Morgunblaðið - 21.09.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 21.09.2007, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 21 AUSTURLAND SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Gjafir jarðar Ingólfsstræti 2, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Zinc-Asporoate Fyrir sjónina og einbeitinguna LANDIÐ Blönduós | Bæjarstjórinn á Blöndu- ósi hefur óskað eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið um möguleika þess að skattstofa Norðurlandsum- dæmis vestra verði flutt frá Siglu- firði á Blönduós. Skattstofa Norðurlandsumdæmis vestra er á Siglufirði. Eftir samein- ingu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í Fjallabyggð og kjördæmabreyting- ar tilheyrir Siglufjörður Norðaust- urkjördæmi en aðrir hlutar skattum- dæmisins, Húnavatnssýslur og Skagafjörður, tilheyra Norðvestur- kjördæmi. Þetta leiðir einnig til þess að íbúar Fjallabyggðar tilheyra tveimur skattumdæmum. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæj- arstjóri á Blönduósi, vekur athygli á þessum staðreyndum í bréfi sem hún hefur sent Árna Mathiesen fjármála- ráðherra. Hún telur staðsetningu skattstofu Norðurlands vestra henta einkar vel á Blönduósi, ekki síst með tilliti til landfræðilegrar legu, og ósk- ar eftir viðræðum um flutning henn- ar. „Við ætlum ekki að fara í sam- keppni við nágrannasveitarfélög en það þarf að taka þetta til skoðunar,“ segir Jóna Fanney. Bogi Nilsson skattstjóri á Siglu- firði er að láta af störfum og ráðu- neytið hefur auglýst starf skatt- stjóra laust til umsóknar. Bæjarstjóri vill flytja skattstofuna til Blönduóss Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Blönduós | Bæjarstjórn Blönduós- bæjar er með til umfjöllunar tvær tillögur að byggingu sundlaugar á staðnum. Reiknað er með því að bæjarstjórn taki ákvörðun um hvort ráðist verði í byggingu inni- eða útilaugar á fundi sínum í næstu viku. Sérstakur framkvæmdahópur um byggingu sundlaugar er starf- andi og hefur lagt fyrir bæjar- stjórn frumkostnaðaráætlun sem verkfræðistofan Storð ehf. hefur gert. Laugin verður byggð framan við íþróttahús bæjarins. Í tillögu um innilaug er gert ráð fyrir 16,7 metra löngu laugarkeri ásamt and- dyri, útiklefum og sundlaugar- garði. Áætlaður kostnaður er 323 milljónir kr. Hinn kosturinn er 25 metra útisundlaug sem verður tengd íþróttahúsi, ásamt anddyri, útiklefum og sundlaugargarði. Kostnaður er áætlaður 281 milljón. Gömul og lítil innilaug er á Blönduósi og liggur fyrir að leggja þarf í mikinn kostnað til að koma henni í stand, að sögn Jónu Fann- eyjar Friðriksdóttur bæjarstjóra. Hún segir að lengi hafi verið í um- ræðunni að byggja nýja sundlaug og nú sé ætlunin að ráðast í fram- kvæmdina. Blönduósbær seldi hitaveitu sína fyrir tveimur árum og segir Jóna Fanney að þá hafi verið ákveðið að láta söluandvirðið ganga til greiðslu skulda en einnig að ráðist yrði í framkvæmd sem bæjarbúar nytu. Hún segir að verið sé að leita umsagna endurskoðanda og fagaðila vegna áhrifa þessarar framkvæmdar á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Þær myndu liggja fyrir í næstu viku þegar bæjar- stjórn kemur saman til fundar um málið. Jóna Fanney segir að lögð hafi verið áhersla á það á Blönduósi að fá ferðafólk inn í bæinn og ým- islegt verið gert í því efni. Ferða- þjónustan myndi njóta nýju sund- laugarinnar ásamt íbúunum. Valið stendur á milli úti- og innilaugar Tillaga Verkfræðistofan Stoð hefur lagt fram tvær tillögur að sundlaug á Blönduósi. Hér er tillaga þeirra að innilaug með sundlaugargarði. Áhrif á fjárhag bæjarins metin Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Orka Úr tengivirki Landsnets í Fljótsdalsstöð, en þaðan fer orka Kára- hnjúkavirkjunar eftir Fljótsdalslínum 3 og 4 til Alcoa á Reyðarfirði. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is SPENNUHÆKKUN á Kröflulínu 2 er til athugunar og undirbúnings hjá Landsneti. Verið er að kanna kostn- að og hver ávinningur gæti orðið ef til kæmi. Kröflulína 2 var upphaflega tekin í rekstur 1978 og liggur nú frá Kröflustöð yfir Fljótsdalsheiði, Jök- uldalsheiði og niður í Fljótsdalsstöð Kárahnjúkavirkjunar, þangað sem hún var flutt fyrr á árinu vegna virkjunarinnar. Þorgeir J. Andrésson hjá Lands- neti segir að í stað þess að byggja nýja línu ef styrkja þyrfti teng- inguna á milli Austurlands og Norð- urlands og þ.a.l. að brjóta undir hana nýtt land, mætti nota þá línu sem fyrir er, þ.e. Kröflulínu 2, og spennu- hækka hana. Yrði spenna þá aukin úr 132 KW í 220 KW. „Þá yrði meiri spenna og flutning- ur og því meira sig á línunum og þess vegna þyrfti að hækka hverja og eina stæðu“ segir Þorgeir. „Auk hækk- unar þyrfti nokkrar viðbætur við búnað á línunum.“ Flutningur eykst um 100 MW Sömu staurastæður yrðu því not- aðar en óveruleg aukning verða á því landbelti sitt hvorum megin línunnar sem ekki er unnt að nýta, t.d. vegna búskapar, enda liggur línan að lang- mestu leyti um óbyggð svæði. „Okkar hugsun er ávinningurinn að geta flutt meira rafmagn og okkur telst til að það gæti verið um 100 MW meira heldur en línan nær að flytja í dag. Þetta gæti kostað um einn og hálfan milljarð, sem þykir nokkuð gott fyrir þessi 100 MW. Þetta er þó ekki komið á það stig að búið sé að kynna það formlega fyrir sveitarstjórnunum.“ Þorgeir segir framkvæmdina geta orðið á næstu árum. Spennuhækk- unin sjálf myndi taka eitt sumar en mikill tími fari hins vegar í skipu- lagsmálin á undan og samninga við landeigendur. „Þetta er fýsilegur kostur og okk- ur þykir þetta umhverfisvænt af því að ekki þarf að taka nýja línuleið undir. Þegar upp væri staðið yrði þetta varla sýnilegt í landinu.“ Landsnet hefur á sinni könnu Fljótsdalslínur 3 og 4 milli Fljóts- dalsstöðvar og álvers Alcoa á Reyð- arfirði, auk tengivirkisins í stöðinni, sem og tengivirki við Lagarfoss- virkjun, þ.e. nýlega stækkun þess og framkvæmdir við línu þaðan. Hvað varðar kvartanir vegna raf- magnstruflana í byggð undanfarið, einkum á Vopnafirði, segir Þorgeir þær hvimleiðar, en um stillingarat- riði sé að ræða í Lagarfossvirkjun sem takist vísast fljótlega að ljúka. Auka spennu milli fjórðunga á Kröflulínu 2 Í HNOTSKURN »Til að styrkja orkuteng-ingu milli Austurlands og Norðurlands er líklegt að spenna verði aukin á Kröflu- línu 2 milli Mývatnssveitar og Fljótsdalsstöðvar Kára- hnjúkavirkjunar á næstu miss- erum. »Spenna Kröflulínu 2 yrðiaukin úr 132 KW í 220 KW. Egilsstaðir | Á dögunum tók Þur- íður Backman þingmaður sig til og dró fram málningarpensla og lita- túpur í þágu góðs málefnis. Að beiðni kvenfélagsins Blá- klukku á Egilsstöðum málaði Þur- íður mynd, sem fara mun á list- munauppboð á Hótel Héraði 6. október n.k. Andvirði seldra muna á því uppboði mun renna til kaupa á nýju og fullkomnu sónartæki til handa Heilbrigðsstofnun Austur- lands á Egilsstöðum, en fram til þessa hafa blessunarlega á sig komnar konur á Fljótsdalshéraði og nágrenni leitað til Seyð- isfjarðar, Neskaupstaðar, Akureyr- ar eða Reykjavíkur eftir són- arskoðun. Á uppboðinu verða um 20 mál- verk eftir ýmsa listamenn aust- firska eða tengda Austurlandi. Má þar m.a. nefna Tolla. Helgi Seljan fréttamaður og Austfirðingur mun stjórna uppboðinu. Segir Ingunn Þráinsdóttir, ein Bláklukkukvenna, að verkefnið sé ákaflega skemmtilegt og komi að því margir Austfirðingar. „Fólkið í samfélaginu tekur höndum saman og stendur að þessu verkefni. Íbú- ar Héraðs og tengdra byggðarlaga hafa beðið lengi eftir sónartæki og nú fer biðin eftir því að styttast. Þuríður var strax til í að mæta í Gallerí Bláskjá og mála mynd til að leggja í púkkið og fyrir það er- um við þakklátar,“ segir Ingunn. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Litapælingar Þuríður Backman naut fulltingis Svandísar Egilsdóttur í Galleríi Bláskjá á Egilsstöðum við undirbúning málverksins. Myndlist í þágu góðs málefnis Akranes | Hvatningarverðlaun Akraneskaupstaðar til nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi voru veitt í fyrsta skipti í fyrradag. Sagt er frá afhend- ingu verðlaunanna á vef héraðs- fréttablaðsins Skessuhorns. Skólastjórnendur tilnefna nem- endur sem sýnt hafa sérstakt frumkvæði eða unnið afrek í þágu skólans. Þrír nemendur fengu verðlaun- in, Elín Carstensdóttir og Guð- mundur Freyr Hallgrímsson úr liði skólans sem vann sigur í sín- um flokki í forritunarkeppni framhaldsskólanna á síðustu vor- önn og Sylvía Hera Skúladóttir sem verið hefur í forystu forvarn- arhóps nemenda og unnið þar mjög gott starf. Hvert þeirra fékk 35 þúsund krónur í verð- laun. Þrír fengu hvatningu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.