Morgunblaðið - 21.09.2007, Page 18
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur
sigridurv@mbl.is
Íkvöld verður frumsýnt í Þjóð-leikhúsinu nýtt verk eftirBjarna Jónsson leikskáld.Verkið nefnist Óhapp! og er
þriðja verk Bjarna sem Þjóðleikhúsið
sýnir. Áður hafa verk hans Vegurinn
brennur og Kaffi verið á fjölum leik-
hússins.
„Þetta er svört kómedía um fólk á
Íslandi sem lifir í veruleika sem er
kannski raunveruleiki og kannski
sjónvarp,“ segir Bjarni. Kannski
sjónvarp?
„Já, það er rétt! Áhorfendur þurfa
sífellt að lesa í það hvort um heimili
eða sjónvarpsþátt er að ræða,“ svarar
höfundurinn hlæjandi og útskýrir að
morgunsjónvarp hafi verið ein helsta
kveikjan að verkinu.
„Ég hafði oft velt fyrir mér hvernig
það væri ef fólk kæmi fram á morgn-
ana og morgunsjónvarpið væri ekki
bara í gangi, heldur væri það beinlínis
komið inn á heimilið. Þú kæmir fram í
eldhúsið og þar væri kokkurinn úr
morgunsjónvarpinu mættur. Sál-
fræðingurinn og allir hinir væru
komnir inn á gafl hjá þér með hollráð
á reiðum höndum. Þannig hefst leik-
ritið: Með fólki sem óvænt er með
heila sjónvarpsútsendingu heima hjá
sér,“ segir hann.
Flókinn veruleiki
Bjarni bendir á að morg-
unsjónvarp gerist í raun mikið inni á
heimilum.
„Sviðssetningin er alltaf í eldhúsi
eða stofu. Mig langaði að sjá hvort
hægt væri að smella þessu tvennu
saman og láta persónurnar síðan
flakka á milli. Við vitum því í raun
aldrei almennilega hvort persónurnar
eru staddar í sjónvarpsþætti eða á
heimili í góðu matarboði. Kring-
umstæðurnar breytast stöðugt og
koma sífellt á óvart. Þegar áhorf-
endur koma inn í salinn er eins og
þeir gangi inn í sjónvarpsstúdíó og
þeir eru ekki alveg vissir hvort um
raunverulegt heimili er að ræða eða
sjónvarpssett,“ segir Bjarni.
Titillinn Óhapp! vísar í óhöpp sem
aðalpersónurnar hafa orðið fyrir og
er verkið sýnt í Kassanum svokallaða
í Þjóðleikhúsinu. Bjarni segir leik-
sviðið í Kassanum henta sýningunni
vel.
„Þar er mjög gott að skapa þessa
tilfinningu, að við séum mögulega
stödd í stúdíói.“
Aðspurður hvort ekki sé erfitt að
skrifa leikrit með formi sem þessu
svarar Bjarni hlæjandi að það sé
fyrst og fremst skemmtilegt.
„Ætli þetta sé kannski ekki meira
mál fyrir þau sem koma að sýning-
unni og setja hana upp! Þetta er svo-
lítið púsluspil. Sjálfum finnst mér
bara gaman að velta veruleikanum
fyrir mér. Hann er í raun ofboðslega
flókinn og alltaf að flækjast meira og
meira. Með tilkomu nýrra miðla, eins
og netsins, er veruleikinn okkar far-
inn að vera á svo mörgum plönum.
Stjórnmálaumræða er til dæmis að
stórum hluta farin að fara fram á net-
inu og er þannig í raun og veru óraun-
veruleg,“ segir hann.
Kennaraverkfall var kveikja
Kennaraverkfallið síðasta var ein
kveikja Bjarna að leikritinu.
„Verkfallið var nýafstaðið þegar ég
byrjaði að skrifa verkið. Að við skyld-
um ekki vera nógu gott samfélag til
að leysa þetta mál heldur senda börn-
in okkar heim úr skóla og láta verk-
fallið verða að veruleika var svolítið
grátlegt í þessu hátækniþjóðfélagi
sem við búum í, þar sem allir eru svo-
lítið flottir á því eða vilja að minnsta
kosti vera það. Síðan vorum við stöð-
ugt að fjalla um verkfallið – án þess
að taka í raun á því,“ segir Bjarni.
Hann bendir á að Íslendingum finnist
almennt gaman að fjalla um sig og
geri það mikið í gegnum fjölmiðla.
Er þetta að einhverju leyti ádeila á
sjónvarp?
„Nei, í raun ekki á sjónvarp sem
slíkt,“ segir Bjarni. „Það er erfitt að
vera með ádeilu á sjónvarp, því það er
svo stór hluti af okkar lífi. Þetta er
frekar ádeila á það að þrátt fyrir alla
umfjöllun, alla meðvitundina og öll
hollráðin sem gefin eru, getum við
ekki einu sinni leyst úr brýnustu
vandamálunum sem upp koma, eins
og kennaraverkfallinu.“
Alltaf skrýtið að frumsýna
Bjarni segist spenntur fyrir kvöld-
inu í kvöld og er ánægður með út-
komuna.
„Það hefur tekist mjög gott sam-
starf með leikstjóra, leikurum og öll-
um þeim sem koma að þessu, og þetta
hefur verið skemmtilegt ferli.“
Hann viðurkennir að það sé alltaf
skrýtið að frumsýna. „Þá er verkinu
sjálfu lokið, einhvern veginn. En það
er náttúrlega ofboðslega gaman að
sjá það verða að einhverju og lifna við
á sviðinu.“
Er ég á heimili eða í sjónvarpi?
Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld
18 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÍSLENSKA kvikmynda- og
sjónvarpsakademían hefur
hafið vetrarstarf sitt. Föstu-
dagsfundir ÍKSA hefjast á ný
á hádegi í dag í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafnsins. Fundirnir,
sem hefjast stundvíslega kl.
tólf og lýkur um eittleytið
verða hálfsmánaðarlega í vet-
ur og þar verður fjallað um
kvikmyndir og sjónvarp frá
ýmsum hliðum. Gunnar B.
Guðmundsson, leikstjóri Astrópíu, ríður á vaðið
og ræðir um mynd sína og vinnuna við hana.
Astrópía er um þessar mundir vinsælasta myndin
í kvikmyndahúsunum fjórðu vikuna í röð.
Kvikmyndir
Hádegisfundir
um sjónvarp og bíó
Astrópía
HLYNUR Hallsson opnar sýn-
inguna ÞETTA – DAS – THIS
í DaLí Gallery, Brekkugötu 9 á
Akureyri, í dag kl. 17.
Sýningin samanstendur af
spreyi á vegg, myndbandi,
stórri ljósmynd með texta, lita-
kúlum og minni textamyndum
sem gestir geta tekið með sér.
Hlynur hefur verið að vinna
með textamyndirnar síðustu ár
og nú er væntanleg bók með
öllum myndunum.
Sýningin í DaLí Gallery stendur til 11. október
2007 en þann dag opnar Hlynur sýningu hjá E.ON
í München.
Myndlist
Sprey, litakúlur
og textamyndir
Hlynur Hallsson
listamaður.
ÍSLENSKUR píanóleikari,
Eva Þyri Hilmarsdóttir, heldur
einleikstónleika í Sívalaturni í
Kaupmannahöfn kl. 20 í kvöld.
Á efnisskránni eru verk eftir
Beethoven, Chopin, Granados
og Prokofiev. Þessir tónleikar
eru liður í einleikaraprófi Evu
Þyri frá Det Jyske Musikkons-
ervatorium. Frá árinu 2002
hefur hún stundað nám við Det
Jyske Musikkonservatorium í
Árósum í Danmörku hjá prof. John Damgaard,
þar sem hún hefur lokið mastersnámi og er um
þessar mundir að ljúka þaðan framhaldsnámi sem
einleikari.
Tónlist
Íslensk stúlka
leikur í Sívalaturni
Eva Þyri
Hilmarsdóttir
MYNDLISTARGAGNRÝNANDI
breska blaðsins The Guardian er
ekki hrifinn af sýningu Matthews
Barney í Serpentine-safninu í Lond-
on og segir hann
vera blóðlítinn
listamann. Barn-
ey er Íslendingum
að góðu kunnur
sem unnusti tón-
listarkonunnar
Bjarkar Guð-
mundsdóttur.
„Matthew
Barney hefur ver-
ið kallaður hinn
bandaríski Damien Hirst. Þú verður
líklega undrandi á því til hvaða
frægðarstigs þessi samlíking vísar,
vegna þess að þú hefur líklega aldrei
heyrt um hann,“ byrjar gagnrýnand-
inn Jonathan Jones grein sína. „Þó
fjölmiðlar hafi æst alla upp í kring-
um fyrstu stóru sýningu Barneys í
Bretlandi þá er hann í raun og veru
aðeins þekktur meðal sýningar-
stjóra, gagnrýnenda og annarra
listamanna,“ segir Jones og bætir
við að það þekktasta við hann sé að
hann er unnusti Bjarkar.
Jones lýsir verkum Barneys, sem
eru flest skúlptúrar gerðir úr plast-
efni sem líkist holdi og hann spyr
sig; „Hvers vegna, fyrir hvað?“ við
hvern þeirra.
„Barney er bara ekki alvarlegur
listamaður […] Barney skortir hið
beina raunsæi og hina tilfinninga-
legu hreinskilni sem er styrkur
breskrar listar. Damien Hirst og
Richard Serra geta verið rólegir
[…],“ segir Jones í lokaorðum sínum.
Barney
blóðlítill
listamaður
Matthew Barney
ÞAU mistök urðu í grein um sýn-
ingu Denis Masi í blaðinu í gær, að
sýning hans var sögð vera í Hafn-
arhúsinu. Það er ekki rétt, því sýn-
ingin er í Hafnarborg, menningar-
og listastofnun Hafnarfjarðar.
Listamaðurinn og aðrir hlutaðeig-
endur eru beðnir velvirðingar á
mistökunum, en sýningin stendur
til 7. október.
Hafnarborg
en ekki
Hafnarhús
Hafnarborg Frá sýningu Denis Masi
í Hafnarborg í Hafnarfirði.
„ÞAÐ er náttúrlega mjög ánægju-
legt að vera búinn að opna fyrstu
einkasýninguna, ekki síst vegna
þess að margir hafa sýnt verkunum
áhuga,“ segir Eysteinn Jónsson
sem á dögunum opnaði sýningu á
verkum sínum í Galleríi 100 gráð-
um, í húsi Orkuveitu Reykjavíkur.
Eysteinn lauk árið 1964 námi í
Handíða- og myndlistaskóla Ís-
lands, eins og skólinn hét þá, og á
að baki fjölbreyttan starfsferil. Auk
þess að starfa sem fangavörður,
sendibílsstjóri og sveitarstjóri hefur
hann unnið sem vitavörður, kaup-
félagsstjóri, aðalgjaldkeri og fram-
kvæmdastjóri og er þá ekki allt tal-
ið. Samhliða þessum ólíku störfum
hefur listin verið stór hluti af lífi
Eysteins.
„Í raun hefur hún verið stærri
hluti en starfið. Ég hef kannski ekki
endilega búið til mikið sýnilegt en
er mikið í hugmyndavinnu,“ segir
hann og bætir við að með sýning-
unni sé hann í raun að reyna að
vekja upp ákveðnar spurningar:
„Hvaðan komum við? Hver erum
við? Hvert erum við að fara? Síðan
er þetta sjálfsmynd af mér, hvaðan
ég kom, hver ég er og hvert ég er
að fara. Kannski er þetta líka mynd
af fleirum.“
Í kollinum í 30 ár
„Ég á í raun lítið af tilbúnum
verkum og hafði aldrei séð þessi
verk fyrr en við settum þau upp á
sýningunni. Þau höfðu bara verið í
kollinum á mér allan þennan tíma,“
segir Eysteinn. Hann segir sumar
hugmyndanna vera allt að 30 ára
gamlar. Aðspurður af hverju hann
láti til skarar skríða nú segir Ey-
steinn að hann hafi einfaldlega álitið
réttan tíma kominn. „Og kannski
hafði ég sjálfur líka meiri tíma.“
Eysteinn notar margvíslegan
efnivið í sýninguna og lét búa margt
sérstaklega til fyrir sig, svo sem
hluti úr stáli og gleri.
Enginn aðgangseyrir er á sýning-
unni sem stendur til 12. október.
Eysteinn Jónsson með einkasýningu í sýningarsal Orkuveitu Reykjavíkur
Listin stór
hluti af lífinu
Skuggi Verkið Skuggi er eitt af verkum Eysteins á sýningunni.
Stefán Hallur Stefánsson og Elma Lísa Gunnarsdóttir eru á meðal leikenda
í Óhappi! Í verkinu mætir kokkurinn úr morgunsjónvarpinu inn á venju-
legt heimili – eða hvað, er ef til vill um sjónvarpsútsendingu að ræða?
„Kringumstæðurnar í verkinu breytast stöðugt og koma sífellt á óvart,“
segir höfundurinn Bjarni Jónsson.
Kokkurinn mættur
Höfundur: Bjarni Jónsson
Leikstjóri: Stefán Jónsson
Leikmynd og búningar:
Börkur Jónsson
Tónlist: Frank Hall
Lýsing: Lárus Björnsson
Aðalhlutverk: Atli Rafn
Sigurðarson og Katla
Margrét Þorgeirsdóttir
Óhapp!