Morgunblaðið - 21.09.2007, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VEÐUR
Frá því að Skotar bönnuðu reyk-ingar á opinberum svæðum
hafa undur og stórmerki átt sér
stað. Tíðni hjartaáfalla hefur
minnkað um 17% af hundraði. Vís-
indamenn hafa velt því fyrir sér
hvað geti valdið þessu. Ekki hafa
matarvenjur Skota breyst eða
drykkjusiðir. Það eina sem breyst
hefur í jöfnunni lífsstíll Skota er að
reykingar hafa verið bannaðar á
veitingastöðum
og opinberum
svæðum.
Óbeinar reyk-ingar í
nokkrar klukku-
stundir geta haft
mælanleg áhrif á
blóðið. Líkaminn
bregst nefnilega þannig við að sam-
loðun blóðkornanna eykst og því
þarf ekki nema lítið magn af reyk
til að hafa skaðleg áhrif. Ef ein-
staklingur er þegar kominn í
áhættuhóp geta óbeinar reykingar
gert útslagið.
Talið er að reykingabannið hafileitt til þess að 551 Skoti fékk
ekki hjartaáfall.
Niðurstöðurnar frá Skotlandi eruí samræmi við það, sem gerst
hefur annars staðar í heiminum. Í
tímaritinu Der Spiegel í þessari
viku er tekin saman tölfræði frá
nokkrum stöðum í heiminum. Á Ír-
landi hefur hjartaáföllum fækkað
um 11% frá því að reykingar voru
bannaðar í mars 2004. Eftir að bann
var sett í Ítalíu hefur hjartaáföllum
einnig fækkað um 11% meðal íbúa
undir 60 í Piemont-héraði. Í bænum
Pueblo í Colorado í Bandaríkjunum
fækkaði hjartaáföllum um 27% árið
eftir reykingabann miðað við árið
áður. Í bænum Helena í Montana
fækkaði hjartaáföllum um 40% eftir
að reykingabann var sett 2002. Eft-
ir að dómari hnekkti banninu fór
hins vegar allt í sama farið aftur.
Efast menn um gildi reyk-ingabanns á veitingastöðum?
STAKSTEINAR
Óbeinn reykur.
Hvað gerðist í Skotlandi?
FRÉTTIR
!
"
#$
%&'
(
)*+
,
)(!
- ./
0
&
1
2
-
/
! !
34
3
5
64/4
)
/
7
3
%
8!(9:
; 6
$
(
"
<
)$=>
! " #$
)!
$$= )!
#$
% &
+4
+! +4
+! +4
#%$ '"( )*+
>$ /
=
!
%&
'
!(
)
)#* #*!
+
*(
,
, 1
-. &, !,
*
+
*(
* " / #$
,- ..
/
* '"
5'67 ?6
?)+7@ AB
)C01B+7@ AB
.7D2C ,0B ! 012
0! 0! !0
2! 3! ! !0
3! 3! 2! 2! 2! 2!0
0! 13
1
10
1
1
012
01
10
12
1
1
1
1
01
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Gunnar R. Jónsson | 20. september
Bjargar deginum
Það er hreint út sagt
hressandi að sjá fram-
sóknarflórnum mokað
út úr stjórnkerfinu.
Það var afskaplega erf-
itt að koma auga á það
hvaða faglegu ástæður
réðu því að Alfreð Þorsteinsson, af
öllum mönnum, fékk þetta hlutverk
enda reynslan af verklegum fram-
kvæmdum undir hans stjórn með
eindæmum vafasöm.
Heilbrigðisráðherra á allt hrós
skilið fyrir þessa ákvörðun sína.
Meira: grj.blog.is
Egill Harðar | 20. september 2007
Ætli þeir hafi
verið búnir að
hringja í Lippi?
Hlutirnir gerast hratt.
Maður hefur varla við
að fylgjast með. Ég hef
enga trú á að Avram
Grant þessi verði lengi
við völd hjá Chelsea.
Hann er einfaldlega
ekki af því kalíberi sem menn þurfa
að hafa til að tolla í svona starfi.
Þá er spurning hvað gerist næst?
Meira: egillhardar.blog.is
Dagur Snær Sævarsson | 20. sept.
Matur eða dóp?
Ég hef alltaf haldið að
það sé afskaplega auð-
velt að smygla inn
fíkniefnum sjóleiðina
inn í landið.
Ef málið á Fá-
skrúðsfirði snýst um
það er Gæslan vonandi jafnvakandi
fyrir smygli og tollgæslan á Leifs-
stöð. Ég efast reyndar um að hér sé
um að ræða ólöglegar veiðar þessara
skútumanna.
Ef ég ætti skútu væri ég þó
örugglega úti að veiða núna.
Meira: maturungafolksins.blog.is
Hjörtur J. Guðmundsson | 19. sept.
Niðurstaðan ákveðin
fyrirfram
Sú var tíðin að helzta
útspil stuðningsmanna
þess að Ísland gengi í
Evrópusambandið var
að halda því fram að
sambandið væri ein-
hvers konar Paradís á
jörðu sem Ísland yrði að ganga í sem
allra fyrst. En fyrir nokkrum árum
breyttist boðskapurinn í það að það
væri ekki spurning hvort Ísland
myndi ganga í Evrópusambandið
heldur aðeins hvenær það gerðist.
Það væri aðeins tímaspursmál. Und-
ir það síðasta hafa umræddir stuðn-
ingsmenn bætt um betur og tala nú
hver í kapp við annan um það þegar
Ísland gangi í Evrópusambandið
eins og þeir séu þeim hæfileika
gæddir að sjá fyrir um alls óorðna
hluti.
Vitanlega er hér þó aðeins um
ákveðið pólitískt útspil að ræða sem
ætlað er að koma því inn hjá fólki að
íslenzk Evrópusambandsaðild sé
eitthvað óumflýjanlegt, svona rétt
eins og dauðann. Skilaboðin eru
m.ö.o. þau að íslenzkir kjósendur
muni, þegar allt kemur til alls, ekki
hafa neitt um málið að segja. Það sé
frágengið hvernig það muni fara og
því sé tilgangslaust að streitast á
móti.
Sömu aðilar kalla æ ofan í æ eftir
því að farið verði í aðildarviðræður
við Evrópusambandið sem allra
fyrst og að aðildarsamningurinn
verði síðan lagður í þjóðaratkvæða-
greiðslu til samþykktar eða synj-
unar. En hver er tilgangurinn með
því að setja málið í þjóðaratkvæði ef
búið er að ákveða niðurstöðuna fyr-
irfram? Er þá ekki bara um að al-
gert formsatriði að ræða?
Að vísu er ekki langt fyrir íslenzka
Evrópusambandssinna að sækja for-
skriftina. Í Evrópusambandinu er
það vinnuregla að í þau fáu skipti
sem almenningi er leyft að segja álit
sitt á einhverjum samrunaskrefum
innan þess (sem er nota bene aldrei
að frumkvæði sambandsins sjálfs
sem þvert á móti reynir frekar að
koma í veg fyrir slíkt) þá er kosið
aftur og aftur þar til „rétt“ nið-
urstaða fæst og þá er aldrei kosið
um málið aftur.
Skoðanir almennings eru m.ö.o.
algert formsatriði. Niðurstaðan hef-
ur þegar verið ákveðin.
Meira: sveiflan.blog.is
BLOG.IS
HVER árstími hefur sinn sjarma og víst er að haustið
með allri sinni litadýrð snertir streng í mörgum. Á sumr-
in ríkir græni liturinn á litakortinu og í sumar var fjöl-
breytni græna litarins óvenju mikil. Kannski hið góða
veður hafi átt sinn þátt í því.
Eftir sumar kemur haust og gróður fölnar. Þá tekur
við skemmtilegur tími þegar allir grænu litir sumarsins
breytast í ýmsa liti; gulan, rauðan, appelsínugulan og
jafnvel fjólubláan.
Þessi ungi maður gengur ákveðinn eftir bakka Tjarn-
arinnar í Reykjavík. Ósagt skal þó látið hvert ferðinni er
heitið.
Morgunblaðið/Kristinn
Allir litir haustsins voru grænir