Morgunblaðið - 08.09.2007, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2007 51
Stærsta
kvikmyndahús
landsins
Miðasala á
Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á
www.haskolabio.is Sími - 530 1919
Veðramót kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20
Brettin Upp m/ísl. tali kl. 4 - 6
Surf’s Up m/ensku tali kl. 8 - 10
Astrópía kl. 4 - 6 - 8 - 10:10
The Bourne Ultimatum kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 14 ára
MATT DAMON
ER JASON BOURNE
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
eeeee
- SV, MBL
Sýnd kl. 1:30 og 3:35 Með íslensku tali
eeee
- JIS, FILM.IS
eee
- FBL
eee
- DV
- BLAÐIÐ
MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE ÞAR SEM REGLURNAR BREYTAST
Sýnd kl. 2 og 4 Með íslensku tali
Þrjár vikur
á toppnum í USA
BÝR RAÐMORÐINGI
Í ÞÍNU HVERFI?
Ef þér þykja mörgæsir
krúttlegar og sætar...
þá þekkir þú ekki Cody!
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 B.i. 14 ára
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Ef þér þykja mörgæsir krúttlegar og sætar...
þá þekkir þú ekki Cody!
MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
eeeee
- SV, MBL
MATT DAMON
ER JASON BOURNE
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
eeee
- S.V, MBL
Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 B.i. 14 ára
eeee
JIS, FILM.IS
Sýnd kl. 3, 6 og 9 B.i. 14 ára
-bara lúxus
Sími 553 2075
MISSIÐ
EKKI AF
ÞESSARI!
Sagan sem
mátti ekki
segja.
450 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU
eeee
„VONANDI EIGA SEM
FLESTIR EFTIR AÐ
NJÓTA FRÁBÆRRAR
MYNDAR OG ÚRVALS
AFÞREYINGAR.“
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ
eeee
„VÖNDUÐ OG
GÓÐ ÍSLENSK
KVIKMYNDAGERГ
- VJV, TOPP5.IS
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„VIÐ byrjuðum í vor en kláruðum
ekki, við tókum bara svokallaðan
fyrri hluta. En nú hefst seinni hluti,“
segir Eyjólfur Kristjánsson sem á
morgun heldur í tónleikaferð um
landið ásamt Stefáni Hilmarssyni, en
í daglegu tali ganga þeir undir nöfn-
unum Stebbi og Eyfi. Þeir félagar
ætla að halda tónleika á u.þ.b. 20
stöðum víðs vegar um landið á næstu
vikum. „Við ætlum að heimsækja þá
staði sem við skildum útundan síð-
ast,“ segir Eyfi. Fyrstu tónleikarnir
fara fram á Ísafirði annað kvöld og
dugar ekkert minna en Ísafjarð-
arkirkja fyrir þá félaga. „Við gerðum
það á fyrri hluta túrsins líka, vorum
mikið í kirkjunum,“ segir Eyfi. „Tón-
listin okkar er líka mjög aðgengileg,
það er ekkert rugl í henni þannig að
það gengur alveg upp að flytja hana í
kirkjum. Svo er ákveðinn andi sem
svífur yfir vötnum þegar maður held-
ur tónleika í kirkjum, það er eins og
fólk hlusti betur en ef maður er til
dæmis á einhverjum öldurhúsum.
Það gefur líka yngri áheyrendum
tækifæri á að mæta því það er nátt-
úrlega ekkert aldurstakmark í
kirkjum. Svo er hljómburðurinn oft-
ast æðislegur í þessum kirkjum.“
Vinir í mörg ár
Á tónleikunum munu þeir Stebbi
og Eyfi spila lög af plötunni Nokkrar
notalegar ábreiður sem þeir sendu
frá sér í október, en að sjálfsögðu fá
eldri slagarar einnig að fljóta með.
„Við erum báðir búnir að vera að
syngja í hátt í 25 ár þannig að þetta er
orðinn svolítill haugur af lögum sem
við höfum verið að syngja,“ segir
Eyfi, en á meðal þekktustu laga
þeirra eru „Álfheiður Björk“,
„Danska lagið“ og auðvitað „Draum-
ur um Nínu“.
Eyfi segir þá ætla að reyna að
heimsækja sem allra flesta staði á
þessum síðari hluta tónleika-
ferðalagsins. „Fyrst við erum á túr á
annað borð er ferlega leiðinlegt að
syngja á sumum stöðum en ekki öðr-
um,“ segir hann, og bætir við að
vissulega sé þetta ákaflega ánægju-
leg vinna. „Þetta er mjög skemmti-
legt, við erum líka búnir að vera vinir
í mörg ár og maður er manns gaman,
eins og einhvers staðar segir,“ segir
Eyfi, en þeir félagar verða bara tveir
á túrnum.
Náðu í hárið
Glöggir lesendur Morgunblaðsins
hafa eflaust tekið eftir því að í blaðinu
á fimmtudaginn var vitnað í bloggsíðu
Davíðs Þórs Jónssonar, en þar full-
yrðir hann að hann hafi haldið á vind-
vélinni sem feykti hári Eyfa svo eft-
irminnilega í laginu „Ég er vindurinn
sem þýtur“ í Söngvakeppni Sjón-
varpsins á níunda áratugnum. Ekki
er annað hægt en að bera þessar full-
yrðingar undir Eyfa og hann segir
þær eiga við rök að styðjast. „Ég man
eftir þessu, þetta var ’88. Við segjum
einmitt frá þessu, við Stebbi, þegar
við höldum tónleika. Við tökum þetta
lag og það er mikill formáli að því.
Þegar myndbandið var gert var ég
nefnilega með meira hár en í dag, og
þetta var náttúrlega „eighties“. Davíð
mætti með vindvélina og kveikti alltaf
á henni í viðlaginu. Hárið feyktist aft-
ur og svo var það bara þar, við vorum
náttúrlega svo spreyjaðir að það
þurfti alltaf að ná í hárið aftur þegar
það var búið að slökkva á vindvél-
inni,“ segir Eyfi og hlær að tískunni á
níunda áratugnum.
Maður er
manns gaman
Morgunblaðið/Eggert
Draumur um landið Stebbi og Eyfi munu syngja víða um land á næstu vikum, m.a. í hinum ýmsu kirkjum.
Stebbi og Eyfi
halda í tónleika-
ferðalag um landið
Stebbi og Eyfi spila í Ísafjarð-
arkirkju annað kvöld, í Patreks-
fjarðarkirkju á mánudagskvöld, í
Bragganum á Hólmavík á þriðju-
dagskvöld og svo á Hvammstanga
á miðvikudagskvöldið, 12. sept-
ember. Allir tónleikarnir hefjast
20.30. Á næstu vikum munu þeir
svo m.a. heimsækja Siglufjörð,
Dalvík, Akureyri, Húsavík, Vopna-
fjörð, Egilsstaði, Neskaupstað,
Akranes, Hofsós og Sauðárkrók.