Morgunblaðið - 21.09.2007, Page 24
matur
24 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Framandi Karrífiskur með kókosmjólk og grænmetishrísgrjónum.
Ég hef alltaf haft mikinnáhuga á matargerð ogstarfa nú sem matráðs-kona á leikskólanum
Öldukoti þar sem ég reyni að krydda
íslenska matinn með framandi rétt-
um svona af og til. Börnin og starfs-
fólkið eru afskaplega ánægð með
þetta,“ segir Renuka Perera, sem
fluttist til Íslands frá Kólombó, höf-
uðborg Sri Lanka, fyrir ellefu árum.
Hún kom fyrst til Íslands sem au-
pair í gegnum systur sína sem hér
var búsett, en nú er Renuka gift
Fransmanninum Jean-Rémi Char-
eyre, sem hún hitti í Alþjóðahúsinu
fyrir fjórum árum. Saman eiga þau
synina Noël-Elías 2 ára og Símon
Thomas 15 mánaða og fyrir átti Ren-
uka soninn Imesha, sem er í Haga-
skóla og æfir nú badminton af kappi
með KR.
Þrjú tungumál á heimilinu
Jean Rémi, sem er frá Le Cheyl-
ard, litlu þorpi í Ardéche-sýslu í Suð-
austur-Frakklandi, kom til Íslands
fyrir fimm árum til að kenna frönsku
við Menntaskólann á Laugarvatni,
en nú er hann í gítarnámi í Listahá-
skólanum í Reykjavík. Að sögn Ren-
uku unir fjölskyldan sér vel á Ís-
landi.
„Sri Lanka er minni eyja en Ís-
land, en þar búa 20 milljónir manna
á móti þrjú hundruð þúsund íbúum á
Íslandi. Miklu dýrara og kaldara er
að búa á Íslandi, en Ísland er mun
barnvænna og minni stéttaskipting
er hér.“
Þrjú tungumál, íslenska, franska
og sengala, móðurmál Renuku, eru
töluð jöfnum höndum á heimili fjöl-
skyldunnar, sem býr í vesturbæ
Reykjavíkur, og svo fer þetta allt í
einn graut hjá börnunum, segir fjöl-
skyldufaðirinn og brosir. Renuka og
Jean-Rémi tala nefnilega saman á ís-
lensku, en pabbinn talar við börnin á
frönsku og mamman á sengala.
Renuka segir að matarhefðir Sri
Lanka búa séu mjög heilsusamlegar,
en dálítið tímafrekar. „Við eldum
aldrei minna en tvo til þrjá rétti fyrir
hvern málsverð sem við borðum með
fersku salati, grænmeti og miklu af
hrísgrjónum eða brauði, sem við
köllum poppadum. Það eru næfur-
þunnar kökur, djúpsteiktar í heitri
olíu á pönnu.“
Vill verða „alvöru“ kokkur
Hún segir að alltaf eigi að nota
ólífuolíu til steikinga vilji menn
halda í hollustuna og þó öll framandi
krydd fáist nú orðið á Íslandi, kjósi
hún að fá sumt sent frá Sri Lanka,
t.d. sérstakan kanil, sem þar vex og
hefur annan keim en sá sem hér
fæst.
„Ég á mér þann draum að verða
alvöru kokkur með alvöru réttindi
og fara kannski út í sjálfstæðan
rekstur einhvern tímann þar sem
matur yrði í aðalhlutverkinu. Það
kemur kannski að því þegar mað-
urinn minn er búinn að læra, en ég
hef m.a. verið að elda fyrir veislur og
Morgunblaðið/G.Rúnar
Fjölskyldan Renuka ásamt eiginmanninum Jean-Rémi og sonunum Imesha, Noël-Elíasi og Símoni Thomasi.
Kryddar íslenska
matinn með
framandi réttum
„Þetta er besti matur í heimi,“ hafa börnin á leikskólanum Öldukoti sagt um mat-
inn hennar Renuku Perera frá Sri Lanka. Jóhanna Ingvarsdóttir smakkaði karrí-
fisk með kókosmjólk og grænmetishrísgrjón heima hjá Renuku og fjölskyldu.
Matráðskonan Renuka Perera, sem flutti frá Sri Lanka til Íslands fyrir
ellefu árum, segir að matargerðin sé mikið áhugamál hjá sér.
Íslenskt handverk
Fjöldi handverksfólks er starfandi
hér á landi og margir sem senda frá
sér hina áhugaverðustu hluti þó ekki
beri alltaf mikið á þessum gripum í
listasöfnum. Í menningarmiðstöð-
inni Gerðubergi verður nú á laug-
ardag opnuð sýningin Handverks-
hefð í hönnun sem er vel þess virði
að líta á um helgina. Þar getur að
líta verk 34 hönnuða, lista- og hand-
verksfólks og má þar nefna þau
Önnu Guðmundsdóttur, Ásdísi Birg-
isdóttur, Björgu Juto og Friðgeir
Guðmundsson, svo nokkur séu
nefnd.
Sýningin er unnin í samstarfi við
Heimilisiðnaðarfélag Íslands og
Handverk og hönnun og er sett upp í
tilefni Norræns heimilisiðnaðar-
þings sem haldið verður dagana 26.-
30. september n.k. Eins og titill sýn-
ingarinnar ber með sér er markmið
Heimilisiðnaðarfélagsins að hvetja
til þess að handverkshefðin sé nýtt
sem innblástur að nýjum verkum.
Og svo allir á völlinn
Vinsældir kvennaknattspyrnu
hafa aukist þó nokkuð undanfarið í
kjölfar góðs gengis stelpnanna „okk-
ar“ í leikjum heima sem erlendis.
Það er þó ekki bara landsliðið sem á
athygli skilda og því tilvalið að
bregða sér líka á leiki í bikarkeppn-
inni. Nú þegar liggur fyrir að Valur
er Íslandsmeistari í knattspyrnu
kvenna þetta árið og spennandi að
sjá hverjar verða bikarmeistarar nú
um helgina. Úrslitaleikurinn um bik-
arinn þetta árið verður á milli Kefla-
víkur og KR. Það er því um að gera
fyrir stuðningsmenn þessara liða og
aðra að skella sér á Laugardalsvöll-
inn á laugardag kl. 16 og hvetja sín-
ar stelpur áfram, það er jú til mikils
að vinna.
Klassík í Salnum
Góð tónlist er sannkölluð næring
fyrir sálina og því ekki úr vegi fyrir
aðdáendur klassískrar tónlistar að
bregða sér í Salinn í Kópavogi annað
hvort á laugardag eða sunnudag, en
þá mun franski meistarinn Désiré
N’Kaoua minnast sjötugustu ártíðar
Maurice Ravels með heildarflutningi
píanóverka hans. Þetta er í annað
sinn sem Désiré N’Kaoua sækir Sal-
inn heim, en hann lék áður í TÍBRÁ
á fyrsta starfsári Salarins í sept-
ember árið 1999.
N’Kaoua, erfingi Ravels í tækni,
er í dag einn af mjög fáum sérfræð-
ingum í tónlist þessa tónskálds, en
árangur hans í píanóleik hefur gert
hann að eftirsóttum einleikara með
mörgum virtum hljómsveitum.
Dansað á Gauknum
Þeir sem hafa gaman af að stíga
sporin á dansgólfinu geta brugðið
sér á Gauk á stöng í kvöld og hlýtt
þar á nýja hljómsveit, Silfur, og e.t.v.
tekið nokkur dansspor, en hljóm-
sveitin stefnir ótrauð á ballmark-
aðinn. Meðlimir Silfurs koma úr
ýmsum áttum og eru því e.t.v. ýms-
um kunnir úr fyrri sveitum, en þeir
Andri og Svenni spiluðu saman í 8
Villt, Rut söng með Chernobyl, en
Stebbi plokkaði síðan bassann í
hljómsveitinni Black Out og Leifur
gerði síðan garðinn frægan í Euro-
vision með lagið Áfram.
Sé það hins vegar þyngri taktur
sem heillar er um að gera að bíða til
morgundagsins, en þá stíga dreng-
irnir í Brain Police á svið á Gauknum
og lofa þeir bæði þrusurokki og
hausaskaki.
mælt með …