Morgunblaðið - 21.09.2007, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
VERKALÝÐSFÉLÖG í Frakklandi
hafa tekið þunglega yfirlýsingum
Nicolas Sarkozys forseta um nauð-
syn þess að ríkisstarfsmönnum verði
fækkað og eftirlaunakjörum tiltek-
inna hópa breytt. Víst þykir að til
verkfalla komi í næsta mánuði en
forsetinn kveður tímabært að þjóðin
breyti þankagangi sínum og boðar
„menningarbyltingu“ í því efni.
Sarkozy sagði í sjónvarpsávarpi á
miðvikudag að ákveðið hefði verið að
ráða ekki fólk til starfa í stað þeirra
22.700 ríkisstarfsmanna, sem hætta
munu störfum á næsta ári sökum
aldurs. Verður þetta mesta fækkun
ríkisstarfsmanna í sex ár og í sam-
ræmi við kosningaloforð forsetans.
Sarkozy lagði áherslu á að niður-
skurðurinn væri liður í áætlun
stjórnvalda um stórfelldar umbætur
á sviði ríkisrekstrar. Ríkið hefði þan-
ist út en fjármunir til að standa undir
þeirri þróun væru ekki til. Þetta
ástand mála leiddi til djúpstæðrar
óánægju í röðum opinberra starfs-
manna og nefndi forsetinn sérstak-
lega kennara og starfsfólk í heil-
brigðiskerfinu. Hugsun hans væri sú
að með fækkun opinberra starfs-
manna yrði unnt að bæta kjör þeirra
sem störfuðu á þessu sviði atvinnu-
lífsins og auka möguleika þeirra á að
ná frama. „Ég boða menningarbylt-
ingu, byltingu á hugsunarhætti okk-
ar og framgöngu,“ sagði Sarkozy í
ávarpi sínu. Hann kvað fyrri tilraun-
ir til að ná fram hagræðingu litlum
sem engum árangri hafa skilað enda
hefði hugur sjaldnast fylgt máli.
Stefnt væri að heildarendurskoðun,
sem taka myndi gildi árið 2012.
Um 5,2 milljónir manna, um
fimmtungur vinnuaflsins, starfa á
vegum hins opinbera í Frakklandi.
Kennarar eru um 900.000 og rúm ein
milljón manna starfar innan heil-
brigðiskerfisins. Talsmenn FSU,
stærsta stéttarfélags kennara í
Frakklandi, sökuðu forsetann um
„skemmdarverkastarfsemi“ á sviði
opinberrar þjónustu og kváðu hann
engar efnislegar tillögur hafa kynnt
um hvernig bæta mætti kjör og
vinnuskilyrði.
Lífeyrisréttindi verði samræmd
Daginn áður hafði Sarkozy greint
frá því að í ráði væri að afnema sér-
kjör tiltekinna hópa opinberra
starfsmanna á sviði lífeyrisgreiðslna.
Þar ræðir um hundruð þúsunda
manna, sem einkum starfa við járn-
brautir og ríkisrekin gas- og raf-
orkufyrirtæki. Sökum sérsamninga
hafa þessir starfsmenn getað gerst
eftirlaunaþegar um fimmtugt. At-
vinnumálaráðherra frönsku ríkis-
stjórnarinnar, Xavier Bertrand, hef-
ur verið falið að leita eftir viðræðum
við verkalýðsfélög í því augnamiði að
samkomulag um breytingar á sér-
kjörum liggi fyrir á næstu mánuðum.
Sarkozy forseti kveður löngu tíma-
bært að lífeyrisréttindi opinberra
starfsmanna verði samræmd.
Talsmenn helstu verkalýðsfélaga
hafa ekki hafnað boði stjórnvalda um
viðræður en ljóst er að þeir taka
áætlunum forsetans þunglega. Á
miðvikudag kunngjörðu fulltrúar
CGT, stærsta verkalýðsfélags
Frakklands, sem starfa við helsta
járnbrautafyrirtæki ríkisins, að
áætlun um viðbrögð yrði kynnt öðr-
um stjórnendum hagsmunasamtaka
opinberra starfsmanna. Þar yrði
gert ráð fyrir „samræmdum við-
brögðum“, sem m.a. myndu fela í sér
allsherjarverkfall. CGT hefur fyrir
sitt leyti boðað til mótmæla 13.
næsta mánaðar þar sem lögð verður
áhersla á að ekki verði hróflað við
eftirlaunakjörunum. Tilraunir
stjórnvalda til að knýja fram breyt-
ingar á þessum vettvangi hafa iðu-
lega getið af sér fjölmenn götumót-
mæli, verkföll og ólgu.
François Hollande, leiðtogi Sósíal-
istaflokksins, sagði yfirlýsingar for-
setans grafalvarleg tíðindi; Sarkozy
hefði blásið til „stórsóknar“ gegn
velferðarríkinu.
„Menningarbylting“
boðuð í Frakklandi
Nicolas Sarkozy forseti greinir frá áætlun um fækkun
ríkisstarfsmanna og afnámi sérkjara á sviði lífeyrismála
Reuters
Byltingarmaður Nicolas Sarkozy greinir frá áætlunum sínum. Tilraunir til
að koma á breytingum á sviði lífeyrismála hafa jafnan mistekist.
Moskvu. AFP. | Bráðabirgðanið-
urstöður rannsókna á sýnum sem
rússneskir vísindamenn hafa tekið
á hafsbotni sanna að stór neð-
ansjávarhryggur í Norður-Íshafinu
er hluti af landgrunni Rússlands, að
sögn embættismanna í Moskvu í
gær. Talið er að mikið sé af olíu og
gasi á hafsbotni Norður-Íshafsins.
Tveir dvergkafbátar voru í ágúst
notaðir til að koma fyrir rússnesku
flaggi á hafsbotni við norð-
urskautið til að leggja áherslu á
kröfur Rússa til yfirráða á svæðinu.
Kanadamenn, Danir og fleiri þjóðir
sem eiga land að N-Íshafinu hafa
andmælt tilkalli Rússa.
Rússar telja að Lomonosov-
hryggurinn, sem er tæplega 2.000
kílómetrar að lengd, sé hluti af
landgrunni Rússlands. Talsmenn
ráðuneytis náttúruauðlinda í
Moskvu sögðu að
rannsökuð hefðu
verið sýni sem
tekin voru í leið-
angri í maí og
júní á þessu ári.
Einnig hefðu
verið notuð sýni
sem tekin voru
fyrir tveimur ár-
um á svo-
nefndum Mende-
lev-neðansjávarhrygg.
Danir, sem gæta hagsmuna
Grænlendinga á svæðinu, hafa sent
hóp vísindamanna til að leita að vís-
bendingum um að Lomonosov-
hryggurinn sé jarðfræðilega tengd-
ur Grænlandi. Bandaríkjamenn
stunda einnig jarðfræðirannsóknir
á svæðinu en Alaska liggur að
Norður-Íshafinu.
Rússar hampa rannsóknanið-
urstöðum í Norður-Íshafinu
Vladímír Pútín
Rússlandsforseti
NAUÐSYNLEGT
er að stórauka
framlög til veð-
urrannsókna og
veðurspágerðar
enda á stór hluti
efnahags-
starfseminnar
allt sitt undir
veðri og vindum.
Kemur þetta
fram í áskorun
frá Veðurfræðistofnun Sameinuðu
þjóðanna, WMO, en hún hvetur
þróuðu ríkin sérstaklega til að að-
stoða vanþróuð ríki á þessu sviði.
Talið er, að 30% þjóðarfram-
leiðslu iðnríkjanna séu nátengd
veðurfarinu á hverjum tíma og
liggur þá í augum uppi, að hlut-
fallið er miklu hærra í þróun-
arríkjunum.
Áætlað er, að framlög til veð-
urrannsókna og spákortagerðar
séu á bilinu 300 til rúmlega 600
milljarðar íslenskra króna árlega
en það er sagt alls ófullnægjandi,
ekki síst nú á þessum viðsjárverðu
tímum hnattrænnar hlýnunar.
Kom þetta fram hjá Michel
Jarraud, framkvæmdastjóra
WMO.
Vill aukið fé
til veður-
rannsókna
Óveður Framtíðin
ræðst af veðrinu.
STJÓRN Eistlands hafnaði í gær að
heimila Rússum að leggja gas-
leiðslu um landhelgi Eistlendinga
en leiðslan á að flytja gas til Þýska-
lands og fleiri ríkja V-Evrópu. Lík-
legt er að Finnar leyfi að leiðslan
liggi um finnskt hafsvæði.
Á móti gasleiðslu
ALRÍKISDÓMARI í Bandaríkj-
unum hefur úrskurðað að tveir
nemendur í skóla í New Jersey
megi nota hnappa sem sýna mynd
af félaga í Hitlersæskunni. Mark-
mið ungmennanna er að mótmæla
skyldu til að nota skólabúninga.
Hitlersæskulög?
UNGLIÐAHREYFINGIN Nashí,
sem styður stjórnina í Kreml og
þykir mjög þjóðernissinnuð, hefur
fengið leyfi til að stofna „sveitir“,
sem halda skulu uppi lögum og
reglu í aðdraganda þingkosning-
anna í Rússlandi í desember.
Lög og regla?
FRAM kom í yfirheyrslum á Banda-
ríkjaþingi að eitruð málning á Mat-
tel-leikföngum, sem framleidd voru
í Kína, var eitraðri en talið var. Var
blýmagnið allt að 110.000 á móti
milljón en ekki 600 eins og mest er
leyft. Hefur samningum við mörg
kínversk fyrirtæki verið sagt upp.
Eitruð málning
OFFITA og þau vandamál, sem henni fylgja,
verða æ fyrirferðarmeiri í málflutningi
þeirra, sem nú keppa eftir útnefningu sem
forsetaefni í kosningunum í Bandaríkjunum
annað haust. „Sem forseti myndi ég berjast
gegn offituvandanum alla daga,“ sagði Bill
Richardson, ríkisstjóri í Nýju Mexíkó og einn
af frambjóðendunum í forkosningabaráttu
demókrata. Láta aðrir frambjóðendur ekki
sinn hlut eftir liggja enda er staðan þannig
vestra, að tveir þriðju fullorðinna og 25 millj.
barna eru ýmist allt of feit eða glíma við of-
fitu. Eru bein útgjöld vegna þess mjög þung-
ur baggi á heilbrigðiskerfinu.
Verður offitan
kosningamál?
Einfalt Ástæða offitu er
aðeins ein, of mikið át.
OSAMA bin Lad-
en, leiðtogi al-
Qaeda-hryðju-
verkasamtak-
anna, ætlar að
lýsa yfir „stríði“
gegn Pervez
Musharraf, for-
seta Pakistans, í
væntanlegu
myndbandi. Kom
það fram á ísl-
amskri vefsíðu.
„Al-Qaeda mun lýsa yfir stríði
gegn kúgaranum Musharraf og
hinum guðlausa her hans,“ sagði í
yfirlýsingunni. Er hún ein af mörg-
um ásamt nokkrum myndböndum,
sem al-Qaeda hefur látið frá sér
fara að undanförnu og augljóslega í
tilefni af því, að sex ár eru liðin frá
hryðjuverkunum í Bandaríkjunum
11. 9. 2001.
Stjórnvöld í Pakistan gerðu í gær
lítið úr þessum hótunum og hétu að
slaka hvergi á í baráttunni gegn al-
Qaeda-hryðjuverkasamtökunum.
Sagði talsmaður þeirra, að pakist-
anska þjóðin stæði einhuga að baki
hernum, sem væri einn af horn-
steinum sjálfstæðisins. Forseta-
kosningar verða í Pakistan 6. næsta
mánaðar og mun Musharraf þá
sækjast eftir endukjöri.
Osama bin Laden hefur í hót-
unum við Musharraf og herinn
Hvergi smeykur
Pervez Musharraf,
forseti Pakistans.
FJÖLMIÐLAR og stjórnmálamenn í
Ísrael sameinuðust í gær um að for-
dæma Benjamin Netanyahu, fyrrver-
andi forsætisráðherra og núverandi
leiðtoga Likudflokksins, fyrir að hafa
viðurkennt, að Ísraelar hefðu gert loft-
árás langt inni í Sýrlandi snemma í
þessum mánuði.
Netanyahu, einhver mesti haukur-
inn í hópi ísraelskra stjórnmálamanna,
sagði í viðtali við ísraelska sjónvarpið
síðastliðinn miðvikudag, að hann hefði
stutt þá ákvörðun Ehud Olmerts forsætisráðherra að gera
árás á Sýrland 6. september sl. Kvaðst hann hafa óskað Ol-
mert til hamingju með árásina en hingað til hafa ísraelsk
yfirvöld verið þögul sem gröfin um þetta mál.
Þessi játning Netanyahus var aðalefni allra ísraelskra
fjölmiðla í gær. „Netanyahu rauf þögnina“ var aðalfyr-
irsögnin í blaðinu Maariv og pólitískir andstæðingar Net-
anyahus voru ekki seinir á sér að fordæma hann og Lik-
udflokkinn, sem nýtur nú mests fylgis samkvæmt
skoðanakönmnunum.
„Bíbí (Netanyahu) er ennþá sami „bíbí-inn“. Það skiptir
ekki máli hvort um er að ræða heimsku eða hégómaskap,
ljóst er, að honum er ekki treystandi,“ sagði Eitan Cabel,
framkvæmdastjóri Verkamannaflokksins. Yuval Steinitz,
einn þingmanna Likudflokksins, viðurkenndi, að yfirlýs-
ing Netanyahus hefði ekki verið viturleg en lagði áherslu
á, að hún hefði ekki stefnt öryggi ríkisins í hættu. Hermt
er, að ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafi verið skipað að
segja ekkert um yfirlýsingu Netanyahus en embættismað-
ur, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði, að hann hefði
sýnt „fullkomið ábyrgðarleysi“.
Sagt er, að árás ísraelsku F-15-orrustuþotnanna hafi
verið gerð á verksmiðju inni í landi í Sýrlandi, í um 80 kíló-
metra fjarlægð frá landamærunum við Írak, en fullyrt er,
að þar hafi verið geymd geislavirk efni, sem Sýrlendingar
hafi fengið frá Norður-Kóreu. Raunar varð Bandaríkja-
stjórn fyrst til þess að staðfesta árásina en talsmaður
hennar sagði, að „skyndiárás“ hefði verið gerð til að vara
Sýrlandsstjórn við áframhaldandi stuðningi við Hezbol-
lah-hreyfinguna í Líbanon.
Eiturefnavopn?
Við þetta má síðan bæta, að samkvæmt fréttum frá
Jane’s-herfræðistofnuninni fórust íranskir verkfræðingar
í mikilli sprengingu í leynilegri, sýrlenskri herstöð fyrir
tveimur mánuðum. Fylgir það sögunni, að þeir hafi verið
að koma fyrir sinnepsgasi í Scud C-eldflaug, sem er bann-
að með alþjóðalögum.
Netanyahu ljóstrar
upp um árás á Sýrland
AP
Gráir fyrir járnum Ísraelski herinn hefur verið með mjög
umfangsmiklar æfingar í Gólanhæðum síðustu daga.
Heimska? Benja-
min Netanyahu.