur sem við kölluðum líka
Frænku. Þau bjuggu lengst af á Flat-
eyri, á Ránargötu 3. Þeim hjónum
varð sjálfum ekki barna auðið en þau
ólu tvo drengi upp, Jóhannes bróður
minn og Ásgeir frænda Siggu. Sem
barn og unglingur undi ég hag mín-
um vel þar. Frændi var barngóður og
undi sér vel í leik með okkur. Ég man
þær stundir þegar við þrír strák-
arnir, stundum fleiri, fórum í slag við
Frænda. Það var flogist á út um alla
íbúð og skellihlegið allan tímann,
þetta var svo svakalega gaman. En
Frænku líkaði ekki alls kostar hama-
gangurinn og kallaði: „Strákar ætlið
þið að brjóta allt og bramla?“ Það
fannst mér skrýtið að hún skyldi
kalla Frænda strák eins og okkur.
Það leið varla sá dagur að ekki væri
farið í krók, hann með litlaputta en
við með löngutöng eða fleiri putta.
Þar sem gólfteppi var rúllaðist það
upp á milli okkar í spyrnunni, en
Frænka var ávallt til taks, passaði að
við meiddum okkur ekki og svo að
laga til eftir okkur. Framan af ævi
sinni var Frændi sjómaður. Ég man
þegar við strákarnir biðum eftir vél-
arskellunum utan af Önundarfirðin-
um, þegar bátarnir voru að koma að á
kvöldin. Þá þekktum við hvern bát af
vélarhljóðinu. Þegar í vélinni hans
Frænda heyrðist var rokið niður á
bryggju til að fá fréttir af aflabrögð-
um. Okkur var leyft að taka þátt í að
landa aflanum og keyra hann á kerr-
um á vigtina og þaðan í íshúsið. Á
leiðinni heim fékk ég að halda á mat-
arboxinu hans og hann sagði mér
sögur af fiskunum sem hann hafði
verið að veiða. Þessar stundir eru
mér mjög minnisstæðar og dýrmæt-
ar. Ég flutti að vestan á unglingsár-
unum, en hélt áfram tengslum mín-
um við hann Frænda, með því að
heimsækja hann oft. Ég fór gjarnan í
berjaferðir á haustin og lagði leið
mína þá yfirleitt á Ránargötuna. Þá
var frændi kominn í land, hættur sjó-
mennsku og orðinn smiður. Árið 1991
flutti ég aftur vestur og endurnýjaði
tengslin við þau Frænku og Frænda,
þó meira eftir að þau fluttu á Hlíf. Þá
fjölgaði heimsóknunum og þau komu
til okkar í Kjarrholtið. En missir
Frænda var stór er Frænka dó.
Hann varð mjög einmana og fékkst
illa til að koma í heimsóknir til okkar,
en um það leyti herjaði sjúkdómur
hans á. Þá varð ég að fara og sækja
hann og naut fulltingis hennar
Agnesar minnar. Hann stóðst ekki
mátið þegar komið var barn til hans
og bað hann að koma með sér í kaffi
til mömmu. Þá gat hann setið löngum
stundum og sagt okkur sögur af sjón-
um, stóru lúðunum sem hann veiddi
undir fuglabjörgunum, þar sem lúð-
an var í eggjaleit, fárviðrunum sem
hann hafði sigur úr og margt fleira. Á
jólunum söng hann fyrir okkur
„Heims um ból“ á sinn einstaka
máta, ógleymanlegt. En nú ertu far-
inn Frændi minn til hennar Frænku,
þar sem þér leið best. Þakka þér fyrir
samveruna og fræðslustundirnar.
Guð geymi þig. Gróa og Agnes biðja
fyrir kveðju til þín.
Önundur Jónsson.
Stjáni frændi er allur.
Nanni bróðir hringdi til að segja
mér andlát hans. Þá þegar streymdu
fram í huga mér minningar um
Stjána frænda á Flateyri, minningar
sem ávallt eru mér efstar í huga þeg-
ar ég minnist barns- og unglingsár-
anna.
Ég fæddist og ólst upp á Ísafirði og
átti þar yndislega æsku en mestu un-
aðsstundir æsku minnar átti ég á
Flateyri hjá Stjána frænda og hans
frábæru konu Siggu frænku. Ég er
ekki ein um það að hafa haft þau for-
réttindi að dvelja á heimili þeirra til
lengri eða skemmri tíma á sumrin.
Það er vart hægt að hugsa sér um-
burðarlyndari, jákvæðari og meira
gefandi manneskur en þau voru
gagnvart börnum og unglingum. Það
var þeim eðlislægt að koma fram við
okkur æskufólkið sem værum við
jafningjar og hvert og eitt okkar fékk
á tilfinninguna að vera í „mestu“
uppáhaldi hjá þeim. Það var hörð
barátta frændsystkina um „lausa-
plássið“ hjá þeim á hverju vori.
Ég man sérstaklega fermingarárið
mitt, hvað hjartað barðist ört þegar
ég fékk að hringja í þau til að falast
eftir vist yfir sumarið, vitandi það að
margir voru um hituna. Stjáni frændi
varð fyrir svörum: Já, Systa mín, þú
ert velkomin en þú verður að koma í
kjól! Ég áttaði mig strax á því hvað
var í gangi. í þessu fólst bæði smá-
stríðni og alvara. Ég, sem var ótta-
legur stelpu-strákur alltaf í gallabux-
um og gúmmískóm og lék mér mest
við stráka stóð nú frammi fyrir því að
mæta til Flateyrar sem dama. Hvað
um fótboltann, ég sem var alltaf valin
í liðið af því að ég hljóp svo hratt, eða
veiðiferðirnar niður á bryggju á hjól-
inu að veiða marhnúta eða kola? Það
var mikið í húfi. „Stjáni frændi, ég
kem í pilsi.“ Þá var plássið í höfn. Ég
held að þau bæði hafi ætlað mér
plássið það sumarið. Pilsið vék fljót-
lega fyrir gallabuxunum og áður en
varði var ég farin að fljúgast á við
strákana á stofugólfinu stífbónuðu
hjá Stjána og Siggu.
Sigga sem var einstaklega þrifin
og nýbúin að taka til sagði okkur
„strákum“ að hætta þessum látum
annars mundi hún kalla á Stjána. All-
ir vissu og hún allra best að þetta var
bara orðatiltæki. Stjáni frændi hafði
nefnilega líka gaman af að fljúgast á,
svo hlógu allir og við krakkarnir
hlupum út í sumarið.
Nú hefur Stjáni frændi fengið
hvíldina eftir erfiða tíma. Með honum
er genginn mætur heiðarlegur fork-
ur til sjós og lands. Ég veit að Sigga
frænka tekur vel á móti honum með
prjónana undir handleggnum nýbúin
að elda og baka randalínu og kanilsn-
úða, allt bónað út úr dyrum og Stjáni
fer úr skónum frammi á fremri
gangi. Takk fyrir allt og allt.
Jóna (Systa.)
Þegar mér barst sú frétt þriðju-
dagsmorguninn 28. ágúst að afi á
Flateyri væri dáinn byrjaði hugurinn
strax að reika aftur í tímann. Hann
hafði dáið þá um nóttina. Afi á Flat-
eyri eins og ég kallaði hann alltaf þótt
hann hefði búið á Ísafirði síðustu ár
ævi sinnar. Ég dvaldist sumar eftir
sumar hjá afa og ömmu á Flateyri
þegar ég var polli. Minningarnar frá
Flateyri gleymast seint og þá sér-
staklega þegar ég reri með þér á trill-
unni þinni Jóhannesi Andrési ÍS. Ég
var ekki gamall þegar ég fór minn
fyrsta róður með þér. Ég man að
maður beið eftir að skólinn færi í
sumarfrí svo maður kæmist vestur til
að fara á handfæri með þér. Þú hélst
vel utan um allan fisk sem maður dró
og borgaðir manni fyrir hvern fisk
sem maður fékk. Ég hugsaði oft til
þín í sumar, ég var á handfærum í
sumar og það er í fyrsta skipti sem ég
fer á handfæri síðan ég var með þér á
Jóhannesi Andrési ÍS og því sem þú
kenndir mér á þessum árum gleymdi
ég ekki og kom það að góðum notum í
sumar. Ég man að ég hafði margfalt
það sem jafnaldrar mínir höfðu í bæj-
arvinnunni. Ég kom oftast vel múr-
aður heim á haustin. Afi þú vildir allt-
af hafa hlutina á hreinu og varst
sannkallaður þúsundþjalasmiður.
Þegar þú áttir trésmíðaverkstæðið
þá var maður alltaf að sniglast í
kringum þig þegar þú varst að vinna
þar. Svo fór maður ófáar ferðirnar
með þér út á Klofning að tína ber, ég
man alltaf eftir því hvað þú varst
snöggur með berjatínuna og líka
þegar þú notaðir bara hendurnar til
að tína bláberin, maður náði því ekki
einu sinni að vera hálfdrættingur á
við þig í berjatínslunni. Stundum
kom maður líka vestur um páska og
ég man hvað það var allt á kafi í snjó
og ég fór með þér á Ísafjörð og þú
stoppaðir rétt áður en við komum að
heiðinni til að setja keðjur undir gulu
bjölluna svo við kæmumst yfir heið-
ina.
Afi, ég efa það ekki að þú ert nú
kominn á stað sem þér líður vel á.
Amma verður örugglega ákaflega
glöð að hitta þig og ef ég þekki ömmu
rétt þá hefur hún beðið með rjúkandi
sagóvelling handa þér.
Afi þú átt stað í hjarta mínu og
minningunum um tíma okkar saman
gleymi ég aldrei.
Blessuð sé minning þín.
Kristján Ásgeirsson.
Elsku afi, ég hef síðustu daga rifj-
að upp allar þær stundir sem ég
dvaldi hjá þér og ömmu á Flateyri.
Alla þá daga sem við tveir vorum á
trillunni og rótfiskuðum þann gula á
Vestfjarðamiðum. Alla þá daga sem
fóru í trillustúss og brölt á bryggj-
unni. Ég minnist þess tíma með mikl-
um hlýhug og þakklæti fyrir að hafa
fengið tækifæri til að kynnast þér og
ömmu. Þú kenndir mér mikið sem ég
bý að um aldur og ævi.
Það hafa eflaust orðið miklir fagn-
aðarfundir þegar þú hittir ömmu, þú
saknaðir hennar sárt eftir að hún féll
frá og í raun varstu aldrei samur eftir
það. Elsku afi, ég kveð þig með sökn-
uði og góðar minningar og vona að
þið amma hafið það gott þar sem þið
eruð nú, þess óskar afastrákur.
Margt er það og margt er það
sem minningarnar vekur,
og þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson)
Sævar Þór afastrákur.
Kristján V.
Jóhannesson
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
ELÍSABETAR HINRIKSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við til starfsfólks
Vífilstaðaspítala.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sveinn Torfi Sveinsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er
um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og
börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast
er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar