Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.09.2007, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 251. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Nýr skóli verður til  Safamýrarskóli og Öskjuhlíðar- skóli verða sameinaðir í nýjan skóla sem rísa mun í Suður-Mjódd, á milli Reykjanesbrautar, Skógarsels og Þverársels. Lóðin er um 20 þúsund fermetrar og er umlukin grænu belti. Stefnt er að því að skólinn verði fyrirmynd annarra skóla á heimsvísu. » Forsíða Gruna móðurina  Kate McCann, móður Madeleine, hefur verið tilkynnt að hún sé sjálf grunuð um að hafa orðið stúlkunni að bana fyrir slysni. » Miðopna Lausn í sjónmáli  Skjólstæðingar Samhjálpar eru vegalausir sem stendur þó lausn á húsnæðisvanda Kaffistofu Sam- hjálpar sé í sjónmáli. Dagskrárstjóri Samhjálpar vonar að bráðabirgða- lausn finnist á næstu dögum. » 2 SKOÐANIR» Staksteinar: Erlent starfsfólk til Íslands Forystugreinar: Óbeisluð orka Venjuleg börn UMRÆÐAN» Af Össuri og fjölmiðlum ríkisstjórnar Afturganga á Vestfjörðum Kvóti: Kjarni eða hismi? Hætta í vinnu v/ heyrnarskerðingar Lesbók: Bókmenntahátíðin í Rvk. Lauflétt, fyndið, fágað – og þýskt! Börn: Krakkarýni Kristínar Slær í gegn í Astrópíu LESBÓK | BÖRN»  2  2 2 2  2 2  3 $ )4! - ( ) 5     0 $-    2 2 2  2 2 2 2 + 6&0 !    2 2 2  2 2 2 7899:;< !=>;9<?5!@A?7 6:?:7:7899:;< 7B?!66;C?: ?8;!66;C?: !D?!66;C?: !1<!!?E;:?6< F:@:?!6=F>? !7; >1;: 5>?5<!1(!<=:9: Heitast 17 °C | Kaldast 8 °C  SV 3-8 m/s og stöku skúrir vestanlands, annars bjart að mestu. SA 8-15 með rigningu S og V til upp úr hádegi. » 10 Megas og Jakob- ínarína eru meðal þeirra sem spila á styrktartónleikum í Iðnó fyrir stúlkur í Mósambík. » 48 TÓNLIST» Styrktartón- leikar í Iðnó TÓNLIST» Stebbi og Eyfi halda í tónleikaferðalag. » 51 Hljómsveitin Buff mun ásamt góðum gestum halda tón- leika til heiðurs Bítl- inum Paul McCartn- ey í Austurbæ. » 48 TÓNLIST» Til heiðurs McCartney KVIKMYNDIR» Mýrin seld til Banda- ríkjanna. » 49 TÓNLIST» Ný plata Chris Cornell fær góða dóma. » 50 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Móðir Madeleine hugsanlega… 2. Segir blóð úr Madeleine hafa… 3. Slítur samstarfi við Ísafjörð 4. Clooney frumsýndi kærustuna Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FRAMTÍÐ Súfistans, þessa vinsæla kaffihúss í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg, er í uppnámi eftir að Hæstiréttur dæmdi í gær að Penninn, sem á og rekur bókabúðina, hafi heimild til að bera kaffihúsið út. Allar líkur eru á að kaffi- hús undir merkjum Tes og kaffis verði opnað þar í staðinn en svo vill til að Penninn er einn af eig- endum Tes og kaffis. Þegar rætt var við Birgi Finnbogason, eiganda Súfistans, í gær var auðheyrt að hann er mjög ósáttur við þessi málalok en hann hafði gert húsa- leigusamning til ársins 2013. Hann sagði forsög- una að útburðardómnum vera þá að eftir að Penninn hefði eignast Mál og menningu hefðu forsvarsmenn Pennans rætt um að opnuð yrðu bókakaffihús í öðrum bókabúðum. Það hefði hins vegar enginn „neisti“ verið á milli manna og því ekkert orðið af því samstarfi. Penninn hefði síðan keypt sig inn í Te og kaffi og af þeim sökum ætti að koma því fyrirtæki inn í bókabúðina. „Þeir vilja ryðja Súfistanum út og koma inn með Te og kaffi,“ sagði Birgir. Súfistinn hefði verið til sölu gegn eðlilegu verði en Penninn hefði frekar viljað fara þessa leið. Engar formlegar viðræður um kaup hefðu farið fram. „Hefðu þeir komið með eðlilegt tilboð hefði bara verið sæst á það,“ bætti hann við. Dómurinn féll í gær og Birgir sagði óvíst hvað tæki við. Varla hefði Pennamönnum þó snúist hugur um framtíð kaffihúsareksturs í bókabúðinni. Komið að endurnýjun Aðspurður um ástæðu þess að samningnum við Súfistann var sagt upp, sagði Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri smásölusviðs Pennans, að hún væri einkum sú að gera þyrfti endurbætur á hús- næðinu og um leið væri skoðað hvert væri heppi- legasta rekstrarformið á kaffihúsinu. Ekki hefði náðst samkomulag milli Súfistans og Pennans um hvað þyrfti að gera. „Það sem kemur í staðinn er að við munum endurnýja kaffihúsið og gera skemmtilegar breytingar,“ sagði hann. Í stað Súf- istans kæmi kaffihús á vegum Tes og kaffis. Að- spurður sagði Ingþór að það hefði ekki skipt neinu máli að Te og kaffi er að hluta til í eigu Pennans. Penninn hefði viljað ná mjúkri lendingu í málinu og m.a. hefði komið til álita að kaupa Súfistann. Áherslur og verðmat hefðu á hinn bóg- inn verið of ólíkar. Ingþór sagði óvíst hvenær Súfistanum yrði lokað og raunar væri ekki úti- lokað að samningar tækjust milli Pennans og Súf- istans, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Geta borið Súfistann út  Súfistinn tapaði dómsmáli og því má bera kaffihúsið út úr bókabúð Máls og menningar  Líkur á að Te og kaffi komi í staðinn en Penninn á hlut í Tei og kaffi Í HNOTSKURN » Súfistinn, fyrsta bókakaffihúsið á Ís-landi, var opnað árið 1996. Árið 2003 gerði eigandi Súfistans 10 ára leigusamn- ing við eigendur Máls og menningar sem Penninn eignaðist síðar. » Í september 2006 sagði Penninn leigu-samningnum upp. » Eigandi Súfistans taldi að uppsagn-arákvæðið ætti aðeins við ef sérstakar aðstæður væru fyrir hendi. Hann vann mál- ið í héraði en tapaði í Hæstarétti. Morgunblaðið/Ómar Lúxus Margir hafa fengið sér kaffi og rætt landsins gagn og nauðsynjar á Súfistanum. „ÉG er mjög ánægð með nýja samninginn, enda er gott að vera hérna í Malmö,“ segir Dóra Stef- ánsdóttir, lands- liðskona í knatt- spyrnu, sem hefur endurnýjað samning sinn við sænska úrvalsdeildarliðið LdB Malmö, fyrir keppnistímabilið 2008. Dóra er að ljúka öðru tímabili hjá liðinu sem er í fremstu röð í sænsku deildinni og þar með eitt af bestu fé- lagsliðum í Evrópu. „Liðið er mjög sterkt, frábærar aðstæður, allt um- hverfi og þjálfun, félagið er með stór markmið, svo þetta gerist ekki betra,“ segir hún. Dóra sem er 22 ára gömul fór til Malmö frá Val í febrúar 2006 en hún hefur átt fast sæti í íslenska landslið- inu. | Íþróttir „Þetta gerist ekki betra“ Dóra Stefánsdóttir áfram hjá Malmö Dóra Stefánsdóttir VEÐRAMÓT er ein besta mynd ís- lenskrar kvikmyndasögu miðað við dóm Sæbjarnar Valdimarssonar í Morgunblaðinu í dag. Áhorfendur á frumsýningunni í Háskólabíói virtust á sama máli en þeir klöppuðu allan þann tíma sem kreditlistinn rann upp tjaldið í lok myndarinnar. Guðný Halldórsdóttir leikstjóri ræddi eftir frumsýninguna við leikstjórann Hilm- ar Oddsson og dóttur hans Heru, sem leikur Dísu í myndinni. | 52 Klappað þar til ljósin voru kveikt Morgunblaðið/Golli Kvikmyndin Veðramót frumsýnd í Háskólabíói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.