Morgunblaðið - 08.09.2007, Síða 41
gæti. Fjölskylduhátíðíðin fer fram í
safnaðarheimilinu þar sem við-
gerðir standa yfir í kirkjunni.
Barnastarf í Fríkirkj-
unni í Reykjavík
FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA
kl. 14. Barnastarfið er hafið hjá
okkur og verða barnaguðsþjónust-
ur alla sunnudaga kl. 14. Þema
dagsins er Jesús og börnin. Við
syngjum bæði gamla og nýja barna-
sálma. Skírt verður í guðsþjónust-
unni, helgisagan sögð og leikbrúð-
urnar koma í heimsókn. Sr. Ása
Björk Ólafsdóttir þjónar og henni
til aðstoðar er Nanda María guð-
fræðinemi. Kalli Möller og Anna
Sigga leiða almennan safnaðar-
söng. Eftir guðsþjónustuna gefum
við fuglunum á Tjörninni brauð.
Messa í
Grindavíkurkirkju
SR. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
lætur af störfum sóknarprests og
kveður við messu í Grindavíkur-
kirkju sunnudag kl. 14. Kór
Grindavíkurkirkju syngur. Org-
anisti og kórstjóri Friðrik Vignir
Stefánsson. Sr. Jóna Kristín kom til
starfa sem sóknarprestur í
Grindavíkurprestakalli árið 1990.
Hvetjum við alla, söfnuðinn sem
aðra, er til hennar þekkja í prests-
starfinu að fjölmenna í kirkjuna.
Eftir messuna verður boðið til
kaffisamsætis í safnaðarheimili
kirkjunnar. Sóknarnefnd Grinda-
víkurkirkju.
Kyrrðar- og íhugunar-
stundir í hádegi
í Vídalínskirkju
SÚ nýjung verður tekin upp í safn-
aðarstarfi Garðasóknar á þessu
hausti að bjóða upp á kyrrðar-
stundir í hádegi. Þriðjudagar hafa
orðið fyrir valinu og byrjar stundin
kl. 12. Þá er gengið inn í þögnina.
Kl. 12.10 fyllist kirkjuskipið af tón-
list. Sá flutningur stendur í tuttugu
mínútur með þremur hléum, en þá
eru flutt ritningarvers eða ljóð.
Stundin endar á bæn, sálmasöng og
blessunarorðum. Á meðan tónlist er
leikin í kyrrðarstundinni er hægt
að ganga á milli bænastöðva í
kirkjuskipinu. Stöðvarnar eru fjór-
ar; við skírnarfontinn, altarið,
bænastjakann og grátmúrinn. Þar
er hægt að dvelja við hugsanir sín-
ar og leyfa hinni lífgefandi nær-
veru Guðs að umvefja sig.
Á miðvikudögum er bænahring-
ur fyrir í konur í kapellu Vídalíns-
kirkju kl. 17.30-18.15 yfir vetrar-
tímann í umsjá sr. Jónu Hrannar
Bolladóttur. Á fimmtudagskvöldum
eru bænastundir í Vídalínskirkju
kl. 21 í umsjá safnaðarfólks og
Nönnu Guðrúnar Zoëga djákna.
Þau sem vilja senda inn bænarefni
geta sent þau á netföngin jona-
hronn@gardasokn.is og ngdjakni-
@gardasokn.is. „Bænir breyta ekki
veruleikanum, en bænir breyta
mönnum og mennirnir breyta veru-
leikanum.“ Sjá www.gardasokn.is.
Upphaf vetrarstarfs
í Bessastaðakirkju.
SUNNUDAGINN 9. september
verður fjölskylduguðsþjónusta sem
markar upphaf sunnudagaskóla og
fermingarstarfs í Bessastaðasókn.
Guðsþjónustan hefst kl. 11 í Bessa-
staðakirkju. Sr. Jóna Hrönn Bolla-
dóttir leiðir stundina og fjallar í
predikun um boðskap og innihald
messuformsins sem er notað í hefð-
bundnu helgihaldi safnaðarins.
Bjartur Logi Guðnason organisti
og Álftaneskórinn leiða tónlistina.
Nýtt starfsfólk sunnudagaskólans
verður kynnt og einnig Fjóla Har-
aldsdóttir djákni sem er í afleys-
ingum við söfnuðinn. Barn verður
borið til skírnar og í guðsþjónust-
unni verða sungnir nýir sunnu-
dagaskólasöngvar og biblíufræðsla
á forsendum yngstu barnanna. Í lok
stundarinnar mun sóknarnefndar-
fólk afhenda fermingarbörnum
kirkjulykilinn, en það er lítil messu-
bók sem femingarbörnin eiga að
nota í helgihaldi kirkjunnar á þess-
um vetri. Allir velkomnir.
Kvennakirkjan í
Seltjarnarneskirkju
KVENNAKIRKJAN heldur guðs-
þjónustu í Seltjarnarneskirkju
sunnudaginn 9. september kl.
20.30. Yfirskrift messunnar er: Við
ráðum við eigin streitu. Séra Auður
Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Kór
Kvennakirkjunnar leiðir sönginn
við undirleik Aðalheiðar Þorsteins-
dóttur. Á eftir verður kaffi í safn-
aðarheimilinu. Vetrarstarf
Kvennakirkjunnar er nú að hefjast
og eru nýjar konur velkomnar að
slást í hópinn. Í vetur verða haldin
námskeið, söngæfingar og örþing
þar sem tekin eru fyrir málefni líð-
andi stundar. Um allt þetta má
fræðast á heimasíðu Kvennakirkj-
unnar, www.kvennakirkjan.is.
Vetrarstarf að hefjast
hjá Óháða söfnuðinum
VETRARSTARFIÐ hjá Óháða söfn-
uðinum hefst sunnudaginn 9. sept-
ember með guðsþjónustu kl. 14 og
hefst þá um leið barnastarfið með
því að Stopp-leikhópurinn flytur
leikritið Eldfærin eftir HC Ander-
sen. Foreldrar/forráðamenn eru
hvattir til að koma með börnum
sínum sem og ömmur og afar. Einn-
ig munum við bjóða velkominn nýj-
an organista og kórstjóra, Kára
Allansson, sem hafið hefur störf hjá
okkur. Kirkjukórinn okkar getur
bætt við sig söngfólki svo ef það eru
einhverjir sem langar að koma og
syngja með okkur eru þeir vel-
komnir. Heitt á könnunni og maul
eftir messu.
Hinn 11. september hefst Alfa 1-
námskeið með kynningarkvöldi á
frumfræðslunámskeiði í kristni og
hefst það kl. 19 með mat og mun sr.
Pétur leiða það námskeið ásamt að-
stoðarfólki. Á Alfa-námskeiðinu
gefst fólki tækifæri til að spyrja
spurninga og taka þátt í skapandi
umræðu um lífið og tilveruna. Alfa
lýkur kl. 22.
12 sporin, andlegt ferðalag –
fyrsti kynningarfundur af fjórum
verður fimmtudaginn 20. septem-
ber kl. 19.30. Það eru allir velkomn-
ir að koma og kynna sér sporin eins
og þau eru unnin í kirkjunni. Hver
kynningarfundur er einstakur og
eru áhugasamir hvattir til að mæta
á alla fundina og taka síðan afstöðu
um framhaldið. Fundunum lýkur
kl. 21.30.
Ögursögur í
kvöldmessu
Laugarneskirkju
NÚ hefja þær göngu sína að nýju
kvöldmessur Laugarneskirkju, þar
sem gospel og djass rennur saman
við guðsorð og bænir um leið og
helstu grunngildi lífsins eru til op-
innar umræðu. Í vetur munu góðir
hverfisbúar segja ögursögur úr
eigin lífi við hverja kvöldmessu og
er það Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir sem ríður á vaðið, en
messan hefst kl. 20:00. Það er lær-
dómur fyrir mann að heyra hvernig
lífið hefur ögrað öðru fólki, hvað
það hugsaði þá og hvernig það
brást við. Sem fyrr skipa djass-
kvartettinn þeir Matthías M.D.
Hemstock á trommur, Gunnar
Gunnarsson á píanó, Tómas R. Ein-
arsson á bassa og Sigurður Flosa-
son á saxófón, en kór Laugarnes-
kirkju syngur. Bjarni Karlsson
sóknarprestur mun prédika og
þjóna við altarið ásamt sr. Hildi
Eiri Bolladóttur og Sigurbirni Þor-
kelssyni meðhjálpara. Yfir í safn-
aðarheimilinu bíður svo messukaffi
við kertaljós í umsjá Gunnhildar
Einarsdóttur kirkjuvarðar. Djass-
inn hefst í húsinu nokkru fyrir
messu og því er gott að koma tím-
anlega í góð sæti og njóta alls frá
byrjun.
Samvera eldri borgara
í Laugarneskirkju
FYRSTA samvera eldri borgara á
nýju starfsári verður haldin
fimmtudaginn 13. september kl. 14.
Á þessum samverum blandast sam-
an gamni og alvara, áhugaverð
fundarefni eru hvert sinn áður en
sest er að kaffiborði í góðum fé-
lagsskap og notið líðandi stundar.
Umsjón er í höndum sr. Bjarna
Karlssonar sóknarprests, þjónustu-
hóps kirkjunnar og Gunnhildar
Einarsdóttur kirkjuvarðar. Verið
velkomin.
Gæði náinna tengsla
í Laugarneskirkju
Á ÞESSU hausti mun Bjarni Karls-
son, sóknarprestur í Laugarnes-
kirkju, bjóða upp á trúfræðslutíma
hvert þriðjudagskvöld kl. 20.30 þar
sem hann mun kynna meistara-
prófsritgerð sem hann er um þess-
ar mundir að ljúka við guðfræði-
deild HÍ. Titill ritgerðarinnar er
Gæði náinna tengsla og fjallar hún
um þau grundvallargildi í kristinni
siðfræði sem varða farsæld fólks í
einkalífi. Er fólki frjálst að ganga
beint inn um dyr safnaðarheimilis-
ins kl. 20.30 eða koma fyrst í kvöld-
söng í kirkjunni kl. 20.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 41