Morgunblaðið - 21.09.2007, Page 4

Morgunblaðið - 21.09.2007, Page 4
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „VIÐ erum bara ósköp venjulegir fjallamenn og engin ofurmenni í þessum geira,“ segir Viðar Helgason sem hyggst ásamt Ingvari Á. Þór- issyni og Simon Yates klífa fjallið Ama Dablam í Nepal í næsta mán- uði. Þeir ætla jafnframt að taka upp efni fyrir heimildarmynd um þennan tæknilega erfiða klifurleiðangur og þá fátækt og neyð sem íbúar í Nepal búa við. Simon Yates er vel þekktur meðal fjallamanna um allan heim. Frægð hans, ef svo skyldi kalla, jókst mjög eftir gerð heimildarmyndarinnar Touching the Void, en í henni er fjallað um hörmulega misheppnaðan leiðangur Yates og Joe Simpson á Siula Grande í Andesfjöllunum í Perú árið 1985. Þeir komust reyndar á tindinn en á leiðinni niður slasaðist Simpson illa. Tilraun Yates til að láta félaga sinn síga niður fjallið mis- tókst og fór svo að hann varð að skera á siglínuna eða hrapa sjálfur í hyldýpið. Simpson lifði fallið reynd- ar af og komst niður af fjallinu við illan leik, eins og frægt er orðið. Yates kom til Íslands fyrir tveim- ur árum og hélt m.a. fyrirlestur hjá Íslenska alpaklúbbnum. Í þeirri ferð kynntist hann kvikmyndagerðar- manninum Ingvari og smiðnum Við- ari, en þeir eru báðir með margra ára reynslu af fjallamennsku. Viðar sagði í gær að heimildar- myndin myndi fjalla um klifrið sjálft, hvaða tækni og getu þurfi til að klífa fjall eins og Ama Dablam og þá erf- iðleika sem fjallgöngumenn þurfa að yfirstíga á leiðinni á toppinn. Hvorki hann né Ingvar væru fjallamenn í fremstu röð og því myndi myndin vonandi sýna hvað venjulegir fjalla- menn, sem þó hefðu aflað sér tölu- verðrar færni í ís- og klettaklifri, gætu gert. Tileinkað UNICEF Ingvar hefur klifið Mont Blanc (4.810 m) og Elbrus (5.642 m) en Viðar hefur aldrei farið á hærra fjall en Hvannadalshnjúk (2.110 m). Við- ar sagðist því ekki hafa „græna glóru“ um hvernig líkami hans mun bregðast við þunna loftinu, en í þess- ari hæð er magn súrefnis um 50% minna en við sjávarmál. Mörgum finnist hann reyndar nokkuð brattur að ætla sér að klífa Ama Dablam fyrstan hátinda. Myndin sem þeir Ingvar og Viðar hyggjast gera er sú fyrsta sem mun sýna Simon Yates í fjallaleiðangri, en honum er mjög umhugað um að fólk kynnist honum sem fjallamanni en ekki einungis sem „manninum sem skar á reipið“. Aðspurður sagði Viðar að auðvitað væri ekki hægt að gera mynd með þessum manni án þess að koma inn á atburðina á Siula Grande fyrir rúmlega 20 árum. Leiðangurinn er tileinkaður Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og hyggjast þeir félagar reyna að beina kastljósinu að þeirri fátækt og eymd sem þar er en á hverju ári deyja um 50.000 börn úr vannæringu í Nepal, að sögn Viðars. UNICEF skilgreinir landið sem neyðarsvæði en ástandið þar hefur ekki hlotið verðuga athygli heims- byggðarinnar. Á leið upp á Ama Dablam með frægum fjallamanni Morgunblaðið/Frikki Á uppleið Til að vekja athygli á leiðangrinum klifruðu Viðar Helgason og Ingvar Á. Þórisson upp Pósthússtræti 3. Í HNOTSKURN » Ama Dablam er 6.856metra hátt og er steinsnar frá Everest. » Fimm Íslendingar klifufjallið árið 1998. » Viðar Helgason er 42 árasmiður og Ingvar Á. Þór- isson er 46 ára kvikmynda- gerðarmaður og afi. » Þorlákur Morthens, Tolli, ogHulda Gísladóttir fara með til Nepal og ætla að klífa Isl- and Peak (6.165 m.) 4 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓLAFUR Magn- ússon, fram- kvæmdastjóri Mjólku ehf., telur að sóknarfæri geti legið fyrir fyrirtækið á Austurlandi og segir að málið verði skoðað ofan í kjölinn ef kúa- bændur á svæðinu ákveði að leita eftir þátttöku þess. Bændur á Austurlandi hafa lýst þeirri skoðun sinni að halda verði áfram vinnslu mjólkur á Austur- landi og ef Mjólkursamsalan hætti vinnslu í samlagi sínu á Egilsstöð- um muni þeir leita annarra ráða. Til tals hefur komið í þeirra röðum að leita samstarfs við Mjólku sem er einkarekið mjólkurbú með starfsstöð í Reykjavík. Ólafur Magnússon segir að fyr- irtækið hafi verið að bæta við sig og hafi markað fyrir meiri framleiðslu en það geti afkastað. Telur hann sóknarfæri á Austur- landi og unnt að stækka starfs- svæði samlags þar og ná meira hrá- efni. Þá segir hann að mikil þekking sé á mjólkurvinnslu á Egilsstöðum og áhugavert að byggja þar upp vinnslu í samvinnu við bændur. Tilbúnir til viðræðna Ólafur Magnússon Mjólka sér sóknar- færi á Austurlandi STJÓRNIR Johans Rönning, Sindra og Hebron hafa ákveðið að sameina félögin undir eina kenni- tölu. Fyrr á árinu var Raftækja- verslun Íslands sameinuð Johan Rönning hf. Fram kemur í tilkynningu að fyr- irtækin muni verða rekin sem sjálf- stæðar þjónustueiningar og bera áfram sömu nöfn. Sameiningin mun því ekki breyta neinu í þjónustu þeirra við viðskiptavini. Samtals rekur sameinað félag 13 starfs- stöðvar út um allt land og starfs- menn eru um 110. Móðurfélag og heiti samstæðunnar verður Johan Rönning hf. og forstjóri Rönning- samstæðunnar verður Haraldur Líndal Pétursson. „Velta samstæð- unnar í núverandi eignarhaldi stefnir í yfir fimm milljarða á þessu ári úr um rúmum milljarði króna árið 2004. Á sama tíma hefur rekstrarhagnaður aukist hlutfalls- lega umtalsvert meira. Styrkur okkar eykst við það skref sem nú er tekið og við erum hvergi nærri hætt,“ segir Haraldur. Undir eina kennitölu TVEIR langdrægir Birnir, sprengjuflugvélar frá Rússlandi af gerðinni Túpólev 95 (öðru nafni BE- AR H), flugu snemma í gærmorgun inn á loftrýmiseftirlitssvæði Íslands norður af landinu, að því er segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu í gær. Vélarnar flugu hringferð um land- ið og komu næst því um það bil 45 sjómílur suður af Kötlutanga. Ráðu- neytinu bárust upplýsingar á mið- vikudagskvöld um að slíkt flug gæti verið væntanlegt. Ratsjárstofnun fylgdist með fluginu allan tímann og miðlaði jafnóðum upplýsingum til viðeigandi stofnana innanlands, m.a. til að tryggja öryggi almennrar flug- umferðar. Einnig var skipst á upp- lýsingum við herstjórnir Atlants- hafsbandalagsins og viðbrögð samhæfð milli þriggja aðildarríkja, Íslands, Noregs og Bretlands. Birnirnir fljúga á ný ♦♦♦ ♦♦♦ Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is. SÉRA Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur í Graf- arvogskirkju, verður fyrst kvenna til að gegna embætti Dómkirkjuprests, en valnefnd í Dóm- kirkjuprestakalli ákvað í fyrrakvöld að mæla með henni. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Embættið veitist frá 1. október 2007. Sjö sóttu um embætti prests í Dómkirkjupresta- kalli og taldi Anna Sigríður umsækjendahópinn hafa verið mjög góðan. Hún sagði að í sínum huga hafi það alls ekki verið sjálfsagt að hún yrði fyrir valinu. Anna Sigríður sagði að sér þætti mjög spennandi að fá að gegna þessu embætti og vera full tilhlökkunar að takast á við það. „Þetta er að mörgu leyti ólíkt því sem ég hef starfað við hér í Grafarvogskirkju í tíu ár. Í Graf- arvogi er ungur söfnuður og mjög stór, um nítján þúsund manns, og afar mikið af ungu fólki. Mikið af barnafólki, mikið um skírnir, barnafræðslu og fermingarfræðslu.“ Í Grafarvogskirkju starfa fjórir prestar og barnaguðsþjónustur haldnar á tveimur stöðum á hverjum sunnudegi. Prestarnir vinna því yfirleitt um hverja helgi, en hafa ekki jafn mörg tækifæri til að predika og í kirkjum þar sem t.d. eru tveir prestar sem skiptast reglulega á um að predika. Í Dómkirkjusókn er önnur aldurssamsetning en í Grafarvogi og hlutfallslega fleira eldra fólk. Einnig gegnir Dómkirkjan sérstöku opinberu hlutverki og er kirkja biskups Íslands. Þar fara prestsvígslur yfirleitt fram og einnig setning Kirkjuþings, guðsþjónustur við setningu Alþingis og aðrar ámóta athafnir. Anna Sigríður sagði presta Dómkirkjunnar hafa sömu stöðu og presta annarra kirkna, en verkefnin mótist af sérstöðu og staðsetningu kirkjunnar. „Nábýli Dómkirkjunnar við skólana í mið- bænum og unga fólkið þar gefur ákveðna mögu- leika. Einnig ættu að vera góðir möguleikar á að sinna fullorðinsfræðslu og því sem kalla má safn- aðarsálgæslu. Sinna þeim sem til kirkjunnar leita en þeir eru miklu fleiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Prestsembættið er alltaf hið sama. Við erum kölluð og vígð til sömu athafna, en staðsetn- ing, umhverfi og aðstæður gera starfið mismun- andi í reynd.“ „Ég á margar minningar frá bernskuárum mín- um úr Dómkirkjunni,“ sagði Anna Sigríður. Faðir hennar, Páll Ísólfsson, var dómorganisti um ára- bil. Minningarnar tengjast þó ekki eingöngu guðsþjónustum heldur einnig dvöl í kirkjunni á öðrum tímum. „Ég var mikið með pabba þegar hann æfði sig á orgelið. Kannski var ég mest með honum þar þegar ég var barn. Dómkirkjan er mér afskaplega kær og á vissan hátt er ég að koma heim til mín aftur.“ En datt henni einhvern tíma í hug á bernskuár- um að hún ætti eftir að verða prestur í Dómkirkj- unni? „Ekki svo lengi sem faðir minn lifði og miklu lengur en það. Ég var 27 ára þegar hann dó og orðin 45 ára þegar ég fór í guðfræði. Var áður myndmenntakennari og fjölskylduráðgjafi og ráðgjafi fyrir fólk sem átt hefur í vandræðum með áfengi og fíkniefni og aðstandendur þess.“ Anna Sigríður sagði að Dómkirkjan ætti tví- mælalaust erindi við miðbæinn og að kirkjan hefði á ýmsan hátt gert sitt til að mæta þeim sem eiga þar um sárt að binda. Meðal þeirra séu þeir sem stríði við óreglu og hafi valdið marg- umræddu ónæði í miðbænum. Anna Sigríður kvaðst hafa tekið þátt í æðruleysisguðsþjónustum í Dómkirkjunni frá því þær byrjuðu. „Þær eru sérstaklega fyrir fólk sem er að vinna í sínum vanda, fólk sem verið hefur í AA-sam- tökunum, Al-Anon og tólf spora-starfi. Þessar guðsþjónustur hafa sannarlega átt erindi til fólks- ins því kirkjan er alltaf fullsetin og kirkjusóknin mun betri þá en í almennum guðsþjónustum.“ Nýr Dómkirkjuprestur segir kirkjuna eiga erindi við miðbæinn „Á vissan hátt er ég að koma heim til mín aftur“ Morgunblaðið/Kristinn Tilhlökkun Séra Anna Sigríður Pálsdóttir hlakk- ar til að takast á við starfið í Dómkirkjunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.