Morgunblaðið - 21.09.2007, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.09.2007, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALÞJÓÐLEGI Alzheim- ersdagurinn er í dag, þann 21. september, og á morgun verður hans minnst með dagskrá á Grand Hótel Reykjavík. Fyrir ári minntumst við þess um allan heim að 100 ár væru liðin síðan Alois Alzheimer skilgreindi hann fyrstur manna, með kjörorðunum: „100 ár eru liðin, nú má engan tíma missa“. Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir 100 ára gamalt afrek Alois Alzheim- ers gerðist fátt í rannsóknum á heila- bilun í 80 ár eftir það. Þrátt fyrir að vera mesti dánarvaldur okkar tíma að und- anskildum aðeins hjarta- og æðasjúkdómum hefur afstaða okkar til heilabilunar verið að „ekkert sé við þessu að gera“. Það eru reginmistök. Heilabilun sviptir mikinn fjölda fólks lífi og lífsgæðum, tugum ára af eðlilegri ævi og veldur miklu álagi á að- standendur sem annast heilabilaða ástvini sína árum saman. Síðustu ár hafa gefið vonir um að rann- sóknir geti leitt til lyfja sem bein- línis bólusetja gegn myndun Alz- heimers. Slík lyf eru þó ekki tiltæk í dag. Lyf sem hægja á ferlinu hafa þó staðið okkur til boða um hríð og rannsóknir hafa sýnt að neysla ávaxta, feits fiskjar (lýsis), hæfileg hreyfing, þrautalausnir og virk samskipti við annað fólk draga verulega úr hættu á heilabil- un. Gestur okkar á Alzheim- ersdaginn 2006, Barbara Pointon, merkiskona frá Bretlandi sagði í ræðu sinni að það ríktu alvarlegir og eindregnir aldursfordómar gegn eldra fólki, og sakir þess að heilabilun tengist í hugum fólk öldruðu fólki beindu samfélög okk- ar aðeins broti af þeim peningum sem fara til annarra alvarlegra sjúkdóma til rannsókna og með- ferðar heilabilunar. Þó er heilabil- un ekkert öðruvísi en aðrir lífs- hættulegir sjúkdómar, hún er langvinnur sjúkdómur sem getur tekið áratugi af lífi fólks og valdið sjúklingi og aðstandendum hans ómældum þjáningum. Greining snemma Alþjóðleg Alzheimerssamtök hafa undanfarin ár lagt mikla áherslu á greiningu snemma eða strax og einkenna verður vart. Í mörgum löndum hefur það verið við- tekið viðhorf í heil- brigðisstéttum að ekk- ert sé hægt að gera fyrir heilabilaða þar sem ekki sé til bein lækning. Þannig kom í ljós að þegar að jafn- aði liðu 6 mánuðir hjá Þjóðverjum frá því sjúklingar kvörtuðu fyrst við lækni yfir einkennum þar til greining fékkst, þá liðu 36 mánuðir hjá Bretum og 60 mánuðir hjá Írum, mismun- urinn virtist felast í afstöðu til sjúkdómsins. Töf á greiningu hindrar að sjúk- lingurinn og ástvinir hans geti gripið til margháttaðra ráðstafana sem geta létt lífið og aukið þeim lífsgæði. Rétt örvun, uppbyggileg samskipti og dagþjálfun hafa reynst vel til að viðhalda því sem hver ræður yfir, og lengi er margs að njóta þó minnið fari að verða gloppótt. Það er því mikilvægt að afla upplýsinga og leita ráða. Fólk getur átt mörg hamingjuár og ótalda sæludaga þrátt fyrir sjúkdóminn en aðlögun og ráðstaf- anir í tíma til að efla og viðhalda því besta sem hver maður hefur, geta þar skipt sköpum, og aðstoð og ráðgjöf bæði heilbrigðiskerfis og félagskerfis er nauðsynleg. Dagþjálfunarhúsin grunnur að meiri lífsgæðum Mikilvægt er að tryggja yngri sjúklingum aðstöðu og stuðning til að rækja áfram störf sín á vinnu- markaði þrátt fyrir sjúkdóminn og aðlögunar og skilnings er þörf. Þá eru dagþjálfunarhúsin mik- ilvæg, auk þess að stuðla að vellíð- an þess sem hefur heilabilun, lík- amlegri heilsu og að viðhaldi þess sem hann býr yfir þá eru dagþjálf- unarhúsin uppspretta reynslu, heilræða og félagsstarfs allra sem málið snertir, og gera ástvini sem annast sjúklinginn kleift að vera áfram virkur samfélagsþegn. Ef grunur er um byrjandi heila- bilun, t.d. minnistruflanir, er sjálf- sagt að leita strax til heim- ilislæknis sem ef tilefni er til vísar sjúklingi á minnismóttökuna á Landakoti þar sem greining fer fram. Eftir að greining hefur verið staðfest er mikilvægt að njóta ráða félagsráðgjafa til að vita hvaða að- stoð er í boði. Einnig að ástvinir skrái sig í FAAS (sjá: www.alz- heimer.is) til að geta leitað þar að- stoðar og ráða og fá í áskrift fræðsluefni og fundarboð. Til að hamla gegn heilabilun og minnisglöpum er besta ráðið að „muna að njóta“ – mundu að njóta ávaxta og feits fisks eða lýsis dag- lega, það vinnur gegn heilabilun, njóttu reglulegrar hreyfingar og iðkunar þrautalausna, þar með taldar krossgátur og talnaþrautir, en ekki síst mundu að njóta allra sælustunda sem lífið hefur uppá að bjóða, því ekkert er hollara fyrir minnið en þær. Alzheimer og heilabilun hittir hvern sem fyrir verður með sínum hætti, en mörg innihaldsrík ár og ótaldar sælustundir geta samt ver- ið framundan þó enn um sinn ráði sjúkdómurinn að lokum ferðinni. Mundu að njóta Heilabilun sviptir mikinn fjölda fólks lífi og lífsgæðum, segir Helgi Jóhann Hauksson í tilefni Alzheimerdagsins 2007 » Töf á greininguhindrar að sjúkling- urinn og ástvinir hans geti gripið til marghátt- aðra ráðstafana sem geta létt lífið og aukið þeim lífsgæði. Helgi Jóhann Hauksson Höfundur er upplýsinga- fulltrúi FAAS EFTIR besta sumar sem elstu menn hafa upplifað bíða nú haust- lægðirnar í röðum eftir að ryðjast yfir okkur hver af annarri með tilheyr- andi yfirgangi. Á sama tíma hellast verkefni haustsins og vetrarins yfir okkur með öllu sínu brambolti, áreiti og skyldum. Sumir fyllast tilhlökkun og eftirvæntingu á meðan aðrir fyllast kvíða, vanlíðan og vonleysi. Skilaboð að ofan Þegar verkefnin blasa við okkur og við finnum okkur jafnvel lítilmótleg og vanmáttug svo það þyrmir yfir okk- ur, þá er svo gott að vita til þess og hafa í huga að einmitt í þeim að- stæðum erum við óvænt ávörpuð af höfundi og fullkomnara lífsins eitt- hvað á þessa leið: Hrausta hetja! „Þér er óhætt að halda út í dag- inn. Farðu af stað nákvæmlega í þessum styrkleika þín- um. Það er ég sem sendi þig. Ég mun vera með þér og þú munt sigra.“ Höfum því ástæðu til að vera hug- hraust Við höfum því ríka ástæðu til þess að vera hughraust og örugg. Látum því ekki hug- fallast og óttumst ekki. Því að sjálfur Guð, skapari okkar, lausnari og lífgjafi hefur heitið því að vera með okkur í sérhverju góðu verki sem við tökum okkur fyrir hendur. Hann hefur heitið því að áformum okkar muni framgengt verða með einhverjum og jafnvel ófyrirséðum hætti svo framarlega sem þau séu samferðafólki okkar til blessunar og honum, þ.e. Guði, til dýrðar. Hann yfirgefur okkur ekki. Hann hefur heitið því að vera með okkur alla daga, allt til enda veraldar. Felum því algóðum Guði verkin okkar svo áformum okkar muni framgengt verða. Því að allt megn- um við með hans hjálp og styrk. Því að mátturinn fullkomnast í veik- leika. Og höfum ávallt hugfast það sem mikilvægast er, að náð Guðs nægir okkur fullkomlega. Í leit að þér Guð er nefnilega ekki að leita að sjálfskipuðum hetjum eða sjálfs- prottnum snillingum. Hann er bara að leita að venjulegu fólki. Hann er að kalla eftir auðmýkt og fúsleika, svo máttur hans geti fullkomnast í okkar mannlega veikleika. Já, hann er nefnilega bara að leita að þér. Hann er að kalla þig til góðra verka og heitir því að styðja þig og vera með þér. Gefðu þér því tíma til að hleypa honum að, svo hann fái ræktað huga þinn og hjarta með anda auð- mýktar og einlægni, fyrirgefningar og sátta. Og framtíðin verður þín. Þegar verkefnin virðast yfirþyrmandi Sigurbjörn Þorkelsson skrifar hugvekju. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur. » Það er óhætt aðhalda út í daginn því sjálfur höfundur og full- komnari lífsins hefur heitið því að vera með okkur og veita okkur styrk til góðra verka. STYRJALDARÁTÖK eiga sér margar orsakir, hvort heldur sem er ásókn ríkja í lönd annarra, land- fræðilegir og pólitískir hagsmunir, að ekki sé minnst á samkeppni. Samkeppni um nátt- úruauðlindir, efna- hagslegur óstöðugleiki og félagslegt óréttlæti auka líkurnar á árekstrum jafnt innan sem á milli ríkja. Upp á síðkastið er farið að líta á trúar- brögð sem uppsprettu fjandskapar og hat- urs. Í dag á Al- þjóðlega friðardeg- inum höfum við hins vegar einstakt tæki- færi til að minnast þess að þetta er engan veginn alltaf raunin og að á hverjum degi gegna trúarleiðtogar og trúarleg samtök já- kvæðu lykilhlutverki í að leysa deilur. Vissulega er ekki alltaf auðvelt að verja það sjónarmið að trúarbrögð séu já- kvætt friðarafl. Trúar- brögð virðast oft hella olíu á eld ofbeldis frá Írak til Afgan- istans, Kashmir til Sri Lanka, Indónesíu til Ísraels og Palestínu. En þótt trúarbrögð eigi hlut að máli á mörgum átakasvæðum þýðir það þó ekki endilega að þau séu kveikja átakanna. Sannleikurinn er sá að trúar- brögð eru alltof oft misnotuð til að réttlæta hatur og ofbeldi. Í heimi sem oft virðist stjórnlaus, óréttlátur og gersneyddur traustum gildum, veita trúarbrögðin mörgum örygg- iskennd og tilgang sem margir – ekki síst ungt fólk – þrá. Slíkt er oft misnotað af samviskulausum leið- togum sem nota og misnota trúar- brögð til að skapa andúð á þeim sem deila ekki sömu trú. Trúar- brögð geta valdið áköfum við- brögðum því þau snerta þann kjarna sem skilgreinir hvern ein- stakling og slíku er hægt að beina í farveg ofbeldis. En samviskuleysi fárra villuráfandi leiðtoga ætti ekki að koma óorði á friðsamlega og fölskvalausa samvisku mikils meiri- hluta trúaðra. Það er ekki aðeins óréttlátt held- ur einnig hættulegt að halda því fram að trúarbrögð séu ein helsta orsök tortímingar og ofbeldis í heiminum, því með því er athyglinni beint frá raunverulegum rótum átaka. Með því er ranglega gefið til kynna að efnahagslegt óréttlæti, hernaðarlegur metnaður og póli- tískur og landfræðileg samkeppni séu ekki meðal höfuðorsakanna og því þurfi fyrst og fremst að glíma við „trúarlegan vanda“ til að stöðva átök í framtíðinni. Til að bæta gráu ofan á svart er með þessu litið framhjá mikilvægi trúfélaga til að skapa forsendur friðar og sáttfýsi. Jákvæð áhrif trúarbragða birtast í megingildum og sameiginlegum hugmyndum hinna miklu trúarbragða sem brýna fyrir trúuðum að virða reisn hverr- ar manneskju. Þessi meginkenning liggur til grundvallar friðsamlegum samskiptum á milli menningar- heima og þjóðfélaga. Hún er meginkjarninn í mörgum alþjóðlegum samningum og sátt- málum – og einna mik- ilvægast – í Mannrétt- indayfirlýsingunni. Trúarleiðtogar alls staðar að leika sífellt stærra hlutverk í að leiða deilur til lykta á friðsamlegan hátt. Í júlí síðastliðnum hvöttu leiðtogar mótmælenda í Bandaríkjunum George Bush, forseta til þess í opnu bréfi að efla frið- arviðræður Ísraela og Palestínumanna og hvöttu til „réttláts, var- anlegs samkomulags sem tryggði báðum að- ilum raunhæf, sjálfstæð og örugg ríki.“ Þáttur leiðtoga múslima í að styðja friðarviðleitni og fordæma hryðjuverk gleymist oft. Um allan heim hafa þeir hvað eftir annað fordæmt of- beldi sem andstætt kenningum Íslams. Þar að auki er varla hægt að of- meta mátt trúarbragða til að fylkja liði. Trú og hefðir eru mikilvægir þættir í menningarlegri sjálfsmynd milljarða manna um allan heim. Trúarlegar stofnanir eru valdamikl- ar og teygja anga sína í hvert ein- asta heimshorn. Þetta afl hefur oft ráðið úrslitum í að leysa deilur og byggja brýr á milli menningar- heima. Trúarleiðtogar hafa átt stór- an þátt í að hefja viðræður milli stríðandi fylkinga frá Indónesíu til Síerra Leone, Nígeríu til El Salva- dor og Kosovo til Súdans. Þeir hafa líka veitt hrjáðum samfélögum til- finningalegan og andlegan styrk og stuðlað að sáttum. Í janúar á næsta ári býður Bandalag siðmenninga (Alliance of Civilizations) ríkisstjórnum, al- þjóðasamtökum, hjálparstofnunum, frjálsum félagasamtökum og at- vinnurekendum til ráðstefnu í Ma- drid á Spáni. Þar er stefnt að því að efna til félagsskapar þvert á menn- ingarheima og efla samvinnu. Sér í lagi er mikilvægt að á þessum vett- vangi verður stefnt saman stórum hópi trúarleiðtoga til að brjóta til mergjar hvaða hlutverki þeir og samfélög þeirra geta leikið í þá átt að efla sameiginlegt öryggi. Þetta og önnur frumkvæði minna okkur á að trúfélög geta ráðið úr- slitum í friðaruppbyggingu. Þótt ríkisstjórnir hafi vald til þess að undirrita friðarsamkomulög, eru trúfélög kjörin vettvangur til þess að endurreisa traust, virðingu og skilning á milli ólíkra samfélaga. Friðarviðleitni í nafni trúar Jorge Sampaio skrifar í tilefni af því að í dag er Alþjóðlegi friðardagurinn Jorge Sampaio » Það erhættulegt að halda því fram að trúarbrögð séu helsta orsök ofbeldis í heim- inum, því með því er athyglinni beint frá raun- verulegum rót- um átaka. Höfundur er fyrrverandi forseti Portúgals og oddviti Bandalags sið- menninga í umboði Sameinuðu þjóð- anna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.