Morgunblaðið - 21.09.2007, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MÓTVÆGISAÐGERÐIR ríkis-
stjórnarinnar eru dropi í hafið þegar
horft er til fórna samfélagsins í Eyj-
um. Útvegsbændur í Vestmannaeyj-
um segja að á undanförnum 6 árum
hafi samfélagið í Eyjum fært fórnir
upp á 3,1 milljarð króna í formi
byggðakvóta, línuívilnunar og ým-
issa bóta, meðal annars vegna brests
í rækju- og skelveiðum, útflutnings-
álags, sem nú hefur verið fellt niður,
og þróunarsjóðsgjalds sem síðar
varð að veiðigjaldi. Þannig hafi Eyja-
menn í raun og veru stutt aðrar sjáv-
arbyggðir árlega með liðlega 500
milljóna króna skerðingu eigin afla-
heimilda og með sérstökum gjöldum
sem færð hafi verið öðrum byggð-
arlögum í nafni byggðastefnu, „mót-
vægisaðgerða“.
Mikil tekjuskerðing
Þetta kom fram á aðalfundi Út-
vegsbændafélags Vestmannaeyja
sem haldinn var í vikunni. „Upplýs-
ingarnar byggjast eingöngu á út-
flutningsverðmæti ísfisks í gámum
en ekki er tekið tillit til aukins
vinnsluvirðis sem fellur til við
vinnslu í landi og áhrifa þess á tekjur
fiskvinnslufyrirtækja, landverka-
fólks og tekna Vestmannaeyjabæjar
af útsvari. Þá eru í engu metin hin
svokölluðu margfeldisáhrif aukinna
umsvifa sem tengjast tekjuauka,“
segir í frétt frá Útvegsbændafélag-
inu.
Útvegsmenn í Eyjum vilja vekja
sérstaka athygli á tölum um þennan
fórnarkostnað í ljósi þess að ríkis-
stjórnin hyggst nú færa sjávar-
byggðum jafnvirði 6,5 milljarða á
næstu þremur árum til mótvægis við
skertar þorskveiðar. Þar af virðist
Eyjamönnum ætlað að fá um 100
milljónir króna, en 36 milljónir af
þeirri fjárhæð eru stuðningur við
samgöngur til Vestmannaeyja.
„Ekki er verið að gera lítið úr mót-
vægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar
en hér er samt einungis verið að
ræða þann skell sem Eyjasamfélagið
hefur þurft að þola undanfarin ár.
Enn stærri skellur er yfirvofandi:
376.000 króna
skerðing á hvern íbúa
Ef lagður er saman ætlaður tekju-
missir útgerða í Vestmannaeyjum
árið 2008 vegna skerðingar í þorski
og ýsu og vegna hlutdeildar þeirra í
byggðakvóta, línuívilnun og sérstök-
um bótum ýmiskonar, auk áætlaðs
veiðileyfagjalds, nemur tjónið 1.540
milljónum króna eða um 376 þúsund-
um króna á hvern einasta íbúa í Eyj-
um. Þetta svarar til þess að á höf-
uðborgarsvæðinu, frá Mosfellsbæ í
Hafnarfjörð, skertust tekjur fyrir-
tækja um 72,5 milljarða króna,“ seg-
ir í frétt Útvegsbændafélags Vest-
mannaeyja.
Mótvægisaðgerðirnar
eru aðeins dropi í hafið
Í HNOTSKURN
»Tekjur sjómanna í Vest-mannaeyjum hafa verið
skertar af framangreindum
ástæðum um rúmlega 1
milljarð króna frá 2002 til
2007.
»Útsvarstekjur bæjarsjóðsrýrnuðu á sama tíma um
alls 130 milljónir króna.
»Tjón útgerðarfyrirtækjaí Eyjum nemur af sömu
ástæðum um 1.250 milljónum
króna frá árinu 2002. Þá er
eingöngu tekið tillit til hagn-
aðar útgerðarinnar fyrir af-
skriftir, vexti og skatta. Eft-
ir skatta er tjónið minna en
erfitt er að meta skatt-
greiðslur útgerðanna án
þess að kanna rekstur hvers
og eins útgerðarfélags.
Útvegsbændur í Vestmannaeyjum segjast hafa fært fórnir upp á 3,1 milljarð
FISKNEYZLA í Þýzkalandi hefur
aukizt stöðugt undanfarin ár. Nú
er gert ráð fyrir að hún slái met á
þessu ári og nái 16 kílóum á hvert
mannsbarn að meðaltali. Neyzlan
á síðasta ári var 15,5 kíló.
Þjóðverjar borða reyndar minna
af fiski heima, en eru farnir að
borga meira fyrir það sem þeir
borða. Verðhækkanir leiða reynd-
ar til minni kaupa, en neytendur
eru þó almennt tilbúnir til að
borga hærra verð fyrir gæðafisk.
Þjóðverjar vilja helzt frosinn
fisk, en þar koma þægindi við
eldamennsku við sögu, en slaki í
efnahagslífi Þýzkalands hefur
einnig haft sitt að segja. Frystir
fiskréttir með grænmeti njóta mik-
illa vinsælda, en ferskur mariner-
aður fiskur, til dæmis á spjóti, og
kald- og heitreyktur fiskur sækja
á.
Þrátt fyrir að fiskneyzlan sé að
aukast, er sparnaður Þjóðverjum í
blóð borinn. Þeir verzla því mest
við lágvöruverðskeðjur eins og
Aldi og Lidl. Lidl hefur nú lagt
áherzlu á sölu á umhverfisvott-
uðum fiskafurðum. Þeir eru nú að
koma með á markað sex fiskrétti
úr alaskaufsa, sem er vottaður af
Marine Stewardship Council.
Þýzkir borða
meira af fiski
ÚR VERINU
CALIN Popescu Tãriceanu, for-
sætisráðherra Rúmeníu, hvetur ís-
lensk fyrirtæki til að taka virkan
þátt í efnahagsuppbyggingunni í
Rúmeníu og fagnar áhuga íslenskra
orkufyrirtækja og fjárfestingaraðila
á að nýta hreinar orkulindir í land-
inu. Þetta kom m.a. fram á fundi for-
sætisráðherrans með forseta Ís-
lands, Ólafi Ragnari Grímssyni, í
gærmorgun á öðrum degi opinberr-
ar heimsóknar forsetans til Rúmen-
íu. Heimsókninni lauk í gær.
Í fréttatilkynningu frá forseta-
skrifstofunni kemur m.a. fram að
forsætisráðherra Rúmeníu hafi talið
reynslu Íslendinga afar forvitnilega
því þeim hefði tekist að hefja þjóðina
úr fátækt til einhverrar mestu vel-
megunar sem þekkist í veröldinni á
fáeinum áratugum. Rúmenía þyrfti
að ná hliðstæðum árangri. Lýsti for-
sætisráðherrann áhuga á að koma í
heimsókn til Íslands til að kynna sér
nánar íslensk orkufyrirtæki og
reynslu þjóðarinnar í þessum efnum.
Viðskiptaráðstefna
Í gær var einnig haldin mikil við-
skiptaráðstefna í Búkarest með þátt-
töku fulltrúa fjölda íslenskra og
rúmenskra fyrirtækja. Útflutnings-
ráð undirbjó ráðstefnuna en þar var
sérstaklega fjallað um möguleika á
samvinnu í orkumálum. Auk forseta
Íslands flutti Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra ræðu við opnun
ráðstefnunnar.
Að ráðstefnunni lokinni tók forseti
þátt í blaðamannafundi sem íslenska
fyrirtækið Kvos hélt í Búkarest. Þar
var tilkynnt að Kvos væri nú að
verða stærsta prentfyrirtæki í Suð-
austur-Evrópu.
Forsetinn var einnig viðstaddur
opnun nýrrar skrifstofu fjárfesting-
arfyrirtækisins Aska Capital í Búk-
arest í gær.
Rúmenar fagna
áhuga Íslendinga
Forsætisráðherra Rúmeníu hvetur íslensk fyrirtæki til að
taka virkan þátt í efnahagsuppbyggingunni í Rúmeníu
Ljósmynd/Skrifstofa forseta Íslands
Viðræður Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og forsætisráðherra Rúmeníu, Cãlin Popescu Tãriceanu,
ræddust við í Rúmeníu í gær. Opinberri heimsókn forseta Íslands til Rúmeníu lauk í gær.
MÁLEFNI Grímseyjarferjunnar
voru til umfjöllunar á fundi fjárlaga-
nefndar Alþingis í gær og voru skoð-
anir skiptar. Meirihlutinn, skipaður
fulltrúum stjórnarflokkanna tveggja,
lagði til að reglur um flutning fjár-
heimilda milli ára og verkefna yrðu
gerðar skýrari. Einnig telur hann að
kostnaður við endurbætur skuli
framvegis vera færður á stofnkostn-
aðarliði en ekki sem rekstrarframlög.
„Meirihluti fjárlaganefndar leggur
áherslu á að sameiginlegur skilning-
ur um grundvallaratriði er varðar
framkvæmd fjárlaga þarf hverju
sinni að vera fyrir hendi hjá aðilum
sem vinna að framkvæmdinni og/eða
eftirliti,“ segir í áliti meirihlutans.
Fulltrúar minnihlutans, þ.e. stjórn-
arandstöðuflokkanna þriggja, lögðu
til á fundi nefndarinnar að hún frest-
aði fullnaðarafgreiðslu á greinargerð
Ríkisendurskoðunar frá 14. ágúst sl.
um kaup og endurnýjun Grímseyjar-
ferjunnar. Segir í áliti minnihlutans
að mikilvægt sé að nefndin taki af-
stöðu til ágreinings sem hafi risið
milli fjármálaráðuneytis og ráðherra
annarsvegar og Ríkisendurskoðunar
hins vegar um heimild til að ávísa
greiðslum.
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs
og einn nefndarmanna, segir að í
skýrslu meirihlutans sé hvergi tekið á
aðalatriðum málsins hvað varðar
meðferð fjárreiðulaga. Þar að auki sé
ekki vitað hvar málið sé statt hvað
varðar kostnað og umfang. Segir Jón
það skyldu nefndarinnar að rannsaka
málið frekar og fresta fullnaðaraf-
greiðslu þess.
Á fundinum lagði minnihlutinn til
að fjárlaganefnd kallaði á sinn fund
fulltrúa ráðgjafarfyrirtækisins Nav-
is-Fengs og fulltrúa skipasmíða-
stöðvarinnar Orms og Víglundar auk
þess að fá fulltrúa úr áhöfn núverandi
Grímseyjarferju til að gefa umsögn
um hæfi ferjunnar.
Þá var óskað eftir því að nefndin
kallaði eftir áliti Ríkisendurskoðunar
á fullyrðingum um sambærileg
„brot“ á ákvæðum fjárreiðulaga og
lögfræðiáliti um ágreining fjármála-
ráðherra og ríkisendurskoðanda
vegna ferjumálsins.
Minnihlutinn lagði einnig til að
óskað yrði eftir því að fá erindisbréf
verkefnishóps sem samgönguráð-
herra boðaði í ágúst að yrði skipaður
til að fara yfir málið allt.
Óeining um
ferjumál
Minnihluti fjárlaganefndar vildi fresta
afgreiðslu í máli Grímseyjarferjunnar
STJÓRN Búnaðarsambands Aust-
urlands (BsA) hefur sent frá sér
ályktun þar sem mótmælt er harð-
lega þeim tillögum sem stjórn MS
hefur lagt fram um að leggja niður
mjólkurvinnslu á Egilsstöðum. Segir
í ályktuninni, að með þessu sé vegið
að landbúnaði sem atvinnugrein í
heilum landsfjórðungi.
Þessi breyting muni veikja stöðu
landbúnaðar á svæðinu og erfiðara
verði að halda úti fullnægjandi þjón-
ustu við atvinnugreinina. Þá segir
stjórnin, að í nafni hagræðingar hafi
á síðustu árum verið lagðar niður
tvær mjólkurstöðvar á starfssvæði
BsA, í Neskaupstað og á Vopnafirði.
Framleiðsla af þessum svæðum hafi í
auknum mæli verið að færast yfir á
Fljótsdalshérað og nær núverandi
mjólkurstöð. Bændur hafi lagt metn-
að sinn í að halda uppi framleiðslu
þannig að áfram verði grundvöllur
fyrir rekstri samlagsins á Egilsstöð-
um eins og lofað var við samruna við
MBF.
„Þessi þróun í framleiðslu mjólkur
sýnir okkur hvað muni gerast hér á
næstu árum ef mjólkurstöðin verður
lögð niður og mjólkinni ekið til
vinnslu og pökkunar í aðra lands-
hluta,“ segir í ályktuninni.
Vilja áfram mjólkur-
vinnslu á Egilsstöðum