Morgunblaðið - 08.09.2007, Page 48

Morgunblaðið - 08.09.2007, Page 48
Við vorum náttúrlega svo spreyjaðir að það þurfti alltaf að ná í hárið aft- ur þegar það var búið að slökkva á vindvélinni … 52 » reykjavíkreykjavík Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is HLJÓMSVEITIN Buff ásamt Reykjavik Sessions Quartet verður með tónleika til heiðurs tónlist- arsnillingnum Paul McCartney í Austurbæ fimmtudaginn 13. sept- ember næstkomandi. „Við félagarnir í Buffinu erum allir miklir Bítlaaðdáendur og ég hef persónulega spilað á tvennum tónleikum til heiðurs John Lennon. En það hefur aldrei verið haldið neitt svona til heiðurs Paul McCartney en hann samdi nú hinn helminginn af lögunum með Bítl- unum. Svo okkur fannst tími til kominn að heiðra karlinn aðeins,“ segir Pétur Örn Guðmundsson sem er meðlimur Buffs ásamt þeim Stefáni Erni Gunnlaugssyni, Bergi Geirssyni, Hannesi Friðbjarnssyni og Einari Þór Jóhannssyni. Spurður af hverju McCartney sé í uppáhaldi segir Pétur það að- allega vera vegna þess hversu góð- ur lagasmiður hann sé. „Lennon var uppreisnarseggur og maður orða og aðgerða en McCartney er svo lunkinn melódíu- smiður. Þeir sömdu Bítlalögin mik- ið til saman og voru skemmtilegt mótvægi hvor við annan. Ég og Bergur bassaleikari fórum líka á McCartney-tónleika fyrir nokkrum árum í Kaupmannahöfn, það var æðislegt og karlinn í ótrú- legu formi svo ekki féll hann af stallinum við það.“ Stjarna stjarnanna Á tónleikunum verða aðallega flutt lög eftir McCartney síðan hann var í Bítlunum og frá sólóferli hans til um 1990. „Þótt við séum mjög hrifnir af nýjasta efninu frá honum vildum við byrja á því að taka klassískan McCartney. Tökum hitt eftir 10 ár,“ segir Pétur. Strákarnir í Buff ættu þá að hafa úr nægu efni að velja því McCart- ney gaf út sína tuttugustu og fyrstu sólóplötu í vor sem nefnist Memory Almost Full. Hann samdi að venju öll lögin á plötunni sem hefur fengið góðar viðtökur um heim allan. Pétur segir McCartney eiga laumulega stóran aðdáendahóp á Íslandi. „Ég held að það komi á óvart hvað hann er vinsæll hér. Það er ekki spurning að ef hann héldi tón- leika í Egilshöllinni myndi hann fylla hana. Hann er reyndar mjög vinsæll út um allan heim ennþá, hann er stjarna stjarnanna,“ segir Pétur með stjörnur í augum. „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að McCartney hefur samið mörg fallegustu lög poppsög- unnar, það er ekkert flóknara. Áhrif hans á tónlistarsöguna eru mikil,“ segir Pétur sem getur ekki gert upp á milli laga McCartneys. „Hann er svo afkastamikill og hefur samið svo mörg flott lög að það er ekki hægt að gera upp á milli.“ Persónulegt og krúttlegt Gestasöngvarar á tónleikunum eru ekki af verri endanum en það eru Magni Ásgeirsson, söngvari í Á móti sól, Matthías Matthíasson, söngvari Papanna og Dúndurfrétt- amaður, og Ragnar Zolberg, söngv- ari Sign. „Þeir voru allir til í þetta sem gladdi okkur mikið. Ragnar mun m.a. syngja heljarinnar rokklag, „Helter Skelter“, sem McCartney samdi og margir telja fyrsta þunga- rokkslag sögunnar,“ segir Pétur. Ásamt Buffi kemur strengja- sveitin Reykjavik Sessions Quartet fram á tónleikunum. „Smáhluti af tónleikunum verður órafmagnaður, þá tökum við syrpu af rólegri lögum McCartneys í kassagítarsútsetningum og höfum þetta persónulegt og krúttlegt. Það verður samt rokkað inn á milli.“ Aðeins verða haldnir þessir einu McCartney-tónleikar í Austurbæ á fimmtudaginn kemur milli klukkan 20:00 og 22:30. Miðasala á tón- leikana er hafin í Austurbæ, á midi- .is, Skífuverslunum í Reykjavík og BT úti á landi. Til heiðurs Paul McCartney Morgunblaðið/G.Rúnar Heiðursmenn Meðlimir hljómsveitarinnar Buff ásamt Magna sem verður gestasöngvari á tónleikum til heiðurs Paul McCartney í Austurbæ á fimmtudaginn kemur. www.myspace.com/buffid verkefninu almennilega á lagg- irnar næstu árin, og gefa fólki sem hefur áhuga á sjálfboðastarfi tæki- færi til þess að vinna sjálfstætt við metnaðarfullt verkefni. Ef allt fer að óskum verður vonandi að lokum hægt að láta stelpurnar taka alfar- ið við verkefninu og reka það sjálf- ar. Ætlunin með tónleikunum í kvöld er bæði að safna peningum fyrir verkefnið sem og kynna sjálf- boðavinnuna fyrir fólki. Milli kl. 16 og 19 í Iðnó verður ljósmynda- og myndbandssýning frá verkefninu og kynning á því. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og kostar 1.000 kr. inn. TÓNLEIKAR til styrktar upplýs- ingamiðstöð fyrir ungar stelpur í þorpinu Maganja da Costa í Mo- zambique fara fram í Iðnó í kvöld. Meðal tónlistarmanna sem koma þar fram eru Megas, Örn og Ösp Eldjárn, Ólafur Arnalds, Shadow Parade og Jakobínarína. Það eru Stefanía Eir Vignisdóttir og Charlotte Ólöf Ferrier sem standa að tónleikunum en þær dvöldu í hálft ár í Mósambík og settu upplýsingamiðstöðina á lagg- irnar. Þar fá ungar stelpur fræðslu um kynsjúkdóma og kynlíf sem og ýmislegt annað sem stuðlar að því að þær geti lifað sjálfstæðara lífi. Ætlunin er að reyna að koma Megas í Iðnó Morgunblaðið/Þorkell Megas Verður einn með gítarinn.Jakobínarína Leikur á tónleikum til styrktar stúlkum í Mozambique.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.