Morgunblaðið - 21.09.2007, Side 22
Börnin á leikskólanum Öldukoti
segja matinn hennar Renuku
Perera frá Sri Lanka vera besta
mat í heimi. »24
matur
Sannkölluð sprenging hefur
orðið í eftirspurn eftir lífrænni
fæðu og ásóknin, segja sumir, á
bara eftir að aukast. »26
neytendur
Góð tónlist er sannkölluð nær-
ing fyrir sálina og tónleikar
Désiré N’Kaoua í Salnum ættu
að falla vel í þann flokk. »24
mælt með
SKÓSMIÐURINN Ram Kumar heldur
hér á samsafni smágerðra en litríkra
skóa sem hann hefur búið til. Kumar
starfar á virkum dögum í skóverksmiðju
í Jammu á Norður-Indlandi, en eyðir
helgum sínum síðan í að búa til smá-
gerða skó á borð við þessa, sem eru um
1,3 sm að lengd.
Skósmíðina stundar hann í þeirri von
að komast í heimsmetabók Guinness eða
indversku útgáfu hennar.
Smæstu skór
í heimi?
Skáldið Stefán frá Hvítadal var
rómantískt og tregafullt skáld.
Sumarið 1911 las Stefán fráHvítadal upphátt í Unuhúsiúr kvæði sínu Klökkva.
Ég geng með veikum burðum
á eggjagrjóti í urðum
og harma sárt in horfnu jól
mér heilsar grátnum vorsins sól.
Stefán frá Hvítadal var skáld
trega og rómantíkur, trúmaður kaþ-
ólskur í bland við svo ótalmargt
annað. Nú í október eru liðin 120 ár
síðan Sefán fæddist á Gömlu-
Hólmavík, fimmta barn foreldra
sinna Guðrúnar Jónsdóttur og Sig-
urðar Sigurðssonar trésmið-
s.Tveggja ára gamall varð Stefán
eitt fimm fósturbarna frænda sín
Jóns Þórðarsonar og konu hans
Önnu Margrétar Bjarnadóttur.
Nú laugardaginn 22. september
kl. 17 verður 120 ára afmælis Stef-
áns frá Hvítadal minnst í Staðar-
hólskirkju í Dölum á mjög mynd-
arlega hátt. Þar mun ný söngsveit,
Vorsól, syngja lög við texta Stefáns
frá Hvítadal undir stjórn Sigrúnar
Steingrímsdóttur.
– En hvað varð til þess að þessi
söngsveit var stofnuð og hvers
vegna gerir hún svo vel við minn-
ingu Stefáns frá Hvítadal?
„Þóra Sigurðardóttir og Sum-
arliði Ísleifsson eiga hús á Nýp á
Skarðsströnd og eru þar með tals-
verða menningarstarfsemi. Þóra er
myndlistarkona og Sumarliði er
sagnfræðingur og hagleiksmaður,
þau komu með þá uppástungu að
stofnuð skyldi söngsveit og sungin
lög við ljóð Stefáns frá Hvítadal,
honum til heiðurs á 120 ára afmæl-
inu. Söngsveitin Vorsól er tvöfaldur
kvartett, flest kunningjafólk og
bókmenntalega sinnað,“ segir Sig-
rún.
– Hvernig ljóð völduð þið?
„Það fyrsta sem við völdum var
Drottningin í Sólheimum, lag Atla
Heimis Sveinssonar sem hann
samdi kornungur. Atli var löngum í
sveit hjá ömmu sinni, Jónínu Eyj-
ólfsdóttur, í Flatey og hún hafði dá-
læti á Stefáni og benti barnabarni
sínu á þetta fallega kvæði. Síðan
syngjum við Erla góða Erla, Kirkj-
an ómar. Hlín Pétursdóttir ætlar að
syngja einsöng, Vorsól, við lag Sig-
fúsar Halldórssonar. Einnig munu
nemendur grunnskólans í Tjarn-
arlundi flytja ljóð eftir Stefán frá
Hvítadal, sungin og lesin. Þorleifur
Hauksson bókmenntafræðingur
kynnir ljóðin og segir frá. Nem-
endur Tjarnarlundar munu standa
fyrir kaffiveitingum. Penna sf. og
grunnskólinn í Tjarnarlundi,
sveitarstjórn Dalabyggðar,
Menningarsjóður Vesturlands-
,Minningarsjóður
Margretar Björgúlfsdóttur og
Menningarráð Vesturlandsstyrkja
þennan menningarviðburð, sem og
heimamenn i Saurbæ í samvinnu
við áhugamenn um bókmenntir og
tónlist - sem
koma víða að.“
Stefán Sigurðsson kenndi sig við
Hvítadal en þangað flutti hann með
fósturföður sínum vorið 1903. Hann
bjó þar ekki lengi, fór snemma að
heiman. Hann þráði að sjá heiminn,
var um tíma í Noregi og veiktist þar
af berklum og missti fótinn við
ökkla. Hann lét þó fötlunina ekki
stöðva sig heldur gerðist bóndi í
Bessatungu í Saurbæ. Hann giftist
Sigríði Jónsdóttur 1919 en æskuást
hans dó úr berklum kornung. Þrátt
fyrir búskaparannir og fremur
slaka heilsu tókst Stefáni að taka
sæti framarlega á skáldabekk Ís-
lendinga, en frægastur er hann fyr-
Morgunblaðið/Árni Torfason
Vorsól Sönghópurinn ásamt Sigrúnu Stefánsdóttur, 2. th. ætlar að syngja lög við ljóð skáldsins.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Staðarhólskirkja í Dölum Þar verður 120 ára afmælis skáldsins minnst.
Mér heilsar grátnum vorsins sól
Stefán frá Hvítadal, sem frægur varð ungur maður fyrir ljóðabók sína Söngvar förumannsins, verður heiðraður á 120 ára af-
mæli sínu með söng í Staðarhólskirkju í Dölum. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Sigrúnu Steingrímsdóttur, söngstjóra söng-
sveitarinnar Vorsólar, sem syngur lög við texta Stefáns í fyrrnefndri kirkju dag.
gudrung@mbl.is
ir fyrstu ljóðabók sína, Söngva föru-
mannsins, sem kom út 1918.
Í Íslenskum aðli eftir Þórberg
Þórðarson er eftirminnileg lýsing á
Stefáni sem ungum manni. Stefán
var þá orðinn maður sigldur og
margreyndur í kvennamálum að
eigin sögn og gaf Þórbergi, sem
ekki var vel að sér í þeim fræðum,
góð ráð. Eitt þeirra var að strjúka
konum niður hnakkann.
„Er það gott?“ spyr Þórbergur
„Það stenst það enginn kvenmað-
ur. Þá koma þær alveg sjálfviljugar
upp í fangið á manni. Þú getur haft
hvaða stelpu sem er með því að
strjúka hana vel niður hnakkann.“
Þegar þeir félagar kvöddust í sum-
arlok, Þórbergur hálfkjökrandi,
segir hann: „Hamingja má vita,
hvort við sjáumst nokkurntíma aft-
ur í þessu lífi, kannski aldrei framar
í allri eilífiðinni.“ En Stefán skáld
var „kúl“, eins og nú er sagt, hann
svaraði að þeir ættu eftir að sjást
aftur, kvað sig hafa dreymt fyrir
því. „Við eigum eftir að vera mikið
saman einhverntíma síðar í lífinu.
Ég veit ekki hvenær það verður. En
ég er alveg sannfærður um, að við
eigum báðir eftir að lifa lengi. Þú
verður mikill spekingur, og ég á eft-
ir að verða frægt skáld.“
Það fór þó ekki svo að Stefán frá
Hvítadal yrði langlífur, hann and-
aðist aðeins 46 ára gamall, en mikið
skáld varð hann og það munu þeir
heyra sem hlusta á söng Vorsólar í
Staðarhólskirkju í dag.
daglegtlíf